Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 / 28 ATVINNUA UGL YSINGAR „Au pair“ Stúlka óskast næsta vor til eins árs dvalar hjá fjölskyldu sem býr í Svíþjóð. Þarf að hafa bílpróf. Umsóknir sendist fyrir 20. mars í pósthólf 470, 602 Akureyri. Tónmenntakennarar Vegna forfalla vantar nú þegar tónmennta- kennara í heila stöðu við Snælandsskóla í Kópavogi. Upplýsingar veittar í skólanum, sími 44911, hjá skólastjóra, sími 77193 og hjá yfirkenn- ara, sími 43153. Skólastjóri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Lausar stöður Hér með eru auglýstar til umsóknar eftirtald- ar stöður sérfræðinga við F.S.Í.: Yfirlæknir - 75% staða Sérfræðingur - 75% staða Skilyrði fyrir veitingu beggja staðanna eru sérfræðingsréttindi í almennum skurðlækn- ingum og/eða kvensjúkdómalækningurn og fæðingarhjálp. Umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist stjórn F.S.Í. fyrir 1. júní nk. í pósthólf 114, 400 ísafjörður. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00- 16.00 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Lausar stöður Óskum að ráða í eftirtaldar stöður strax: Hjúkrunardeildarstjóra í 100% starf á blandaða 30 rúma legudeild. Aðstoðardeildarstjóra í 100% starf á blandaða 30 rúma legudeild. Hjúkrunarfræðinga á blandaða 30 rúma legudeild. Svæfingahjúkrunarfræðing á skurðdeild. Um er að ræða sjálfstætt og krefjandi starf við svæfingar og umsjón með neyðarbúnaði spítalans. Bakvaktir. Meinatæknir Röntgentæknir Sjúkraþjálfara Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-4500. Kvikmyndagerðar- menn Stjórn Landssambands hestamannafélaga auglýsir hér með eftir tilboði frá þeim, sem áhuga hafa á einkaleyfi til töku kvikmyndar á Landsmóti hestamanna á Vindheimamel- um 1990. Tilboð sendist fyrir 20. mars til skrifstofu L.H., Bændahöllinni, sem gefur allar nánari upplýsingar í síma 29899. Stjórn L.H. Frá menntamálaráðuneytinu Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunnskóladeiid mennta- málaráðuneytisins (áður skólaþróunardeild). Á verksviði deildarinnar eru einkum þróunar- verkefni á grunnskólastigi, sbr. aðalnámskrá grunnskóla. Bæði er um að ræða 4-5 stöður við deildina og hins vegar verkefnaráðningu til ákveðins tíma. A) Fjórar til fimm stöður námsstjóra: Verkefni þeirra verða: Að stuðla að almennri skólaþróun og stjórna og vinna með starfshópum, sem sinna þróun í ákveðnum námsgreinum, námsgreinaflokk- um og á ákveðnum aldursstigum. Námstjórar: - Vinna með fræðsluskrifstofum, skólum sem annast kennaramenntun, Náms- gagnastofnun og öðrum sem sinna skóla- þróun. - Skipuleggja og hafa með höndum eftirlit og ráðgjöf. - Fylgjast með þróun skólamála innanlands og utan. - Miðla upplýsingum um skólamál. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990. B) Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um störf námstjóra, sem ráðið verður í tíma- bundið í eitt til fjögur ár frá 1. ágúst 1990, til að sinna sérstökum verkefnum. Ráðning í hálft starf kemur til greina. Þau verkefni, sem fyrst um sinn verður lögð áhersla á, eru eftirfarandi: Ráðgjöf um námsmat, umsjón með sam- ræmdum grunnskólaprófum og könnunar- prófum, íslenska, stærðfræði, list- og verk- greinar, umhverfismennt. Auglýst er eftir fólki í öll þessi störf, sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræð- um. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulagshæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Um laun fer samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. A UGL YSINGAR TltKYNNINGAR Breytt heimilisfang Innrömmun Tómasar er flutt frá Hverf- isgötu 43 á Suðurlandsbraut 6. Nýtt símanúmer er 32288. Heitt á könnunni. Auglýsing frá ____menntamálaráðuneytinu Starfsemi Iðnfræðsluráðs, sem var á Suður- landsbraut 6, hefur verið færð í framhalds- skóladeild menntamálaráðuneytisins í Sölv- hól, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, sími 609500. Reykjavík, 6. mars 1990. Menntamálaráðuneytið. KENNSLA Samvinnuháskólinn Rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðarfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnu- mótun, lögfræði, félagsmálafræði, sam- vinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Einn vetur. Aðstaða: Heimavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 35.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnes - sími: 93-50000. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 164 REYKJAVlK PÓSTHÖLF 5236 Aðalfundur félagsdeilda Mjólkurfélags Reykjavíkur Aðalfundur félagsdeilda M.R. fyrir árið 1989 verða haldnir sem hér segir: Mosfells- og Kjalarnesdeildir Mánudaginn 12. mars kl. 14.00 í félags- heimilinu Fólkvangi, Kjalarnesi. Innri-Akraness-, Skilmanna-, Hvalfjarðar- strandar-, Leirár- og Melasveitardeildir Miðvikudaginn 14. mars kl. 14.00 í félags- heimilinu Fannahlíð. Kjósardeild Fimmtudaginn 15. mars kl. 14.00 í félags- heimilinu Félagsgarði. Suðurlandsdeildir Föstudaginn 16. mars kl. 14.00 í veitingahús- inu Inghóli, Selfossi. Reykjavíkur-, Bessastaða-, Garða-, Hafnar- fjarðar-, Miðnes-, Gerða- og Vatnsleysu- strandardeildir Laugardaginn 17. mars kl. 14.00 í skrifstofu félagsins, Korngörðum 5. Aðalfundur félagsráðs verður haldinn laugardaginn 24. mars á Hót- el Sögu og hefst kl. 12.00 á hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.