Morgunblaðið - 10.03.1990, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Skipulagið hjá þér er í fullkomnu
lagi og þú veist nákvæmlega
hvert þú vilt stefna. Skoðana-
ágreiningur gæti risið milli þín
og starfsfélaga þíns.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ferð í ánægjulega útivistar-
ferð. Nú er hagstætt fyrir þig
að ferðast og njóta upplyftingar.
Rómantískar tilfinningar
blómstra, en einhver vina þinna
kann að fara í taugarnar á þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 9»
Lítils háttar ágreiningur getur
risið milli ættingja, en i dag er
hagstætt að byija á einhveiju
verkefni heima fyrir. Hafðu boð
inni fyrir gesti í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)'
Sköpunargáfa þin glitrar í dag
og listræn viðleitni ber ótvíræðan
árangur. Hæfileiki þinn til að
koma hugmyndum þínum á
framfæri kemur þér að miklum
notum núna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú stendur í stórræðum heima
við I dag. Þú færð nýja sýn á
starf þitt. Sóaðu tímanum ekki
í þras út af smámunum. Reyndu
að öðlast yfirsýn yfir stöðuna og
láta málefnin ganga fyrir.
Meyja X*
(23. ágúst - 22. september)
Ef þú reynir að forðast harkalega
gagnrýni verður dagurinn góður.
Þú ættir að veija deginum með
einhveijum sem þér þykir vænt
um. Gerðu þér eitthvað til
skemmtunar.
V°g .
(23. sept. - 22. október) 2*5
I dag skaltu slappa af og Ijúka
óloknum verkefnum. Þér líður
betur heima en heiman.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú hefur gaman af félagsstarfi
f dag. Þiggðu heimboð sem þér
berst. Reyndu að setja þig í spor
bamsins þfns og mæta því á
miðri leið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Þú hefur háar hugmyndir um
framtíðina og ert í óða önn að
undirbúa þig fyrir að takast á
við ákveðið verkefni. Þú þarft
að Ijúka smávægilegri viðgerð
heima fyrir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ósamkomulag getur látið á sér
kræla í morgunsárið, en þrátt
fyrir það tekst þér að Ijúka því
sem þú ætlaðir þér. Láttu ferða-
lög og menningu ganga fyrir
öðru.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) &&
Þú ert að endurskoða fjárfesting-
aráætlun og langtíma fjármála-
öryggi. Njóttu næðis fremur en
að fara út á galeiðuna.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
í dag ættu hjón að vinna saman
og gæta þess að gagnrýna ekki
hvort annað. Farðu að finna vini
þína. Búðu þig vel upp á og farðu
á einhvem sérstakan stað.
AFMÆLISBARNIÐ er sjálf-
stæðara en almennt er um fólk
í þessu stjömumerki og getur
náð árangri í viðskiptum. Það
hefur stjómunarhæfileika og vill
fara sínar eigin leiðir. Það ætti
ævinlega að finna frumlegri
hugsun sinni heppilegan farveg,
en forðast eins og heitan eldinn
að festast i einhveiju fari. Það
er mesti vinnuþjarkur þegar
áhugann vantar ekki og hefur
listrænar æðar og þrár. Það
gæti laðast að viðskiptum sem
tengjast listum.
Stjömuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
í VATNSMÝRINNI
LJÓSKA
Y0U RE THE OMLV
PERS0N I KN0U) UUH0
W0ULD LiSTEN TO
A BAD/VMNTON
MATCH ON RAPIO.. y
12.-16 © 1989 United Feature Syndicate, Inc.
ii)iijni)iiimiiiiimMUJ)inii!iiiwwwiTW
SMAFOLK
Þú ert eina manneskjan sem ég þekki sem vill hlusta á badmintonkeppni í útvarpi...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spaðalengja norðurs fellur
hálf illa að 28 punkta sleggju
suðurs, enda áttu suðurspilar-
arnir erfítt með að eftirláta
norðri samninginn í sex spöðum.
Einn reyndi sjö tígla í örvænt-
ingu þegar makker sýndi laufínu
engan áhuga. Vel á minnst, spil-
ið kom upp í tvímenningskeppni
í Undralandi á dögunum.
Norður
♦ D8765432
¥ G109
♦ 10
+ 7
Austur
IIIHI ¥865432
♦ 8532
+ D10
Suður
♦ Á
¥ ÁD7
♦ ÁKDG
+ ÁKG42
Sagnhafí fékk út spaðagosa
og varð fyrir vissum vonbrigðum
með blindan. En þegar makker
bregst verður að treysta á leg-
una. Hann tók ÁK í laufi og
trompaði lauf. Spilaði hjarta upp
á ás (svíning var tilgangslaus),
tók trompin og lagði upp: 2 slag-
ir á spaða, 3 á hjarta, 5 á tromp
og 3 á lauf.
„Hlýtur að vera toppur," sagði
suður drýgindalega. En það voru
fleiri sem áttu erfitt með að
gefast upp fyrir makker. Al-
gengasti samningurinn var sjö
hjörtu (eini liturinn sem norður
gat stutt). Enginn vesturspilari
fann hið augljósa hjartaútspil,
en með spaða út er handavinna
að innbyrða alla slagina. Sagn-
hafí tekur toppslagina í láglitn-
um og víxltrompar svo lauf og
spaða. Þannig fær hann 6 slagi
á tromp, þann síðasta á ásinn
sem vestur undirtrompar með
kóng. Einfalt spil.
SKÁK
Vestur
♦ G109
¥ K
♦ 9764
+ 98653
Umsjón Margeir
Pétursson
Á bandaríska meistaramótinu
fyrir áramótin kom þessi staða
upp í viðureign stórmeistaranna
Sergei Kudrin (2.580) og Tony
Miles (2.580), sem hafði svart og
átti leik. Hvítur lék síðast 33.
Rd4-f3.
33. - Dxf3l, 34. Bc4+ (34. gxf3
er auðvitað svarað með 34. — Hgl
mát.) 34. — Hxc4, 35. gxf3 —
Hxh3+, 36. Kg2 - Hh2+, 37.
Kg3 — Hxd2 og með mann yfir
vann svartur örugglega. Það er
vert að rifja upp úrslitin á mótinu.
Borðaröð þeirra sem eru í banda-
ríska landsliðinu hér í Reykjavík
er I svigum: 1.—3. Seirawan (2.
borð), Dzindzindhashvili (8. borð)
og Rachels 9 '/zv. af 13 möguleg-
um, 4. Gulko (1. borð) 9 v., 5.-7.
Beryamín (7. borð), deFirmian (4.
borð) og Miles 8 'Av., 8.-9. Dlugy
og Fedorowicz (3. borð) 8 v., 10.
Rohde 7 'Av., 11. Kudrin 7 v., 12.
A. Ivanov (10. borð) 6'Av., 13.
Browne (6. borð) 6 v., 14. I.
Ivanov 5 v., 15.—16. D. Gurevich
(9. borð) og Alburt 4'Av. Larry
Christiansen sem er á fimmta
borði var ekki með í meistaramót-
inu.