Morgunblaðið - 02.03.1990, Page 25

Morgunblaðið - 02.03.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 25 Minning: Jón V. Jónsson, Kolþemumýri Fæddur 5. febrúar 1900 Dáinn 12. janúar 1990 Mig langar í örfáum orðum að minnast afa míns, Jóns Valdimars Jónssonar frá Kolþernumýri í Vest- urhópi, sem lést 12. janúar á sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Hann fæddist á Syðri-Löngumýri í Svínadal og voru foreldrar jians þau Jón Bjarnason og Helga Arnadótt- ir. Valdi afi var elstur af fimm bræðrum. Á unga aldri fór hann í fóstur til afa sins og ömmu, þeirra Áma Bergþórssonar og Guðríðar Jóns- dóttur sem bjuggu á Kolþernumýri í Vesturhópi. Þegar afi var 25 ára tók hann við þeirra búskap. Ári seinna giftist hann Rannveigu Sigríði Þórðardóttur frá Vogum við ísafjarðardjúp en hún lést árið 1960. Eignuðust afi og amma fjögur börn. Þau eru Ólöf f. 18.9.1928, Guðjóna Ragna f. 1.6.1936, Krist- jana Alda f. 25.9.1940 og Þórður Kristján f. 10.7.1943. Dóu Krist- jana og Þórður ung. Eru barnabörnin hans Valda 6 og langafabörnin orðin 4. Afi var bóndi í 45 ár en 1970 hætti hann búskap og fluttist suður til okkar í Einholtið. Og það urðu mín fyrstu kynni af honum. Hann var barngóður og naut ég þess vel. Þegar ég var fjögurra ára hjólaði ég oft út í búð til að kaupa dag- blaðið fyrir hann og fékk ég oft aura í lófann sem ég mátti kaupa nammi í munninn fyrir, eins og hann sagði. Og stóð hann þá í glugganum og fýlgdist með mér þar sem ég hjólaði. Valdi afi var alltaf hluti af fjölskyldunni og það var gott að koma heim úr skólanum vitandi þess að einhver væri heima og fengum við okkur þá að borða saman. Afi var ræðinn og ef einhver gestur kom í heimsókn þá mátti nú ekki fara út án þess að spjalla dálítið. Skemmtilegast fannst hon- um að tala um sveitina sína og fá fréttir þaðan, því hugur hans var þar alltaf. Árið 1980 fór hann á heimaslóð- ir og lagðist inn á sjúkrahúsið á Hvammstanga heilsunnar vegna. Þar dvaldi hann sín síðustu æviár. Það er þakklæti og gleði [ huga mínum að hafa kynnst afa. Ég bið Guð að blessa hann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Rannveig Alda Jónsdóttir Minning: Guðrán Margrét Sigurðardóttir Síðsumarkvöld, hlýr suðvestan- þeyrinn bylgjaði gras í högum, haustlitir komnir um engi og hlíðar. Húmdökk fyöllin með skarpar útlín- ur báru við himin. Kvöldroði í vestri varpaði undarlegu skini á efstu brúnir Múlans, vekjandi aðkomu- manninum ótal spurningar um dul- arfullt seiðmagn öræfanna innst í hjarta landsins. Kvöldskyggðan dal- inn með afdölum og giljareiðum nam augað ekki allan, endalaus kyrrð utan niður árinnar, þar sem hún mylur blágrýti og brýtur land, mislynd en óhagganleg eins og eilífðin sjálf. Til bæjarins sem stendur undir fy'allshlíðinni er ferðinni heitið. Víðvallagerði, hversu oft hef ég heyrt það orð. Nafn, sem ég minn- ist allt frá árdögum bemskunnar, óijúfanlega tengt húsmóður staðar- ins, Margréti Sigurðardóttur. Margrét var af Melaætt, afkomandi ásamt fjölmörgum, Þorsteins Jóns- sonar sem talinn er forfaðir Mela- ættarinnar. Á gömlu minnisblaði hef ég séð eftirfarandi skrifað: Son- ur Þorsteins Jónssonar var Páll Þorsteinsson sá sem fluttist í móð- urkviði á fjalafæri yfir jökulsá und- ah Hákonarstöðum. Undarlegt er það land og mikil saga þeirrar þjóð- ar sem átti þær konur er báru börn í lífi sínu á íjalafæri yfir Jökulsá á Dal. Ljós frá olíulampa, fagnadi viðmót heimafólksins allt svo sjálf- sagt eins og klukka tímans hefði stöðvast þarna undir Fjallinu. Há- mark gestrisninnar. I Víðivallagerði var veittur góður beini, aðeins það besta borið á borð. Það virtist ekki ofrausn blandið þegar húsfreyja bauð íslenskt smjör út í hnausþykkar baunir með spik- feitu saltkjöti. Þar hafði enginn ótta af orkuríkum mat, enda lifði Jón Pálsson, langafi húsfreyju, 100 jól og varð afi hennar því sem næst jafngamall. Leiftur frá því liðna hvarfla um hugann. Ég minn- ist húsbóndans Hemmerts Einars- sonar mannsins hennar Margrétar. Engum sem kynntist honum duldist það lengi að þar fór hugljúfur íslenskur ágætismaður. Hemmert var frá Víðivöllumytri, sonur hjónanna Einars Jónssonar og Þórunnar Einarsdóttur. Móðir Margrétar var Ingunn Jónsdóttir frá Kleif. Faðir hennar var Sigurður Þorsteinsson, Jónsson, Pálsson, Þorsteinssonar sem fyrr greinir frá að flust hafi á fjalafæri yfir Jök- ulsá. Margrét lést 22. janúar síðast- liðinn, fædd 19.11. 1904. Hún var ein af þremur dætrum þeirra hjóna, hinar voru Elísabet og Sigurbjörg sem báðar eru látnar fyrir nokkru. Margrét og Hemmert hófu bú- skap í Víðivallagerði föðurleifð hennar árið 194£. Samhent gengu þau til verka og fóru mildum hönd- um um alla hluti hvort sem var nýtt eða gamalt, lifandi eða dautt. Að þeim hændist ungviði og var hlutur húsbóndans síst minni þar. Börn voru þar ófá til sumardvalar og sum meira en það. Sjálfum varð þeim ekki barna auðið. Fyrir nær 40 árum vissi ég dreng, sem eftir uppskurð þá nýorðinn 7 ára dvaldi á Sjúkrahúsi Seyðisfjarð- ar og undi hag sínum all illa, mátti einskis neyta, utan hafraseyðis, sem ekki taldist eftirsóknarvert. Þá var Margrét þar á ferð og færði um- komulausum frænda ljúffengan ávaxtasafa úr apóteki staðarins, að höfðu samráði við lækni sjúkrahúss- ins. Svona var Margrét. Ég hygg að vart hafi sá í annan tíma fengið betri drykk. Þau tóku við allgóðu búi eftir því sem þá taldist vera en þeirra búskaparsögu ætla ég frá- leitt að segja hér. Jafn fráleitt væri ef ég segði að í Víðivallagerði hefði verið framúrstefnubúskapur í nú- tímatækni og vélvæðingu. Það var ekki. Þegar þau Margrét og Hemm- ert urðu að láta undan síga fyrir elli og þreytu voru ýmsir góðir grannar, sem réttu þeim hjálpar- hönd. Því ágæta fólki sé þökk. Margrét var vel greind, fróð og stálminnug. Þessi fátæklegu minn- ingarbrot verða aldrei annað en eins og öreind, ein af þeim fjölda minn- inga, sem við sem hana þekktum hýsum í huga okkar. Handan við Múlann og mannlegt sjónarmið liggja leiðir um óravíddir hinnar miklu firrðar þar sem við þekkjum engi kennileiti. Ég trúi því, að þar í skini kvöldroðans verði húsfreyj- unni í Víðivallagerði ekki vandrat- að. Friðmar Gunnarsson t Einlaegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGFÚSDÓTTUR, Hátúni 10b, Reykjavík. Kristfn Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, Örvar Guðmundsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Suðurgötu 25, Sandgerði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna, Haraldur Sveinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI MARSVEINSSON, Álfaskeiði 53, Hafnarfirði, andaðist að kvöldi 28. febrúar. Unnur Lovísa Maríasdóttir, Maria Bragadóttir, Gunnar Þorleifsson, Bragi Bragason, Ragnhildur Guðmundsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og' afi, EINAR GESTSSON, Norðurkoti, Miðnesi, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00 . Margrét Einarsdóttir, Ármann Jónsson, Gestur Einarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR JÓNSSON frá Ásólfsskála, Háaleitisbraut 117, Reykjavik, verður jarðsetturfrá Bústaðakirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag íslands, heimahlynningu. Ásta Steingrímsdóttir, Hermann og Arnar Einarssynir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN DAGBJARTSDÓTTIR frá Ásgarði, Ásabraut 11, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti heimili aldraðra njóta þess. Gísli Jóhannsson, Valgerður Gisladóttir, Willard Ólason, Gísli Willardsson, Elín Þorsteinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Brynja Hjörleifsdóttir, Guðrún Willardsdóttir og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Gísli Sumarliðason, Elsa Arnbergsdóttir, Sigfús Sumarliðason, Helga Guðmarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Aðalgeir Halldórsson, Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kærar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför unnusta míns og sonar okkar, BJARTMARS JENS ÁSMUNDSSONAR. Anna Björg Viðarsdóttir, Halldóra Elísdóttir, Ásmundur Uni Guðmundsson, systkini og aðrir vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR DANÍELSSONAR rithöfundar, Þórsmörk 2, Selfossi. Sigríður Arinbjarnardóttir, Iðunn Guðmundsdóttir, Asbjörn Hildremyr, Heimir Guðmundsson, Sólveig Björnsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Sverrir Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.