Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Verkfall ungra lækna Heilbrigðisráðherra hefur harðlega mótmælt ákvörð- un fjármálaráðherra um 1.200% hækkun gjaldskrár fyrir lækn- inga- og sérfræðingaleyfí, sem ungum læknum er gert að greiða á „verðstöðvunartíma“ í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Hækk- anirnar ná reyndar til ýmissa fleiri starfsleyfa. Þessar skylm- ingar ráðherranna færa þjóðinni heim sanninn um standið á Goddastöðum ríkisstjómarinnar: samstöðuna og stefnufestuna í störfum hennar. „Svefnvana sinna þeir sjúkl- ingum“ heitir fréttaskýring um störf ungra lækna, sem birt var í Morgunblaðinu 25. febrúar sl. Þar kemur m.a. fram að algengt er að aðstoðarlæknar vinni 130-160 yfírvinnustundir mán- uði — og dæmi eru um meira en 200 tíma yfírvinnu. Spurning er, hvort slíkt vinnuálag er rétt- lætanlegt, fyrst og fremst með hliðsjón af velferð sjúklinganna, sem viðkomandi heilbrigðis- stofnanir eiga að þjóna. Það er spuming sem heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra mættu leita svars við á „félags- hyggjuvettvangi" sínum. Trúlega tekur þorri fólks und- ir mótmæli heilbrigðisráðherra gegn hækkunaráráttu ijármála- ráðherrans, sem gengur þvert á þjóðarsátt og þjóðarátak gegn verðbólgu í samfélaginu. Trú- lega tekur fólk almennt undir mótmæli ungra lækna gegn 1.200% hækkun starfsleyfís- gjalda — í kjölfar fyrirheita stjómvalda um að spoma gegn verðlags-, gjaldskrár- og skatta- hækkunum. A hinn bóginn hlýt- ur það verklag, sem hinir ungu læknar höfðu á mótmælum sínum, að mæta andstöðu al- mennings. Verkfall þeirra, sem að vísu stóð aðeins í sólarhring, bitnar lítt eða ekki á þeim, sem mótmælunum var beint gegn, fjármálaráðherra og skoðana- bræðrum hans, heldur fyrst og fremst á þeim sem sízt skyldi, starfsemi sjúkrahúsa og sjúkl- ingum. Vandamálaflóra ríkisstjómar- innar vex frá degi til dags. Ofá dæmi þeirrar flóru rekja rætur til fjármálaráðuneytisins ogyfír- stjómar á ríkisbúskapnum. Um- deild „afskipti" fjármálaráð- herra af leyfisveitingum lækna eru nýjasta sýnishomið. Mót- mæli samráðherra hans, sem eiga sér fá fordæmi, segja raun- ar alit sem segja p^rf um petta sýnishorn af vinnubrögðum for- manns Alþýðubandalagsins. Islenzk myndlist í Bretlandi * Iljósi þeirrar staðreyndar að Islendingar eru fámenn pjóð verður það þeim mun merki- legra að það skuli hafa komið fram svo stór hópur, ekki aðeins listamanna, heldur listamanna styrks og frumleika. Það hlýtur að vera einungis landfræðileg einangran sem hefur komið í veg fyrir að Jóhannes S. Kjarval hlyti alþjóðlega viðurkenningu meðal helztu symbólista, því hann er fær um að fylla einfaldasta myndsvið hæglátri dulúð, sem þvingar fram eftirtekt". Þannig kemst John Russel Taylor, einn kunnasti myndlist- argagnrýnandi Bretlands, að orði i umsögn í The Times um sýningu á íslenzkum landslags- málverkum sem nú stendur yfír í Barbican-listamiðstöðinni í London. Við svipaðan tón kveður hjá William Packer, einnig kunn- um gagnrýnanda, í The Finan- cial Times. Það kemur ekki á óvart að framherjar íslenzkrar myndlist- ar, sem verk eiga á sýningunni í Barbican-listamiðstöðinni, fá svo lofsamlega dóma, sem lesa má í þessum virtu blöðum, The Times og The Financial Times. Þeir era staðfesting á því mati, sem íslenzkir listunnendur þekkja, á framlagi þessara meistara, ekki sízt Kjarvals, til íslenzkrar og evrópskrar menn- ingar. Verk þessara meistara og eft- irkomenda þeirra, sem lengst hafa náð, era og verða verðmæt- ur hluti af íslenzkri þjóðmenn- ingu; hluti af menningararfleifð okkar og hluti af íslenzku fram- lagi til heimsmenningarinnar. Af þessum sökum era dómar þeir, sem íslenzku málverkin í Barbican-Iistamiðstöðinni fá í Bretlandi, í senn gleðiefni og hvatning til yngri listamanna, sem nú era að verki í samfélag- inu. Og sem betur fer er víða gróska i íslenzku listalífí, enda á það drepið í fyrmefndum skrif- um. Á Ólafur Egilsson, fyrrum sendiherra í Lundúnum, heiður * sRíltð ’fýrír 'fdt'göngtrög' ^ttuga: • MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 Ný rök fyrir tvíhliða viðræðum við EB eftir Þorstein Pálsson Þegar umræður fóru fram á Alþingi í nóvember og desember sl. um viðræður Fríverslunarsam- takanna (EFTA) við Evrópu- bandalagið lögðu sjálfstæðismenn höfuðáherslu á að gætt yrði íslenskra hagsmuna í þessum við- ræðum. í því sambandi var lagt til að við tækjum upp tvíhliða við- ræður við Evrópubandalagið um hindrunarlausan útflutning á sjáv- arafurðum. Sjálfstæðismenn styðja mjög eindregið viðræður Fríverslunar- samtakanna við Evrópubandalagið og þann fjórþætta grundvöll fyrir auknu frelsi sem þær byggjast á. Á hinn bóginn hefur verið ljóst frá upphafi að taka yrði sérstaklega á útflutningi sjávarafurða, ef gæta ætti íslenskra hagsmuna í þessum mikilvægu viðræðum. Áhersla á tvíhliða viðræður Samtök atvinnurekenda í sjáv- arútvegi lögðu á það mikla áherslu að teknar yrðu upp tvíhliða við- ræður um hindrunarlausan út- flutning á sjávarafurðum samhliða almennum viðræðum EFTA og EB. Öllum hugsandi mönnum mátti vera ljóst, að útilokað var að tryggja íslenska hagsmuni í þessum efnum nema með slíkum tvíhliða viðræðum. Það var ástæð- an fyrir því hve sjálfstæðismenn lögðu mikla áherslu á þetta atriði. Ríkisstjórnin hafnaði sem kunn- ugt er öllum tillögum sjálfstæðis- manna og sjávarútvegsins um þetta efni. Það var gert með slíkum stóryrðum og ásökunum í garð sjálfstæðismanna og forystu- manna í íslenskum sjávarútvegi að fá dæmi eru um slíkan hroka og fúkyrðaflaum í stjórnmálaum- ræðum á síðari árum. Það voru einkum Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sem tóku upp í sig í þessum umræðum. Flestum er sennilega í fersku minni æsinga- ræða formanns Alþýðuflokksins í vantraustumræðum á Alþingi skömmu fyrir jól. Allur sá æsingur var sviðsettur í þeim tilgangi að bijóta á bak aftur kröfur sjálf- stæðismanna og sjávarútvegsins um tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið. Sjónarmið sjálfstæðismanna fá stuðning Upp á síðkastið hefur ýmislegt komið fram sem styrkir enn kröfur sjálfstæðismanna um breyttar áherslur í þessum viðræðum. Það er að verða deginum ljósara að við verðum að leggja meiri rækt við íslenska hagsmuni í tvíhíiða viðræðum en ríkisstjórnin hefur fengist til að viðurkenna fram að þessu. Fjölmiðlar hafa flutt fregnir af því að utanríkisráðherra hafí hrokkið í kút þegar hann sat fund utanríkisráðherra Norðurlanda í vikunni og danski ráðherrann benti honum og öðrum forustu- mönnum EFTA-þjóða á að tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið væru eðlilegur og sjálfsagður hlut- ur. Að vísu er það ekki ný afstaða af hálfu danskra stjórnvalda. Vilji þeirra hefur lengi verið skýr. Þau vilja helst sjá fleiri Norðurlönd í hópi aðildarþjóða Evrópubanda- lagsins. Þegar lögmaður Færeyja kom hingað til að sitja þing Norður- landaráðs fyrir skömmu upplýsti hann íslenska fjölmiðla um að samningar Færeyinga við Evrópu- bandalagið væru nú á lokastigi. Hann greindi frá því að Færeying- ar myndu fá hindrunarlausan að- gang með sjávarafurðir inn á markað Evrópubandalagsins, þar á meðal fyrir saltfisk, án þess að gagnkröfur um veiðiheimildir hefðu komið fram af hálfu banda- lagsins. Með þessu móti hafa Færeyingar mjög styrkt sam- keppnisstöðu sína gagnvart íslenskum útflytjendum. Vegna ofsafenginna viðbragða forsætisráðherra og utanríkisráð- herra gegn kröfunni um tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið samhliða EB-EFTA-viðræðunum munu íslendingar dragast aftur úr samkeppnislöndunum og búa við lakari skilyrði á þessum mikil- væga markaði. En vera má að ráðherrarnir skilji málið betur þeg- ar utanríkisráðherra Dana hefur gert þeim grein fyrir því. EB viðurkennir sérstöðu íélands í fréttabréfí, sem Samstarfs- nefnd atvinnurekenda í sjávarút- vegi gefur út, segir frá nýlegum viðræðum sem fulltrúar aðildarfé- laga Vinnuveitendasambandsins og Félags íslenskra iðnrekenda áttu 22. febrúar sl. við varaform- ann framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins, Henning Christo- phersen. Þar kemur fram að vara- formaður framkvæmdastjórnar- innar taldi sýnt að gera yrði und- antekningu frá almennri fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins gagn- vart íslandi. Þetta eru mjög athyglisverðar upplýsingar og hitt er ekki síður Þorsteinn Pálsson „Þegar lögmaður Fær- eyja kom hingað til að sitja þing Norðurlanda- ráðs fyrir skömmu upp- lýsti hann íslenska fjöl- miðla um að samningar Færeyinga við Evrópu- bandalagið væru nú á lokastigi. Hann greindi frá því að Færeyingar myndu fá hindrunar- lausan aðgang með sjáv- arafiirðir inn á markað Evrópubandalagsins, þar á meðal fyrir saltfisk, án þess að gagnkröfur um veiðiheimildir hefðu kom- ið fram af hálfu banda- lagsins.“ AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Enn engin niðurstaða hjá Englandsbanka um túikun á nýjum reglum: Scandinavian Bank og Hambros Bank vonast eftir jákvæðu svari ÞÓTT Landsbanki íslands sé í eigu ríkisins, kann svo að fara að Englandsbanki ákveði að hann og fleiri fyrirtæki eða stofiianir ýmist að einhverju eða öllu leyti í eigu ríkisins, falli undir samskonar ákvæði og Landsvirkjun kann að gera, hvað varðar eigendaábyrgð við lántökur. Þannig myndu lánskjör þau sem hann nýtur hjá við- skiptabönkum í London versna í kjölfarið. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi ekki tjá sig um þetta mál, fyrr en niðurstaða lægi fyr- ir hjá Englandsbanka, en ljóst væri að „miklir hagsmunir gætu ver- íð hér í hún“. Fyrirtæki, ýmist að hluta til eða alfarið í ríkiseign, hafa eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, notið lánskjara erlendis, nán- ast eins og ótakmörkuð ríkisábyrgð væri að baki lánum þeirra. Verði niðurstaðan sú, að Englandsbanki meti ábyrgðina nú á annan veg og flokki lánveitinguna í hærri áhættu- flokk en gert hefur verið, þurfa lántakendumir að greiða hærri vexti af nýjum lánum en áður. Þetta geta orðið miklir fjármunir, þar sem erlendar skuldir Islendinga voru í árslok 1989 155,7 milljarðar króna, og því ljóst að miklu munar um hvern þúsundasta hluta (prómill) sem vextir hækka. Samkvæmt upp- lýsingum John Quitter, aðstoðar- bankastjóra Scandinavian Bank, sem stjórnar viðskiptum bankans við íslendinga, gæti vaxtabyrði stórs hluta erlendra lána okkar sem þegar hafa verið tekin svo og þeirra sem enn hafa ekki verið tekin auk- ist umtalsvert verði niðurstaða Eng- landsbanka okkur í óhag. Meðal- vextir erlendra langtímalána okkar á síðastliðnu ári voru um 8,8%. Vextir langtímalánanna geta verið mismunandi, bæði eftir því í hvaða mynt þau eru og svo eftir því hvort þau eru með föstum vöxtum eða breytilegum. Scandinavian Bank þurfti að afiturkalla útboðið Scandinavian Bank þurfti að aft- urkalla skuldabréfaútboð fyrir Landsvirkjun vegna túlkunar Eng- landsbanka á útlánsreglunum og áhættuþáttum, og sagði Quitter að nú væri bara beðið eftir ákvörðun Englandsbanka í þessu máli. Quitt- er sagði að hann vonaðist svo sann- arlega til þess að Englandsbanki kæmist að jákvæðri niðurstöðu, og kvaðst raunar bjartsýnn á að svo yrði. „Við erum að vonast til þess að Englandsbanki muni fallast á sjónarmið Seðlabanka Islands í þessu máli, og reyndar sjónarmið flestra annarra seðlabanka í Evr- ópu,“ sagði Quitter. „Þessi upphaf- lega túlkun og afstaða Englands- banka til nýju reglanna kom okkur öllum í opna skjöldu. Englands- banki samþykkir í raun og veru að áhættuþátturinn við lántöku Lands- virkjunar sé enginn þegar upp er staðið, en það séu einfaldlega skil- málarnir sem bresku bankarnir verði að uppfylla, hvað varðar fryst- ingu eigin fjár á móti lánsfjárupp- hæðinni, sem sé lykilspurningin. Því er þannig varið að þegar bank- ar lána fyrirtækjum eða stofnunum sem hafa skilyrðislausa og óaftur- kræfa ríkisábyrgð, þá þarf við- skiptastofnunin ekki að frysta neitt fjármagn á móti lánveitingunni, eða með öðrum orðum að draga úr lána- umsvifum sínum eða hækka vexti. Því er spurningin um það hjá Eng- landsbanka, að ef Landsvirkjun væri ófær um að standa í skilum, hvort bankarnir, sem ættu hlut að máli, gætu snúið sér beint til ríkis- sjóðs Islands, þegar í stað og kraf- ist greiðslna, eða hvort bankarnir þyrftu að sækja rétt sinn, jafnvel í gegnum dómskerfíð.“ Bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu fyrir íslendingfa „Ég geri mér vonir um að Eng- landsbanki muni breyta afstöðu sinni, Islendingum í hag, því í mínum huga er hér miklu frekar um formsatriði að ræða en raun- verUlegan mun á ábyrgðum. Það 4 *-4» getur enginn séð fyrir sér að sú staða kæmi upp á íslandi, að íslensk stjórnvöld létu það gerast að ekki yrði staðið við skuldbindingar fyrir- tækis með ríkisábyrgð í hvaða fé- lagsformi sem það væri.“ Jess Lawes, aðstoðarbankastjóri Hambrosbanka í London, sagði að vissulega væri það mikið áhyggju- efni ef Englandsbanki stæði fast á því að túlka þessar nýju reglur á annan og strangari hátt en aðrir seðlabankar í Evrópu. „Ég skil málið svo að dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri ykkar, ætli sér að komast til botns í þessu máli í við- ræðum við Englandsbanka, og vona eindregið að bankinn fallist á sjón- armið hans, en treysti mér ekki til þess að fullyrða um niðurstöðuna á þessu stigi. Auðvitað gerum við okkur ljóst að þetta er mjög þýðing- armikil spurning fyrir íslenskt efna- hagslíf, vegna mikilla erlendra skulda ykkar. Við hjá Hambros vorum mjög undrandi á þessari af- stöðu Englandsbanka, sem er önnur en afstaða seðlabanka Norðurland- anna og því áhyggjufullir fyrir Is- lands hönd,“ sagði Lawes. Eng-landsbanki vill ekkert segja Blaðafulltrúi Englandsbanka vildi í gær ekki gefa út neina yfirlýs- ingu um málið. Eina svarið sem fékkst var að fundur dr. Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra, og yfir- manna Englandsbanka hefði farið fram fyrr um daginn, en ekkert yrði gefið upp um fundinn eða umijöllunarefni hans. „Þetta var einkaheimsókn seðlabankastjóra ykkar og því verður ekki fjallað efnislega af hálfu Englandsbanka um þær viðræður sem hér fóru fram,“ sagði blaðafulltrúinn. Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri og formaður stjórnar Landsvirkjunar, sagði að fundinum loknum að ekki hefði fengist niður- staða á þessum fundi. „Þetta var jákvæður og mjög gagnlegur fund- ur, en menn þurfa að skiptast á frekari upplýsingum og bera þær undir fleiri menn áður en niðurstaða fæst í þessu máli. Af hálfu Eng- landsbanka er ekki komin nein end- anleg túlkun á því með hvaða hætti þessar reglur verða í framkvæmd,“ sagði Jóhannes. Gæti bitnað á mörgum Verði niðurstaðan okkur íslend- ingum í óhag og njóti Landsbanki veni lánskjara en hingað til, þá mun slíkt bitna á öllum viðskipta- vinum bankans, sem Landsbankinn hefur milligöngu fyrir um útvegun lánsfjár. Ríkisbankarnir hafa þurft að greiða ríkissjóði ákveðið gjald, 0,25%, fyrir ríkisábyrgðina, en þó hefur Landsbankinn ekki þurft að greiða þetta gjald af afurðalánun- um, sem eru langstærsti hluti lán- anna. Eftir því sem næst verður kom- ist, munu þessar nýju reglur um útlán breskra viðskiptabanka og eiginijárstöðu þeirra ekki hafa nei- kvæð áhrif á Iánskjör hlutafélaga- banka. íslandsbanki hf. t.d. og lán- tökur hans flokkast sem áhættulán, þar sem að baki þeim er ekki ríkis- ábyrgð. Lántökur Islandsbanka flokkast í mismunandi áhættu- flokka, eftir því hvort um skamm- tímalán eða langtímalán er að ræða. Samkvæmt mati ráðgjafa Islands- banka erlendis hefur það verið talið rétt að íslandsbanki einblíndi eink- um á skammtímalánamarkaðinn, þar til bankinn hefur unnið sér sess og er orðinn þekktara nafn erlend- is. Er talið að hann geti á þann hátt tryggt sér betri lánskjör. markvert, sem segir í þessari frá- sögn, að á Henning Christopher- sen hafi mátt skilja, að samningar sem þessir þyrftu ekki að heyra undir viðræður Evrópubandalags- ins og EFTA um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. Þær gætu farið fram beint milli íslands og bandalagsins. Dýrkeyptur þvergirðingsháttur í þessari frásögn af viðræðum í Brussel segja iðnrekendur og vinnuveitendur, að afstaða Chri- stophersen lýsi skilningi á sérstöðu íslensks útflutnings og þeirri rétt- lætiskröfu að sömu lögmál eigi að gilda í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir og iðnaðarvarning Evrópubandalagsins. Af þessari frásögn má ráða, að svo virðist sem ráðherrarnir í ríkisstjórn ís- lands séu nú þeir einu sem ekki hafa skilning á því með hvaða hætti hyggilegast er að gæta íslenskra hagsmuna á Evrópu- markaðinum. Þegar umræðurnar hófust á Alþingi fyrr í vetur voru færð skýr rök fyrir þeirri stefnumörkun að taka samhliða upp tvíhliða viðræð- ur. Það gerðu talsmenn sjávarút- vegsins einnig. En ráðherrarnir blésu á þann málflutning. Vegna þessa þvergirðingsháttar hefur dýrmætur tími farið til spillis. í raun og veru hefur ekkert breyst frá því að þessar umræður hófust, en staðreyndir hafa komið upp á yfirborðið sem afhjúpa ríkisstjóm- ina í þessum efnum. Vandi á Evrópumarkaði Þær umræður, sem fram hafa farið síðustu daga um útflutning á ferskum, flöttum fiski, sýna glöggt í hvaða vanda íslenskur sjávarútvegur er fyrir þá sök að ekki hefur verið gengið í að fá viðurkenningu á hindrunarlausum viðskiptum með sjávarafurðir inn á markað Evrópubandalagsins. Þeir sem fullvinna saltfiskinn hér heima sæta Iakari samkeppnis- sföðu vegna tolla á markaðinum. í raun og veru snýst þetta mál því ekki um gæðakröfur eða hvernig skuli staðið að gæðaeftir- liti. Það lýtur fyrst og fremst að samningum okkar við Evrópu- bandalagið og varpar ljósi á mis- munandi aðstöðu útflytjenda. Við eigum auðvitað ekki að gefa Evr- ópubandalaginu forgjöf í þeim við- ræðum sem fyrir dyrum standa. En þegar allir standa jafnfætis gagnvart Evrópubandalaginu er ástæðulaust að hindra útflutning af einu tagi fremur en öðra. En deilurnar um þetta efni varpa ágætlega ljósi á það hvaða hagsmunir voru í húfi þegar ríkis- stjórnin hafnaði tillögum um tvíhliða viðræður til þess að gæta íslenskra hagsmuna á þessum markaði. Óhjákvæmilegt er því að þess verði krafist með meiri þunga en áður að ríkisstjórnin taki tillit til þessara sjónarmiða og hefji án óþarfa tafa formlegar tvíhliða við- ræður. Ríkisstjórnin hefur byggt allan sinn málflutning á því samkomu- lagi sem gert var fyrir ári innan Fríverslunarsamtakanna um frí- verslun með fisk. Sú samþykkt felur í sér að sömu meginreglur eigi að gilda um fiskverslun og iðnvarning, þar á meðal að allir styrkir falli niður. Samþykktin á að taka gildi á miðju þessu ári en nokkur umþóttunartimi er veittur til þess að fella styrki niður. Á grundvelli þessarar samþykktar átti síðan að taka upp viðræður Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson Hættulegir drönglar í FROSTINU undanfarið hafa víða myndast grýlukerti á þakskeggjum húsa og geta verið hættuleg vegfarendum. Veðurstofan spáir mildara veðri á sunnudag en undanfarið. Þá er hætt við að drönglarnir falli af þökunum og er ástæða fyrir húseigendur að bægja hættunni frá og slá niður grýlukertin áður en þau taka að falla. við Evrópubandalagið um fríversl- un með fisk. Frá öndverðu hefur á hinn bóg- inn verið ljóst og almennt viður- kennt af öllum þeim, sem þekk- ingu hafa á málum, að litlar eða engar líkur væru á því að Evrópu- bandalagið væri tilbúið að falla frá styrkjastefnu sinni á næstu árum. Nú hefur það einnig gerst að Norð- menn sem eru aðilar að Fríverslun- arsamtökunum hafa vegna mikilla vandræða í fiskveiðum neyðst til þess að auka styrki til sjávarút- vegs í stað þess að draga úr þeim og fella þá alveg niður eins og samþykkt Fríverslunarsamtak- anna frá því i fyrra mælir fyrir um. Grundvöllur ríkisstjórnarinnar veikist Aðspurður sagði utanríkisráð- herra á þingi fyrir skömmu að hann hefði ekki borið fram kvart- anir á vettvangi EFTA vegna þeirra ákvarðana Norðmanna að auka styrki í sjávarútvegi á nýjan leik. En ljóst má vera að þessar nýju aðstæður veikja enn frekar þann grandvöll sem ríkisstjórnin hefur byggt sinn málflutning á. Sigurinn sem þeir státuðu sem mest af, forsætisráðherrann og utanrikisráðherrann, á Oslóar- fundinum í fyrra um fríverslun með fisk var i reynd meira að formi en efni. Allt hnígur þetta að því sama. Nú er kominn tími til að knýja ríkisstjórnina til þess að viður- kenna nauðsyn tvíhliða viðræðna við Evrópubandalagið samhliða almennum viðræðum Fríverslun- arsamtakanna þannig að tryggt verði að íslenskra hagsmuna verði gætt svo sem frekast er kostur. Höfundur er formaður Sjálfstœðisflokksins. Byggðastofiiun: Vandi Ólafsvík- ur, Þórshafti- ar og Vopna- flarðar ræddur Á FUNDI Byggðastofnunar í gær var tekið til umræðu hvernig bregðast ætti við þeim erfiðleikum sem útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki á Þórshöfn, Vopnafirði og Ólafsvík standa frammi fyrir. Að sögn Guðmundar Malmqvist, for- - stjóra Byggðastofiiunar, var af- greiðslu máisins frestað. Hann sagði þetta mál hvíla enn um sinn, enda væri það hjá ríkisstjórninni. Halldór Blöndal alþingismaður, sem sæti á i stjórn Byggðastofnun- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri, eftir þeim gögnum sem fyrir liggja, að ekki verði hægt að koma umræddum fyrirtækjum á við- unandi rekstrargrundvöll nema veru- leg opinber fyrirgreiðsla komi til, annaðhvort með beinum ríkisfram- lögum eða með því að hlutafjársjóður Byggðastofnunar hlaupi undir bagga. „Þetta mál fékk ekki afgreiðslu í stjóm Byggðastofnunar vegna þess að í ljós hefur komið að þessi mál hafa mjög lítið verið rædd í ríkis- stjórninni. Þær upplýsingar komu mér mjög mikið á óvart, þar sem látið hefur verið í veðri vaka að ríkis- stjórnin hefði margsinnis fjallað um þau,“ sagði Halldór. Listasafn ASÍ: Sýning á verkum fatlaðra SÝNING á verkum fatlaðra verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 15 í Listasafhi ASÍ að Grensásvegi 16. Forseti Islands frú Vigdís Finn- bogadóttir verður heiðursgestur við opnun sýningarinnar. Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, mun einnig ávarpa samkomuna. I tengslum við sýninguna verður ljóðadagskrá með söng og upplestri bæði frá hópi fatláðra og frá Félagi íslenskra leikara. Einnig verða fyrir- lestrar um heimspeki, listfræði, sál- lækningar og listmeðferð. Það voru Landssamtökin Þroska- hjálp og Öiyrkjabandalag íslands sem ákváðu að hefja leit að verkum fatlaðra. Leitað hefur verið til þeirra sem eru mikið hamlaðir og skoðað hvaða listsköpun hefur gert fyrir þá m.a. sem tjáningarmiðill. í fréttatil- kynningu frá þessum tveimur sam- tökum segir að það sé von þeirra að með sýningunni takist að bijóta nið- ur einhverja þá múra sem enn um- lykja marga fatlaða og að opna þeim greiðari aðgang að mannlegu sam- félagi. Aðgangur að sýningunni verður öllnm heimill, og, er hann ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.