Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
17
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan,
lokkar, háls inn fijálsa.
í bréfum, sem fóru milli íslenskra
stúdenta í Kaupmannahöfn og
Reykjavík á þessum árum, er að
finna allmiklar upplýsingar um sam-
band þeirra Jónasar og Kristjönu,
og kemur þó einkum fram í þeim,
að Jónas hafí verið mjög ástfang-
inn, en hann ætti marga skæða
keppinauta. Kristjana átti þá heima
á rausnarheimili móður sinnar
ásamt systrum sínum, en móðirin
var, eins og áður var sagt, glæsileg
og dugmikil ekkja eftir danskan
kaupmann. Mikill gestagangur var
þá í Landakoti, ekki síst vegna
dætranna:
„Dáindislega gengur nú í Landa-
koti,“ segir í bréfi Jóhanns frá Mel
til Magnúsar Eiríkssonar, en þeir
Jóhann og Magnús voru skólabræð-
ur Jónasar frá Bessastöðum, „Jónas
og Moritz rífast um Kristjönu ...
Henni skal lítast botur á Moritz og
mæla þau sér mót hjá Kristjáni Jak-
obssyni [kaupmanni], hvar þau hafa
oft lokað sig tvö ein inni. Þetta veit
ei Jónas, en heldur að hún vilji sig.
Hann hefur og gefið henni smáveg-
is ... Næstum því á hverju kvöldi
mun Jónas vera í Landakoti hvar
Moritz og hann konkurrera." (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason: Jónas Hallgr-
ímsson og Fjölnir, s. 65-66.)
Svo langt gekk þetta, að Tómasi
Sæmundssyni barst sá orðrómur til
Kaupmannahafnar, að Jónas væri í
þann veginn að trúlofast og skrifar
Tómas honum bréf í tilefni af því
og segist muni gráta yfir honum,
ef til þess komi, því að þá muni
hann ekki nota sínar sannarlega
stöku gáfur í þágu ættjarðarinnar
og verða sjálfur ólukkulegur vegna
þess.
í ævisögu Jónasar segir Matthías
frá bréfi, sem Magnús hafi fengið
frá Jóhanni, dagsettu 25. febrúar
1832, en þar segir að Jónas muni
vera næstum því á hveiju kvöldi í
Landakoti og segir síðar í framhaldi
af því að Kristjana muni fara til
Vestmannaeyja á komandi vori og
gerast bústýra hjá Edvard Thomsen
verslunarstjóra þar. I bréfi, sem
Jóhpnn skrifar Magnúsi síðar á ár-
inu, eða 12. ágúst 1832, segir að
Jónas hafi beðið hennar en hún
hafi þá verið trúlofuð (leynilega)
Edvard Thomsen. Þar á móti segir
í þeirri ævisögu Jónasar, sem er
framan við 2. útgáfu á ljóðmælum
hans, að stúlka hafi verið í
Reykjavík, sem hann hafi verið ást-
fanginn af, en aldrei beðið, vegna
þess að hann hafi verið hræddur
um að framtíð sín væri óviss. Matt-
hías telur að þessi stúlka hafi verið
Kristjana Knudsen (Rit eftir Jónas
Hallgrímsson VI, s. LIV-LV).
Af Kristjönu er það að segja, að
nokkru eftir að hún kom til Vest-
mannaeyja, giftist hún Thomsen; frá
Vestmannaeyjum fluttu þau til
Þingeyrar og þaðan til Kaupmanna-
hafnar sumarið 1840. Indriði Ein-
L arsson hefur skýrt frá því, að þar
hafi Jónas séð Kristjönu á götu.
Af því sem hér er rakið, virðist
mega ráða, að það rétt tilgáta,
að kvæðíð Söknuðui' sé frá þeim
tíma, þegar Jónas fær vitneskju um
í nokkrum mæli innan Háskóla ís-
lands en ekki hlotið fastan farveg
fyrr en nú. Þetta á eftir að breyta
miklu innan skólans. Nú geta kenn-
arar fengið að vita með skýrum
hætti hvemig stúdentum fannst
námskeið þeirra en um leið verður
dómnefndum kleift að fjalla á vit-
rænan hátt um kennsluþátt kenn-
ara þegar þeir sækja um framgang
úr lektor í dósent og úr dósent í
prófessor. Þær hafa metið rann-
sóknir umsækjenda en lent í vand-
ræðum með kennsluna. Oftar en
ekki hafa þær bjargað sér fyrir
horn með klisjum á borð við „glæsi-
legan kennsluferil“ án þess að
styðja þær haldmiklum rökum.
að Kristjana sé trúlofuð Thomsen
og því endanlega gengin honum úr
greipum. Slíkur ósigur hlýtur að
hafa valdið eins skapstórum og til-
finningaríkum manni og Jónas var
miklum vonbrigðum; því er ekki
undarlegt að hann yrkir í Söknuði:
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
hví var raér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una?
Löngum mun eg,
fyr hin ljósa mynd
mér úr minni líða,
á þá götu,
er þú ganga hlýtur,
sorgaraugum sjá.
Sólbjartar meyjar
er eg síðan leit,
allar á þig minna;
því geng eg einn
og óstuddur
að þeim dimmu dyrum.
Styð eg mig að steini,
stirðnar tunga,
blaktir önd í bijósti;
hnigið er heimsljós,
himinstjömur tindra -
eina þreyi’ eg þig.
Ótrúleg er sú kenning Matthíasar
Þórðarsonar að Jónas hafi getað ort
slíkt kvæði eftir skilnað þeirra Þóru
Gunnarsdóttur, þegar orð séra
Gunnars eru höfð í huga. Augljóst
er að Jónas hefur Kristjönu í huga,
þegar hann segir í Stökum, sem
hánn orti skemmsta daginn seinasta
veturinn sem hann lifði:
Mér er þetta mátulegt,
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekkt
sem harma ég alla daga.
Þá minnir það enn betur á
Kristjönu í Landakoti, þegar rifjast
upp fyrir honum að hafa séð hana
á götu í Kaupmannahöfn:
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér. allt í haginn;
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.
En ekki verður annað séð en að
Jónas hafí sætt sig við örlögin og
minnist Kristjönu hlýjum huga, þeg-
ar hann segir að lokum:
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju;
ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!
í bréfi dagsettu 11. mars 1831,
sem Lárus Sigurðsson skrifar Jón-
asi frá Kaupmannahöfn, en hans
var þá von þangað um haustið, seg-
ir;
„Ég óska þér lukkulegrar reisu
hingað niður, en gráta muntu sæt-
um tárum, þegar Landakot og fal-
legu, kraftfullu hetjufjöllin hverfa
þér.“ (Ritverk Jónasar Hallgríms-
spnar, IV, s. 115.)
Ekkert varð af utanför Jónasar
haustið 1831, heldur dróst hún til
sumarsins 1832. Sumrið 1831 er
Kristjana enn ólofuð, og ef til vill
hefur utanför Jónasar dregist vegna
þess.
Höfundur er fyrrverandi ritstjóri
Tímans.
próftöflu og stundaskrá liggi fyrir
þegar stúdentar skrá sig í nám-
skeið, líka að námskeiðslýsingar séu
traustari í kennsluskrá. Námskeið
sem eingöngu byggjast á fyrirlestr-
um eiga að heyra til undantekninga
í akademísku námi. Við verðum að
bijóta upp stór námskeið með um-
ræðutímum þar sem aðstoðarkenn-
arar geta komið til sögunnar. Auk
þess ætti námsmat að vera jafnara
yfir hverja önn, - stór lokapróf eru
ekki endilega besta leiðin til að
meta þekkingu nemenda.
Að þessu ber okkur fulltrúum
stúdenta í háskólaráði að vinna.
Við megum ekki skorast undan því
að taka þátt í að láta vinda blása
um háskólann. Logni fylgir stöðn-
un.
Ærin verkefni framundan
Þótt nokkuð hafí áunnist. eru
verkefnin ærin framundan. Við
þurfum að koma á nafnleynd í próf-
um. Einnig er brýnt að drög að
Höfundur er fulltrúi stúdenta í
háskólaráði og félagi íRöskvu,
samtökum félagshyggjufólks í
Iláskóla íslands.
Myndlist föstunnar
— erindi í Neskirkju
Nú á föstunni beina kristnir
menn huga sínum sérstaklega að
þjáningu og dauða Jesú Krists í
þágu syndugra manna. Sú kristna
íhugun fer fram með ýmsu móti í
einrúmi og samfélagi.
Tvo næstu sunnudaga, 11. og
18. mars, gefst tækifæri til sér-
stæðrar íhugunar og þátttöku í
píslargöngunni. Þá flytur dr. Gunn-
ar Kristjánsson erindi í safnaðar-
heimili Neskirkju að lokinni guðs-
þjónustu.
Erindin fjalla um helstu stef föst-
unnar og píslarsögunnar í myndlist.
Það fyrra tekur fyrir efni er tengist
síðustu kvöldmáltíðinni en í því
síðara verður fjaliað um krossfest-
inguna. Auk talaðs máls sýnir dr.
Gunnar litskyggnur af kunnum
listaverkum.
Dr. Gunnar Kristjánsson er löngu
landskunnur fyrir erindi sín og
greinar um kristna trú og málefni
líðandi stundar, m.a. um kirkjuna
og listina. Hann fæddist árið 1945,
lauk embættisprófi í guðfræði frá
HÍ árið 1970 og hefur stundað
framhaldsnám í Bandaríkjunum og
Þýskalandi. Dr. Gunnar er nú sókn-
arprestur að Reynivöllum í Kjós og
stundakennari í bókmenntum við
Heimspekideild HÍ. Kona hans er
Anna Höskuldsdóttir.
Ég hvet alla áhugamenn um
kirkju og list til þátttöku í sam-
verunni og vænti þess að hún muni
auðga okkur og blessa.
Erindin hefjast kl. 15.15. Veit-
ingar verða á boðstólum. Öllum er
að sjálfsögðu heimill aðgangur.
Sr. Olafur Jóhannsson
Neskirkja
SÝNING um helgina
Á SÉRHÖNNUÐUM
ÍSLENSKUM
INNRÉTTINGUM
að Ármúla 17a.
SYNING
DAGANA 10.-11. MARS
BRÚNÁS SÝNIR NÝJAR OG
SPENNANDI INNRÉTTINGAR EFTIR
HÖNNUÐINA GUÐRÚNU
MARGRÉTI ÓLAFSDÖTTUR OG
ODDGEIR ÞÓRÐARSON.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST UM
AÐ ÍSLENSK HÖNNUN ER BÆÐI
ATHYGLISVERÐ OG HAGKVÆM.
Oplð á laugardag frá kl. 10.00—16.00
og á sunnudag frá kl. 13.00—16.00.
ÁRMÚLA 17A, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR: 91-84585, 91-84461.
MIÐÁS 11, 700 EGILSSTAÐIR, SÍMAR: 97-11480.