Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 Bruni á einni ekru regnskóga sendir frá sér 400 þús- und pund af koítvísýringi. HVAÐ HÆGT ER AÐ GERA? - kaupa margnota vörur og endurunnar - nota bréfpoka í stað plast- poka - kaupa sparneytinn bíl - nota aðeins blýláust bensín - lesa merkingar á vörum og hafna eitur- og aðskotaefnum - kaupa fosfórrýrt þvottaefni og sápur - gera við og endumýta en ekki fleygja - velja tæki sem nýta vel orku - nota áfylltar flöskur en ekki einnota flát - nota endurunninn pappír og óbleiktan - nota rotnandi jurtaleifar í áburð í garðinn - planta tijám og hlú að þeim hreinsitækjum. Og nú kemur lög- gjöf um þetta frá Efnahagsbanda- laginu mörgum Vestur-Evrópufyr- irtækjum í opna skjöldu. Nýjar áherslur munu neyða framleiðendur til þess að útbúa alla bíla með hreinsitækjum. Umhverfisvemdarfólk er líka farið að gera tveimur blómstrandi iðngreinum í Evrópu lífið leitt, þ.e. gosdrykkjaframleiðendum og fram- leiðendum umbúðanna undir þau, en þeir reka orðið harðan áróður gegn notkun slíkra umbúða vegna skorts á landi fyrir sorp. Gæti það sett strik í reikninginn fyrir risana Coca Cola og Pepsi Cola, sem líta á Evrópumarkaðinn sem vaxandi markað. En litlu gosdrykkjafram- leiðendurnir heima með sínar marg- nota, áfylltu flöskur eru orðnir þóknanlegri umhverfissinnuðum neytendum. í Bretlandi kemur yfir 90% af gosdrykkjum í dósum eða plastflöskum. Á Italíu, Frakklandi og Spáni eru slíkar umbúðir enn yfirgnæfandi. En í Vestur-Þýska- Líklegt er að bíllinn þinn spúi um fimm tonnum af koltvísýringi út í loftið ár- lega. Utblástur frá bílum sem ekið er í Bandaríkjun- um á sök á um 50% af gráóurhúsaáhrifunum, enda bílarnir stórir. HVAÐ Á AÐ FORÐAST? - að fleygja rusli á víðavangi - að nota pappírsþurrkur í stað klúta - að nota pappírsbleiur - að henda rafhlöðum í ruslið - að skilja alls staðar eftir ljós - að nota óþarfa meindýráeitur - að kaupa vörur í miklum umbúðum - að drekka gos úr dósum og plastflöskum - að nota einnota plastbolla og ílát - að nota úðabrúsa með óso- neyðandi efnum - að taka ljósrit af öllu á fund- um - að aka utan vega og eyða gróðri landi, Danmörku, Sviss og Hollandi eru flestir gosdrykkir í margnota flöskum. Þetta gæti valdið miklum erfiðleikum við að koma á reglum á samhæfðum markaði Evrópu- bandalagsins fyrir 1992 og um- hverfisfólk efast ekki um hvað verði ofan á. Það er að verða áberandi að stórfyrirtækin eru hvert um ann- að að breyta framleiðslu sinni, til þess að verða „umhverfisvinsam- leg“ og þóknast neytendum. Þannig mætti lengi telja og sýna fram á að þrátt fyrir allt stefnir í rétta átt, þótt hægt fari og kannski of seint. En Dagur jarðar 1990 lítur út fyrir að ætla að verða Dagur almennings á jörðinni. Og þá munar um það. Eða eins og bankastjórinn og umhverfissinninn sir Kenneth Kleinworth orðar það: „Umhverfis- vandamálin eru geigvænleg. En ekkert þeirra verður leyst fyrr en við hættum að nöldra um útlit heild- armyndarinnar og förum að leggja okkar litla skerf fram hvert heima hjá sér.“ VVnMVTXUF\SY(lÁl*/Jardvegsvernd og landbœtur hjá öbrumþjóöum. Getum viö afþeim lcertf Um fmmkvæði gróðurvemdaraðgerða. í þeim eru ólaunuð en seta í þeim telst virðingartákn. Ekki er veitt fé úr opinberum sjóðum til land- græðsluframkvæmda nema jarð- vegsverndarráð mæli með því. Ymis samtök bænda og stofn- anir landbúnaðarins voru andvígir þessum jarðvegsvemdarráðum - þótti að verið væri að gera innrás á þeirra yfirráðasvæði. En nú eru flestir sammála um að hin nána samvinna við landnotendur hafi verið lykillinn að þeim árangri sem hefur náðst. Vandamálin eru við- urkennd svo ekki þarf að eyða tíma í að deila um þau. Styrkir til framkvæmda geta numið allt að 80% af kosntaði eftir því hversu mikilvæg verkefnin eru talin. Síðan segir Andrés:Ég hef tek- ið þátt í mörgum ágætum fundum með bændum hér heima um gróð- urverndarmál. Ég verð samt áþreifanlega var við það að við- horf amerískra bænda eru á ýms- an hátt ólík því sem hér gerist. FYRIR SKÖMMU flutti Andrés Arnalds gróðurverndarfúlltrúi Landgræðslu ríkisins erindi í útvarpi í þættinum „Um daginn og veginn". Andrés dvaldist fyrri hluta síðasta árs í Banda- ríkjunum til að kynna sér skipu- lag jarðvegsverndar og land- bóta. Þetta erindi var í hæsta máta athyglisvert fyrir alla þá sem láta sig þessi mál varða. Vegna þess að hætt er við að erindið hafi farið fram hjá mörgum var fengið leyfi höf- undar til að stikla hér á nokkr- um atriðum sem þar komu fram. Andrés benti á_ það í upphafi máls síns að íslendingar séu ekki einir um það að telja gróður- hnignun og jarðvegseyðingu þann vanda sem brýnast er að leysa. Áhyggjur af þeim vanda fari vaxandi um allan heim, enda varði það framtíð mannsins á jörð- inni. í erindinu kom einnig fram að Andrés telur árangur af gróðurvernd fari eftir skipulagi þessarra mála og mjög sé tímabært að endurskoða ýmsa þætti gróðurverndarstarfsins hér hjá okkur. Við getum sótt fyrirmyndir til annarra þjóða sem hafa átt við svipuð vandamáþað glíma - t.d.til Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja- Sjálands þar sem skipulagningin er með öðrum hætti, segir hann. Og síðar segir: Landnýtingarsaga á Nýja-Sjálandi er aðeins 100 ára og ekki liðu nema 18 ár frá því að fyrstu landnemar komu til Ástralíu 1788 með 29 kindur, 7 nautgripi og 19 geitur, að bóndi skrifar ríkisstjórninni og lýsir jarðvegseyðingu -að gróðuriendi séu að breytast í auðn. I Bandaríkjunum breyttust gífurleg landflæmi í hálfgerðar eyðimerkur á árunum frá 1870 og fram yfir aldamótin næstu, en upphaf skipulegs gróðurverndar- starfs þar hófst með stofnun Skógþjónustunnar árið 1905 (For- est Service). Þá voru settar strangar reglur um beitarheimild- ir.fjölda beitargripa og lengd beit- artíma - og tekinn upp beitartollur til að standa straum af kostnaði við gróðurvernd og hagabætur í sameiginlegum löndum. Árið 1934 var komið á laggirnar stofnun sem nefnd var Jarðvegs- eyðingarþjónustan og hún vistuð í innanríkisráðuneytinu. Hún átti að veita bændum aðstoð við að stöðva uppblástur. Þessarri stofn- un var síðan breytt ári síðar í Jarðvegsverndarþjónustuna og hún sett í landbúnaðarráðuneytið. Þessi stofnun hefur umsjón með verndun alls lands í einkaeign í Bandaríkjunum. Skipuleg gróðurvernd hófst í Ástralíu 1938 eftir tímabil mikilla þurrka og ofbeitar og á Nýja-Sjá landi þremur árum síðar. En Ástr- alíubúar tóku ekki í raun á þessu vandamáli fyrr en uppblástursm- ökkur umlukti Melbourne í febrú- ar 1983. Þá var loks gerð heild- stæð jarðvegsverndaráætlun. Megináhersla er þar lögð á að virkja landnotandann og stórir hópar bænda og annarra landeig- enda hafa síðan verið að endur- skipuleggja nýtingu landsins til að tryggja betur verndun jarð- vegs. Þó eru vandamálin í þessum löndum varðandi gróðureyðingu •hrikaleg og enn mikil þörf á bættri beitarstjórnun og verkleg- um framkvæmdum. Bötun lands tekur langan tíma en kröfur auk- ast um verndun og gróðurbætur - ekki síst í kjölfar vistfræðilegrar þekkingar. Hver er þá munurinn hér á landi og þar? spyr Andrés og svarar: Þar er stjórn á beit og landnýt- ingu notuð sem meginleið til að hafa áhrif á gróðurfar. Sömuleiðis er beitt fyrirbyggjandi aðgerðum og viðkvæmustu svæðin eru friðuð fyrir búfjárbeit. Hér hófst varnarstarf fyrir 8o árum. Landgræðsiustarfið hefur aðallega beinst að afmörkuðum landeyðingarsvæðum og hér er stjórn á landnýtingu sáralítil mið- að við önnur lönd. Þar beinist starfsemi og skipu- lag að stórum hluta að því að gera eigendur og notendur að hin- um eiginlegu landverndarmönn- um undir stjórn og eftirliti ríkis- ins. Samtakamáttur þeirra sem nýta landið er grundvallaratriði ásamt markvissri þekkingaröflun, fræðslustarfsemi og ráðgjöf um nýtingu landsins. Gróðurverndar- starfið er fært niður á grasrótar- planið. Andrés vitnar í Hugh Bennet, sem kallaður hefur verið faðir skipulegs jarðverndarstarfs í Bandaríkjunum þar sem hann segir: „Árangri verður aidrei náð í vemdarstarfinu ef það er aðeins stundað af fáum. Allir- öll þjóðin verður að vera þátttakandi". Utfærslan á þessarri nýju stefnu birtist ef til vill fyrst og fremst í stofnun syokallaðra jarð- vegsverndarráða. I Bandaríkjun- um eru nú starfandi um 3000 slík ráð og í þeim eiga sæti 100-300 bændur, óháð því hvers konar búskap þeir stunda. Þessi ráð hafa all-víðtækt valdsvið - störfin Það sem skilur á milli gæti verið það frumkvæði sem bændurnar þar hafa sjálfir um gróðurvernd- armál. Afstaða þeirra mótast af því að það sé farsælla fyrir þá sjálfa að hafa frumkvæðið að verndunaraðgerðum heldur en þurfa að lúta einhveijum tilskip- unum opinberra aðila. Þeir gera sér líka grein fyrir því að þeir verða að skapa sér sannfærandi ímynd landverndarmanna ef þeir eiga að geta notið áfram opinberr- ar fyrirgreiðslu til landbúnaðar- ins. Andrés segist ekki vilja gera lítið úr því sem áunnist hefur hér á landi í þessum málum, en bend- ir um leið á það mikla starf sem framundan er. Hann mælir með því að íslenskir bændur kynnist því, hvernig bandarískir starfsfé- iagar þeirra haga gróðurverndar- starfinu - segir að þeir eigi að skipa sér í framvarðarsveit - vera hinir raunverulegu gæslumenn landsins. Á því sviði getum við ótvírætt ýmsilegt lært og tekið okkur til fyrirmyndar. eftir Huldu Valtýsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.