Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 31

Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 31 Norræna stórsveitin á sinni fyrstu æfingu í gær. Morgunblaðið/Sverrir Jassútvarpsdagar: Norræna stórsveitin á fyrstu æfingunni NORRÆNA stórsveitin, sem leik- ur í Borgarleikhúsinu næstkom- andi sunnudag, æfir nú í sal Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna við Rauðagerði. Sænski hljómsveitarstjórinn og tónsmiðurinn Gugge Hedrenius mun stjóma flutningi eigin verks á tónleikunum, sem er svíta í þremur þáttum, en öðrum verkum stjórnar Finninn Jukka Linkola, sem jafn- framt á nokkur verk á efnis- skránni. Tónleikunum í Borgarleik- húsinu verður útvarpað og Ríkis- sjónvarpið mun taka þá upp. í frétt í Morgunblaðinu í gær sagði að tveir íslendingar ættu sæti í stórsveitinni. Það er rangt því auk þeirra Stefáns og Björns Thoroddsens gítarleikara, leika með sveitinni Rúnar Georgsson saxafón- leikari, Sigurður Flosason saxafón- leikari, Eðvarð Friðriksen básúnu- leikari, Eiríkur Pálsson trompetleik- ari og Asgeir Steingrímsson tromp- etleikari. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ■ FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fjör- gyn, íbúasamtök Grafarvogs og Garðyrkjufélag Islands standa fyrir fræðslu um garðyrkju og garðrækt laugardaginn 12. maí kl. 10—12 í Félagsmiðstöðinni Fjör- gyn. Sigríður Hjartar, formaður Garðyrkjufélags íslands, kynnir fé- lagið, Pétur Jónsson landslags- arkitekt fjallar um skipulag garða, Ólafur Björn Guðmundsson, rit- stjóri Garðyrkjuritsins, talar um fjölærar jurtir og Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykj avíkurborgar, fjallar um garðinn og umhverfi hans í Grafarvogi. Fundargestum verður boðið upp á kaffi. Vélagsúf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 21.30 í Neskirkju í tilefni 95 ára afmælis Hjálpræðishersins á ís- landi. Kommandör K.A. Solhaug talar og majór Daníel Óskarsson yfirmaður stjórnar. Davíð Odds- son, borgarstjóri, séra Heimir Steinsson og séra Frank M. Halldórsson flytja ávörp. Her- söngsveitin og lúðrasveit sjá um söng og tónlist. Útvarpssamkoma sunnudag kl. 11.00 í Neskirkju á vegum Hjálp- ræðishersins. Ofursti Guðfinna Jóhannesdóttir talar. Allir eru velkomnir. Útivist Sunnudagur 13. maí Meitlarnir ki. 10.30. Skemmtilegt svæði milli Hvera- dala og Þrengslavegs. Gengið á báða Meitlana. Ekki mjög erfið fjallganga. Þórsmerkurgangán ki. ,10.30. Þetta er 8. áfangi hinnar vinsafelu Þórsmeikurgöngu. Gengið frá Skálmholti niður með Þjórsá að Sandhólaferju. Stað- fróðirÁrnesingar slást í hópinn. Kl. 13.00 miðdegisferð. Samein- ast morgungöngunni við Vill- ingaholt. Skoðunarferð ki. 13.00. Komið til móts við óskir eldri borgara um skoðunarferð í rútu fyrir þá, sem ekki treysta sér til að ganga langar vegalengdir. Stansað á áhugaverðum stöðum og gengið um í fylgd staðfróðra manna. Brottför í allar ferðirnar frá BSÍ-bensínsölu. Stansað yið Árbæjarsafn. Simi/símsvari Úti- vistar 14606. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG © ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533 Fuglaskoðunarferð F. í. laugardaginn 12. maí Kl. 10.00 fuglaskoðun um Suðurnes og víðar Víða verður staldrað við á leið- inni m.a. á Álftanesi, Hafnar- firði, Garðskaga, Sandgerði, Hafnabergi, Reykjanesi og Grindavík. Farfuglarnir eru óðum að skila sér til landsins. í ferð- inni á laugardaginn verður fróð- legt að ganga úr skugga um hvaða tegundir eru komnar. Fuglaskrá Ferðafélagsins verður afhent farþegum, en í henni eru heimildir um komu farfugla í þessum árlegu ferðum síðustu 20 ár. í fýlgd glöggra leiðsögu- manna geta þátttakendur lært að þekkja fugla og um leiö fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Kjörin fjölskylduferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn. Verð kr. 1.300,-. Æskilegt er að taka með fugla- bók og sjónauka. Fararstjórar: Gunnlaugur Pét- ursson, Haukur Bjarnason og Gunnlaugur Þráinsson. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG © ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Sunnudagsferðir F.í. 13. maí 1. Kl. 9.30: Verferð 2: Skipaskagi - Sólmundar- höfði - Kalmansvík Fróðleg ganga á Akranesi í fylgd staðkunnugs heimanns; Björns Finsen. Hugað að örnefnum og sögu m.a. útræði fyrri tíma. Byggðasafnið að Görðum skoð- að. Verð kr. 1.400,-. Börn 8-13 ára greiði hálft gjald. 2. Kl. 9.30: Fjall mánaðarins: Skarðsheiði Gengið frá Efra-Skarði á Heiðar- horn (1053 m). Spennandi fjall- ganga. Verð kr. 1.400,-. Brottför í ferðir 1 og 2 með Akraborg kl. 9.30 frá Grófar- bryggju. 3. Kl. 13.00: Hvítanes - Fossá Strandganga við alira hæfi f Hvalfirði. M.a. skoðaðar minjar frá striðsárunum. Hugað að fjörulífi m.a. krækling. Tilvalin fjölskylduferð. Verð kr. 1.000,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin í ferð 3. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd fullorðinna í ferð 3. Kvöldganga á miðvikudag 16. maíkl. 20.00: Sólarlagsganga við Lónakot. Ferðafélag íslands. mm. Munum utankjörfuíidarkosninguna Þeir, sem verða að heiman á kjördag, geta kosið utan kjörfundar. í Reykjavík fer utankjörfundarkosning fram íÁrmúlaskóla við Ármúla alla daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22, nema sunnudaga frá kl. 14-18. Allar upplýsingar um utankjörstaðakosningu eru veittar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í símum 679053, 679054 og 679056. Þeir, sem búast við að verða að heiman á kjördag, 26. maí, eru minntirá að kjósa utan kjörfundar. Borgarstjórnarkosningar 26. maí 1990 ;m. W&Æé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.