Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 35
MOKOÖHRIÍADfD i lAlKfARDÁ'OUlí !10. MARZ í 1ð!)0 35 I UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 *■ SKOTVEIÐI „Morgunblaðsorðan Hið árlega villibráðarkvöld Skot- veiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn), sem er árs- hátíð félagsins, var haldið fyrir nokkru og var að vanda líflegt og hressilegt. Sóttu skemmtunina um 130 manns að því að talið var. Þarna var ýmislegt brallað sem vænta mátti og meðal annars voru veittar orður og verðlaun af ýmsu tagi. Morgunblaðinu þótti merkilegt að frétta að þarna hafi verið veitt Morgunblaðsorðan. Það var Sverrir Scheving Thor- steinsson jarðfræðingur sem hreppti hina eftirsóttu Morgun- blaðsorðu. Rétt er að geta þess, að Morgunblaðið kom hér hvergi nærri, heldur höfðu félagar Sverris í Skotreyn ákveðið að heiðra hann fyrir tíð viðtöl um skotveiðar og fleira í Morgunblaðinu. Taldist mönnum að Sverrir hefði hátt í tíu skipti verið spurður um hluti eins og hvernig íjúpnaveiðin gengi, hvernig gæsaveiðin gengi og hvem- “ til Sverris ig komast mætti hjá því að týnast og fara sér að voða á fjöllum. Morgunblaðsorðan var afhent við dynjandi lófatak, en hún reyndist vera samanvöðlaður Moggi í húfu- líki sem Sverrir gat hnýtt undir kjammana með bleikum borðum. Mottó kvöldsins var „ekki er allt fugl sem flýgur“ og á þessu kvöldi að minnsta kosti var það hárrétt, það voru veiðisögur sem flugu og flugu hátt, en ekki fuglar . . . Morgunblaöiö/Kobert Schmidt Hreiðar Örn Stefánsson veislustjóri afliendir Sverri liina eftirsóttu Morgunblaðsorðu. LEIKHUS Þrjátíu þúsundasta gestinum tek- ið með kost- um og kynjum Fyrir skömmu koma þrjátíu þús- undasti gesturinn í Borgarleik húsið síðan að það var opnað í október síðast liðnum. Það var Anna Dóra Gunnþórsdóttir, sjö ára stelpa úr Goðheimunum, sem kom með stóra bróður sínum til að sjá barnaleikritið Töfrasprotann eftir Benóný Ægisson. Anna Dóra fékk ýmiss konar glaðning í tilefni þessa, svo sem miða sinn ókeypis og gjafakort með leikhúsmiðum. Einnig bauð Veitingahöllin henni ásamt föru- neyti til málsverðar til minningar um leikhúsferð sem fór á annan veg en reiknað var með ... Anna Dóra með stóra bróður, en Álfur úr Töfrasprotanum hefúr tekið á móti henni frammi í anddyri og fært henni góða gjöf. verður haldin í veitingahúsinu Glym (Broadway) sunnudaginn 11. mars kl. 15.00 Húsið opnað kl. 14.00. Verð: Börn kr. 250.- Fullorðnir kr. 400,- Yfirdómari: Per Henckell frá Danmörku ISLANDSKEÞÞNl í ROCK’N’ROLL Nýjustu viðhorf í Sovét Nk. þriðjudagskvöld, 13. mars, kl. 20.30, verða þau Elena Lúkjanova, lögfræðingur, og Alexander Lopúkhin, blaðamað- ur, gestir MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, í félagsheimilinu, Vatnsstíg 10. Ræða þau ýmis efni, er tengjast þróun mála í Sovétríkjunum og Evrópu allri og svara fyrirspurnum. Aðgangur er heimill meðan húsrúm leyfir. Stjórn MÍR. ALDURSFLOKK AR: 10-12 ára 16 ára og eldri 13-15 ára Atvinnudansarar Allir velkomnir Dansráð íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.