Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
;
r
r
*
AÐ HUGSA .
A HEIMSVISU
OG FRAMKVÆMA
HEIMA
ið á Móður jörð og ætli að reyna
að bregðast við.
Móðir jörð í mesta klandri
„Þegar maður veit að á að hengja
hann eftir hálfan mánuð,“ skrifaði
Samuel Johnson endur fyrir löngu,
„þá er það alveg dásamleg hvatning
til einbeitingar." Yfirvofandi ógnun
við lífið á jörðinni virðist nú vera'
farin að hafa sömu áhrif á almenn-
ingsálitið. Einstakir atburðir eins
og olíumengunin mikla frá Exxon
Valdes við Alaska í marsmánuði
sl., sem fólk um allan heiminn gat
horft á í fréttum, hefur kannski
vakið almenning af doðanum betur
en nokkur annar einstakur atburð-
ur. Myndir af dauðum fugli, otrum
og olíudrullu í íjörum blasti við
hveijum manni á sjónvarpssker-
munum og sýndi þeim svart á hvítu
hvernig maðurinn getur lagt um-
hverfi sitt í eyði. Á árinu 1988 komu
svo í kjölfarið eyðandi þurrkar,
gífurlegir skógarbrunar og hækk-
andi hitastig á jörðinni, sem sann-
færðu alla aðra en þá allra tor-
tryggnustu um að mannkynið
stefndi í líffræðilegan voða. Þó var
Valdes-olíuslysið ekki nema eins og
sandkorn í samanburði við þá
víðtæku og kannski óafturkallan-
legu framrás sem við sjáum hvar
sem litið er í heiminum.
Staðreyndin er sú að mannkyn-
inu, sem nú er 5,2 milljarðar manna,
fjölgaði um 87,5 milljónir að talið
er á árinu 1989 og með sama vaxt-
arhraða gæti tala íbúa jarðar hafa
tvöfaldast á árinu 2025. Spúð var
að minnsta kosti 19 milljörðum
tonna af koltvísýringi út í andrúms-
loftið með brennsluefnum og eyð-
ingu skóga, og flýtir fyrir gróður-
húsaáhrifunum, sem gætu aukið
meðalhitann á jörðinni um allt að
4,5 gráður á næstu 60 árum. Óson-
gatið yfir Suðurskautinu hélt áfram
að vera ógnvænlega stórt og
vísindamenn tilkynntu að annað gat
væri að myndast yfir Norðurskaut-
inu. Allt þetta undirstrikar að Móð-
ir jörð er í mesta klandri. Ef þjóðirn-
ar bregðist ekki við gæti hún orðið
óbyggileg.
Síðan í upphafi grænu hreyfing-
arinnar hafa andstæðingar haldið
því fram að umhverfíssinnað fólk
ýki hætturnar, sem mannkynið
skapi jörðinni. Á undanförnum
árum hafa þeir víða haft lykiláhrif
og veikt lagagreinar og stofnanir,
sem komið var á til að taka á mál-
um. Til dæmis voru þeir nærri bún-
ir að eyðileggja Umhverfisverndar-
stofnun Bandaríkjanna á árum
Reagans. En versnandi ástand í
umhverfísmálum hefur nú komið
slíku andstöðufólki í varnarstöðu,
þegar það reynir að finna skýringu
á æ mengaðra lofti, deyjandi skóg-
um og vötnum, olíulekum, upp-
blæstri lands og óson-götum yfir
heimskautalöndunum. Gagnrýn-
endur á umhverfisstjómun eiga það
til að segja að hrópin „úlfur, úlfur“
hafi leitt til slæmrar ákvarðanatöku
og sumir, hagfræðingar, iðnrekend-
ur og skrifstofumenn, líta á um-
hverfisverndarfólk sem ómerkilega
truflun við raunverulegan rekstrar-
vanda jarðarinnar og jafnvel sumir
vísindamenn telja að ríki eigi ekki
að hætta efnahagslegu öryggi sínu
til þess eins að búa sig undir eyði-
25% af lyfjum sem eru á
skrá í Bandaríkjunum eiga
uppruna sinn í plöntum,
sem eingöngu finnast í
regnskógunum.
Bandaríkjamenn fleygja
árlega í sorpið áldósum,
sem nægja mundu til þess
að endurnýja allan flug-
flota flugfélaganna, og
nota á hverjum klukkutíma
2,5 milljón plastflöskur,
auk 1 8 milljarða af
pappírsbleyjum á ári, með
þeim afleiðingum að 45%
af skipafrakt frá New
York höfn er pappírsrusl
allan heim. Frægar stórhljómsveitir
hafa skorið upp herör til að afla
fjár til þess að jörðin okkar verði
betri staður fyrir afkomendurna,
eins og það er orðað.. Minnisstætt
er átak eins og „Live Aid“, „Farm
Aid“ o.s.frv. Nú er á ferðinni nýtt
alþjóðlegt söfnunarátak, „Hard
Rock, Save the Planet Special“, sem
beinist að áróðri fyrir því að hver
maður leggi sitt til . Ef til dæmis
Madonna kemur fram í sjónvarpi
og segir ungu fólki að hægt sé að
skera niður sorpið um 10-20% með
því að nota pappírpoka í staðinn
fyrir plastpoka í búðinni, þá mundu
margir hlusta og muna það þegar
þeir fara að versla. Það er hugsun-
in í þessu. Að það nái til fleira fólks
en nú. En fjöldamargt frægt og
áhrifamikið fólk ætlar þannig að
leggja sitt af mörkum til Dags jarð-
ar 1990.
Víða sjást þess merki að almenn-
ingur sé farinn að taka við sér. í
nýlegri Gallupkönnun kom í ljós að
3 af hveijum 4 Bandaríkjamönnum
telja sig vera umhverfissinna, sem
kemur fram í því að umhverfisfrum-
vörp fá nú mikinn stuðning. í kosn-
ingu til Evrópuþingsins unnu græn-
ingjaflokkar verulega á. í Sovétríkj-
unum tókst græningjahreyfingu að
fá lokað efnavopnaverksmiðju í
Chapayevsk-bæ í Siberíu með því
að sýna andúð á henni. Þetta við-
horf og þrýstingur hefur merkjan-
leg áhrif á ýmiskonar ákvarðana-
töku um víða veröld. Á síðastliðnu
ári samþykktu 105 þjóðir á fundi í
Basel að setja strangar reglur um
alþjóðaflutninga með hættuleg efni.
í Helsinki lýstu fulltrúar 86 þjóða
yfir í maí sl. ætlun sinni að útrýma
notkun efna, sem eyða ósonlaginu
fyrir árið 2000 og í april næstkom-
andi hittast í London fulltrúar til
þess að draga upp samning um
þetta, í von um að ná með honum
til allra þjóða. í árslok efndu Um-
hverfisverndarstofnun Sameinuðu
þjóðanna og Veðurfarsstofnunin til
alþjóðaráðstefnu í Egyptaiandi til
að leggja grunninn að heimsráð-
stefnu, sem miðaði að því að tak-
marka notkun efna sem valdi gróð-
urhúsaáhrifum. Umhverfismála-
stofnun SÞ er líka að leggja drögin
að alþjóðlegum samningi, til þess
að tryggja fjölbreytni náttúrunnar,
m.a. með íjárhagslegum stuðningi
til þess að veija frumskógana, en
með þeim mundu hverfa þúsund-
undir tegunda úr lífríkinu.
Neytendur þrýsta
á fyrirtækin
Það sem kannski munar mest
um, er að almenningur er farinn
að þrýsta á stórfyrirtækin, sem telja
sér ekki lengur fært annað en að
hafa á sér „umhverfisímynd". Þetta
er orðið mjög áberandi í Vestur-
Evrópu. Þar eru það neytendur, sem
hafa tekið málin í sínar hendur.
Evrópumenn eru í síauknum mæli
fúsir til þess að greiða skatta til
þess að tryggja hreint loft og hreint
vatn. Og neytendur eru farnir að
leita í stórmörkuðum að umhverfis-
vinsamlegum varningi, eins og fos-
fórlausu þvottaefni og endurunnum
klósettpappír. Varaforseti stórfyrir-
tækisins Henkel í Vestur-Þýska-
landi, Klaus Morwind, segir að
græningjarnir sem byijuðu að gera
skurk í viðskiptalífi Vestur-Þýska-
lands í upphafi áratugarins hafi
velt af stað snjóbolta, sem nú fer
yfir alla Evrópu. Þetta muni hafa
gífurleg áhrif á iðnaðinn í Evrópu.
Mörg fyrirtæki sjái fram á stór-
auknar fjárfestingar og fram-
leiðslukostnað af þeim sökum. Bíla-
framleiðendur muni þurfa að leggja
fram 7 milljarða dollara fram 1993
til þess að innleiða hreinsitæki í
bila. En þar hafa bílaframleiðendur
dregist langt aftur úr Bandaríkja-
mönnum. Vegna hárra skatta á
bensíni aka flestir Evrópumenn á
litlum og sparneytnum bílum, sem
þeir telja að beri ekki kostnað af
leggingu á lífríkinu, sem ef til vill
verði aldrei. Stephen Schneider frá
Rannsóknamiðstöð fyrir rannsóknir
á andrúmsloftinu á svar við því,
segir að verði beðið eftir því að
fullkomin vissa fáist fyrir hitnun á
jörðinni, þá muni það lama allar
aðgerðir í fjölda ára. Thomas
Lovejoy frá Smithsonian-stofnun-
inni segir að enginn sparnaður þjóð-
anna af því að gera ekkert geti
vegið upp á móti skynsamlegum
varúðarráðstöfunum. Meðan um-
heimurinn var að hylla alþjóðlegu
stefnuyfirlýsinguna frá Montreal
1987, um að draga úr útblæstri
skaðlegra klórefnasambanda, hélt
óson-lagið áfram að þynnast vegna
þeirra efna sem þegar voru komin
út i geiminn. Og vísindamenn hafa
áhyggjur af því að samskonar
hægagangur í viðbrögðum við kol-
tvísýringsútblæstri með hækkun á
hitastigi muni enda á alþjóðasátt-
mála, sem verði ekkert annað en
„krufning".
Stjörnur og poppfólk
leggur lið
skautinu hélt áfram að
vera ógnvænlega stórt
og vísindamenn tilkynntu
að annað gat væri að
myndast yfir Norðurskaut-
inu.
En almenningur hefur nú tekið
málið í sínar hendur. Þess sjást
hvarvetna merki. Sumum þykir nóg
um. Umhverfísmál eru komin í
tísku. Tískufrömuðirnir kenna fatn-
að sinn við umhverfi. Nú vilja allir
vera með. Enginn vill fá það orð á
sig að hann sé ekki umhverfissinn-
aður. Hollywood er gott dæmi um
það og á eftir að verða dijúgur
bandamaður með öllum sínum al-
þjóðlegu stjömum. Þar hófst þetta
með kapphlaupinu um kvikmyndun
á sögu Chicos Mendes, brasilíska
mótmælandans, sem barðist fyrir
verndun regnskóganna. Nú keppast
stórstjörnur um að fá að leika þenn-
an píslarvott. Allt í einu hafði bar-
áttan færst frá víðtækum mótmæl-
agöngum yfir til popp-menningar-
innar, sem teygir anga sína um