Morgunblaðið - 10.03.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Jónas Hallgrímsson og
Kristjana í Landakoti
Þórarinn Þórarinsson
„Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður hefur
leyst af hendi merkilegt
og þakkarvert verk,
þegar hann reit ævi-
sögu Jónasar Hall-
grímssonar og safnaði
í sambandi við það öll-
um fáanlegum heimild-
um um Jónas og verk
hans.“
eftir Þórarin
Þórarinsson
Kæri Matthías.
Ég hefi lengi ætlað að skrifa
þér um Sturlu Þórðarson, sem ég
hefi sannfærst um að væri höfund-
ur Njálu, a.m.k. að mjög verulegu
leyti. Sennilega hefur hann notið
aðstoðar fleiri manna, sem hafa
séð um suma kafla sögunnar und-
ir ritstjóm hans. __ Líklegt er að
Njála og fleiri íslendingasögur
hafi orðið til á þeim árum, sem
Sturla dvaldi í Fagurey _ ásamt
aðstoðarmönnum sínum. Á þeim
tíma hefur Fagurey verið eins
konar miðstöð íslenskrar sagna-
gerðar. Vegna ýmissa ástæðna
hefur þetta verk dregist. Ég sendi
þér því grein um annað efni, sem
verið hefur mér hugleikið síðan
ég dvaldi á Landakotsspítaia.
Þórarinn Þórarinsson.
Ég lá á Landakotsspítala á síðast-
liðnu hausti, eða nokkru eftir að hið
mikla ritverk um Jónas Hallgríms-
son kom út. Það varð tilefni þess,
að það riij'aðist upp að á Reykjaví-
kurárum sínum 1829-1832 hafði
Jónas mjög vanið komur sínar á
Landakot og vakið athygli, þegar
hann gekk um bæinn á ferðum
sínum þangað skrautleg klæddur,
svo að hann minnti á fyrirmenn í
útlöndum. Reykjavíkurstúlkur
veittu honum því mikla eftirtekt.
í Landakoti var þá eitt mesta
rausnarheimili bæjarins. Þar bjó þá
myndarleg og gestrisin ekkja eftir
danskan kaupmann, Margrét
Andrea Knudsen, með fjórum glæsi-
legum dætrum sínum, sem margir
lögðu hug á. Mjög var því gest-
kvæmt af þessum ástæðum, enda
áttu þær eftir að giftast mestu
myndarmönnum. Fegurst þótti þó
næstelsta dóttirin, Kristjana, en
Jónas var mjög hrifinn af henni og
orti til hennar mörg snjöllustu ástar-
ljóð sín, bæði á íslensku og dönsku.
Þar sem mynd Kristjönu í Landa-
koti hefur horfið í skuggann og
kynni þeirra Jónasar, þótti mér ekki
úr vegi að rifja nokkuð upp þann
þátt í lífi Jónasar, sem einkum er
tengdur Landakoti.
Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður hefur leyst af hendi merki-
legt og þakkarvert verk, þegar hann
reit ævisögu Jónasar Hallgrímsson-
ar og safnaði í sambandi við það
öllum fáanlegum heimildum um
Jónas og verk hans. Þetta um-
fangsmikla starf Matthíasar hefur
lagt grundvöllinn að hinu mikla rit-
verki um Jónas og verk hans, sem
kom út á fyrra ári, og dregur upp
enn gleggri mynd af Jónasi og verk-
um hans.
Einn smíðisgalla er þó að fínna
á þessu verki Matthíasar, sem hefur
leitt til deilna um eitt frægasta
kvæði Jónasar, Ferðalok. Allar eldri
heimildir telja það ort á síðustu
æviárum Jónasar, en Matthías held-
ur því fram, að hann hafi ort það
um tvítugt. Hann byggir það á upp-
lýsingum, sem hann hefur fengið
um meintar ástir Jónasar og Þóru
Gunnarsdóttur, og telur að Jónas
hafi ort kvæðið norður í Öxnadal
sumarið 1828 eftir ferðina með
Þóru og föður hennar frá Reykjavík
norður að Steinsstöðum, þar sem
móðir Jónasar bjó, og lauk þar sam-
fylgd þeirra Þóru. Matthías telur
að ekki aðeins Ferðalok hafi orðið
til vegna meintrar ástar Jónasar og
Þóru, heldur einnig kvæðin La belle
og Söknuður. Eldri heimildir telja,
að Jónas hafi haft Kristjönu Knuds-
en í Landakoti í huga þegar hann
orti þessi kvæði, en yfirleitt eru þau
talin ort á Reykjavíkurárum Jónasar
1829-1832.
Margir hafa orðið til þess að
draga í efa, að Ferðalok séu meðal
æskukvæða Jónasar og hefur þetta
verið hvað ítarlegast gert í bók
Hannesar Péturssonar, Kvæða-
fylgsni, um skáldskap eftir Jónas
Hallgrímsson.
Matthías hefur engar skriflegar
heimildir um meintar ástir þeirra
Þóru og Jónasar, aðeins munnlegar
og þá einkum eftir hálfsystur Þóru,
Kristjönu Havsteen, móður Hannes-
af Hafsteins, en frásögn hennar
virðist Matthías hafa skráð um
1925, en hún var þá orðin háöldruð,
fædd 1836. Frú Kristjana kvað
móður sína, stjúpu Þóru, hafa sagt
sér eftir séra Gunnari Gunnarssyni
í Laufási frá æskuástum þeirra Þóru
og Jónasar og ferðinni norður suma-
rið 1828. Móðir frú Kristjönu var
seinni kona séra Gunnars.
Um skilnað þeirra Jónasar, séra
Gunnars og Þóru, segir Matthías
eftir frásögn Kristjönu, seinna Hav-
steen:
„Áður en þeir séra Gunnar skildu
bað Jónas hann um Þóru. Gunnar
kvað þau enn of ung til að það mál
yrði bundið fastmælum þá þegar.
Framtíðin var óviss, kvað hann, og
réttast að sjá hveiju fram yndi um
hag þeirra á næstu árum og hvort
þau bæru þá tryggð hvort til ann-
ars. Vildi hann ekki heita Jónasi
meynni að sinni.“ (Kvæðafylgsni,
s. 161.)
Hannes Pétursson segir í Kvæða-
fylgsnum, að hér standi eins skýrt
og verða má eftir bestu heimiid, að
Jónas hafi ekki fengið blátt og kalt
afsvar hjá séra Gunnari, þegar hann
bað um hönd Þóru sumarið 1828.
Þvert á móti hafi svar séra Gunnars
verið sanngjarnt og eðlilegt eins og
á stóð. Þóra var þá aðeins 16 ára,
og Jónas gat fyllilega vænst þess
að eignast hana síðar, ef ást þeirra
héldist, þótt hann fengi ekki algert
jáyrði þá þegar.
Eftir að Matthías skýrði frá þess-
ari frásögn Kristjönu Havsteen, hef-
ur sagan um meintar ástir þeirra
Þóru og Jónasar farið sívaxandi í
augum þjóðarinnar og er nú orðin
eitt frægasta ástarævintýri
íslenskra bókmennta.
Hið skamma ævintýri þeirra Þóru
og Jónasar virðist fljótt hafa
gleymst ættingjum og vandamönn-
um Þóru og einnig samfylgd þeirra
frá Reykjavík norður að Steinsstöð-
um. Hannes Hafstein, sonur Krist-
jönu Havsteen, getur þess ekki að
neinu þegar hann skrifað æviágrip
Jónasar sem fylgir annarri útgáfu
ljóðmæla hans, en þar segir svo frá
Jónasi veturinn 1844-1845:
„Andi hans tók að snúast meira
inn í- sjálfan sig: gamlir harmar ýfð-
ust upp, og þunglyndi lagðist á
hann. Gamlar og gleymdar ástir frá
skólatíð hans vöknuðu, og komu
fram í hinu inndæla kvæði „Ferða-
lok“.“ (Kvæðafylgsni, s. 153.)
Óneitanlega virðast þessi um-
mæli Hannesar Hafsteins styðja
það, sem samtímamenn Jónasar
höfðu áður haldið fram, að kvæðið
Ferðalok hafi verið ort á síðustu
árum hans og að þá hafi rifjast upp
norðurför þeirra Þóru og þannig
orðið til upphaf eins erindisins:
„Greiddi ég þér lokka við Galtará."
Eftir að Jónas skildi við Þóru á
Steinsstöðum dvaldi hann þar um
sumarið. Hann fer aftur um haustið
1828 suður til Bessastaða og Iýkur
þaðan burtfararprófi vorið 1829.
Eftir að samfylgd þeirra Þóru og
Jónasar lauk sumrið 1828 finnast
ekki neinar skriflegar heimildir um
að samband hafi haldist milli þeirra,
t. d. bréfaskriftir. Ekkert bendir til
þess, að Jónas hafi talið sig bundinn
af ummælum séra Gunnars, því að
skömmu síðar kynnist hann stúlku,
sem hann virðist hafa orðið mest
ástfanginn af um ævina, eins og
síðar verður vikið að. Sagan um
ástir hans og Þóru liggur í algerri
þagnarþey í nálega heila öld, eða
til 1925, þegar Matthías skráði frá-
sögn Kristjönu Havsteen.
Eftir að Jónas lýkur námi við
Bessastaðaskóla hvetja Tómas Sæ-
mundsson og fleiri félagar þeirra
hann til að fara sem fyfst til Kaup-
mannahafnar og halda þar áfram
námi. Jónas ber hins vegar við pen-
ingaleysi og gerist því ritari land-
fógetans í Reykjavík og ætlaði að
vera þar skamma hríð. Dvöl hans í
Reykjavík varð þrjú ár, eða mun
lengri en hann ætlaði upphaflega.
Orsök þess var ekki sú, að hann
ætlaði að endurnýja sambandið við
Þóru Gunnarsdóttur. Hann gerði
ekkert til þess, svo vitað sé, en
Gunnar faðir hennar hafði síður en
svo slitið því samkvæmt frásögn
Kristjönu Havsteen, heldur aðeins
talið rétt að þau Þóra og Jónas
tækju sér nokkurn frest.
Þóra Gunnarsdóttir virðist hins
vegar hafa tekið orð föður síns al-
varlegar en Jónas. Hún virðist hafa
litið svo á að þau Jónas væru í fest-
um. Hún bíður óbundin eftir ein-
hveijum viðbrögðum frá Jónasi. Þau
komu ekki, en hún fær að lokum
þær fréttir að hann hafi farið til
Kaupmannahafnar síðla sumars
1832, þegar hún er búin að bíða
árangurslaust í fjögur ár. Það er
fyrst eftir að Jónas er farinn úr
landi, sem hún að frændaráði og
ófús er heitin aðstoðarprestinum í
Laufási, ekkjumanni sem var 14
árum eldri en hún. (Sjá Kvæða-
fylgsni, s. 164.)
Þóra giftist séra Halldóri Björns-
syni á Eyjadalsá 9. október 1834,
eða tveimur árum eftir að Jónas fór
af landi brott. Matthías Þórðarson
segir að séra Halldór hafi orðið
ekkjumaður 1831 og fljótlega eftir
það viljað giftast Þóru en henni
verið það á móti skapi. En að lokum
hafi hún látið til leiðast.
í viðtali sínu við Matthías Þórðar-
son gefur Kristjana Havsteen þessa
skýringu á drætti Þóru: „Hún unni
mjög Jónasi og vildi bíða þess að
þau gætu átzt.“ (Kvæðafylgsni, s.
162.)
Tvær ástæður eru einkum færðar
fyrir því, að Reykjavíkurdvöl Jónas-
ar varð lengri en hann hugði upphaf-
lega. Önnur var sú, að honum safn-
aðist ekki eins mikið fé og hann
hafði gert sér vonir um. Hin var sú,
að hann varð ástfanginn af ungri
stúlku, sem hann kynntist fljótlega
eftir að hann settist að í Reykjavík.
Ýmsar heimildir um ástarsamband
þeirra er að finna í bréfum, sem
fóru milli íslenskra námsmanna í
Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Bestu heimildirnar er þó að fínna í
riti Matthíasar Þórðarsonar, þótt
hann reyni að gera hlut Kristjönu
lítinn í ástarkvæðum Jónasar, en
hlut Þóru Gunnarsdóttur þeim mun
meiri. Þetta kemur m.a. glöggt í
ijós í kvæðaskýringum Matthíasar,
þegar hann ræðir um kvæðið Ser-
enade. Þar segir: „Kvæðið er að
líkindum ort til Christiane Knudsen
fyrri hluta árs 1831. Jónas varð
mjög snortinn af fegurð hennar og
var tíður gestur á heimili hennar
þetta ár og fyrri hluta næsta árs.“
(Rit eftir Jónas Hallgrímsson, II.
1, s. 403.) Matthías telur að Krist-
jana hafi verið á 17. ári þegar þetta
kvæði er ort.
Serenade er eitt af fegurstu ást-
arkvæðum Jónasar, en er minna
kunnugt en önnur slík kvæði hans,
því það er á dönsku og er því sleppt
í mörgum ljóðabókum Jónasar, en
birt í sumum undir fyrirsögninni
Skanne Pige. í handriti Jónasar mun
það vera fyrirsagnarlaust. Matthías
Þórðarson fer eftirfarandi orðum
um þetta ljóð í ævisögu Jónasar:
„Kvæðið er msta gull, eins og
hver maður getur séð, og mætti
ætla að hverri stúlku, sem komin
væri til vits og ára, hlýnaði um hjart-
aræturnar, þegar hún heyrði kveðið
svo til sín af slíkum manni og Jónas
var í alla staði. Hvert erindi er öðr-
um fallegra, eins og festi úr dýrind-
is perlum" (Rit eftir Jónas Hallgrí-
msson VI, s. LIII).
Það er um þetta leyti, sem Jónas
yrkir kvæðið La belle, og gæti þar
verið dregin upp lýsing á Kristjönu. t
Kvæðið er eitt erindi, sem hljóðar *
þannig:
Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, bijóstafópr,
Logni fylgir stöðnun
eftir Pétur Má
Ólafsson
í Morgunblaðinu birtist stutt við-
tal við Palous Radim, rektor Karls-
háskólans í Prag. Hann kom hingað
í fylgdarliði Vaclavs Havels forseta.
„Við þurfum nýjar bækur, nýja
prófessora og nýja stúdenta," sagði
Radim við Morgunblaðið. „Verkefni
mitt í embætti rektors er að breyta
anda háskólans.“ Þrír tékkneskir
stúdentaleiðtogar úr liði Havels
höfðu sömu sögu að segja en dag-
inn áður en viðtalið birtist heim-
sóttu þeir okkur í Röskvu, samtök-
um félagshyggjufólks við Háskóla
Islands.
„Stúdentar hafa miklu
hlutverki að gegna í
háskólasamfélaginu.
Þeim ber að veita yfír-
völdum skólans aðhald,
koma með nýjar hug-
myndir og vinna að
auknu lýðræði innan
hans.“
Orð rektorsins og stúdentanna
sýna hve sjálfstæði er mikilvægt
háskólum og að það andi um þá.
Kyrrstaða og forsjá ríkisvalds er
dauðadómur akademískri stofnun.
Hlutverk stúdenta í háskóla
Stúdentar hafa miklu hlutverki
að gegna í háskólasamfélaginu.
Þeim ber að veita yfirvöldum
skólans aðhald, koma með nýjar
hugmyndir og vinna að auknu lýð-
ræði innan hans.
Við sem erum fulltrúar stúdenta
í háskólaráði höfum á liðnu ári reynt
að sinna þessu hlutverki okkar.
Óhætt er að segja að okkur hafi
orðið nokkuð ágengt.
Við fengum því framgengt að
námsráðgjöf yrði gerð að sjálf-
stæðri stofnun. Starfsemi hennar
er orðin býsna umfangsmikil en
með þessu opnast henni möguleikar
til að vaxa enn frekar, t.d. að hafa
Pétur Már Ólafsson
námsráðgjafa starfandi við hveija
deild háskólans.
Að tillögu okkar fjölgar stúdent-
um í deilda- og skoraráðum í hlut-
falli við kennara. Áður áttu þeir
aldrei að vera færri en tveir sem
þýddi um leið að þeir yrðu ekki
fleiri. Eftir breytinguna sitja tveir
stúdentar á móti átta kennurum og
síðan einn nema.ndi fyrir hveija
fímm kennara.
Námsnefndir voru festar í sessi
þannig að nú starfa þær ekki að-
eins í deildum heldur líka skorum.
1 nefndunum eiga jafnmargir kenn-
arar og stúdentar sæti. Þær eru
fámennar og því góður vettvangur
fyrir nemendur til að hafa áhrif á
einstakar greinar. Háskólaráð sam- ■
þykkti einnig að reglulega skyldi I
starf deilda metið. Ráðið kvað og
skýrar á um að það hefði ótvírætt
æðsta úrskurðarvald innan skólans.
í desember sl. ákvað háskólaráð
síðan að nú skyldu gæði hvers nám-
skeiðs könnuð með því að stúdentar
gæfu því og kennaranum einkunn.
Kannanir af þessu tagi hafa tíðkast