Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 29
M0RGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 29 félk í fréttum HATIÐISDAGAR Skrautlegir búningar á öskudag í Borgamesi Ileikskóla Borgarness mættu margir til leiks á öskudag. Þar mátti sjá meðal annars Sorró, Batman og fjölda indíána. Einnigvoru þar mætt þau Rauðhetta, Lína lang- sokkur, nokkrir trúðar og kisur. Þetta fjölskr' uðuga lið ungra Borgnesinga tók vel í það að staldra aðeins við og stilla sér andartak upp fyrir ljós- myndatöku. OLIKINDI Víst var það Michael Jackson! Vegfarendur við breiðgötu í New York stöldruðu margir hverjir við hjá gang stéttarhljómsveit sem þandi sig.að vanda í von um fjárframlög vegfarenda. Einn í hljómsveitinni var ekki einungis sláandi líkur Michael Jackson, heldur söng með þeim hætti að Jackson hefði verið fullsæmdur af. Þetta var svo sem ekk- ert skrýtið, því að þetta var enginn annar en Michael Jackson sem hafði fengið þá hugdettu að taka svo semtveggja tíma töm með götuhljómsveit. Áheyrendur voru svo hrifnir, að smápeningunum rigndi í hatt- inn og er upp var staðið hafði sveitin þénað 11 dollara! Margir höfðu orð á því er þeir höfðu hlustað nægju sína, að betri Jackson- eftirhermu hefðu þeir ekki séð. Hljóm- sveitin og Jackson sjálfur fóru hins vegar ekkert leynt með það að þarna fór goðið sjálft en ekki einhver hermikráka. Því trúði auðvitað enginn og gengu margir sína leið skellihlæjandi að þeirri bjartsýni að láta sér detta til hugar að segja fólki að Michael Jackson væri að syngja og dansa með ótýndri götuhljómsveit í New York, skárra væri það nú! Michael Jackson - kom á óvart ... Týndur sonur snýr aftur Leikfélag Menntaskól- ans við Sund, Thalia, frum sýndi um síðustu helgi leikritið „Sonur skó- arans og dóttir bakarans“ eða „Söngurinn frá My Lai“ eftir Jökul Jakobs- son, en Þórarinn Eyfjörð leikstýrir. Sýningar eru í leikhúsi Frú Emilíu í Skeifunni. Leikritið fjallar um lífið í litlu sjávarþorpi sem má muna sinn fífil fegri. Miklar breytingar verða í lífi þorpsbúa þegar „týndi sonur“ plássins kemur heim eftir margi’a ára slark úti í heimi. Fortíð hans sem er dökk, fylgir honum eins og skugginn og hefur víða áhrif. Mynd- in sem þessu fylgir er af einu atriða leikritsins. Morgunblaðið/Gunnar Leifur Jónasson 0 DAGAR EFTIR dL X X M? % fey’ m j M w BÓKAMARKAÐURINN KRINGLUNNI Félag ísl.bókaútgefenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.