Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 43
MORGUNB LAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
4
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
■ TÍMASETNING á leiknum um
níunda sætið hefur vakið athygli.
Allra augu beinast að úrslitaleikn-
um og síðan að keppni Um þriðja
sæti. Leikurinn um
Steinþór níunda sæti er þriðji
Guöbjartsson leikurinn, sem gefur
skrifar eitthvað — farseðil á
ra ra9 Ólympíuleikana í
Barcelona 1992 og HM í Svíþjóð
1993. Leikiurinn hefst kl. níu í dag
og þykir það frekar óheppilegur tími
fyrir svo mikilvægan leik.
■ ÍSLENSKA liðið tekur daginn
snemma. Vekja átti hópinn klukkan
10 mínútur fyrir sex að staðartíma
(10 mín. fyrir fimm að ísl. tíma),
leikurinn hefst kl. níu (átta) og
fimm stundarfjórðungum síðar ligg-
ur staðan fyrir.
■ ÍSLENSKA landsliðinu hefur
verið boðið til borgarstjórans í Prag
eftir Ieikinn.
■ SKIPULEGGJENDUR keppn-
innar leggja iítið upp úr leikjum um
sæti. Þeir bjóða fréttamönnum að
skoða 400 ára bjórverksmiðju með-
an morgunleikirnir fara fram í dag
— lagt verður af stað kl. hálftíu og
komið til baka kl. eitt.
■ SVÍAR hafa fylgst vel með
sínum mönnum og fleiri hafa bætst
í hóp áhorfenda með hveijum leikn-
um. Gert er ráð fyrir að um 400
Svíar komi gagngert til Prag til
að sjá úrslitaleikinn gegn Sovét-
mönnum og segja kunnugir að
gera megi ráð fyrir um 1.000
Svíum í höllinni.
■ SVÍAR fengu lánaðar mynd-
bandsspólur hjá HSÍ með leikjum
Sovétmanna, en HSÍ fékk í staðinn
spólur með leikjum Frakka. For-
maður sænska handknattleikssam-
bandsins sagði að Svíar myndu
'sigra með hjálp íslensku spólanna.
■ KURR var í þjálfurum í gær
vegna aðstöðuleysis í Prag. Aðeins
er boðið upp á æfingar í leikhöll-
inni, en hér eru 12 lið og þau kom-
umst bara ekki fyrir í gær.
SVIAR hafa komið mjög á óvart
í heimsmeistarakeppninni og í
dag fá þeir það erfiða hlut-
skipti að mæta Sovétmönnum
í úrslitaleiknum. Bengt Johans
son, þjálfari sænska landsliðs-
ins, sagðist þó vera nokkuð
bjartsýnn og taldi að Svíar ættu
þokkalega möguleika.
Johansson sagði, í samtáli við
Morgunblaðið í gær: „Við meg-
um ekki gera mistök og verðum að
leika af öryggi. Til þess að við get-
BBBBBHi um það verðum við
Logi Bergmann að losa okkur við
Eiðsson taugaspennuna og
skrifar reyna að líta á þetta
fraPrag J . ,
sem venjulegan
leik.“
Svíar töpuðu fyrir Sovétmönnum,
26:27, á Super Cup í Vestur-Þýska-
landi í nóvember og sagði hann að
ástæðan hefði fyrst og fremst verið
taugaspenna. Johansson sagði að
sænska liðið hefði æft í 60 daga á
Ólympíuleikunum í Seoul. „Við
þurfum ekki meira. Við komum
saman þijá til fjóra daga í mánuði
og reynum að hafa þetta létt. Sovét-
menn fá 260 til 280 daga á ári og
það þykir sjálfsagt en það myndi
ekki ganga í Svíþjóð," sagði hann.
Johansson var spurður að því
hvernig honum litist á sovéska lið-
ið, einkum Tutsjkín, markahæsta
manninn: „Hann hefur greinilega
átt hávaxna foreldra," sagði Jo-
hansson og hló. „Hann hefur ein-
faldlega verið settur í handbolta
vegna stærðarinnar. Ég efast um
að við fengjum betra landslið í
Svíþjóð ef við notuðum þessar að-
ferðir," sagði Johansson.
Veðja á ísland
Johansson sagaðist eiga von á
íslenskum sigri gegn Frökkum í
dag. „Frakkar eru með sterkt og
frískt lið en það hefur ekki mikla
reynslu í keppni sem þessari. Islend-
ingar eru hins vegar með marga
góða einstaklinga sem búa yfir mik-
illi reynslu og hún ætti að koma til
góða; Ég átti von á betri árangri
hjá íslendingum en ég hef trú á
því að sigurinn á Austur-Þjóðveij-
um hafi komið liðinu af stað,“ sagði
Johansson.
Héðinn til
Diisseldorf?
■ URSLITALEIKUR heims-
meistarakeppninnar hefst klukku-
stund fyrr en upphaflega var ákveð-
ið. Flautað verður til leiks kl. 14.30
að ísl. tíma, ekki 15.30 eins og
sagt var í blaðinu í gær. Leikurinn
verður í beinni útsendingu ríkissjón-
varpsins.
■ ALLS hafa 108.820 áhorfendur
verið á leikjunum í keppninni. 9.600
sáu leikina í riðlinum í Zlin, 4.870
í Pilzen, 10.325 í Zilina, 26.170 í
Presov, 36.900 í Ostrava, 20.100
í Bratislava og 855 fylgdust með
leikjunum sex um 13.-16. sæti í
Zlin.
félaginu og ræða við forráðamenn
þess.
Þess má geta að Bredemayer
hættir sem þjálfari félagsins eftir
þetta keppnistímabil, og hyggst ein-
beita sér að v-þýska landsliðinu,
sem hann þjálfar nú einnig. Við liði
Diisseldorf tekur Tékkinn Jiri Vic-
ha, sem nú stjórnar tékkneska
landsliðinu, en var áður m.a. við
stjórnvölinn hjá stórliðinu Gross-
wallstadt í V-Þýskalandi.
Lið á Spáni munu einnig hafa
sýnt Héðni áhuga undanfarið, og
er þar nefnt til sögunnar 1. deildar-
lið San Antonio frá Pamplona.
■ PETER Hofnmn, markvörður
Austur-Þýskalands, hefur varið
51,1% skota sem komið hafa á
hann, sem er frábært, en almennt
þykir gott að veija 40%. Svíinn
Mats Olsson hefur varið 47,4% og
félagi hans Thomas Svensson
46,6%. Sovétmaðurinn Andrej
Lavrov hefur varið 48,4%, Spán-
verjinn Rico 43,9%. Frönsku
markverðirnir hafa varið ámóta og
þeir íslensku, Thiebaut er með
30,1% varið, Perez 28% og Medard
26,8%. Guðmundur Hrafnkelsson
hefur varið 30% skota og Einar
Þorvarðarson 27,9%.
Megum ekki gera mistök
Morgunblaðiö/Júlíus
Héðinn Gilsson, fyrir miðri mynd, ásamt Horst Bredemayer þjálfara Diis-
seldorf og vestur-þýska landsliðsins, til vinstri, og formanni Dusseldorf. Þeir
hittust í iþróttahöllinni í Bratislava í fyrrakvöld, er íslendingar mættu Austur-
Þjóðveijum.
Héðinn Gilsson, stórskytta úr
FH, hitti forráðamenn vestur-
þýska félagsins Turu Dusseldorf í
íþróttahöllinni í Bratislava í fyrra-
kvöld, en þeir hafa einmitt lýst yfir
áhuga á að Héðinn komi og leiki
með félaginu, eins og Morgunblaðið
greindi frá á síðastliðnu hausti.
Horst Bredemayer, þjálfari félags-
ins, fylgdist þá með Héðni á heims-
meistarakeppni landsliða leikmanna
21 árs og yngri á Spáni, en Héðinn
afþakkaði þá boð félagsins.
Nú segist Héðinn reikna með að
fara til Þýskalands í nokkra daga
í næsta mánuði, milli umferða í 1.
deildinni, til að kanna aðstæður hjá
- segir Bengt Johansson, þjálfari Svía sem mæta Sovétmönnum í úrslitaleiknum
Spánverj-
arí5. sæti
SPÁNVERJAR lentu í 5.
sæti í heimsmeistarakeppninni.
Þeir sigruðu Ungverja örugg-
lega í gær, 23:19. Annað lið úr
„íslenska hluta“ keppninnar,
Pólland, sigraði í gær. Pólland
lagði Suður Kóreu að velli,
33:27, og lenti því í 11. sæti.
Úrslit úr síðasta leik botnrið-
ilsins, sem ekki bárust í fyrra-
kvöld, voru þau að Kúba sigraði
Japan, 23:20. Sviss lenti i 13.
sæti, Kúba í 14., Japan í 15.
sæti og Alsír rak lestina.
Léttir
Þungu fargi var af íslensku landsliðs-
mönnunum létt eftir sigurinn á Aust-
ur-Þjóðveijum í fyrrakvöld. Hér fagna
þeir sigrinum. Á myndinni sjást Geir
Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen,
Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Ein-
ar Þorvarðarson, Guðmundur Guð-
mundsson og Valdimar Grímsson. ís-
lendingar mæta Frökkum í dag, og
hefst leikurinn kl. 8 árdegis.
1.DEILD
Ámi ekki meira
meðívelur
ÁRNI Friðleifsson, handknatt-
leiksmaður úr Víkingi, sleit kross-
bönd í hægra hné fyrir skömmu og
leikur ekki meira með liðinu í vet-
ur. Hann fer í uppskurð vegna
meiðslanna á þriðjudaginn.
Iþróttir helgarinnar
Badminton
i Hafnarfirði. Á sunnudaginn leika ÍBK
KR kl. 20.
Meistaramót Rcykjavíkur fer fram í TBR-
húsinu laugardag og sunnudag.
Körfuknattleikur
fjórir leikir verða leiknir i úrvalsdeildinni á
sunnudaginn:
Hlíðarendi: Valur - Reynir..............20.
Njarðvfk: UMFN - Þór....................16.
Sauðárkrókur: UMFT - KR.................16.
Seljaskóli: ÍR - ÍBK....................16.
UMFG og ÍS leika f 1. deild kvenna kl. 14
í dag og á sama tíma leika Haukar - UMFN
Frjálsar íþróttir
Meistaramót öldunga í fijálsum íþróttum
innanhúss fer fram um helgina. Keppt verð-
ur í öllum aldursflokkum kvenna og karla.
Mótið hefst með kúluvarpi kl. 10.30 í dag
í íþróttahúsi Hlíðarskóla. Því verður síðan.
haldið áfram kl. 13.15 í dag og morgun í
Baldurshaga í Laugardal.
10 mílnahiaup IR verður í dag í Heið-
mörk. Keppni hefst kl. 14. og keppt verður
í flokki 18 ára og yngri, 19-44 ára og 45
ára og eldri.
Blak
Úrslitakeppnin heldur áfram um helgina. í
dag leika í karlaflokki HK - KA kl. 14 f
Digranesi og strax á eftir leika UBK - KA
( kvennaflokki.
Tveir leikir verða f fjórðungsúrslitum bik-
arkeppni karla um helgina. I dag leika Þrótt-
ur Nes. - Þróttur R. á Neskaupsstað kl. 14
og á morgun eigast við ÍS - KA kl. 14 í
Hagaskóla. I bikarkeppni kvenna leikur
Þróttur Nes. gegn Víkingi á Neskaupsstað
I dag, eða strax eftir karlaleikinn.
GETRAUNIR
Fjórfaldur
pottur
Það er reiknað með að fyrsti
vinningur í getraunum fari vel
yfír fímm milljónir króna í dag.
Potturinn er fjórfaldur. Þess má
geta að fyrir rétt rúmu ári var einn-
ig fjórfaldur pottur. Þá var pottur-
inn rúmar ellefu milljónir.