Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 9 Nú liggur leiðin til Portúgal Vandlátir ferðalangar sækja nú æ meira til Portúgal. Það er ekki að undra því landið er afar fallegt, íbúarnir einstaklega gestrisnir og baðstrendurnar hreinar og fallegar. Verðlag er mjög hagstætt og . pyngjan léttist lítið þótt ekkert sé sparað í mat eða drykk. 2ja vika ferðir til Algarve frá kr. 44.900,- Sérfræðingar okkar annast bókun og veita þér nánari upplýsingar. Aðalskrifstofan Álfabakka er opin á laugardögum kl. 10 - 14. Anna Sigga Ellerup Álfabakka Anna Hansdóttir Álfabakka Kolbrún Einarsdóttir Pósthússtræti Gunnhildur Gunnarsdóttir Suðurgötu URVAL'UTSYN * Staðgreiðsluverð miðað § við 2 fullorðna og 2 börn g yngri en 12 ára. FERDASK RIFS TOFAN saga SUÐURGÖTU 7 • SÍMI 624040 Álfabakka 16. sfmi 60 30 60 og Pósthússtræti 13. slml 26900. FARKORT !| FÍF Frá Heiðmörk Mengun og vettvangsblinda Fáir málaflokkar njóta meiri hylli almennings um þessar mundir en umhverfismálin — ekki sízt umhverfisvernd, mengunarvarnir, land- græðsla og skógrækt. í þessum efnum, sem fleirum, er gjá milli sjálfstæðismanna og vinstrimanna. Sjálfstæðismenn láta verkin tala, ekki sízt í höfuðborginni, en fjas og orða- flaumur einkennir afstöðu vinstrimanna. Strandlengjan í forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær er fjallað um mengun i Reykjavík og því sem blaðið kallar aðgerðarleysi borgar- yfirvalda. Þar segir m.a.: Fréttimar um mengun sjávarlengjunnar með- fram höfuðborgiimi eru enn ein staðfestingin á aðgerðarleysi borgar- yfirvalda í umhverfismál- um.“ Hér er hallað svo réttu máli að undrum sætir. I þessari forystugrein Al- þýðublaðsins, sem og mörgum öðrum, er ferið með svo rangt mál, að það getur varla verið til- viljun. Annaðhvort er liöfundur þess ótrúlega illa upplýstur eða þá að hann vílar ekki fyrir sér að fara með ósannindi. Það má meðal annars sjá af þessari setningu i forystugreininni: „Hreinsun strand- lengju borgarinnar kost- ar þijá milljarða. Hvers vegna hefur Reykjavík- urborg ekki varið nein- um Qármunum i hreinsun tfi þessa?“ Það er með ólíkindum, að framkvæmdir borgar- innar undanferin ár til hreinsunar strandlengj- unnar hafi getað ferið framhjá þcim Alþýðu- blaðsmönnum. Umfengs- mikil áætlun er í gangi um lagningu skolp- leiðslna langt á haf út og byggingu afkastamikilla dælustöðva í því sam- bandi. Borgin hefur til þessa varið 700 milljón- um króna til verksins. Það eru engir smápen- ingar. Hreinsun strandlengj- unnar í heild er talin kosta 3 milfjarða króna á núverandi verðlagi. Það er þó rétt l\já Al- þýðublaðinu. Vegna kostnaðarins og umfengs verksins er þvi dreift á allmörg ár, en þó er mið- að við að strandlengja höfúðborgarinnar verði orðin hrein fyrir alda- mót. Grín og græna byltingin f þessu sambandi er rétt að rifja upp, að vinstri flokkamir í borg- inni börðu bumbur fyrir borgarstj ómarkosning- amar 1978 og kváðust myndu taka til hendi við hreinsun strandlengj- unnar. Illu heilli fengu vinstri flokkamir meirihluta í borgarstjóm og tók á annað kjörtimabil fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hreinsa til eftir þá, því má jafiia til umhverfisaf- reks. Vinstri flokkamir stór- hækkuðu útsvarið, fest- eignagjöldin og aðstöðu- gjöldhi, svo og ýmis kon- ar þjónustugjöld. Auk þess steyptu þeir borgar- sjóði og stofiiunum borg- arinnar í skuldafen með látlausum lántökum, ekki sízt gengistryggðum er- Icndum lánum. Hvað gerði svo vinstri meirihlutinn við allt þetta fé? Hvað var miklum hluta þess varið til hreinsunar strandlengj- unnar? Nákvæmlega engu. Ekki er heldur vit- að til þess, að vinstri meirihlutinn hafi unnið nein afrek á sviði um- hverfismála, enda ekki við því að búast af liði, sem gerði grín að hinni svonefndu „grænu bylt- ingu“ borgarstjómar- meirihluta Sjálfstæðis- flokksins á sinum tima. Malbik og blikkbeljur Einhver mesta bylting í umhverfismálum í Reykjavík var áætlun Sjálfstæðisflokksins um malbikun gatna í borg- inni á sinni tíð. Það var mikið afrek, sem ekki á að gleymast. Svipur borgarimiar gjörbreytt- ist þegar fólk losnaði við rykið og drullupollana. En vinstri liðið í þá tíð var samt við sig. Það sá ofsjónum yfir þvi fé, sem fór í inalbikun gatnakerf- isins. Það talaði um, að fénu væri betur varið til „félagslegra umbóta" og ásökuðu sjálfstæðismenn um að taka „blikkbelj- una“ fram yfir fólkið. Gróður og blinda Hinir sjálfskipuðu' „eigendur" náttúmnnar á vinstri vængnum mættu ennfremur minn- ast þess, að það var und- ir forystu Sjálfctæðis- flokksins í borgarstjóm sem Heiðmörkin var frið- uð og hafið þar ótrúlega umfangsmikið skógrækt- arstarf. Borgarbúar, fé- lög þeirra og samtök hafe lyft Grettistaki í Heiðmörk og gert að unaðsreit. Framsýni borgar- stj ómarmeirihlutans við ræktun Heiðmerkur hef-. ur stuðlað að þeirri bylt- ingu í umhverfismálum, sem orðin er í borginni og reyndar víða um land. Það vita allir þeir, sem vilja vita, að unnið hefur verið þrotlaust starf um langt árabil við það að fegra borgina, planta blómum og gróðursetja tré. Núverandi borgar- sljómarmeirihluti hefúr ekki látið deigan síga í þeim efiium. Má geta þess, Alþýðublaðinu til upplýsingar, að ráðgert er að planta 550-600 þús- und tijám i borgar- landinu nú í sumar. Það em steinblindir menn, sem koma ekki auga á gróðurreiti borg- arinnar, jafiivel á þeim nýja vettvangi, sem þeir hafe haslað sér. BAÐMOTTUR OG BAÐHENGI Óskum eftir umboðsmönnum landsbyggðinni. pS S. ARMANN MAGNÚSSON HEHDVERSIUN SKÚTUVOGl 12j SlMI 687070 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar 679053 - 679054 - 679056 Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. BAÐHUÐUN Hlíðarvegi 11- 200 Kópavogur Endurhúðum hreinlætistæki. Gerum gamla badsettid sem nýtt. Símar: Stmtei 985-32282

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.