Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 12
 40. árg. — Laugardagur 3. jan. 1959. — 1. tbl. Mikið annríki hjá lögregiunni á nýársnóft. LÖGREGLAN í Reykjavík liafði í jnörgu að snúast á gamtárskvöid og nýársnótt, — einda þótt ekki hafi dregið til meinna alvarlegra tíðinda, að því er blaðinu var tjáð í gæi'. Um 300 strákar munu hafa safnazt saman í miðbænum, en ekki höfðu þeir sig mjög í frammi, Mjög mörg útköll bárust lögreglunni og tókst henni að sinna öllu með sínum átta bíl- um, sem í gangi voru, nema ósk um fólks um að aka sér heim. Ógerningur var að anza slíku, end-a margir strandaglópar í bænum. Klukkan rúmlega tvö tók að snjóa og hættu þá marg- ir leigubílar akstri, einmitt þeg ar þörfin var hvað mest fyrir þá. Ekki var kunnugt um nein skemmdarverk. —• Ölvun var álitin svipuð og undanfarin áramót. Einn árekstur varð, — þar sem ölvaður ökumaður var annars vegar, 19 SLYSATILFELLI, Til Slysavarðtsofunnar leit- uðu alls 19 manns á sólarhringn um kringum áramótin og er það naéira en áður hefur verið. — Stöfuðu slys þessi af sprengjum og „kínverjum11, þar af meiri hlutinn af ,,kínverjum“. A. m. k. þrír hlutu allslæm méiðsli, t. d. hlaut einn piltur nokkurn áverka á læri og annar á höfði. Annars voru þetta mestmegnis brunasár. Flestir hinna slösuðu voru unglingar. í flestum til- fellum urðu þeir sjálfir, sem með sprengiefni fóru, fyrdr slys um, en nokkrir vegna þess að í þá var kastað af öðrum. T. d. var einhvers konar „kínverja" varpað inn í bíl, þar sem hann lenti fyrst rétt fyrir neðan augu pilts nokkurs og var mildi að ekki hlauzt slys a-f. Síðan lenti sendingin á kápu stúlku einn- ar og skemmdi hana nokkuð. Sendimaður sprengjunnar gaf sig fram og tók á sig ábyrgð gerða sinna. Þá var það til tíðinda, að svifblys lenti inn urn glugga á Flókagötunni og þótti mikil mildi, að ekki hlauzt tjón af þeim sökum. Slökkviliðið var aðeins kall- að út einu sinni um áramótin, seint á nýársnótt. Var þar um gabb að ræða. Voi'u áramótin með eindæmum róleg lijá slökviliðinu að þessu sinni. Hikil! viðbúnaiÉ vegna | MYND þessi var tekin á f | gamlárskvöld um 12-lcyt- I I ið. Var myndavélin lát- = f in standa opin í 5 mínút- | f ur og árangurinn varð = | sá, er sjá má. — Mikið | 1 var skotið á loft af flug- = | eldum sem venja ber til | = en brennur voru um 70, 1 | stærri og smærri. | ii 11 ii ii 11 ii ii i ti 111111111 < ii i it 1111111111 n 111111 ii 1111111111111 iii i Dregur til tíðinda í samningum við úivegsmenn! STÖÐUGIR fundir um rekst- ursgrundvöll útvegsins hafa staðið yfir undanfarið. Kl. 10 í gærkvöldi hófst fundur og var búizt við að hann stæði langt fram á nótt. Skyldi þess freist að að ná samkomulagi á þeim Framhald á 3. siðu. íbuðar 1200 manna þorps verða að fara burtu eða ofan í kjallara 77 Hásefa tók úf af Sólborg Fregn til Alþýðublaðsins. ísafirði í gær. ÞAÐ slýs vildi til um borð í togaranum Sólborgu frá ísa- firði aðfaranótt 2. þ. m., að einn hásetanna, Skúla Hérmannsson frá .Hnífsdal, tók út, er skipið var nýbyrjað veiðar við Ný- fundnaland. Skipverjum tókst að ná hásetanum um borð aft- ur en lífgunartilraunir reynd- ust árangurslausar. Togarinn fór nxeð líkið til Bona Wista á Nýfundnalandi og verður flutt þaðan heim. — Skúli Her- mannsson var fertugur að aldri. Hann lætur eftir sig konu og 5 börn. — B. S. Havana og London 2. jan,. — (Reuter). UM NÝJÁRSHELGINA gerð ust þau tíðindi mai'kverðust úti í heimi, að uppreisnarleiðtogan- um Fidel Castro tókst að hrekja einræðisberrann Batista úr landi. Fór Batista flugleið- is til samstarfsmanns síns Truj- iJlo í Dóminíkanska lýðveldinu. Fidel Castro hefur árum samian staðið í baráttu við Batista, eða síðan hann kom úr útlegð í Mexíkó ásamt um 100 félögum ^ínum, sem flestir voru drepnir skömmu eftir landgöngu á Kúpu. Þess er skemmst að minnast, að í fyrra gerði Castro tilraun til að Játa til skarar skríða, en sú tilraun tókst ekki. Hins ’veg ar hefur Castro löngum ráðið alkniklum lands'svæðum utan borganna, þar sem her einræðis lierrans hefur ekki fengið við neitt ráðið. Einum eða tveim dögum fyr- ir gamlársdag hófust svo átök að nýju og vegnaði mönnum Castros nú betur en áður, svo að ekki leið á löngu, áður en Batista sá, að við svo búið mátti e'kki standa, ef -hann átti lífi að halda. Fór hann því úr landi ásamt allmörgum nánustu sam- starfsmönnum sínum. Ýmsir sendiherrar Kúbu er- lendis haifa þegar lýst yfir stuðn ingi við Castro. Sendiherra Kúbu í London sagði í gær, að hann væri sendiherra sem starfsmaður utanríkisþjón- ustunnar en ekki sem stjórn- málamaður og óskaði eftir að halda því áfram. Hann líkti Battista uppreisnum í landi sínu við „vaxtarverki unglings“. Ha:an kvaðst sjálfur einu sinni h ifa verið uppreisnarmaður, er ha m 1933 krafðist þess af Bathta, að hann segði af sér sem y—r- maður hersins. Tass-fréttastofan rússneska fagnaði í gær atburðunum á Kúbu og kvað vonir Bar (a- ríkjamanna nm að stöðva fra n- sókn lýðræðisins á Kúbu — „springju nú eins og sápukúl- UG“ ÓÖLD í HAVANA. Á föstudag höfðu uppr-' r<- armenn undir forustu Ca: ros hershöfðingja náð öllum v d- um- á Kúbu og voru hersv ir hans komnar til Havana h’-'f- uðborgar eyjarinna-r. Þar hp-fa orðið allmikil átök og h- 'ar mánna hafa farið ránshendi urn borgina. Verkalýðssamtö'-'in hafa íýst yfir allsherjarve:, k- Framhald á 3. síðu. ' sóííi sjúklinga tii Egilssfaða á nýársdag FLUGFELAGI ÍSLANDS barst beiðni á nýársdagsmorg- un um að senda fiugvél til Eg- ilsstaða til að sækja mikið veikt barn, seni nauðsynlega þyrfti að komast á sjúkraluis án tafar. Lagði „Gljáfaxi" af stað austur kl. 2 undir stjórn án fangelsi ffyrir nauðgun Langscheid. 2. jan. (Reuter). KALLARI þorpsins Langsch- eid í V.-Þýzkalandi gekk í dag ■um götur þorpsins og skipaði kinum 1200 íbúum þorpsins ann aðhvort að hverfa frá heimiluni Ktnum eða hafast við í kjöllur- um n. k. þriðjuda-g, er reynt verðui- að gera 12.000 punda sprengju frá síðasta stríði ó- virka í vatnsuppistöðu í grennd iwni, Fjöldi sjúkrabifreiða hef- ur verið fenginn til að flytja aídraða, sjúka og börn burtu af hættusvæðinu, en Jiinir húf^- rakkari hafa borið matvæli og slíkt niður í kjallara o-ghyggjast hafast þaj- við á meðan sprengj- aa er gerð óvirk. Þetta er stærsta sprengjan, Framhald á 3. slffiu. Dæmdur í 2ja í SAKADÓMI Reykjavíkur var 12. deseniber s- 1. kveðinn upp dómur í máli tvítugs sjó- manns sem ákærður hafði ver ið fyrir nauðgun. Var hann dæmdur í tveggja ái’a fangelsi og sviptur borgaralegum rétt indum, Skaðabótakröfur stúlk unnar, sem voru að upphæð 27. þúsund krónur, voru tekn- ar til greina. Málsatvik voru þau, að stúlka nokkur var í gleðskap ásamt þrem karhnönnum í sumarbústað fyrir utan bæ- inn. Það kemur að því, að öl- fönjr þrýtur, en von var á bíl frá Reykjavík, sem beðinn var að koma með ölföng. Það vildi svo til, að sá bíll bilaði á leið- inni. Gerast menn þá þyrstir og óþolinmóðir. Er þá farið og hringt á bíl. En samjtvæmt beiðni ákærða fara hinir karl- mennirnir út. Þegar stúlkan verður vör við það, biður hún þá að fara ekki, en þeir segj- ast aðeins ætla að fara á móti bílnum og verði stutta stund. VARÐIST 4 STUNDIR. Þegar þeir eru farnir, fer ákærði að leita á konuna. — Hún lirindif lionum frá sér, en hann lætur sér ekki segjast Verða nú mikil slagsmál og tókst stúlkunni að verjast í fjórar klukkustundir og sleppa fjórum sinnum út úr húsinu, en maðurinn náði henni alltaf aftur og bar inn í hús. Þegar hér var komið, var stúlkan orðin örmagna af þreytu og illa útleikin og tókst manninum að komla fram vilja sínum. Maðurinn áfrýjaði ekki til Hæstaréttar. Snorra Snorrasonar og Ingi- mars Sveinbjörnssonar. Þrátt fyrir óhagstæð veður- skilyrði á Egilsstöðum lenti „Gljáfaxi1* þar eftir rúmlega eins og hálfs tíma fjug frá Reykjavík. Komið var með sjúklinginn á flugvöllinn í sama mund og flugvélin lenti. Komið var til Reykjavíkur kl. 5,30. Beið þá bifreið á flugvell- inum, sem flutti sjúklinginn á Landsspítalann, þar sem dr. Gunnlaugur Snædal skar hann upp stuttu síðar. Sjúklingurinn heitir Árni Finnbjörn Þórarinsson, sex ára að aldri. Hann þjáðist áf slæmri botnlangabólgu, en leið eftir atvikum vel í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.