Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 LISTHLAUP Á SKAUTUM íslendingur íhópibestu listhlaupara heims Morgunbla$ið/J. Karl Brolich Henriette Wörner og Andreas Sigurðsson kepptu í sextán para úrslitum í listhlaupi á skautu á heimsmeistaramótinu í Kanada í vikunni. KNATTSPYRNA / ITALIA AC Míianó og Juventus í beinni útsendingu á Stöð 2 á morgun: Flestir veðja á Juve ISLENDINGAR áttu fulltrúa á heimsmeistaramótinu í para- keppni í listhlaupi á skautum, sem fór fram í Halifax i Nova Scotia-fylki í Kanada í vikunni. Það er Andreas Sigurðsson, sem hafnaði í fjórtánda sæti ásamt Henriette Wörner, en þau keppa fyrir V-Þýskaland. Andreas og Henriette urðu í tíunda sæti á Evrópumeistara- mótinu, sem fór fram í Len- ingrad í Sovétríkjunum íjanúar. Andreas er 25 ára. Hann er sonur Sigurðar Dagbjartsson- ar, eðlisfræðings við kjarnorkuver í Stuttgart. Sigurður fór til náms í V-Þýskalandi 1961, þar sem hann kynntist þýskri eiginkonu sinni og settist að. Þau hjón eiga tvö böm, Andreas og Dagmar, sem stundar nám í Bandaríkjunum. Andreas, sem er verkfræðingur og rekur eigið fyrirtæki - ráðgjafa- skrifstofu í töivuvinnslu, hefur verið BOBBY Robson, landsliðsein- valdur Englands, hefur valið Paul Gascoigne, leikmann Tottenham, í landsliðshóp sinn sem leikur vináttuleik gegn Brasilíu á Wembley 28. mars. Bryan Robson, fyrirliði lands- liðsins er meiddur og mun hann ekki leika. Gascoigne fær gott tæki- færi til að tryggja sér fast sæti í enska HM-hópnum. í hópi bestu listhlaupara V-Þýska- lands undanfarin ár. Andreas og Henriette komust í sextán para úrslit í Halifax, en 9.500 áhorfendur sáu úrslitakeppn- ina. Eins og svo oft áður var það par frá Sovétríkjunum varð sigur- vegari, en Sovétmenn hafa unnið 23 gull í parakeppninni sl. 26 ár í heimsmeistarakeppninni og þá hafa Sovétmenn unnið til gullverðlauna á sjö síðustu Ólympíuleikum. Gordeeva, 18 ára, og Grinkov, 22 ára, urðu sigurvegarar. Þau fengu 1,5 stig, 'en par frá Kanada kom í öðru sæti með 4,0 stig og síðan komu tvö pör frá Sovétríkjun- um - með 5,5 og 7,5 stig. Andreas og Henrietta fengu 21,0 stig og höfnuðu í fjórtánda sæti. Þess má geta að Gordeeva og Grinkov unnu gull á heimsmeistara- mótinu 1989 og silfur 1988. Þá unnu þau gull á Ólympíuleikunum í Seoul og urðu Evrópumeistarar í Leningrad í janúar. Hver leikmaður enska landsliðs- ins fær 7,5 millj. ísl. kr. ef England nær því að verða heimameistari á Ítalíu í sumar. Enski landsliðshópiyinn er skip- aður þessum leikmönnum: Markverðir: Shilton, Woods. Aðr- ir leikmenn: Stevens, Parker, Pe- arce, Dorigo, Walker, Butcher, Wright, Hodge, Platt, Gascoigne, McMahon, Thomas, Rocastle, Waddle, Barnes, Lineker, Beardsley og Bull. AC MÍLANÓ er f lægð um þess- ar mundir eins og kom fram í jafnteflisleik liðsins, 0:0, gegn Mechelen í Brússel íEvrópu- keppni meistarliða sl. miðviku- dag. Liðið er langþreytt eftir mikla sigurgöngu í vetur, í deildar og bikarkeppni, svo á í Evrópukeppninni. „Við höfum leikið tvo leiki á viku frá ára- mótum og álagið hefur verið rnikið," segir Marco Van Bast- en einn þriggja Hollending- anna í liði AC Mflanó. Isíðustu 20 deildarleikjum hefur AC Mílanó náð 36 stigum (af 40 mögulegum). Mikið álag hefur verið á iiðinu og er því ekki að undra að þreyta sé FráBrynju farin að gera vart Tomerá við sig, sérstaklega l,alíu með tilliti til þess að Ruud Gullit einn sóknarharðasti leikmaður liðsins á enn við meðsli að stríða og hefur ekkert leikið í langan tíma. Hann er þó líklega á batavegi því sést hefur til hans á æfingAlejkvangi liðsins þar sem hann æfir sig sjálf- ur. Hann fylgdi liði sínu til Brussel í vikunni og tók þar létta æfingu eftir að félagar hans höfðu lokið æfingu. „Juventus er á uppleið núna og við þurfum að nýta okkar menn eins vel og kostur er. Það þarf einn- ig að taka tillit til þreytu sumra leikmannanna," segir Arrigo Sacchi þjálfari AC Mílanó. „Galli (vara- maður) stóð sig vel í markinu í leiknum í Bríissel og hann kemur til með að leika á móti Juventus. I vetur hef ég aldrei getað haft alla Hollendingana, („Gull-tríóið“ eins og þeir eru oftast kallaðir, Gullit, Rijkaard og Van Basten) inná velli í einu. Nú er Rijkaard í leikbanni og ekki er víst að Costacura verði búinn að ná sér eftir meiðsli.“ Endanleg liðskipan er ekki gefín upp fyrr en á síðustu stundu, en líklegt er að AC Mílanó verði þann- ig skipað: Galli, Tassotti, Salvatori, Mald- ini, Colombo, Costacura, Baresi, Donadoni (Stroppa), Van Basten, Fuser og Massaro. Juventus Úr herbúðum Juve, er það helst Stefano Tacconi, markvörður Juventus. að frétta að Sovétmaðurinn Za- varov hefur átt við meiðsli að stríða en líklega verður hann með á morg- un, að minnsta kosti hluta leiksins. Landi hans, Alejníkov, meiddist lítil- lega í leiknum gegn Hamborg sl. miðvikudag, en segist geta Jeikið Tveir af bestu leikmönnum AC Mílanó, Franco Baresi og Maldini. vandræðalaust á móti AC Mílanó á morgun. Hinn stórskemmtilegi sóknarmaður Casiraghi er í leik- banni og Fortunato er meiddur svo óvíst er hvort hann verður með. ítalskir íþróttafjölmiðlamenn veðja flestir á Juventus. Mikil spenna ríkir hjá knattspyrnuáhuga- mönnum fyrir leikinn, eins og reyndar fyrir seinni UEFA-leikinn gegn Hamborg. Miðar á báða leik- ina seldust upp fyrir nokkrum dög- um og hefur Juventus þar með sleg- ið nýtt met í miðasölu. Tæplega 50.000 miðar hafa verið seldir á hvorn leik, og hefur Juventus þar með fengið 75 milljón íslenskar krónur í kassann fyrir tvo leiki á stuttum tíma. Sú saga gengur fjöllunum hærra að Dino Zoff þjálfari muni yfirgefa Juve að loknu þessu leikári, þó hvorki hann né talsmenn félagsins vilji staðfesta þann orðróm. Erlendu leikmennimir hafa ekki staðið sig eins vel og menn vonuðust til og er talið líklegt að þeir verði allir seldir. Alejníkov, annar Sovétmann- anna er sá eini sem talinn er hafa möguleika á að vera áfram hjá Juve. Líkleg liðskipan er þannig: Tacconi, Galla, De Agostini, Alessio, Bruno, Bonetti, Alejnikov (Serena), Barros, Rosa (Fortunato), Marocchi og Schillaci. Laugardagur kl.14: 55 10, LE IK YIKftÍI*ÍPl nars 1990 m X m Leikur 1 Chelsea - Norwich Leikur 2 Man. City - Arsenal Leikur 3 Nott. For. - Coventry Leikur 4 Tottenham - Charlton Leikur 5 Blackburn - W.B.A. Leikur 6 Hull - Middlesbro Leikur 7 Oxford - Leeds Leikur 8 Plymouth - Swindon Leikur 9 Port Vale - Bournemouth Leikur 10 Sunderland - Leicester Leikur 11 Watford - Newcastle Leikur 12 West Ham - Portsmouth Allar uppiýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULINUNNI s. 991002 Íípöíiíí:®'% \nr-ji | po ki i m nAi i »»»»: 111 ö- n I ML.L *UH »w I 1 L m ENGLAND Enskir fá 7,5 millj. kr. fyrir HM-gull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.