Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
,7
Loðna fínnst í
Berufíarðarál
LOÐNA hefur fundist í BeruQarð-
arál og voru nokkur skip að veið-
um þar á fimmtudagskvöld. Um
Um 90 óskráð
sjónvarpstæki
fundin með
leitartæki
Á VEGUM Innheimtudeildar
Ríkisútvarpsins stendur nú yfir
leit að óskráðum sjónvarpstækjum
með sérstöku leitartæki sem keypt
var firá Svíþjóð. Byrjað var að
nota tækið fyrir nokkrum vikum
og hafa fúndist um níutíu óskráð
sjónvarpstæki með hjálp þess.
Theodór Georgsson innheimtu-
stjóri Ríkisútvarpsins sagði í samtali
við Morgunblaðið að leit að óskráðum
tækjum hefði nú staðið yfir á annað
ár. Gengið var í hús þar sem engin
sjónvarpstæki voru á skrá og spurst
fyrir um hvort viðkomandi ætti tæki.
Hingað til hafa fundist hátt á þriðja
þúsund óskráð tæki, en margir neit-
uðu að gefa upplýsingar. Leitartækið
hefur aðallega verið notað við hús
þeirra og hafa fundist 90 tæki til
viðbótar.
Á leitartækinu er stefnuloftnet og
þegar því er beint að ákveðinni íbúð
sést á skjá hvort þar er tæki í gangi.
Ef svo er er einnig hægt að greina
hljóðið frá sjónvarpstækinu með sér-
stöku heyrnartæki.
Theodór sagði að alltaf væri einn
og einn sem neitaði samt sem áður,
en flestir hafa samt hætt að þráast
við og viðurkennt að þeir ættu sjón-
varpstæki. Þeir fá sendan reikning
fyrir afnotagjöldum frá þeim tíma
sem tækið finnst. Hins vegar taldi
Theodór líklegt að þeir sem viður-
kenna ekki að hafa sjónvarp, þrátt
fyrir að leitartækið sanni að svo sé,
verði kærðir og þurfi þá að gefa upp
hvar og hvenær þeir fengu það,
greiða afnotagjald frá þeim tíma og
einnig kostnað við leitina.
Hann sagði að þegar hægðist um
á Reykjavíkursvæðinu yrði leitartæk-
ið sent út á land.
Stjórnunarfélagið:
Þekktur
markaðsmað-
urheldur
námsstefnu
MARKAÐSMAÐURINN Jack Tro-
ut kemur hingað til lands í boði
Stjórnunarfélags íslands fimmtu-
daginn 22. marz næstkomandi og
heldur námssteftiu á Hótel Sögu
um „markaðshernað" (Marketing
warfare). Trout er af talinn meðal
snjöllustu markaðsmanna og er
m.a. vel kynntur hérlendis, að því
er segir í frétt firá Stjórnunarfé-
laginu.
„Á námsstefnunni fjallar Jack
Trout um þau áherzluatriði sem
koma fram í bókum hans og A1 Ri-
es, Positioning, Marketing warfare
og Bottom-up Marketing. Þar sýnir
Trout með raunhæfum og ýtarlegum
dæmum hvernig áherzlur þeirra fé-
laga geta umbylt markaðsmöguleik-
um fyrirtækja," segir í fréttatilkynn-
ingunni.
„Trout og Ries hafa átt mikinn
þátt í mörgum vel heppnuðum mark-
aðsherferðum, meðal annars hjá
Xerox-fyrirtækinu í Bandaríkjunum
auk fyrirtækja eins og Burger King-
skyndibitakeðjunni, Chase Manhatt-
an-bankanum og öðrum stórfyrir-
tækjum. Á námsstefnunni gefur Tro-
ut þátttakendum einnig tækifæri til
þess að leita lausna á eigin markaðs-
verkefnum."
Skráning á námsstefnuna er hjá
Stjórnunarfélaginu.
10 loðnuskip voru við Snæfellsnes
á fostudagsmorgun.
Síðdegis á föstudag höfðu eftirtal-
in skip tilkynnt um loðnuafla: Sig-
hvatur Bjarnason 150 tonn til FIVE,
Albert 150 til FIVE og Júpíter 200
til FES.
Síðdegis á fimmtudag tilkynntu
þessi skip um loðnuafla: Hilmir
1.330 tonn til Siglufjarðar, Bergur
500 til FIVE, Þórshamar 570 til
FIVE, Hákon 900 óákveðið hvert,
Pétur Jónsson 900 til Þórshafnar,
Sjávarborg 600 til Njarðar hf. og
Jón Finnsson 750 til Faxamjöls hf.
Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketiisson
Loðnuskipin hafa verið að veiðum við Snæfellsnes að undanförnu og hefur oft verið þröng á þingi eins
og sést á myndinni. Nú hefúr loðna einnig fúndist í Berufjarðarál.
ISUZU ' r/ r> Aji O r',A1
Nýr Jötunn
Um áramótin voru Búnaðardeiid Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangur sf
sameinuð í eitt fýrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir
allan rekstur fyrirtækjanna þriggja.
Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild í Sambandinu, eru að Höfðabakka 9.
Síminn er
670000
• Starfsemi Búnaðardeildar, nema varahlutaverslunin, flyst úr
Ármúla 3 að Höfðabakka 9.
• Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3,
Hallarmúlamegin, sími 38900.
• Símanúmer bíla- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana
að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn.
Verið velkomin að Höfðabakka 9.
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFFIAGA
HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000