Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 35

Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 35
MORGUkBLAÐIÐ FÖSTUÓÁGUR' 2. MARZ 1990 35 VELXAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS Nægir byltingin í Rúmeníu? Kæri Velvakandi. Það eru allir ánægðir með að rúmenska þjóðin hefur losað sig við einræðisherrann Ceausescu og kommúnista-hyskið sem fylgdi honum, og mætti ætla að fólk geti andað rólega. Málið er því miður á annan veg. Kommúnist- arnir þar, eru ekki af baki dottn- ir, frekar en annars staðar. Þeir húka nú í skúmaskotum þjóðfé- lagsins og bíða átekta eftir nýjum tækifærum, í nýjum gervum, með önnur heiti. Við getum verið viss um að fólk sem getur níðst á þjóð sinni í tugi ára breytist ekki fijótt og auðveldlega. Fólk sem hefur verið kúgað í fjölda ára af komm- únistum á ekki auðvelt með að byggja upp lýðræði, með frelsi og öryggi einstaklingsins. Hver veit því nema að nýlegar blóðsúthell- ingar séu aðeins undanfari aðal- byltingarinnar? Við óskum Rúm- enum friðsamlega þróunar til lýð- ræðis. í Rúmeníu er því miður annað undirstöðu vandamál auk kommúnismans. Rúmenar búa ekki við eðlileg landamæri eins og er með svo margar aðrar þjóðir Evrópu. Meðan svo er, verður ekki varanlegur friður þar. Fólkið sem blés svo á neista frelsisins, að það varð að báli byltingar í Rúm- eníu, var ungverskt og vildi mót- mæla því að fá ekki að tala móður- mál sitt ungversku, ekki einu sinni í kirkju sinni. Þegar söfnuðurinn og aðrir Ungveijar tóku höndum saman og umkringdu heimili prests þeirra, svo að morðingjar Ceausescus kæmust ekki að hon- um, gengu kommúnistarnir ber- serksgang og murkuðu lífíð úr þúsundum varnarlauss fólks. Þetta gerðist í ungversku borginni Timisora í Transylvaníu, fylki Ungveijalands. Transylvanía hafði verið hluti Ungveijalands í rúm 1000 ár, þegar herrarnir, sem neyddu Ver- salasamningnum upp á Evrópu eftir fyrri heimsstyijöldina, bættu bálki við samninginn, er kallast „Trianon samkomulagið“. Með nokkrum pennastrikum, en með heimsku og illgirni í góðum mæli — gáfu þeir Rúmeníu Transil- vaníufylki Ungveijalands, algjör- lega án samráðs við íbúana. Síðan hafa þessir Ungveijar Transyl- vaníufylkis sem eru um tvær millj- ónir, verið píndir og kúgaðir af Rúmenum, hvort sem um komm- únisma hefur verið að ræða, eða ekki. Með þessum sömu Versala- samningum voru einnig tekin tvö aðal fylki Þýskalands af Þjóðveij- um, Austur-Prússland og Vestur- Prússland, sem eru sjálf uppistaða tilveru Þýskalands. Einnig má segja sömu sögu um þá Þjóðveija sem eru píndir til þess að búa undir oki Pólveija, og eiga að vera ánægðir með það. Það er athuga- vert að fólkið sem blés á frelsi- sneistann sem varð að byltingarb- áli í Póllandi, var fólkið í þýsku borginni Danzig. í þessu sambandi má nefna hluta Moldavíu sem Sovétmenn tóku af Rúmeníu í síðari heims- styijöldinni, en íbúar Moldavíu eru af rúmensku bergi. Eða hvað um Júgóslavíu, sem er í raun gerviríki þjóða sem þrá að vera sjálfstæðar, það mun koma sá dagur að þær verði það. Svona má lengi.telja. Það er algjör blekking að ætl- ast til að Evrópa geti verið heil- brigð og þjóðir geti búið þar í bróð- erni á meðan óréttlæti Versala- samningsins, sem fremur öllu öðru var bein og óbein ástæða síðari heimsstyijaldarinnar, er við lýði. Það fyrsta sem þjóðir Evrópu verða að gera, er að leiðrétta mistök Versalasamningsins og byija með því að ógilda og ómerkja hann. Vandamálið í Rúmeníu eða Evrópu í heild verður því ekki leyst einungis með byltingu gegn kommúnismanum, sem er þó nauðsynleg, heldur er algjört frumskilyrði að gervi-landamæri Evrópu sem Versalasamningurinn og seinni heimsstyijöldin sköpuðu, verði leiðrétt. Þar ætti að byija á því að sameina allt Þýskaland. Helgi Geirsson BÆN FYRIR ÍSLANDI Til Velvakanda. Fyrir síðustu jól kom út snælda með söng pólsku Karmelsystranna í Hafnarfirði, en þær komu hingað til lands 1984. Nafnið á snældunni er: „Söngvar Karmelsystra — Bæn fyrir íslandi". Sú nafngift er í fullu samræmi við það kyrrláta og háleita trúarstarf, sem fer fram innan veggja klaustursins, en alla daga „stíga upp bænir Karmel- systra til Guðs, íslensku þjóðinni til handa, um að Kristur verði öllum vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ eins og segir í kynningarorð- um sem fylgja snældunni. Svo ótrúlegt sem það er, hefur lítið verið skrifað um þessa ágætu söngsnældu. Langar mig því með línum þessum að vekja athygli á henni og þakka um leið Karmel- systrunum það góða framlag, sem þær hafa gefið íslensku tónlist- arlífi með fögrum söng sínum. Þá vil ég einníg þakka Gunnari Ey- jólfssyni, leikara, fyrir það frum- kvæði, sem hann átti að útgáfu snældunnar. Á snældunni eru 20 lög, íslensk og erlend, m.a. eftir Eyþór Stef- ánsson, Pál ísólfsson, Þórarinn Guðmundsson, J.S. Bach og Moz- art. Af pólskum lögum, sem sys- turnar syngja, er t.d. eitt frá 13. öld, fyrsti þjóðsöngur Pólveija. Sunginn er íslenskur texti við níu af lögunum, sem flest eru þekkt sálmalög. Strengjasveit Pólveija, sem eru í Sinfóníuhljómsveit Is- lands, leikur undir söngnum í mörgum laganna. Ég held, að vandfundinn sé hér á landi hópur 21 söngvara, sem syngur eins samstillt og þær Karmelsystur gera. Söngur þeirra er bæði mildur og tær og endur- speglar fagurlega þá trúargleði, sem þær eru svo ríkar af og vilja miðla öðrum. Sumar af systrunum höfðu verið við söngnám og ein að því komin að skapa sér sess sem atvinnusöngkona við óperu- hús í sínu heimalandi. Það er bæði hugljúft og mann- bætandi að njóta næðisstunda við að hlusta á söngva Karmelsystra, sem að mínum dómi eru merkari en margt af því, sem mest er lofað og hampað á sviði tónlistar hér á_landi. Árni Gunnlaugsson, hrl. Höf ðakaff i - Árlún Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og full- trúi Reykvíkinga í fjárveitinganefnd- Alþingis, verður í Höfðakaffi (Ár- túni), Vagnhöfða 11, í dag, föstu- daginn 2. mars, kl. 11.30-13.30. KomSA og spjallið víð þingmann- Reykvíkinga. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík % Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöil, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Ér þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 3. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumála- nefndar, í stjórn bygginganefndar aldraðra og SVR, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningamálanefndar. V V V V V V V V V V’ V V V g' Jk 2 2' m' 2 S' m' m' # á # Lögmannsstofa Baldvins og Reynis Við höfum flutt skrifstofu okkar á Háaleitisbraut 58-60 (Miðbær) 2. hæð. Nýtt símanúmer er 680070. Baldvin Jónsson hrl. Reynir Karlsson hdl. Innhverf íhugun INNHVERF ÍHUGUN cr huglæg þroskaaóferö, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Kynningarfyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl.15.00. Aðgangur er ókeypis. Uppl. í síma 16662. Islenska íhugunarfélagið. Maharíshi Mahcsh Yogi UHFFEBIM II Magnús Kjartansson bregður á leik í kvöld og skemmtir gestum fram á nótt Opið fyrir aðra en matargesti eftir kl. 23. Borðapantanir í síma 23950. MANDARÍNINN HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. - Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Ceicius-r 200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. - Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. - Ljósstaf- ir 20 mm háir. - Það er hægt að fyigjast með afgas- hita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, frystum, lestum, sjó og fleiru. xl SöytrOsMyigiyiir yto©©©tni Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.