Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 C 17 + ÁTAK U M LANDGRÆÐSLUSKÓGA 1990 ú hefur alþíngi samþykl óætlun um __ __ landgræóslu og gróðurvernd ó Islandi til að hefta náttúruspjöll, að minsta- kosti þau sem hér hafa orðið af manna- vcldum meiren í nokkru landi Evrópu á þeim tíma sem landið hefur verið bygt. Eg fæ ekki lokið þessum orðum betur en aó láta í Ijós þökk mína sem íslendíngur fyrir þetta framtak alþíngis í von um að tokast megi að klæða auðnir landsins aftur í grænan búníng lífsins. Og þessu næst hylli ég lífgróður skáldskaparins sem veitir kynslóðunum eilíft líf". Lokaoró Halldórs Laxness ■ ávarpi„i minningu bókmen- tanna" á þjóóhátió 1974. (Birt i Þjóóhátióarrollu 1974.) Fundurinn felur stjórn Stéttarsambands bænda í samvinnu við önnur samtök bænda aó beita sér fyrir raunhæfri og öfgalausri umræðu um gróðurverndar- mál, sem leitt geti til þess að sátt takist um þessi mál meðal þjóðarinnar." Úr ályktun aóalf undar Stéttarsambands bænda 1987. Skörp eru oft skilin milli beiti- landsins og birkilandsins. Hér sést suðurjaðar lands, sem Ketill bóndi Indriðason girti í svonefnd- um Fjallshnjúk árið 1926. Þetta voru 60-70 ha. Þá leit landið út eins og vinstra megin á mynd- inni. Síðan hefur landið breysl eins og sést hægra megin á myndinni. Birkið og víðirinn hef- ur komið upp af sjálfsdáðum. Ljósmynd/Síg. Blöndal, 1978 HEILL FOTBOLTAVOLLUR FÝKUR UPP Á HVERRIEINNI OG HÁLFRIKLUKKUSTUND eftir Valdemor Jóhannesson FLESTIR EIGA erfitt með að gera sér grein fyrir stórum tölum. Tölu- legar staðreyndir um uppblástur á íslandi eru einmitt þeirrar gerðar. Sú staðreynd að 40.000 ferkílómetr- ar lands hafa blásið upp aldirnar ellefu síðan land byggðist, snertir menn auðvitað, enda jafngildir það Danmörku að stærð. Þetta svarar til þess, að gróið land á stærð við Laugardalsvöll hafi glatast á einnar og hálfrar klukkustundar fresti nótt og dag, vetur, sumar, vor og haust í llOOár. Það virðast þó ekki allir uppnæmir fyrir því þótt gróið land sé ennþá að glatast. Hraði uppblástursins kann að vera minni nú en oft áður, enda er fokgjarnasta landið löngu rokið út í veður og vind. Sennilega eru stað- reyndirnar of ótrúlegar til að allir geti skilið þær. Alls er talið að gróið land hafi verið um 65.000 ferkílómetrar við landnám. Nú er það aðeins um 25.000 ferkíló- metrar. Almennt er svo gróðurlendi orðið miklu rýrara en það var upphaf- lega. Þegar tekið er tillit bæði til beinn- ar gróður- og jarðvegseyðingar, sem hefur orðið á 11 öldum íslandsbyggðar og rýrnunar þess gróðurlendis sem eft- ir stendur, er áætlað að meira en 80% hafi glatast af þeim landgæðum, sem fólust í gróðri og jarðvegi um landnám. Gróðurlaust land hefur á þessum tíma aukist úr tæplega 20.000 ferkílómetr- um í 60.000 ferkílómetra. Við erum ennþá að missa land und- ir eyðimörkina. Það verður að stöðva og jafnframt verðum við að endur- heimta landið sem hefur glatast úr greipum auðnarinnar. í þeim efnum erum við heppnari en margur. ísland er ágætlega til uppgræðslu fallið. Það sanna dæmin. „Vaxið skógum eyðist landið ekki,“ sagði Kristian Kirk frá Jótlandi. Hann o(i lAÍwl m kom aldrei hingað til lands, en fannst svo miklu varða að kenna okkur þá lexíu, að hann keypti Haukadal árið 1938, friðaði jörðina og hóf þar upp- græðslu og færði íslensku þjóðinni að gjöf til að hafa sem fyrirmynd. Viljinn er allt sem þarf til að klæða auðnir landsins aftur í grænan búning lífsins. Sá vilji verður aðeins mældum með verkum, ekki orðum. Ljósmynd/Sig. Blöndal, 1989 Svo fogur getur íslenska björkin orðið þar sem hún vex við skilyrði, sem hæfa henni vel. Þessi stendur utarlega í Vaglaskógi. eginorsök uppblástursins er hvorki lað finna í eldsumbrotum né versn- andi loftslagi. Maðurinn og sauðkindin eru meginorsök þess óhugnanlega upp- blásturs sem án afláts hefur rýrt vort dýr- mæta gróðurland í „Islands þúsund ár‘'.“ Siguráur Þórarinsson 1961 ú vita menn bæði af augljósum dæmum hér á landi og ekki síður al reynslu annarra þjóða, að þar sem skógur fær að vaxa, heldur hann gróðri og jarðvegi í fullkomnu jafnvægi, miólar vatni og mildar vinda, svo aó fjöldi af lifandi smáverum og plöntum á griðland i eða við skógana. Skógarnir eru eina gróðursamfélagið, sem veitt getur ham- ' förum náttúrunnar nokkurt viðnám á norð- urhveli jaróar, og i skjóli þeirra græðir náttúran fljótast sín eigin sár." Hákon Bjarnason 1953. ♦ Eg hef leyft mér að kalla gróður og gróðurvernd landsins landhelgismál sveitafólksins. Nú vil ég bæta því við, að það er landhelgismál þjóðarinnar í heild. Við getum ekki lengur horft upp á þann ófögnuð að sjá á eftir gróðurmold- inni á haf út. Öll islenska þjóðin þarf að sameinast um átakið og vinna að því að framlag til sandgræðslunnar verði stórauk- ið frá því sem nú er. Þá er sigurinn vis." Páll Sveinsson, útvarpserindi 1971. Ljósmynd/Sig. Blöndal, 1989 Rússneskt lerki hefúr reynst undragóð landgræðsluplanta. Á mynd- inni vex það eins og ekkert sé án áburðar upp úr klapparholti í Ásum í landi Hallormsstaðar. LANDGRÆÐSLUSKÓGAR ATAK1990 HVAÐER LANDGRÆÐSLUSKÓGUR? að græða ógróið og líttgróið land og gera það nú með tijágróðri. Landgræðslan ætlar að auka við sitt starf líka. Það hefur verið fólg- ið í því að friða blásið land, sá í það grastegundum og dreifa áburði. Nú ætlar landgræðslan að bæta þar við tijágróðri, sem víðast hvar á jörðinni var hámarksgróður en maðurinn hefur nú útrýmt alltof víða. Landgræðslan ætlar ennfrem- ur að færa sér í nyt þá lifandi áburð- arverksmiðju sem lúpínan er, en hana flutti hinn mikli gróðurvernd- ar- og skógræktarmaður Hákon Bjarnason hingað 1945. Þessi undrajurt hefur enn ekki verið not- uð nema í litlum mæli til að breyta holtum og söndum, hlíðarsárum og melum í blómiendi. Hugsunin að baki átakinu „land- græðsluskógar" er sú að sameina tvenns lags tækni, sem hingað til hefur verið beitt á sitt hvoru horn- inu á íslandi — ef svo má segja — á sameiginlegum vettvangi: Græða foldarsárin að nýju, - fyrst og fremst með hinum nátC- úrlega hámarksgróðri Islands, björkinni, en einnig, - gera það betur en náttúran sjálf hefur megnað að gera, - bæta við tijátegundum, sem sums staðar geta grætt sárin fljótar og auðveldlegar en björk- in. Með afmælisátaki Skógræktarfé- lags íslands „landgræðsluskógar“, ætlum við, sem stöndum að því, að brýna íslensku þjóðina til þess að taka eitt stórt skref að því fjarlæga marki, sem Hannes Hafstein sett,i fyrir 90 árum, brýna hana svo að hún láti nú sjást í verki, að „sú tíð er komin, er sárin foldar gróa“. ....við erum gestir og hótel okkar er jöróin." Tómas Guómundsson, úr „llótel Jöró". eftir Sigurð Blöndal FYRIR 90 árum skrifaði Hannes Hafstein í ljóði sínu „Aldarnótin" þessa ljóðlínu: „Sú kemur tíð er sárin foldar gróa.“ Nokkrum árum síðar var hann orðinn fyrsti ráðherra íslands. Hann lét þá ekki sitja við orðin tóm og lagði fram á Alþingi frumvarp til laga um skóg- rækt og varnir gegn uppblæstri lands, sem samþykkt var sem lög 22. nóv. 1907. Þar með var skipuleg skógrækt og landgræðsla hafin á Islandi og Skógrækt ríkisins falin umsjá verkeíhisins. Skógrækt og landgræðsla voru þannig stjórnsýslulega tvær greinar á sama meiði, en verkefnin voru samt það frábrugðin, að nokkrum árum síðar var tveimur aðskildum stofnunum falin umsjá þeirra og hefur sú skipan haldist til þessa. Skógræktin gekkst fyrir verndun nokkurra bestu birkiskóga landsins og innflutningi trjátegunda til þess að breyta og bæta gróður- lendi, sem fyrir voru. Það mætti kalla ræktun „landbótaskóga" og varð um áratuga skeið gildasti þátt- urinn í starfi skógræktarmanna. Landgræðslan hófst handa við að leysa þá Heraklesarþraut að stöðva uppblástur gróðurlendis og endurheimta gróður á örfoka landi. í höfuðdráttum hefur starfi þess- arra tveggja aðila verið hagað svo til þessa. En landgræðslu- og skóg- ræktarmenn hafa smátt og smátt aukið samvinnu sín á milli. A síðast- liðnu ári gáfu Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins ásamt land- búnaðarráðuneytinu út sameigin- lega stefnuskrá um gróðurvernd og með afmælisátaki Skógræktarfé- lags Islands, „landgræðsluskóg- um“, er í fyrsta skipti gerð tilraun til að láta þessa tvo aðila sameina krafta sína og tækni í einu átaki. Skógi'æktin ætlar nú að gera meira en vernda og endurheimta birkilendi íslands, þar sem jarðveg- ur er enn eftir og bæta gróður- lendi, sem fyrir er, með innfluttum trjátegundum. Hún ætlar að taka höndum saman við landgræðsluna Valdemar Jóhannesson stendur hér undir birkitrj- ám sem vaxa í Fögruhlíð í innanverðum Austurdal í Skagaflrði í 420 m h.y.s. yósmynd/Sig. Blöndal, 1989 Sú kemur tíð aðsárin eflir Huldu Valtýsdóttur LANGSTÆRSTA UMHVERFISVANDAMÁL á Islandi er eyðing gróðurlendis og því vel við hæfi að minna á það á „Degi jarðar". Þar ber auðvitað hæst eyðing kjarrs og skóg- lendis. Við landnám er talið að umfang skóg- lendis hér hafi verið 25.000 ferkílómetrar en það er nú aðeins 1.250 ferkílómetrar. Þarna hafa því eyðst af mannavöldum og fyrir áhrif af búsetu tæpir 24.000 ferkíló- metrar af skógi. Þessar tölur hafa oft verið neíhdar en það er líka mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því um hve gífurlega mikla rýrnun er að ræða. Þá er ekki nógsam- lega á það bent að kjarr og skóglendi er sá gróður sem gerir landinu mest gagn þegar skynsamlega er með farið. Skóglendi eykur frjósemi jarðvegs, heftir uppblástur, miðlar vatni, bætir veðurfar, veitir öðrum gróðri skjól og um leið mönnum og skepnum. Þá eru ótaldar þær nytjar sem af skógi má hafa í fyllingu tímans sé fyrirhyggju gætt. Með þetta í huga og I tilefni af 60 ára afmæli Skógi'æktarfé- lags íslands á þessu ári hafa Skógrækt ríkisins, Land- græðslan og Landbúnaðar- ráðuneytið tekið sér stöðu við hlið skógræktarfé- laganna og efnt til sérstaks átaks til eflingar skógræktar og landgræðslu undir heitinu „Átak um landgræðsluskóga 1990“. Mikill undirbúningur hefur farið fram allt undan- farið ár, nefndir hafa starfað, félagasamtök og stofnanir hafa heitið stuðningi og áhugi almenn- ings er tvímælalaust fyrir hendi. En áhugi al- mennings er einmitt það sterka afl sem slíkt átak byggir á. Þaðan fá stjórnvöld líka skilaboð um óskir þjóðarinnar varðandi breytt áhersluat- riði í samræmi við kröfur tímans. Og krafa tímans er aukin umhverfisvernd með jákvæðum formerkjum og efling gróðurríkis á landinu með sérstakri áherslu á þann gróður sem gerir landinu mest gagn — skógargróður. Um 2 miljónir plantna eru í ræktun á vegum átaksins um landgræðsluskóga sem afhentar verða endurgjaldslaust til gróðursetningar á frið- uðum svæðum, en fagnefnd á vegum átaksins hefur valið svæðin víða um land í samráði við heimamenn. í vor verða auglýstir gi'óðursetning- ardagar og til þess ætlast að fólk komi til að leggja hönd á plóginn. Þessi háttur er hafður á foldar gróa.. tii þess að gefa sem flestum kost á að taka virkan þátt í eflingu og endurheimt skógargróð- urs á íslandi. Höfuðáhersla verður lögð á gróður- setningu birkis en aðrar tegundir verða líka til- tækar. Til þess að standa straum af kostnaði vegna þessa átaks er efnt til merkjasölu um næstu helgi, dagana 27. til 29. apríl og er hér með skorað á landsmenn alla að „koma sér fyrir á þeirri grænu grein“ og veita átakinu þannig sinn stuðning. Hugtakið „landgræðsluskógur" er nýyrði í íslensku máli — til orðið í tilefni átaksins. Land- græðsluskógur er skilgreindur svo: Landgræðsiuskógur er ræktaður á lítt eða hálf- grónu landi eða ógrónu og örfoka landi. Við gróðursetningu skógarplantna hefur venjan ver- ið sú að gróðursetja I kjörlendi til að tryggja viðgang plantnanna. í þessu tilviki er lögð sér- stök áhersla á að vanda vel til verksins — sjá plöntunni fyrir nægum áburði næstu árin — auka umfang skóglendis frá því sem nú er, nema nýtt land fyrir skógargróður. Markmiðið er í stuttu máli, - að endurheimta íslenska birkiskóginn og víði- flákana, - að rækta nýjar tegundir tijáa ogjurta sem ekki gátu borist hingað af sjálfsdáðum, - að gera íslenskt gróðurríki fjölbreyttara og sterkara en það áður var. Landgræðsluskógur eins og raunar allur ann- ar skógur, hefur þann eiginleika, - að byggja uppjarðveg og binda þann sem fyrir er, - að miðla vatni og hindra þar með vatnsrof og flóð, - að skapa skjól, - að endurheimtajurtagróður og gera hann ríkulegri, - að fegra umhverfið. Öllum íslendingum svíður sárt að sjá hvernig landið okkar er víða tötrum klætt í gróðurfars- legum skilningi, enda staðreynd að hvergi í Evrópu er uppblástur meiri en hér. Orsaka er víða að leita en ofbeit, úrræðaleysi og vanþekk- ing eiga drjúgan þátt í því hvernig komið er. Nú er tími og tækifæri til að snúa þróuninni við — snúa vöm í sókn — sýna viljann í verki. Strengjum þess heit á þessum „Degi jarðar 1990“ að látaekki okkareftir liggja. Gerum landið grænt og vafið fjölskrúðugum gróðri eins og það á skilið. Ilulda Valtýsdóttir cr formaður framkvæmdanefndar „Átaks um landgræösluskóga 1990“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.