Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 5

Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 Snjóflóðið í Neskaupstað: Atvinnulíf komið í samt horf á ný ATVINNULÍFIÐ í Neskaupstað er nú komið í eðlilegan gang eftir raf- magns- og vatnsleysi i kjölfar snjóflóðsins, sem féll á bæinn Þrastalund síðastliðinn þriðjudag. Flóðið sleit raflínuna fyrir sveitina innan við kaupstaðinn, en aðallínan til bæjarins hékk uppi rétt ofan við snjóinn. Vegna raftnagnsleysis í sveitinni skorti vatn í bænum og féll því fisk- vinnsla að mestu niður í þrjá daga, nema í loðnubræðslunni. Þar var unnið óslitið allan tímann. Snjóflóðahættu hefiir verið aflýst og hefur fólk fengið að fara aftur i hús sín, um, næsta bæ innan Þrastalundar, Asgeir Magnússon, bæjarstjóri í Neskaupstað, segir að þarna hafi verið um svokallað þurrflóð eða flekaflóð að ræða. Snjórinn í fjallinu sé í tveimur lögum. Hið neðra sé gamalt hjarn en hið efra þykkt lag af lausamjöll, sem oft á tíðum skríði til ofan á neðra laginu. Töluvert var um smærri flóð í fjallinu ofan við innanverðan bæinn, en þau voru smá og náðu ekki niður að byggð, Hann sagði að mönnum hafi komið á óvart að þarna skyldi falla flóð, enda hefði svæðið til þessa verið talið nokkuð öruggt og meira að segja rætt um svæðið við Þrastalund sem framtíðar byggingarsvæði bæjarins. Þessi stað- reynd breytti reyndar litlu um það, sem áður hefði verið gert hvað varð- aði rannsóknir á mögulegum snjó- flóðum og hugsanlegar vamir við þeim. Krafturinn í snjóflóðum væri svo mikill að þau gæti enginn mann- legur máttur stöðvað, féllu þau af stað á annað borð. Norðfirðingar væru vanir að búa við ótryggt ástand í þessum efnum og tækju því með ró. „Það vom miklar vökur þessa daga enda mikið að gera. Ekki hvarflaði að mér nokkur hugsun um snjóflóðin 1974, enda datt mér fyrst í stað ekki í hug að snjóðflóð hefði valdið straumrofinu. Eg fann því ekki til neinna ónota, þegar við fórum inn á flóðið daginn eftir til að athuga skemmdirnar," sagði Stefán Pálma- son, rafveitustjóri í Neskaupstað. en um tíma voru hús frá Ormstöð- og austur að Mána rýmd. „Það var klukkan hálf íjögur á sprengidag að rafmagn fór af öllum bænum. Við vissum ekkert hvað um var að vera og settum allt í gang í rafstöðinni hjá okkur. Þá komu boð frá gröfumanni, sem var að vinna þama inn frá, að flóð hefði fallið á Þrastalund. Það hefði brotið niður staurastæðu í aðallínunni fyrir bæinn og aðra stæðu í sveitarlínunni. Raf- magnsleysi hér i bænum varði í skamman tíma, mest þijá tíma, en stöðin hér dugir tæpast fyrir allan bæinn. Það fór mikill tími í að kanna aðstæður, en að því loknu kom í ljós, að aðallínan hafði dregizt niður eftir hlíðinni með flóðinu. Staurbrotið hékk í henni í um eins metra hæð yfir snjónum. Það var því tekið til þess bragðs að hleypa straumi á hana að nýju. Sveitarlínan var hins vegar í sundur og ekki mögulegt að skeyta henni saman strax. Því gátu bændur ekki mjólkað og vatnsdælur fyrir bæinn fengu ekki straum. Það var ekki fyrr en á miðvikudag, sem okkur auðnaðist að tengja línuna saman, en við urðum að sleppa staurnum í bili og var hafíð því um 300 metrar. Á fimmtudagsmorgun var kominn vinnuflokkur frá RARIK á staðinn. Þeir settu upp nýja staura og lauk viðgerðinni upp úr miðjum degi. Á meðan á viðgerð stóð, fékk loðnubræðslan eitt fískvinnslufyrir- tækja rafmagn enda er mikilvægt að þar verði ekki uppihald í vinnslu," sagði Stefán Pálmason. Séð upp að Þrastalundi en flóðið þeytti vélageymslunni tugi metra. Morgunblaðið/Þorkell RARIK-menn vinna að lagfæringu raflínunnar. í 4 f 1 { SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA FLYTUR VERSLUNINA ÚR SKÓGARHLÍÐ 6 AÐ SMIÐJUVEGI 5 KÓPAVOGI. í NÝRRI 0G BJARTARI VERSLUN MUNUM VIÐ KAPPKOSTA AÐ HAFA MIKIÐ VÖRUÚRVAL 0G VEITA ALLA ÞJÓNUSTU TENGDA GARÐ- OG GRÓÐUR- RÆKT. AÐKOMAN ER AUÐVELD 0G FJÖLDI BÍLASTÆÐA. KYNNTU ÞÉR LEIÐINA TIL OKKAR OG KOMDU í HEIMSÓKN. REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA T m R Bf- Uu X SÖLUFELAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.