Morgunblaðið - 02.03.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.03.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 Steingrímur Hermannsson: Skoðum kröfii um lagasetningu komi hún frá ASI/VSÍ RÍKISSTJÓRNIN mun ekki hafa frumkvæði að því að sett verði lög til þess að koma í veg fyrir að þeir aðilar sem eru með lausa kjarasamninga geti samið um bætt kjör, sem feli í sér kjarabætur umfram það sem samningarnir frá 1. febrúar sl. fela í sér. Gert var ráð fyrir því í samningum aðila vinnumarkaðarins að þeir sem ósamið ættu, lykju samningum sínum eigi síðar en 5. mars nk. eða á mánudag. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að krafa um slíka lagasetningu hefði ekki komið fram, en ef hún kæmi, þá yrði hún skoðuð í ríkisstjóm. „Við höfum ekki viljað hafa frumkvæði að lagasetningu í þess- um efnum,“ sagði forsætisráð- herra. „Krafa um lagasetningu hefur ekki komið fram, en ef hún kemur munum við skoða hana í ríkisstjórninni. Ef aðilar vinnu- markaðarins koma fram með slíka kröfu í sameiningu, það er ef Al- þýðusamband íslands styður hana, þá yrði vissulega hlustað á slíkt,“ sagði Steingrímur. Einar Oddur Kristjánsson, form- aður Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Við trúum því og treystum að þeir starfshópar sem enn hafa ekki samið muni ganga inn í það samkomulag sem tókst við undir- ritun allsheijarsamninganna. Það er óskaplega mikilvægt að aðilum vinnumarkaðarins takist að ná slíku markmiði í fijálsum samning- um, án íhlutunar ríkisins." Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, tók í sama streng og Einar Oddur: „Auðvitað eru það vonbrigði að það hefur gengið hægar hjá þeim starfs- hópum sem ekki hafa samið, held- ur en maður ætlaði. Ég útiloka ekki að samningar takist við ein- hveija hópa fyrir fimmta mars. Það liggur ekkert fyrir um það, að óskað verði eftir lagasetningu, enda hlýtur það fyrst og fremst að vera í höndum ríkisstjómarinn- ar að meta það hver afskipti henn- ar eiga að vera af þróun og fram- vindu efnahags- og kjaramála." Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið binda eindregnar vonir við að niðurstaða Grindavík; Loðnuskip fékk bauju í skrúfuna Grindavík. LOÐNUSKIPIÐ Sunnuberg GK 199, fékk bauju í skrúf- una rétt fyrir utan innsigl- inguna í Grindavíkurhöfii í gær. Jón Pétursson, útgerðarstjóri Siglubergs hf., sem á Sunnu- berg sagði í viðtali við Morgun- blaðið að Sunnuberg hefði verið á leiðinni austur til Hornafjarð- ar með fullfermi af loðnu og hefði komið til Grindavíkur til að setja fjóra skipveija í land. Jón sagði að hafnsögubáturinn hefði dregið Sunnuberg utar meðan beðið var eftir kafara frá björgunarsveitinni til að skera úr skrúfunni. Eftir að kafari hafði skorið úr skrúfunni hélt Sunnuberg áfram siglingunni til Homa- ljarðar. FÓ í kjarasamningum þeirra sem ekki hafa enn samið lægi fyrir í kring- um 5. mars, hvort sem það dræg- ist einhveija daga eftir það eða ekki. „Aðalatriðið er að þetta gangi fram í sáttum og ég geri mér von- ir um að svo verði,“ sagði Ásmund- ur. „Við höfum unnið mjög ein- dregið að því að þeir samningar sem eftir em verði efnislega sam- hljóða þeim sem þegar hafa verið gerðir,“ sagði forseti ASÍ. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagðist telja að þeim kjara- samningum sem ólokið væri, myndi ljúka í svipaða vem og að- alkjarasamningunum lauk fyrir rúmum mánuði. Unnið við loðnuhrognafrystingu í Hraðfi-ystistöð Vestmannaeyja í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Fyrstu loðnuhrognin fryst Vestmannaeyjum. FYRSTU loðnuhrognin á vertíðinni voru fryst í Hrað- frystistöð Vestmannaeyja í gær. Hrognin voru úr loðnu .sem veiddist á miðunum við Snæfellsnes. 35 tonnum af hrognum var pakkað í Hraðfrystistöðinni í gær. Að sögn Jóns Svanssonar, yfir- verkstjóra, voru hrognin ágæt, miðað við byijun frystingar. Hann sagði að japönsku eftirlitsmenn- irnir, sem væm í Eyjum, hefðu verið tregir á að hefja frystingu en þeir vildu helst ekki frysta hrognin nema í 10 daga meðan þau væru best. „Á þeim tíma er ekki hægt að frysta það magn sem þarf þannig að það þarf lengri tíma fyrir þetta,“ sagði Jón. Hann sagði að Rannsóknastofa fiskiðn- aðarins í Eyjum teldi hrognin góð og því væri ekkert því til fyrir- stöðu að frysta af fullum krafti. í gærkvöldi var unnið við lönd- un úr Kap VE og von er á fleiri bátum til löndunar í Eyjum um hádegið í dag. Ekki vora fryst hrogn í öðrum stöðvum en Hrað- frystistöðinni í gær en búast má við að frysting hefjist annars stað- ar í dag eða á morgun. Grímur Vaxtalækkunin um mánaðamótin: Bankarnir hafa staðið í einu o g öllu við yfirlýsingu sína - segir Ragnar Önundarson; framkvæmdastjóri fjár- mála- og verðbréfaviðskipta Islandsbanka RAGNAR Önundarson, framkvæmdasljóri íjármála- og verðbréfavið- skipta íslandsbanka, segir að bankar og sparisjóðir hafi staðið í einu og öllu við þá yfirlýsingu sem þeir gáfú við gerð kjarasamninganna og fúllyrðingar um annað séu rangar og byggðar á vanþekkingu. Bankar lækki skuldabréfavexti nú eins og rætt hafi verið um í kjara- samningunum, þrátt fyrir að verðlagsforsendur séu ekki fyllilega til þess og því lækki vextir annarra útlána minna. Þetta jafiiist út og í heildina tekið hagnist bankarnir ekki á þessu. Samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans námu yfirdráttarlán innlánsstofiiana um áramótin 16,5 milljörðum, almennir víxlar og viðskiptavíxlar námu 16,3 mill- jörðum og ahnenn skuldabréf voru 15 milljarðar. Ragnar sagði að við gerð kjara- samninganna hefðu bankarnir gefið fyrirheit um tvennt, annars vegar um tilteknar vaxtalækkanir 1. febr- úar og hins vegar um þá aðferð sem yrði viðhöfð við ákvörðun vaxta næstu fjóra mánuði, en hún fælist í því að miða við hækkun láns- kjaravísitölu síðasta mánaðar og spá næstu tvo mánuði. Á samráðs- fundi Seðlabanka með bönkum og sparisjóðum á föstudaginn var hefði komið fram það sámeiginlega álit að verðbólgustig samkvæmt áður- nefndum mælikvarða væri 11,3% í stað rúmlega 10%, sem gert hefði verið ráð fyrir í kjarasamningunum. Miðað við þáð verðbólgustig og 8,25% raunvexti, sem væru raun- vextir algengustu skuldabréfalána nú, maéttu nafnvextir óverð- tryggðra skuldabréfalána nema allt Rafmagnslaust víða í vesturhluta borgarmnar RAFMAGNSLAUST varð í vest- urbæ Reykjavíkur í gær upp úr klukkan 17.45 vegna bilunar í háspennustreng sem liggur frá aðveitustöð 1 á Barónsstíg og á streng sem liggur á milli aðveitu- stöðvar 1 og aðveitustöðvar 2 á Meistaravöllum. Rafmagnslaust varð í um eina klukkustund og 40 mínútur í Há- skólabíói þar sem fundur Norður- landaráðs stóð sem hæst og sþmu- leiðis í Umferðarmiðstöðinni, Áma- garði, Melunum og Kaplaskjóli. Einnig varð rafmagnslaust í miðbæ Reykjavíkur í 2-3 mínútur. Vinna stóð yfir við aðveitukerfi við Njarðargötu þegar bilunin varð og tafðist sú vinna af þeim sökum. Rafmagn komst á við Njarðargötu um kl. 20.20 og hafði þá verið raf- magnslaust þar í nokkrar klukku- stundir. Blöndunarstöð Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð varð óvirk í um eina klukkustund vegna raf- magnsleysisins, og leiddi það til þess að tæplega 100 gráðu heitt vatn rann inn á hitaveitugeymana þar og inn á bæjarkerfið, en venju- lega er vatnið um 80 gráðu heitt. Samkvæmt upplýsingum Hitaveit- unnar er ekki kunnugt um að neitt tjón hafi orðið af þessum sökum. að 19,5%, án þess að um vanefndir væri að ræða af hálfu bankanna. „Almennt lækkuðu bankar og sparisjóðir þessa viðmiðunarvexti hins vegar meira en lofað hafði verið, en vexti yfirdráttarlána og víxla ívið minna, en meðaltalsvaxta- lækkunin er fyllilega til jafns við fyrirheit banka og sparisjóða. Ástæða þess að bankamir töldu rétt að lækka viðmiðunarvexti meira en þeir höfðu skuldbundið sig til nú var sú að óheppilegt var talið að víkja langt frá þeim tölum sem vitað var að aðilar vinnumarkaðar- ins reiknuðu með,“ sagði Ragnar. Hann sagði það slysalegt að opin- ber umræða hefði hafist og hörð viðbrögð komið fram áður en mönn- um hefði gefist ráðrúm til þess að kynna sér breyttar verðlagsforsend- ur, sem byggju að baki vaxta- ákvörðuninni. Hann benti og á að með bréfinu til aðila vinnumarkað- arins hefðu bankar og sparisjóðir ekki verið að framselja ákvörðunar- vald sitt um vexti. Þvert á móti væri brýnt við núverandi aðstæður að vextir væru breytanlegir og háð- ir markaðsaðstæðum, svo ekki kæmi til peningalegrar þenslu, sem gæti raskað markmiðum kjara- samninganna. Hann sagði að það gætu orðið miklar sveiflur í víxilvöxtum á skömmum tíma, en það sem máli skipti væri að þetta jafnaði sig út þegar til Iengri tíma væri litið. Víxil- vextir gætu verið undir verðbólgu- stigi þegar verðbólga væri á upp- leið og það væri ekkert óeðlilegt að það endurheimtist þegar verð- bólgan lækkaði. Þannig hefði þessu alla tíð verið háttað og það væri ekkert hægt að fullyrða um það að mismunur á vöxtum skuldabréfa og víxla hefði verið eðlilegur síðast í janúar þegar hann var 4,7%. Hann fór niður í 1% í febrúar og nú eru forvextir víxla hærri. Aðspurður sagði Ragnar að í gegnum árin hefði verið allur gang- ur á því hvort forvextir væm lægri eða hærri en skuldabréfavextir, en það væri alveg rétt að að öðra jöfnu ættu þeir að vera lægri en eftir á teknir vextir þegar verðbólga væri stöðug. Það hefði hins vegar lengi verið þannig hér á landi að við vaxtaákvarðanir væri tekið mið af því sem gerst hefði en ekki spá um horfurnar framundan. Þetta ylli því að vextir hækkuðu seinna en ann- ars þegar verðbólga yxi og á sama hátt lækkuðu þeir einnig seinna þegar verðbólga minnkaði. Bíður hjarta- ígræðslu ELÍN Birna Harðardóttir, 34 ára gömul kona, er nú í London og bíður þess að fá nýtt hjarta. Yrði hún þar með þriðji Islendingur- inn sem fengi grætt í sig nýtt hjarta. Aðgerðin verður framkvæmd við Brompton-sjúkrahúsið þar sem tveir aðrir íslenskir hjartaþegar fengu nýtt hjarta, þeir Halldór Halldórsson og Helgi Harðarson. Leit að trillu LEIT hófst í gær að sex tonna trillu, Kalla á Litlalandi VE, sem var við veiðar við Kolluál um sjö sjómílur norður af Ólafsvík. Farið var að óttast um trilluna þar sem hún hafði ekki sinnt til- kynningarskyldu í gærmorgun. Fjórir bátar ásamt þyrlu Landhelg- isgæslunnar höfðu hafið leitina þeg- ar trillan kom heilu á höldnu til hafnar í Ólafsvík á fimmta tímanum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.