Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 17 CHESS SUMMIT OPEN BÚNAÐARBANKAMÓTIÐ 14. ALÞJÓÐLEGA 1930 REYKJAVlKURSKÁ ® 1980 KMÓTtÐ CHESS SUMMIT MATCH STÓRVELDASLAGUR ViSA IBM REYKJAVÍK 1990 Verk úr safni Ingu Riis sýnd á Kjarvalsstöðum SÝNING á verkum úr safhi Ingu Riis var opnuð á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Inga Riis hefur um árabil rekið eitt stærsta og alþjóðlegasta gallerí á Norðurlöndum og er það staðsett í Osló. Opnaði hún galleríið ásamt eiginmanni sinum, Andreas L. Riis, fyrir tíu árum en þegar árið 1970 höfðu þau sett á laggirnar fyrsta gall- eríið í Þrándheimi. Andreas L. Riis lést fyrir sex árum og hefur Inga séð um öll mál síðan. Verkin 34 sem hér eru nú til sýnis má flokka undir ljóðræna abstraksjón. Verk Iistamanna úr Cobra- hópnum og Ecole de Paris hafa löngum myndað kjarnann í Riis- safninu óg er á sýningunni á Kjarvalsstöðum m.a. að finna verk eft- ir listamennina Asger Jorn, Corneille og Roger Bissiére. Inga Riis kom hingað til lands í tengslum við opnun sýningarinnar og náði Morgunblaðið tali af henni og spurði hvenær myndlistaráhugi hennar hefði vaknað. Sagði hún áhuga þeirra hjónanna á myndlist ávallt hafa verið til staðar og þau lagt mikla rækt við hana allt frá því að þau giftu sig árið 1951. Þó að þau hefðu keypt mikið af lista- verkum allt frá upphafi hefðu samt fyrstu tíu ár hjónabandsins aðallega farið í aðra hluti eins og að byggja upp heimilið. Maður hennar hefði líka verið í umsvifamiklum atvinnu- rekstri, glerframleiðslu og sölu, og hefði mikið verið að gera í þeim efnum á þeim árum, ekki síst í tengslum við uppbygginguna eftir stríðið. Smám saman hefðu þau hins vegar byijað að kaupa listaverk meira meðvitað. Cobra-hópurinn svo nefndi vakti athygli þeirra um miðjan sjöunda áratuginn og stuðl- aði að því að listin varð með tíman- um að ástríðu í lífi þeirra. Inga sagði það oft hafa gerst þegar þau hjónin hrifust af sama listamannin- um að þeim hefði fallið hvoru við sitt listaverkið. Það hefði oftast endað með því að þau hefðu keypt þau bæði. í byrjun áttunda áratugarins hefðu þau svo opnað fyrsta gall- eríið sitt í Þrándheimi. Þau ráku verslun í bænum og var ónotað loft í því húsnæði sem tilvalið var að nota undir slíka starfsemi. Sá Inga um að stilla upp sýningunum en maðurinn hennar keypti inn. Árið 1980 tóku þau svojpá ákvörðun að setja upp gallerí í Osló. Inga sagði að þó að Þrándheimur væri ágætur bær væri hann kannski ekki rétti staðurinn til að reka gallerí með nútímalist. í september 1980 opn- uðu þau því gallerí í Ósló. Fyrst um sinn ráku þau einnig galleríið í Þrándheimi áfram en rekstri þess var loks hætt fyrir einu og hálfu ári. Eiginmaður Ingu Riis lést í flug- slysi fyrir sex árum. Inga sagði að þetta hafi verið gífurlegt áfall og hafi hún verið tvö ár að jafna sig á eftir. Eftir lát eiginmannsins hef- ur hún séð um yfirstjórn fyrirtækis- ins og gallerísins. Þegar hún var spurð hvernig það færi saman að stjórna fyrirtæki og reka gallerí sagði Inga að það væri nánast eins og flóð og fjara. Það bjargaði samt miklu að hún hefði mjög duglega manneskju til þess að stjórna gall- eríinu í Osló. Riis-safnið er mjög veglegt en það er að staðaldri geymt á Hovik- odden, Henie-Onstad-safninu, skammt fyrir utan Ósló. Safn þetta, sem kennt er við Sonju Henie- Nielsen, svipar að miklu leyti til Moderna Museet í Stokkhólmi og MUNIÐ MERKJASÖLUNA RAUÐI KROSS ÍSLANDS.. Skák: ,, Stórveldaslagnr ‘ ‘ í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Inga Riis, sem stendur lengst til hægri á myndinni, var viðstödd opnun sýningarinnar á verkum úr safni hennar á Kjarvalsstöðum. Við hlið hennar stendur Gunnar Kvaran, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkurborgar. Einnig eru á myndinni Per Hovdenakk, forstöðu- maður Henie-Onstad-safiisins í Ósló, og eiginkona hans. SÉRSTÆTT skákmót verður í Reykjavík dagana 9.-15. mars. Á mótinu takast á lið stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, lið Bretlands og úr- valslið Norðurlanda. 41 stór- meistari og 5 alþjóðlegir meist- arar taka þátt í mótinu sem ber heitið „Stórveldaslagur“. Það má segja að marsmánuður verði helgaður skákinni því að eftir að Stórveldaslagnum líkur hefst Búnaðarbankamótið, 14. Reykjavíkurskákmótið, og verð- ur það með 87 keppendum fjöl- mennasta mót sem haldið hefiir verið hér á landi. Mun það standa dagana 17.-30. mars. Aðdragandi „Stórveldaslagsins er sá að í framhaldi af VISA- skákkeppninni milli Banda- ríkjanna og Norðurlandanna, sem fram fór í Reykjavík árið 1986, kviknaði sú hugmynd að fylking- arnar reyndu með sér á ný. Á FIDE-þingi í Sevilla árið 1987 hreyfðu Islendingar svo þeirri hugmynd að efnt yrði til fjögurra liða keppni með báðum stórveld- unum, Norðurlöndunum og Bret- landi. Var vel tekið í hugmyndina og aðilar sammála um að mótið ætti að fara fram í Reykjavík. Á þingi í Saloniki ári síðar var síðan gert óformlegt samkomulag um keppnina. Hefur málið síðan verið rætt á fundum milli aðila til að ganga frá hlutum og var sá síðasti fyrir mánuði. Það eru VISA-ísland, VISA- Louisiana-safnsins í Kaupmanna- höfn. „Við töldum rétt að geyma að minnsta kosti kjarnann úr safn- inu á sama stað en hann saman- stendur aðallega af verkum Cobra- hópsins og franskri list á svipuðu reiki,“ sagði Inga. 1986-87 hélthún stóra sýningu á Hovikodden þar sem allt safnið var sýnt og hluti þess hefur einnig verið sýndur í New York, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún sagði Gunnar Kvaran, list- ráðunaut Reykjavíkurborgar, hafa sýnt mikinn áhuga á safninu og hefði orðið úr að ákveðið var að setja upp sýningu á íslandi. Þau verk sem nú væru til sýnis á Kjar- valsstöðum væru stór hluti af kjarn- anum. Inga rekur eins og áður sagði samhliða atvinnurekstrinum gall- eríið í Ósló. Hún sagði mikið um að ungir listamenn sýndu þar, norskir jafnt sem frá öðrum Norð- urlöndum, aðallega frá Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Hefðu til dæm- is bræðumir Sigurður Guðmunds- son og Kristján Guðmundsson sýnt þar nýlega. Inga Riis kom nú til Islands í fyrsta skipti í tengslum við opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum og sagðist hún hafa hrifist mjög af landinu. Hefðu til dæmis heimsókn- ir í Bláa lónið og að Geysi verið áhrifamiklar og gjörólíkar því sem maður upplifði í Noregi. Væri hún' staðráðin í að koma hingað aftur en þá að sumri til. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forystumenn Skáksambandsins, skákmenn og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem fjármagna munu „Stór- veldaslaginn", f.v.: Jóhann Hjartarsson, Margeir Pétursson, Guðmundur Arnlaugsson, Einar S. Einars- son, Gunnar Hansson, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þráinn Guðmundsson. International og IBM á íslandi sem fjármagna keppnina ásamt Norræna menningarmálasjóðnum sem veitir styrk til keppninnar. Þá hafa aðstandendur hennar gert samkomulag við Stöð 2 um beinar útsendingar frá keppninni og skákskýringaþætti. í liði Norðurlanda verða íslend- ingamir Helgi Ólafsson, Margeir Pétursspn, Jóhann Hjartarsson og Jón L. Árnason. Liðsstjóri verður Friðrik Ólafsson og er hann einn- ig fyrsti varamaður liðsins. Hér má sjá merki þau sem út- búin hafa verið fyrir stórmótin er haldin verða í Reykjavík nú í marsmánuði. ■ HEILSUDAGAR undir kjörorð- inu „Bætt heilsa — betra líf ‘ standa nú yfir í Kringlunni. Ýmsir sem starfa að heilsuvernd og heilbrigðis- málum miðla til viðskiptavina upplýs- ingum um heilbrigðara líferni og bætt heilsufar. íþrótta- og danssýn- ingar eru í göngugötunum. Um 30 félög og opinberir aðilar kynna starf- semi sína og veita ráðgjöf fyrir al- menning. Gefin verða út þijú frétta- bréf með ráðleggingum og fróðleik um bætt mataræði, heilsufar og breyttan lífsstíl og verður bréfunum dreift í Kringlunni. Kringlan hefur tvisvar áður efnt til kynningar af þessu tagi og segir í fréttatilkynn- ingu að þær hafi vakið athygli og áhuga viðskiptavina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.