Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 LJÓÐRÆNN EIMAI.DLEIKI Myndlist Bragi Ásgeirsson Ætli stefið í sýningu Tryggva Ólafssonar í Gallerí Borg þessa dagana sé ekki einmitt það sem hann segir sjálfur í viðtali: „Þú hleypur ekki frá þeim stað sem þú kemur frá.“ Þetta er maður nú einmitt stöðugt að minna á í skrifum sínum því að það er sláandi hve hinir framsæknustu núlistamenn eru þjóðlegir um leið. Tryggvi horfist í augu við uppruna sinn og vill vera honum trúr og þá ekki einasta í orði heldur líka á borði. Og þrátt fyr- ir að málverk Tryggva séu mjög færð í stílinn eins og það heitir, þá kennir skoðandinn einmitt heilmikið af uppruna gerandans í vinnubrögðum hans. Myndimar eru með sanni eng- in skýrsla né kortagerð umhverf- isins heldur eins og leifturbrot eða kannski heldur brotabrot úr umhverfi og minningu lista- mannsins, sem sett er í eina formræna samfellu. Maður kennir ýmis þekkjanleg form í myndunum, stundum eru þau augljós en í annan stað líkast myndrænni felumynd þar sem iausnin liggur svo til í sjónmáli en reynist svo margræðari en ætlað var. Þessi leikur og glíma við einfaldleikann hefur lengið verið á dagskrá hjá Tryggva Ólafssyni en aldrei hefur hann þó gengið jafnt langt í einfald- leikanum eins og í sumum mynda sinna frá seinni árum svo sem sér stað í myndinni „Frón“ (8). Hér er um opna og sterka mynd- ræna skírskotun að ræða og í beinni andstöðu við hinar tvær dökku, ljóðrænu og stemmning- arriku myndir, er bera báðar nöfnin „Nótt“ (15 og 20). Hreint klár og mögnuð er svo myndin „Bráð“ (17), sem talar einhvernveginn svo sterkt til skoðandans í opinni og hnitmið- aðri formbyggingu sinni þar sem lóðrétt og hvöss myndbygging er eins og vísun á nýskeðan at- burð. Tryggvi leggur mikla rækt við hreina og tjáríka línu er gegnir margþættu hlutverki t.d. að skipta lit og formum ásamt því að vera í senn teikning og bregða upp rismikilli burðargrind. Listamaðurinn er sem sé í miðju verki í glímu sinni við form, línu og liti og vinnur hér markvisst og rökrétt eins og all- ir er flýta sér hægt... Píanótónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Sigurður Marteinsson hélt sína fyrstu einleikstónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, sl. mánudag. A efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, Hafliða Hallgrímsson, Chopin og Beetho- ven. Fyrsta verkið var sjötta partít- an eftir Bach sem Sigurður lék af nokkru öryggi. Partíta þessi er um margt sérstæð, t.d. fyrsti þátturinn, sem er „toccata og fuga“ ogsíðasti kaflinn, „gigue“, frábær en sérkennileg í hryn- skipan, lík sams konar kafla í fyrstu frönsku svítunni. Vöggu- ljóð á vetrarkvöldi eftir Hafliða Hallgrímsson er hugleiðing um fjögur íslensk þjóðlög, haglega gerð tónsmíð, sem Sigurður flutti vel. Tvö næturljóð og F-dúr ballað- an eftir Chopin voru næst á efn- isskránni. Næturljóðin voru helst til einlit í hljóman en skýrlega flutt. F-dúr ballaðan er sérkenni- leg tónsmíð og mjög andstæð kaflaskipan hefur reynst mörg- um erfið hindrun. Sigurður á ýmislegt til en skortir ennþá tækni að geta leikið sér með tónmál þessa erfiða verks, sér- staklega í miðþættinum og „cod- anum“. Lokaviðfangsefnið var meist- araverkið, „Sonata appassion- ata“ eftir Beethoven. Til að flytja það verk vel þarf meira til en fingrafimi og tækni í mótun blæ- brigða, því þar er um að ræða stórbrotið tónverk. Þrátt fyrir að margt væri fallega mótað hjá Sigurði vantaði nokkuð á að hann hefði full tök á verkinu. Sigurður er enn í framhalds- námi. Hann er á góðri Ieið, hefur þegar margt fram að færa og er ágætlega músíkalskur, svo að enn verður engu spáð um fram- gang hans sem konsertpíanóleik- ara. Brúðkaup Síríusar og Júlíu. Björn Ingi Hilmarsson og Edda Arnljótsdóttir í hlutverkum sínum. Brúðkaupsgestir í baksýn. Glataðir snillingar Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Nemendaleikhúsið: Glataðir snillingar eftir skáld- sögu Williams Heinesens Leikgerð: Caspar Koch. Þýðandi: Þorgeir Þorgeirsson. Leikmynd og búningar: Guðrún S. Haraldsdóttir. Tónsmíðar: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing, hljóð og tæknivinna: Egill Ingibergsson. Leikstjóri: Steíán Baldursson. Heinesen ætti að vera bók- menntafólki að góðu kunnur hér á landi. Þorgeir Þorgeirsson hefur unnið ötullega að því að kynna fyrir okkur helstu verk þessa snjalla rithöfundar. Heinesen varð níræður í janúar sl. og á langa ritævi að baki. Flest verka hans fjalla um Þórshöfn (eða einhvern annan stað í Færeyjum) fyrir stríð og áður en nútíminn hélt innreið sína í færeyskt aldamótasamfé- lag. Aðal hans er frábær frásagn- argáfa og persónusköpunin með eindæmum skýr og skemmtileg. Það eru reyndar sjaldnast alveg venjulegar persónur sem hann lýsir heldur sérstæðir persónuleik- ar sem verða manni minnisstæðir löngu eftir að lestri er lokið. Glataðir snillingar er engin undantekning hvað þetta varðar. Þar kemur fram hver persónan á fætur annarri og verkið iðar af lífi. Það gerist í færeyskum smábæ í kringum aldamótin og hnitast aðallega um þijá bræður, glötuðu snillingana Márus sem er tónlistarmaður, Sírus sem fæst við yrkingar og Kornelíus tón- skáld. En í bænum búa líka aðrir litríkir persónuleikar s.s. Óli sprútt, Janniksen í smiðjunni og frú hans, Urður á Klöpp og blinda dóttirin hennar hún Kornelía, Jacobsen ritstjóri o.fl. o.fl. Svo má ekki gleyma hinu kristilega félagi Iðunni og vakningarstarfi því sem meðlimir þess reyna að vinna meðal bæjarbúa við litlar vinsældir. í byrjun leiksins erum við stödd þar sem Orfeus, fulltrúi yngstu kynslóðarinnar, tekur á móti fiðlu að gjöf frá Boman föður snilling- anna. Boman lifði fyrir tónlistina. í henni bjó sú kátína og lífskraft- ur sem að hans mati gerði lífið þess virði að lifa því. Og það er Orfeus sem auðnast það að fara burt og gefa sig á vald listinni. En á undan honum eru gengnar ótal kynslóðir týndra snillinga sem báru listgáfuna í bijósti en þeirra tími kom aldrei. Það eru einmitt þessir týndu snillingar sem krydda líf hversdagsins og lyfta okkur upp úr grámyglunni. Og það er saga þeirra sem er sögð í þessu verki Heinesens. Uppsetning Nemendaleikhúss- ins er lífleg í alla staði og kemur þessu færeyska mannlífi vel til skila. Fyrir hlé eru atriðin flest stutt, smámyndir úr lífí bræð- ranna og samskiptum þeirra við annað fólk. Það skiptast á skin og skúrir, hlátur og grátur en tónlistin lifir alltaf. Og það er mikil músík í þessu verki sem kemur með skemmtilega stemmn- ingu, einkum er manni dillað í færeyskum dansi með tilheyrandi söng og harmóníkumúsík. Eftir hlé eru atriðin lengri enda er þá verið að leiða sögu hvers bræð- ranna til lykta. Endalok þeirra eru dapurleg en þeir áttu jafnframt sínar gleðistundir og kættu aðra með spilamennsku í Mávinum. Stundum fannst mér teygt um of er á leið, kannski er það einungis vegna þess hve hratt var farið af stað og mikið fjör í fyrstu. Söngat- riði þeirra Leónóru, fegurðardísar þorpsins, og Síríusar, sem þjáist af vonlausri ást til hennar, er langt og deyfir. Leikarar voru allir í fleiri en einu hlutverki og aðdáunarvert hvað þeir áttu auðvelt með að skipta á milli ólíkra hlutverka á örskömmum tíma. Það er engan veginn hægt að gera öllum hlut- verkunum skil og verður hér að- eins stiklað á stóru en það þýðir þó engan veginn að það sem er sleppt sé á einhvern hátt verra. Bræðurna þijá leika þeir Baltasar Kormákur, Björn Ingi Hilmarsson og Hilmar Jónsson. Þeir drógu upp skýrar myndir af þessum lán- leysingjum en einna eftirminnileg- astur var Kornelíus sem Hilmar lék. Hann skapaði mikla samúð með þessum svolitla einfeldningi, stam hans og andlitskækir var allt í hóf stillt og gerði bara per- sónuna minnisverðari. Katarina Nolsöe (færeyskur gestanemandi) lék konu Janniksens í smiðjunni, sú er mikil á velli og lúskrar dug- lega á bónda sínum milli þess sem hún sækir fundi hjá kfistilega fé- laginu Iðunni. En hún lék líka Leónóru sem er meira af andanum en líkamanum. Katarina gerði þessum hlutverkum, svo ólík sem þau eru, góð skil og hún naut sín líka ágætlega í söngatriðum. Edda Arnljótsdóttir lék hina dul- arfullu Urði á Klöpp og nornahlát- ur hennar hljómaði á milli veggja. Edda er kraftmikil leikkona og hefur vel þjálfaða rödd. Harpa Arnardóttir leikur m.a. frú Nille- gard, kristilega sál sem gleypir hrátt hvert orð er hrýtur af munni Ankersens sparisjóðsstjóra og yfirpostula í Iðunni. Harpa leikur mikið með andlitinu og litlum líkamshreyfingum, og yfirleitt á skemmtilegan hátt en má kannski varast að festa sig um of í þeim. Matti Gokk er skúrkurinn sem hagnýtir sér hinar einföldu þorps- sálir, það er Erling Jóhannesson sem fer með hlutverk hans. Erling leikur á rólegan og yfirvegaðan hátt þannig að lymskan kom vel í ljós. Eggert Arnar Kaaber fer með Ijögur hlutverk þ.á m. hlut- verk Orfeusar og Ola sprútt, gam- als sjóara. Hann gerir það ágæt- lega en virkar stundum stífur. Ingvari Eggerti Sigurðssyni virð- ast vera lítil takmörk sett í sínum hlutverkum. Hann fer einnig með ijögur hlutverk og ber þar hæst Ankersen sparisjóðsstjóra. Það er að sönnu þakklátt hlutverk; hinn kristilegi bindindispostuli sem má ekki vamm sitt vita, a.m.k. á yfir- borðinu. Ingvar gætir sín þó á því að skopstæla ekki um of. Hann hefur alla burði til þess að vera skemmtilegur leikari sem spilar á hin fínlegu svipbrigði og blæ- brigði raddar. Eins og áður segir skiptir tón- list talsvert miklu máli í verkinu og er ekki annað hægt að segja en að tónlist Gunnars Reynis falli vel inn í og undirstriki andrúms- loft og anda verksins. Þorvaldur Björnsson leikur á píanó, orgel og harmonikku, lifandi hljóðfæra- leikur lífgar alltaf mikið upp á sýningar og svo er einnig nú. Eitt af því sem gerir það svo spennandi að fara í Nemendaleik- húsið er að maður veit aldrei hvernig sviðið verður eða hvar áhorfendum er ætlað að sitja. Það er ekki stór salurinn í Lindarbæ en það er hreint ótrúlegt hvað er hægt að teygja hann og toga. í þetta skiptið er sviðsmyndin ákaf- lega einföld. Sviðið er þríhyrning- slaga og út úr hveiju horni ganga armar sem notaðir eru til út- göngu. Búningarnir eru vel unnir á raunsæislegan hátt, það er eitt- hvað svo hlýlegt og gamaldags við þessar þykku munsturpeysur. Glataðir snillingar er síðasta verkefni þessara leikaraefna og í allan stað ágætt kveðjustykki. Erfitt nám er að baki en sjálfsagt enn erfiðara framundan í leikhús- skóla lífsins. Þessi hópur virðist þó hafa ýmislegt til brunns að bera og óska ég þeim góðs gengis í sambúð þeirra við leikhúsgyðj- una í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.