Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 14

Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 Morgunblaðið/Kristján Friðþjófsson Félagar úr Dómkórnum taka lagið fyrir utan hús Rannsóknarlögreglunnar. Fremst á myndinni er kórstjórinn, Marteinn H. Friðriksson. Morgunblaðið/Kristján jónsson Halldór Hreinsson, frá Þyrluflugi hf., og Benóní Ásgrímsson, þyrlu- flugmaður Landhelgisgsælunnar, við brottför frá Reykjavík í gær. Gæsluþyrla a Grænlandi TF-GRO, minni þyrla Landhelgisgsælunnar, hefur verið leigð til verkeíha í Grænlandi, fyrir milligöngu Þyrluflugs hf í Reykjavík. Þyrlunni var flogið til Grænlands vél gæslunnar þyrluni yfir hafið, Lagt var af stað frá Reykjavík laust eftir klukkan hálftíu í gær- morgun og flogið til Rifs þar sem eldsneytisgeymar þyrlunnar voru fylltir. Þaðan var flogið yfír til Grænlands og komið til Anmagsa- lik um klukkan 14. Miðað við árstfma var fádæma blíða á Ieið- inni, að sögn Sigurðar Steinars Ketilssonar, sem var skipherra á fylgdarvélinni og sáust Grænlands- strendur úr 130 mílna fjarlægð. í gær í blíðviðri og fylgdi Fokker- 22 norskir og grænlenskir togarar voru að veiðum í miklum ís á Do- hmbanka og vestast á bankanum sást til þriggja ísbjarna úr þyrlunni. Eftir skamma dvöl í Anmagsalik hélt þyrlan áfram förinni ' - var komið til Nassarsuaq um klukkan 18. Þaðan verður flogiö suður til Prince Christinassund og síðan til áfangastaðarins, Nuuk á vestur- strönd Grænlands. Sjálfstæðis- flokkur fengi 70% atkvæða Sjálfstæðisflokkurinn fengi 70% atkvæða og 12 borgarfúlltrúa kjörna í komandi borgarstjórnar- kosningum í Reykjavík, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar, sem Dagblaðið-Vísir birti í gær. Hinir þrír borgarfulltrúarnir kæmu í hlut A-flokkanna og Kvennalistans, en Framsóknar- flokkurinn, sem nú á borgarfull- trúa, fengi engan. Sjálfstæðis- menn myndu með öðrum orðum hirða tvo fulltrúa af Alþýðubanda- lagi og einn af Framsókn. I könnun DV var fyrst spurt hvaða lista menn hygðust kjósa, síðan voru þeir óákveðnu spurðir milli hvaða lista val þeirra stæði helzt og ef tveir listar voru nefndir var gefinn hálfur fyrir hvom. Af 600 manna úrtaki gáfu 25,5% það svar við seinni spum- ingunni að þeir væru óvissir. Allir aðspurðir voru kjósendur í Reykjavík, 300 karlar og 300 konur. Samkvæmt könnuninni fengi Al- þýðuflokkurinn 7,6% atkvæða, miðað við þá sem tóku afstöðu, en fékk 10% í sfðustu kosningum. Framsóknar- flokkur fengi 5,6% (7%), Sjálfstæðis- flokkur 70% (52,7%), Alþýðubanda- lag 7,6% (20,3%) og Kvennalistinn 8,9% (8,1%). Sem oftar er fylgi Borg- araflokks vart mælanlegt, 0,5%. Samstarf við EB á sviði rannsókna og þróunar: Sung-ið fyrir lögregluna FÉLAGAR úr Dómkórnum mættu fyrir utan hús Rann- sóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekkuí Kópavogi um miðj- an dag í gær og sungu þar nokkur lög til heiðurs rann- sóknarlögreglumönnum, sem í fyrrakvöld upplýstu innbrot sem framið var í Stúdíó Stemmu fyrir þremur vikum. Úr hljóðverinu var stolið ýms- um tækjum og spólum með hljóð- ritunum, þar á meðal með jólatón- list sem Dómkórinn hefur hljóðrit- að og hyggst gefa út á plötu fyr- ir næstu jól. Kórinn heitið 50 þúsund króna fundarlaunum hverjum þeim sem kæmi spolunni til skila. I fyrrakvöld játaði 18 ára Kórfélagar höfðu meðferðis blóm og konfekt sem þeir af- hentu Sigurði Benjamínssyni rannsóknarlögreglumanni piltur við yfirheyrslur hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins að hafa framið innbrotið. Hann vísaði jafnframt á þýfið og komst það allt óskemmt til skila. „Þetta var mikill missir fyrir okkur og þegar rannsóknarlög- reglan upplýsti málið algjörlega á eigin spýtur, þrátt fyrir að við hefðum heitið fundariaunum, urð- um við svo hamingjusöm að okkur fannst að það minnsta sem við gætum gert væri að efna til tón- leika fyrir þá,“ sagði Marteinn H. Friðriksson dómorganisti í samtali við Morgunblaðið. Að loknum söngnum þáðu kórfélagar kaffi hjá rannsóknarlögreglu- mönnum. Skoðanakönnun DV: Ekki gert ráð fyrir fé til styrktar Islendingum í máli Vilhjálms kom fram að íslendingar verja hlutfallslega mun minna fé til rannsókna en flest EB Iöndin, og í viðræðum við fulltrúa EB um undirbúning rammasamn- ings hefði þetta verið gagnrýnt og látið í veðri vaka að slíkt samstarf væri varla áhugavert fyrir EB af þessum sökum. Hann gat þess að íslensk stjórnvöld hefðu nýlega ákveðið að draga úr framlögum til rannsókna, bæði beinum framlög- um til stofnana, og einnig hefðu þau skert framlög til Rannsókna- sjóðs um 40% að raungildi frá því hann var stofnaður 1985. „Hér á landi virðist enginn pólitískur skilningur um þessar mundir á hlutverki rannsókna og þróunar í aðlögun að nýjum al- NÍNA Margrét Grímsdóttir mun halda píanótónleika á vegum EPTA á Kjarvalsstöðum, mánu- daginn 12. marz kl. 20.30. Hún stundaði tónlistarnám við Tónmenntaskólann og Tónlistar- skólann í Reykjavík þar sem kenn- arar hennar voru Málfríður Kon- ráðsdóttir og Halldór Haraldsson. Nína Margrét lauk einleikaraprófi þaðan árið 1985 og hélt þá utan til London og árið 1988 Iauk hún LGSM performers diploma frá Gu- ildhall School of Music og ári seinna MA-prófi í .tónlist frá City Univers- ity í London. Á tónleikunum á mánudag leikur Nína Margrét verk eftir J.S. Bach, Haydn, Jónas Tómasson, Debussy og Chopin. EKKI hefur venð gert rað fyrir neinum serstökum fjármunum til að styrkja íslenska aðila til þátttöku í samvinnu við Evrópubandalag- ið á sviði rannsókna og þróunar, og verður hver aðili sem óskar þáttöku í slíku samstarfí að Qármagna starf sitt eftir leiðum hér innanlands. Þetta kom fram í erindi sem Vil- hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, flutti á ráðstefnu Bandalags háskóla- manna, BHM, sem haldin var í gær um Evrópubandalagið og íslenska háskólamenn. ísland undirritaði rammasamn- ing við Evrópubandalagið 31. októ- ber síðastliðinn um samstarf á sviði rannsókna og þróunar, sem gildi tók um áramótin, en samningurinn opn- ar formlega möguleika á að íslend- ingar taki þátt í einstökum rann- sókna- og þróunaráætlunum banda- lagsins eða einstökum verkefnum innan þeirra á þeim svæðum sem EB heimilar. Sé um fulla þáttöku að ræða greiðir ísland framlag til viðkomandi áætlunar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu sína miðað við EB ríkin sem heild, og er það hlut- fall nálægt 0,12%, en full aðild að ölluu áætlunum EB myndi kosta ísland um 150 milljónir króna. þjóðlegum raunveruleika í viðskipt- um og verkaskiptingu. Virðist sú stefna ofan á að annað hvort höld- um við áfram að stunda fiskveiðar og beijast hatrammri baráttu um það hver fái að veiða, vinna og veita leyfi fyrir útflutningi á sjávar- afla eða bíðum eftir nýju álveri. Islenskt hugvit er að vísu nefnt í skálaræðum sem framtíðarútflutn- ingsvara, en það á ekki að kosta neitt og ekki að fá fé sem skapi því samkeppnis- og samstarfsgrun- dvöll því framtíðarlandi sem sam- einuð Evrópa á að verða að margra áliti,“ sagði Vilhjálmur -------» » » — Rjarvalsstaðir: Píanótón- leikar Nínu Margrétar Miklar kröfur gerðar til kvikmyndaþýðenda - segja yfirþýðendur sjónvarpsstöðv- anna og útgefendur myndbanda FÉLAG kvikmyndagerðarmanna scndi nýlega frá sér ályktun þar sem gagnrýnt er hvernig þýðingu á erlendum kvikmyndum er háttað hér- lendis. Telur félagið að þýðingarvillur séu í þriðju hverju kvikmynd. Morgunblaðið spurðist fyrir hjá nokkrum aðilum sem málið varðar hvaða kröfúr væru gerðar tfl þýðenda. Jafúframt var leitað álits á gagnrýni Félags kvikmyndagerðarmanna. Ellert Sigurbjömsson yfirþýðandi hjá Sjónvarpinu sagði að þar væri leitað til góðra íslenskumanna sem nokkuð víst væri að skildu vel málið sem þýtt væri úr. Á síðustu árum hefðu verið gerðar þær kröfur að þýðendur hefðu BA- eða cand.mag.- próf í viðkomandi tungumáli. • Þýðendur fá handrit með lang- flestum myndum og myndbandsupp- töku til samanburðar. Þeir eru laus- ráðnir og að sögn Ellerts er mikið um að sama fólkið vinni við þýðingar í iangan tíma. Hann sagði að reynsl- an skipti mestu máli í þessari vinnu.Tveir magisterar í íslensku sjá um að lesa þýðinguna yfír með tilliti til móðurmálsins. Ellert sagði að oftast fengi Sjón- varpið að vita frá áhorfendum ef hjákátlegar þýðingar birtast á skján- um. Slíkt kemur fyrir og eru þá þýð- endumir látnir vita. Heimsþekkt- ur hönnuður sýnir hjá FÍM SÝNING á verkum hönnuðar- ins og listamannsins Daniel Morgenstem hefst í sýningar- sal FÍM í dag laugarag og stendur til 27. þessa mánaðar. Daniel Morgenstem er ísra- elsmaður, búsettur og starfandi í London, þar sem hann hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár. Hann hefur hannað forsíður þekktra hönn- unartímarita, fengist við gerð gerð sviðsmynda fyrir tónlistar- myndbönd og fleira. Hann hef- ur haldið sýningar á verkum sínum og á síðastu sýningu hans í Covent Garden í London seldust öll verk upp á örskömm- um tíma, segir í fréttatilkynn- ingu frá sýningarhaldara. Tímaritið Mannlíf gengst fyrir sýningunni, sem verður opin alla daga frá klukka'n 14-18. Lára Hanna Einarsdóttir yfír- þýðandi hjá Stöð 2 sagði að þar teldi fólk að þýðingar væru komnar í nokkuð gott lag og væri Stöð 2 ekki eftirbátur Sjónvarpsins. Þýðendur gangast undir strangt próf og er skilyrði að fólk hafi mjög gott vald á íslensku og góða tilfinn- ingu fyrir málinu. Auk þess þurfa þeir að geta gert ýmsar kúnstir án þess að slá af kröfunum vegna þess hve lítið rúm er á skjánum fyrir texta. Eins og á Sjónvarpinu em þýðend- ur lausráðnir. Þeir fá myndband og handrit til að vinna eftir. Þýðingam- ar em prófarkalesnar svo að mál- villur og stafsetningarvillur eiga ekki að sjást. Aftur á móti sér lesarinn ekki þýðingarvillur. Flestir þýðendur hjá Stöð 2 hafa starfað þar frá upphafi og taldi Lára Hanna að þeir væm komnir með góða reynslu. Hún sagði að þeim hafi fundist ómaklega að sér vegið í gagnrýni Félags kvikmyndagerðar- manna vegna þess að þar hafi Sjón- varpinu sérstaklega verið hrósað. „Ein og ein þýðingarvilla skrifast á mannleg mistök sem allir geta gert,“ sagði hún. Hersteinn Pálsson hefur þýtt kvik- myndir fyrir kvikmyndahús í árarað- ir. Hann sagðist hafa brosað út í annað þegar hann sá þessa gagn- rýni. „Eg held að þessir menn viti ekki um hvað þeir em að tala. Ég hef verið í þessu Iengur en nokkur annar og hef aldrei fengið þá gagn- rýni að þetta gæti átt við mig,“ sagði hann. Ámi Siguijónsson, einn af eigend- um Bergvíkur sf., sem gefur út myndbönd og fjölfaldar og textar myndir fyrir aðra, vísaði því á bug að þýðingarvilla væri í þriðju hverri mynd. Hann sagði að þýðingar hefðu batnað mikið að undanförnu, sér- staklega vegna þess að þýðendur hefðu öðlast meiri reynslu. Árni telur að með nýrri sjónvarps- stöð og gífurlegri fjölgun myndbanda á markaðnum á skömmum tíma hefði skort þýðendur með reynslu. Nú hefði stór hópur fólks starfað við þetta í nokkurn tíma og þeim færi stöðugt fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.