Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 1
64 SIÐUR B/Lesbók
58. tbl. 78. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sameining þýsku ríkjanna:
Reuter
Harka færist í mótmælin íLundúnum
Reiður Breti kreppir hnefana fyrir utan Hackney-ráðhúsið í austurhluta Lundúnaborgar í gær er fólk
safnaðist þar saman til að mótmæla nýjum nefskatti sem koma skal í stað eignaskatts. Að minnsta kosti
38 mótmælendur voru handteknir í borginni eftir að komið hafði til harðra átaka. Tugir manna urðu
fyrir meiðslum.
Pinochet lætur
afembætti
Augusto Pinochet, forseti Chile,
lætur af embætti við hátíðlega
athöfn á sunnudag eftir að hafa
farið með völdin í landinu í
sautján ár. Eftirmaður hans,
Patricio Aylwin, frambjóðandi
sautján flokka, fékk 55% at-
kvæða í kosningunum í desem-
ber. Talið er líklegt að margir
þingmenn sniðgangi athöfnina
á sunnudag til að mótmæla
pyntingum og mannréttinda-
brotum á valdatíma Pinochets.
Myndin var tekin af forsetanum
við opinbera athöfn í höfuðborg
landsins, Santiago, í gær.
Reuter
Mitterrand styður
kröfii Pólverja um
landamærasamning
Bonn. Reuter, dpa.
ÞÝSKU ríkin tvö hófli í gær formlegar samningaviðræður um samein-
ingu Þýskalands og stjórnvöld beggja ríkjanna ítrekuðu loforð sín um
að engar ákvarðanir yrðu teknar um sameiningu án samráðs við banda-
menn þeirra og nágrannaríki. Francois Mitterrand Frakklandsforseti
sagðist styðja kröiu Pólverja um að þýsku ríkin gerðu bindandi samn-
ing við þá um landamæri Póllands.
Háttsettir embættismenn þýsku
ríkjanna hófu sínar fyrstu formlegu
viðræður um sameiningarmálið í
Austur-Berlín í gær. Fundur þeirra
var haldinn til að undirbúa viðræður
þýsku ríkjanna og íjórveldanna, Sov-
étríkjanna, Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands, sem heijast í
næstu viku. Ernst Krabatsch, aðstoð-
arutanríkisráðherra Austur-Þýska-
lands, sagði eftir fundinn að viðræð-
urnar yrðu erfíðar og vissulega væri
ágreiningur fyrir hendi.
Talsmaður vestur-þýsku stjómar-
innar, Dieter Vogel, sagði að mikil-
vægustu málin, svo sem deilan um
hvort sameinað Þýskaland skyldi
vera í Atlantshafsbandalaginu
(NATO), yrðu útkljáð áður en þýsku
ríkin sameinuðust.
Francois Mitterrand hvatti Vest-
ur-Þjóðveija til að lýsa því yfir skýrt
og skorinort að þeir myndu aldrei
gera kröfur til landsvæða í Póllandi.
Hann kvaðst einnig vilja að Pólveijar
fengju að taka þátt í viðræðum
ríkjanna sex um sameiningarmálið.
Litháen lýst sjálfstætt ríki á ný:
Vonumst eftir stuðningi og
viðurkenningu Norðurlanda
stjórnarinnar í landinu. „Við tökum
Gorbatsjov ekki alvarlega, ummæli
hans eru einn stór brandari. Við
getum þá allt eins lagt fram skaða-
bótakröfur vegna allra þeirra ára
sem landsmönnum hefur verið
þröngvað til að vera undir sovéskri
stjórn.“
Mongólía:
Flokksforyst-
an vill fara frá
Austur-Berlín. Reuter.
LEIÐTOGAR kommúnistaflokks-
ins í Mongóliu buðust í gær til
þess að segja af sér vegna fjölda-
mótmælanna i landinu að undan-
förnu.
Austur-þýska fréttastofan ADN
skýrði frá því að Zhambyn Bat-
munkh, leiðtogi flokksins, hefði til-
kynnt í útvarps- og sjónvarpsávarpi
að afsagnirnar yrðu afgreiddar á
fundi miðstjórnar flokksins á mánu-
dag.
Batmunkh kvaðst einnig ætla að
gangast fyrir viðræðum við helstu
hreyfíngar stjórnarandstæðinga og
sagði að krafa þeirra um að efnt
yrði til sérstaks flokksþings yrði
rædd á miðstjórnarfundinum á
mánudag. Flokksþinginu yrði falið
að hreinsa til í foiystunni. Hann
hafnaði kröfum stjórnarandstæð-
inga um þingrof og nýtt bráða-
birgðaþing en sagði að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
- segir talsmaður þjóðernissinna í samtali við Morgunblaðið
vekja sjálfstæðisyfirlýsinguna frá
16. febrúar árið 1918.
Polybinskas sagði að vitaskuld
væri það sérlega mikilvægt að Lit-
háen fengi viðurkenningu erlendra
ríkja sem frjálst og fullvalda ríki.
„Við leggjum ríka áherslu á sam-
vinnu við Norðurlandaþjóðirnar og
viljum starfa með þeim á jafnréttis-
grundvelli," sagði hann. Hann
bætti við að ríkisstjórnir Norður-
landa, líkt og annarra ríkja, yrðu
sjálfar að ákvarða viðbrögð sín við
sjálfstæðisyfirlýsingunni en æski-
legt væri að landið fengi viðurkenn-
ingu sem flestra sem fyrst. „Við
treystum því að við njótum sið-
ferðislegs stuðnings og þá ekki síst
á Norðurlöndum."
Aðspurður sagði talsmaðurinn
að fullsnemmt væri að ræða ut-
anríkisstefnu landsins eftir að það
yrði sjálfstætt. „Þó blasir við að
leitað verður eftir vinsamlegum
samskiptum við Moskvu, en þau
verða á jafnréttisgrundvelli og
munu mótast af því að við teljum
Sovétríkin hér eftir erlent ríki.“
Hann sagði réttmætt að líkja utan-
ríkistefnunni við stefnu Finna und-
anfarin ár. „Við ætlum okkur ekki
að verða strengjabrúður í höndum
ráðamanna í Moskvu."
Polybinskas sagði kröfur þær um
skaðabætur sem Míkhaíl S. Gorb-
atsjov hefur kynnt fáranlegar, en
hann hefur lýst yfir því að Litháum
beri að greiða a.m.k. 27 milljarða
rúblna vegna fjárfestinga Sovét-
LITHAAR vænta þess að erlend ríki og þá ekki síst Norðurlöndin
veiti þeim siðferðislegan stuðning eftir að sjálfstæðisyfírlýsingin frá
árinu 1918 hefúr verið endurvakin, að sögn Aidas Polybinskas, tals-
manns Sajudis, hreyfingar þjóðernissinna í Litháen. Á morgun,
sunnudag, verða þau tímamót í sögu Litháens að landið verður á
ný Iýst ftjálst og sjálfstætt ríki, en það var innlimað í Sovétríkin
árið 1940 ásamt hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, Lettlandi og
Eistlandi. Yfírlýsing þessi er talin skilyrði fyrir því að unnt verði
að hefja viðræður við ráðamenn í Moskvu um formlega úrsögn Lit-
háa úr sovéska ríkjasambandinu.
Aidas Polybinskas sagði í síma-
viðtali við Morgunblaðið í gær að
í raun væri ekki um úrsögn úr ríkja-
sambandinu að ræða. Litháar hefðu
aldrei óskað eftir því að verða hluti
af Sovétríkjunum og því væri að-
eins unnt að tala um aðskilnað í
lagalegum skilningi. Mestu skipti
að þingmerín myndu samþykkja
með atkvæðagreiðslu að erídur-
Bandaríkjamemi saka norska
laxeldismenn um undirboð
Ósló. Frá Hune Timberlid, fréttaritara Morgunblaösins.
Bandaríkjamenn eru nú einnig komnir í stríð við norska laxeldis-
menn. Hafa starfsbræður þeirra vestra sakað Norðmenn um undir-
boð á Bandaríkjamarkaði og farið fram á, að viðskiptaráðuneytið
kæri þá fyrir GATT-dómstólnum.
Eins og kunnugt er hafa skosk-
ir laxeldismenn kært Norðmenn
fyrir það sama hjá Evrópubanda-
laginu en bandaríska viðskipta-
ráðuneytið hefur krafist skýringa
fyrir 18. mars nk. Sigrid Romund-
set, talsmaður norska utanríkis-
ráðuneytisins, segir, að allt verði
gert til að sannfæra Bandaríkja-
menn um, að ásakanir um undir-
boð séu úr lausu lofti gripnar.
Trond Wold, einn af forsvars-
mönnum í Félagi norskra fískeld-
ismanna, segir, að litið sé mjög
alvarlegum augum á ásakanir
Bandaríkjamanna en telur líkleg-
ast, að bandarískir fiskeldismenn,
sem geti ekki framleitt jafn ódýran
lax og Norðmenn, vilji með þessum
hætti útiloka samkeppnina. Þá
kemur líka til, að til að minnka
framboðið og halda uppi verðinu
hafa Norðmenn sett í frysti 40.000
tonn af laxi en Bandaríkjamenn
óttast, að þessi lax fari allur á
Japansmarkaðinn, sem er einnig
mikilvægur fyrir bandaríska lax-
eldismenn.
Að síðustu má nefna, að banda-
rískir fiskeldismenn hafa áhyggjur
af, að Norðmenn tapi málinu fyrir
EB-dómstólnum og verði fundnir
sekir um undirboð. Þá er nefnilega
hætt við, að þeir snúi sér enn frek-
ar að bandaríska markaðnum.