Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 15 Norræn kvikmyndavika haldin í Kaupmannahöfh Foxtrot frá íslandi í lok janúar var haldin norr- æn kvikmyndavika í Kaup- mannahöhi, sýnd ein eða tvær myndir frá hverju landi og auk þess mynd frá Færeyjum, sem var sérlegt nýmæmi. Kvik- myndavikan var haldin í sam- vinnu borgarinnar, dönsku kvikmyndastofiiunarinnar og Norrænu menningarskrifstof- unnar. Hugmyndin var að koma á framfæri myndum, sem ann- ars væru líklega ekki sýndar hér í kvikmyndahúsum. Mynd- irnar voru fyrst sýndar í kvik- myndahúsi rétt við Vest- erbrogade, Vester Vov Vov, í Absalongötu 5, en síðan víðar um landið. Myndirnar sem voru sýndar voru Foxtrot frá íslandi, Fallgro- pen og Kronvittnet frá Svíþjóð, Pohjanmaa eða Fejden i Nordland- et frá Finnlandi, Karachi og Issl- ottet frá Noregi og Atlantic Rhapsody frá Færeyjum. Það er áberandi að flestar myndanna, allar nema tvær, eru einhvers konar spennumyndir, þrillerar, en það segir þó ekki alla söguna, því það er ekki síst innri spenna persónanna, sem veldur. Aðeins Isslottet og færeyska myndin falla utan þeirrar greinar. Fallgropen er gerð af Vilgot Sjöman, sem varð þekktur fyrir Forvitnu myndirnar, Ég er forvitin blá og gul. Þessi nýjasta mynd hans frá síðasta ári fjallar um prófessor í trúarsálfræði, sem flækist inn í óvænta atburði, eftir að hann reynir að aðstoða drukkna stúlku, sem kemur í ljós að er nemandi hans. Kronvittnet er gerð af leikstjóranum Jon Lindström, sem meðal annars hefur unnið með danska leikstjóranum Bille August, þeim sem fékk Óskars- verðlaunin fyrir Pelle erobreren. Mynd Lindströms ijallar um vísindamann, sem er orðinn þreyttur á konu sinni. Hann laðast að stúlku og það virðist gagn- kvæmt, en þegar hann fær tæki- færi til að bjóða henni heim, hafn- ar hún boðinu og hleypur í burtu. Hún hverfur síðan og lögreglan flækist í málið. Finnska myndin, Pohjanmaa, er um fjölskyldu í Norður- Finn- landi, sem kemur Saman til að skipta arfi eftir auðugan afa. Allir vilja sitt, mennirnir hika ekki við að beita ofbeldi og engum er þyrmt. Leikstjórinn er Pekka Parikka, sem hefur skrifað, leik- stýrt og unnið við sjónvarp. Karac- hi er sálfræðiþriller um unga stúlku, sem er þvinguð til að flytja heróín frá Karachi til Nor- egs. Hún kemst í tæri við norskan lögreglumann, sem er kominn langt í að rannsaka hópinn á bak við smyglið. Leikstjórinn Oddvar Einarson hefur áður gert verð- launamyndina X. Isslottet er um vináttu tveggja ellefu ára telpna, gerð af Per Blom, sem þegar hefur gert fjórar aðrar myndir. Sólarhringur í Þórshöfh Atlantic Rhapsody er gerð af ungum, færeyskum kvikmynda- leikstjóra, Katrinu Ottarsdottur. Katrin er fyrsti færeyski kvik- myndaleikstjórinn og fyrsta mynd- in hennar er fyrsta færeyska myndin, framleidd og leikstýrð af Færeyingum. Katrin bæði leik- stýrði myndinni og skrifaði handri- tið að henni. Undirtitill myndar- innar er 52 senur frá Þórshöfn og í henni er farið með áhorfandann í nokkurs konar ferð um bæinn, sólarhringsferð. Með þessum stuttu myndum úr bæjarlífinu er brugðið upp ótrúlega lifandi og skemmtilegum myndum þaðan, en Ótrúar eiginkonur eiga ekki sjö dagana sæla í Færeyjum frekar en annars staðar___ það drukknar ekki allt í áráttu eftir að vera fyndinn, því um leið er líka lýst vel hvernig lífið í litlu þorpi er. Og þó Reykjavík sé snöggtum stærri en Þórshöfn, kom margt kunnuglega fyrir sjón- ir. Það er enginn eiginlegur sögu- þráður í myndinni, heldur byijar myndin með persónum, sem síðan hitta aðrar, sem myndavélin fylgir eftir og þannig vindur myndin sig áfram. En bærinn er lítill, svo sömu persónurnar taka að stinga upp kollinum, þegar líður á mynd- ina. Það er margt, sem drepið er á. Innilokunarkenndin, hvernig allir fylgjast með öllum, trúarlífið sem ku vera ótrúlega fjölskrúðugt á eyjunum, útlendingarnir sem ganga um og kíkja á glugga fólks eins og þeir væru á byggðasafni. Samtölin eru öll giska stuttaraleg og hvunndagsleg. Aðeins tvær konur í myndinni eru ekki vand- ræðum með að koma orðum að hlutunum, tala fjálglega um menninguna og náttúruna. Það er ekki að spyija að þessum Dönum, þeir kunna sannarlega að tala og orðagjálfur þeirra vekur litla hrifningu innfæddra. Katrin hefur komið til íslands og kom ekki alveg á óvart að eitthvað væri líkt með lífinu í Þórs- höfn og í Reykjavík. Annars sagð- ist hún ekki hafa tilfinningu af að þekkja sig á íslandi, hún hefði næstum ekki séð annað en Reykjavík, en þar var hún meðal annars að heimsækja starfsfélaga sinn, Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndaleikstjóra. Ef einhver hugsar um norrænar kvikmyndir sem eitthvað þung- lamalegt og þrælhugsað, þá er ekki annað en að líta á upptaln- ingu þessara mynda. Þar finnast einnig vel gerðar spennumyndir, sem eiga að sýna eitthvað annað og meira en spennuna eintóma. Og svo hugljúfar, skemmtilegar og pínulitið yddaðar myndir eins og færeyska myndin hennar Katr- inar Ottarsdottur. Er ekki annars langt síðan hefur verið haldin norræn kvikmyndavika á íslandi? Texti: Sigrún Davíðsdóttir HVER PERLA INNI- HELDUR 66mg. AF NÁTTÚRULEGUM HVÍTLAUK Hvidlegs- perler Uden lugt og smag Ekstra stærke Bókin um hamingjuna eftir Pétur Guðjónsson Bókin um hamingjuna á að hjálpa fólki að lifa fyllra og hamingjusamara lífi. Hún er samin á aðgengilegu máli og lýsir því hvernig vinna má bug á streitu, skorti á sjálfsþekkingu og sjálfsstjórn, og öðru því sem kemur í veg fyrir vellíðan og tilgangsríka tilveru. Bókin hefur verið uppseld um árabil en er nú komin í nýrri útgáfu. IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.