Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 24

Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 Selfoss: Fj ölbrautaskólanum gefinn konsertflygill Selfossi. NÝR konsertflyg-ill verður afhentur Fjölbrautaskóla Suður- lands á laugardaginn, 10. mars. Gefendur flygilsins eru þrjátíu fyrirtæki á Suðurlandi. Af þessu tilefni boðar skólinn til hljómleika þar sem flygillinn verður vígður. Á hljómleikunum koma fram Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona, Jonas Ingimundarson píanóleik- ari, Anna Þóra Benediktsdóttir píanóleikari, Einar Markússon píanóleikari, Karl Sighvatsson tónlistarmaður, Haukur Har- aldsson söngvari, Loftur S. Loftsson píanóleikari og kór skólans undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Að hljómleikunum loknum gefst fólki tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla og skoða húsakynni skólans. -Sig. Jóns. Einar Markússon píanóleikari. Rannveig Fríða Braga- Jónas Ingimundarson dóttir óperusöngkona. píanóleikari. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 1 9. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 81,00 71,00 74,60 4,825 359.922 Þorskur(óst) 98,00 58,00 87,79 2,793 245.206 Ýsa 132,00 102,00 121,53 1,894 230.168 Ýsa(óst) 140,00 50,00 115,14 0,806 92.806 Karfi 53,00 45,00 45,57 0,335 15.267 Steinbítur(óst) 55,00 49,00 49,12 1,603 78.731 Langa 50,00 50,00 50,00 0,195 9.725 Rauðmagi 95,00 84,00 87,48 0,275 24.013 Samtals 83,83 12,992 1.089.069 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 82,00 55,00 80,61 15,351 1.237.519 Þorskur(ósl.) 88,00 58,00 71,68 14,604 1.046.786 Ýsa 127,00 110,00 121,92 3,293 401.421 Ýsa(óst) 150,00 65,00 133,74 2,611 349.186 Ufsi 45,00 35,00 39,40 7,942 312.932 Hlýri+steinb. 53,00 36,00 48,79 6,454 314.893 Lúða 610,00 275,00 448,99 0,402 180.495 Rauðmagi 120,00 80,00 110,59 0,118 13.050 Hrogn 210,00 140,00 210,00 0,349 73.290 Samtals 76,73 52,019 3.991.679 í dag, laugardag, verður selt úr bátum og hefst uppboðið klukkan 12.30. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 98,00 36,00 78,64 112,713 8.864.314 Þorskur(3.n.) 60,00 60,00 60,00 1,629 97.740 Ýsa 130,00 36,00 104,83 16,313 1.710.093 Karfi 60,00 41,00 50,50 3,025 152.771 Ufsi 40,00 23,00 ' 35,94 19,672 707.110 Steinbítur 55,00 15,00 42,41 14,452 612.893 Lúða 465,00 300,00 404,37 0,527 213.105 Hrogn 218,00 218,00 218,00 0,426 92.868 Samtals 73,35 172,345 12.642.236 j í dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum. % FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA I SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 5. til 8. mars. Þorskur 110,79 21,505 2.382.441 Ýsa 151,78 10,897 1.653.955 Ufsi 70,65 7,460 527.030 Karfi 109,17 372,194 40.633.026 Samtals 108,62 431,855 46.909.121 Selt var úr Vigra RE í Bremerhaven 5. mars og Klakki VE í Bremerhaven 8. mars. SKIPASÖLUR í Bretlandi 5. til 8. mars. Þorskur 128,93 214,081 27.600.476 Ýsa 182,12 18,835 3.430.214 Ufsi 71,24 0,817 58.201 Karfi 49,90 13,046 650.993 Grálúða 93,02 19,360 1.800.943 Samtals 125,89 271,531 34.182.505 Selt var úr Framnesi ÍS í Hull 5. mars Ottó Wathne NS í Grimsby 8. mars. GÁMASÖLUR í Bretlandi 5. til 8. , Hjörleifi RE í Aberdeen 8. mars og mars. Þorskur 132,82 598,710 79.518.003 Ýsa 163,88 183,936 30.143.922 Ufsi 71,37 36,856 2.630.293 Karfi 71,08 25,469 1.810.245 Koli 204,82 47,568 9.742.674 Grálúða 110,13 26,855 2.957.523 Samtals 133,03 1.054,27 140.246.200 Úr myndinni „Dýragrafreitur- inn“. ■ HÁSKÓLABÍÓ hefur frum- sýnt kvikmyndina Dýragrafreitinn (Pet Cemetary) með Dale Mid- kiff, Fred Gwynne og Denise Crosby í aðathlutverkum. Myndin fjallar um ijölskyldu, sem flytur í stórt, gamalt íbúðarhús sem stend- ur við fjölfarinn veg þar sem trukk- ar eru iátlaust á ferð bæði dag og nótt. Brátt fara að koma upp dauðs- föll í fjölskyldunni og voíVeiflegir atburðir þeim tengdir. ■ ALDARAFMÆLI Everts Taube verður haldið hátíðlegt í Svíþjóð um þessa helgi, og af því tilefni verða í Norræna húsinu tvær skemmtanir sönghópsins Duo Vi frá Gautaborg sem flytja mun vísur og lögu eftir Evert Taube. Hin fyrri verður í kvöld kl. 20.30 og hin síðari á morgun kl. 16. Duo Vi skipa þeir Thomas Utbult og Bert-Ove Lundquist, en þeir koma frá sketjagarðinum við Gautaborg þar sem Evert Taube fæddist. Þeir hafa nýlega verið á tónleikaferðalagi með Gösta, yngri bróður Taubes. Þeir koma fram ásamt tveimur öðr- um sönghópum á mikilli Taube hátíð í tónleikahúsi Gautaborgar mánudagskvöldið 12. mars, en það er fæðingardagur Everts Taube. Thomas Utbult og Bert-Ove Lund- quist leika á gítar og harmoníku auk annarra hljóðfæra, og verður önnur hljómplata þeirra gefin út í vor. Norræna húsið, Norræna félag- ið og sænska sendiráðið standa að ferð Duo Vi hingað til lands. Að- göngumiðar að tónleikunum verða seldir í bókasafni Norræna hússins. Guðjón Bjarnason ■ SÝNING Guðjóns Bjarnason- ar í austursal og forsal Kjarvals- staða verður opnuð í dag kl. 4. Á sýningunni eru áttatíu málverk og skúlptúrar unnin í tré og striga, í Bandaríkjunum og hér- lendis á síðastliðnu ári. Guðjón er fæddur 7. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1979, nam lögfræði við lagadeild Há- skóla íslands 1979—81. 1981 hélt hann til Bandaríkjanna og nam í arkitektúr við Rhode Island School of Design í Providence í Nýja Englandi. Hann lauk BFA gráðu 1983 og B.Arc. ári seinna. Árið 1987 lauk hann meistaragr- áðu í myndlist og skúlptúr við School of Visual Art í New York GENGISSKRÁNING Nr. 48 9. mars 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 60,98000 61,14000 60.62000 Sterlp. 99.61100 99,87200 102.19000 Kan. dollari 51.66300 51,79800 50.89600 Dönsk kr. 9,36710 9.39170 9.31900 Norsk kr. 9,28300 9.30740 9.30040 Sænsk kr. 9.89770 9.92370 9.91170 Fi. mark 15,21650 15,25640 15,25030 Fr. franki 10.61810 10.64600 10,58220 Belg. franki 1,72740 1.73190 1.71900 Sv. franki 40.52500 40.63130 40.76660 Holl. gyllini 31.88830 31.97230 31,77570 V-þ. mark 35.90540 35,99960 35.80730 ít. líra 0.04861 0,04873 0.04844 Austurr. sch. 5.10290 5.11630 5.08340 Port. escudo 0.40680 0.40790 0,40740 Sp. peseti 0.55850 0.55990 0.55700 Jap. yen 0,40351 0,40457 0,40802 írskt pund 95.60100 95.85200 95.18900 SDR (Sérst.) 79,68810 79.89710 79,81840 ECU.evr.m. 73.24610 73.43830 73.25930 Tollgengi fynr mars er sölugerigi 28. febrúar Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. og lagði síðan stund á fram- haldsnám í arkitektúr við Col- umbia háskóla og lauk meist- aragráðu í arkitektúr síðastliðið vor. Guðjón býr og starfar í New York-borg. Þetta er önnur einka- sýning hans og fyrsta sýning hér á landi, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á síðastliðn- um árum í Bandaríkjunum. Slag- verkshópurinn Snerta og Infernó 5 munu leika tilbrigði við verkin við opnun sýningarinnar á laug- ardag. Sýningin er opin daglega til 25. mars nk. ■ Áhugaleikfélagið Fantasía er nú að ljúka sýningum á sjónleiknum Vagnadansi, sem er nýíslenskur sjónleikur án orða, saminn af leik- félögunum og leikstjóranum Kára Halldóri. Sýningar eru í Leikhúsi Frú Emiliu, Skeifunni 3c og verður 7. sýning sunnudaginn 11. mars kl. 21.00 og 8. og síðasta sýningþriðju- daginn 13. mars kl. 21.00. ■ HLJÓMSVEITIN Súld helk- dur tónleika í Duus húsi við Fisc- herssund annad kvöld klukkan 21.30 en hljómsvietin hefur ekki leikið opinberlega síðan sunmarið 1988 er hún kom fram á djasshátíð í Kanada. Súld skipa Tryggvi Húb- ner gítarleikari, Páll PÐálsson bas- saleikari, Lárus Grímsson, hljóm- borðsleikari, Steingrímur Guð- mundsson trommuleikari og Maart- en Van der Walk, slagverksleikari. Tónlist Súldar er að mestu frums- amin og fæst laganna sem leikin verða á morgun hafa verið flutt áður. ■ ART-HÚN-hópurinn hefur opnað myndlistarsýningu í hinum nýju húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Is- lands við Faxafen. Sýning þessi er sett á laggirnar í tengslum við Stór- veldaslaginn og Búnaðarbanka- mótið og er hluti sýningarinnar sér- staklega tileinkaður skáklistinni. Það andrúmsloft sem gjarnan myndast á mótum sem þessum er gert að yrkisefni. Form og fletir taflborðsins eru igrundaðir og stílfærðir og spáð í hinar miklu orustur og umbrot sem eiga sér stað. Á sýningunni eru skúlptúr- verk, grafík og myndir unnar í kol, pastel og olíu. í Art-Hún-hópnum eru fimm myndlistarkonur sem hafa allar vinnustofur á sama stað, að Stangarhyl 7 í Reykjavík, og reka þarjafnframt gallerí. Þæreru Elín- borg Guðmundsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Gunn- arsdóttir, sem allar leggja stund á leirlist, Erla B. Axelsdóttir list- málari og Helga Ármanns grafík- listamaður. Sýningin er opin meðan á skákmótunum stendur. Aðalbjörg Jónsdóttir ■ YFIRLITSS ÝNING á verk- um Aðalbjargar Jónsdóttur hefst í safnaðarheimili Langholtskirkju í dag kl. 16, og verður hún opin frá kl. 15-19 til 13. mars. Við opnun sýningarinnar mun sýningafólk úr Nýja dansskólanum sýna sam- kvæmisdansa. Afmælisfagnaður Kvenfélags Langholtssóknar verður 13. mars, og þá munu sýningar- stúlkur ganga um sali í kjólum sem Aðalbjörg hefur prjónað, og óperu- söngkonan Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir mun syngja við undirleik Jóns Stefánssonar. Aðalbjörg Jóns- dóttir nam hjá Arnheiði Einars- dóttur í fjögur ár og einnig hjá Hring Jóhannessyni listmálara í fjögur ár í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þá nam hún smá- myndagerð í Killeen í Texas, og í tíu ár hefur hún verið félagi í Mynd- listaklúbbi Hvassaleitis. ■ HÉR á landi er staddur ísreal- inn Meir Vanunu, bróðir Mordec- hai Vanunus, sem situr í fangelsi í ísrael fyrir að hafa Ijóstrað upp um kjarnorkuleyndarmál ísraels. Fundur verður með Meir Vanunu á Hótel Borg í dag 10. mars kl. 15.00. Meir Vanunu hefur stofnað alþjóða- nefnd til stuðnings bróður sínum. Jafnframt berst nefndin gegn kjarnorkuvígbúnaði í Austurlöndum nær. Meir er landflótta í Lundúnum og á yfir höfði sér fangelsisdóm í heimalandi sínu fyrir að greina frá því hvernig bróður hans var rænt. Fundurinn í dag á Hótel Borg er öllum opinn. Á morgun, sunnudag kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í Langholtskirkju í tilefni af komu Vanunus. Á tónleikunum koma m.a. fram Kór Langholtskirkju, Einar Kr. Einarsson (gitar), Hall- dór Vilhelmsson (barýtón), Jónas Ingimundarson (píanó), Einar Jóhannesson (klarinett), Kirkjukór Ólafsvíkur, Halldór Haraldsson (píanó), Guðný Guðmundsdóttir (fiðla), Rannveig Fríða Braga- dóttir (mezzósópran), Háskólakór- inn og Elías Davíðsson (steina- spil). Á tónleikunum flytur Meir Vanunu einnig stutt ávarp. ■ NEMENDALEIKHÚS Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Vox Arena, frumsýnir í kvöld leikritið Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? Leikritið er eftir Banda- ríkjamanninn Mark Medoff og er í tveimur þáttum. Það gerist á veit- ingastað á landamærum Nýju- Mexíkó og Bandaríkjanna í lok sjö- unda áratugarins. Leikendur eru 8 og leikstjóri er Hákon Waage leik- ari. Hákon sagði í samtali við Morgunblaðið að leikritið, sem er í þýðingu Stefáns Baldurssonar, hefði verð sýnt fyrir nokkrum árum hjá nemendaleikhúsi Þjóðleikhúss- ins og fengið ákaflega góða dóma. „Krakkarnir hafa lagt mikið á sig á undanförnum vikum og það hefur verið ákaflega gaman að vinna með þeim,“ sagði Hákon. Hann vildi ekki fyalla um efni leikritsins, en sagði að það léti engan ósnortinn. Flestir leikararnir sem koma fram í sýningunni hafa áður komið við sögu hjá nemendaleikhúsinu og all- ir hafa þeir lokið áfanga í leiklist við skólann. Leikritið verður sýnt í húsi Karlakórs Keflavíkur við Vesturbraut 15-17 og verður frumsýningin í kvöld eins og áður sagði. Næsta sýning verður svo á morgun, sunnudag, og síðan verða sýningar á þriðjudags-, miðviku- dags- og fimmtudagskvöld og hefj- ast sýningarnar kl. 20.30. BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.