Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAl 1990 41 Guðný Sveinsdóttír ljósmóðir — Minning Fædd 9. apríl 1903 Dáin 6. apríl 1990 Þegar mér var sagt lát Guðnýjar Sveinsdóttur, frænku minnar frá Eyvindará, minntist ég ljóðlína, sem ég heyrði hana eitt sinn fara með: Lífið allt er undrum slungið, óráðin gáta á margan veg, svipulli gleði og sorgum þrungið, samvistin stutt en margvísleg. Guðný taldi helst að þær væru eftir þjóðsagnameistarann Sigfús Sigfússon. Faðir Guðnýjar var Sveinn Arna- son frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá (f. 20. mars 1866), einn margra systkina, sem eiga ijölda afkom- enda og ættmenna á Austurlandi. Móðir Guðnýjar var Guðný Ein- arsdóttir (f. 2. september 1877) í Refsmýri í Fellum. Árið 1889 flutt- ist hún með foreldrum sínum að Eyvindará og átti þar heima alla stund síðan. Móðir Guðnýjar Ein- arsdóttur var Guðný Jónsdóttir (f. 4. apríl 1838) í Refsmýri og uppal- in þar en móðir hennar, Guðbjörg, ein af 10 dætrum sr. Sigfúsar Guð- mundssonar, sem síðast var prestur að Ási í Fellum og nokkuð er frá sagt í þjóðsögum Sigfúsar Sigfús- sonar. Faðir Guðnýjar Einarsdóttur var Einar Þórðarson, ættaður úr Fell- um. Varð hann ráðsmaður í Refs- mýri árið 1876, eftir að Guðný Jóns- dóttir missti mann sinn, Gunnlaug Sveinsson. Einar og Guðný bjuggu saman ógift alla ævi síðan. Höfðu þau einstakt lag á vinnufólki, Guðný var því mild og góð og Einar líka, en með öðrum hætti. Einn í hópi vinnufólksins var Sigfús Sigfússon, sem var fyrst hjá þeim í Refsmýri en síðar á Eyvindará og dvaldi þar oft við ýmis störf um skemmri tíma. Hann átti þar griðastað og er nú komið í ljós að hann átti þar ómet- anlegt athvarf við skriftir sínar og sagnasöfnun. Síðar orti hann fögur minningarljóð um mæðgurnar á Eyvindará. Hann kenndi sig löngum við þann bæ. Átthagasamtök Hér- aðsmanna í Reykjavík og nágrenni reistu honum minnisvarða síðar. Guðný Einarsdóttir og Sveinn Árnason hófu búskap á Eyvindará eftir aldamótin. Elsta barn þeirra var Guðný, sem hér er minnst. Næstur í röðinni er Björn, ári yngri og áttu þau sama afmælisdag. Kona hans er Dagmar Hallgrímsdóttir frá Eskifirði og búa þau í Egilsstaðabæ. Þriðja í röðinni er Anna, fædd 1909, búsett, á Akureyri, var gift Eiríki Guðmundssyni úr Oxarfirði. Eiríkur er látinn. Fjórða í röðinni er Einhild- ur, fædd 1912, búsett á Akueyri, gift Marteini Sigurðssyni úr Fnjóskadal. Marteinn er einnig lát- inn. Yngst er Unnur, fædd 1923, búsett í Reykjavík, gift Baldri Kristjánssyni lögreglumanni. Öll eiga þau systkini uppkomin börn. Guðný Sveinsdóttir lærði að vinna það, sem þurfti á mannmörgu heimili í sveit á fyrstu áratugum aldarinnar. En skömmu fyrirtvítugt hleypti hún heimdraganum, dvaldi einn vetur við hannyrðanám á Ak- ureyri og lauk námi frá Húsmæðra- skólanum á Blönduósi vorið 1923. Kom hún þá aftur heim að Eyvind- ará. En skjótt skipast stundum veð- ur í lofti, því að í febrúar 1924 lét- ust foreldrar systkinanna með rúm- lega viku millibili. Féll nú á ungar herðar þeirra Björns og hennar að veita búskap og heimili forstöðu og sjá um uppeldi yngri systra sinna. Var yngsta systirin, Unnur, þá að- eins ársgömul. En Björn og hún reyndust vandanum vaxin, samhent og dugleg bjuggu þau á Eyvindará til 1947. Nýtt íbúðarhús reis þar af grunni árið 1937 en Guðný gat látið eftir sér að fara til ljósmóð- urnáms eitt ár og lauk því haustið 1936. Sá Einhildur systir hennar um heimilið á meðan. Strax að námi loknu tók Guðný ■ við ljósmóðurstarfi í Eiðaþinghá en var auk þess Ijósmóðir í Vallahreppi frá 1943 til 1954. Árið 1947 var Gunnhildur Tryggva dóttir - Minning Fædd 22. maí 1913 Dáin 20. apríl 1990 Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (St. G. St.) Þessar ljóðlínur komu í hugann við skyndileg veikindi og andlát tengdamóður minnar, en hún and- aðist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. apríl sl. eftir skamma legu. Þó árin væru orðin þetta mörg þá óraði engan af ástvinum hennar að kallið væri komið og Hérvistardagarnir á enda. Gunnhildur fæddist 22. maí 1913 á Rútsstöðum í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústína Gunn- arsdóttir, ljósmóðir, og Tryggvi Jónsson, bóndi á Rútsstöðum, er lengst af bjuggu á Svertingsstöðum í Eyjafirði. A Svertingsstöðum ólst Gunnhildur upp frá 9 ára aldri, næstelst fjögurra systkina, en þau eru: Sigurgeir, Guðrún Bergrós og Haraldur, sem öll búa á Svertings- stöðum. Gunnhildur stundaði nám við Húsmæðraskólann á Isafirði einn vetur. Annars vann hún að mestu á Akureyri á vetrum og heima á sumrin. Hún starfaði í tvö ár á Kristnesspítala og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Björnssyni smið frá Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Þau byrjuðu búskap á Dalvík árið 1937. Fyrstu árin leigðu þau á ýmsum stöðum á Dalvík. Þau keyptu Ás (gamla skólahúsið) sem Jón gerði upp og innréttaði. En fjölskyldan stækkaði og árið 1953 fluttu þau að Stórhóls- vegi 6 á Dalvík í stórt og fallegt tveggja hæða hús, sem Jón byggði sjálfur. íbúð ijölskyldunnar var á efri hæðinni en verkstæði Jóns á þeirri neðri. Þar hafa þau búið síðan. Gunnhildur og Jón eignuðust 7 börn, þau eru: Brynjar, kvæntur þeirri er þetta skrifar. Birnir, kvæntur Kristjönu Björgvinsdóttur, Bragi, kvæntur Ragnhildi Jónsdótt- ur, Gunnar, kvæntur Sigríði Rögn- valdsdóttur, Ágústína Guðrún, maki Valdimat' Snorrason. Auður Guðný, maki Rúnar Búason, Sigur- geir, kvæntur Steinunni Hauksdótt- ur. Auk þess ólst sonur Jóns af fyrra hjónabandi, Hjálmar Örn, upp hjá þeim_ að mestu. Hjálmar er kvæntur Ástu Dungal. Barnabörnin eru 21 og barnabarnabörnin 5. Öll eru þau búsett á Dalvík nema Hjálmar og Brynjar. Auk þess að ala upp stóra barna- hópinn sinn og sinna barnabörnun- um stundaði Gunnhildur vinnu utan heimilis af og til fram að 75 ára aldri. Öll störf léku í höndum henn- ar, sama hvort var matseld, hús- hald eða blómarækt. Ekki má gleyma garðinum á Stórhólsvegi 6, sem var stolt hennar, enda fagur og vel hirtur. Þar sagðist hún una sér hvað best við að planta og hlúa að gróðrinum. Undravert er hvað hún gat afkastað miklu úti sem inni. Kynni okkar hófust fyrir hartnær þrjátíu árum er ég kom á heimilið sem verðandi tengdadóttir. Þau hjón tóku mér af sérstakri alúð og hlýju og brátt urðum við Gunnhild- ur ekki aðeins góðar tengdamæðgur heldur einnig góðar vinkonur, og áttum saman margar yndislegar stundir sem yljað hafa gegnum árin. Gunnhildur var glaðvær að eðlis- fari og skemmtileg, sagði snilldar vel frá og var gædd næmu skop- skyni. Hún átti gott með að setja sig í spor annarra og kunni þá list að hlusta. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum að ungir jafnt sem aldnir leituðu til hennar. Það var ekkert kynslóðabil, „það var hægt að tala um allt við ömmu“, sagði eitt barnabarnið við mig nú ný- verið. Já það eru ot'ð að sönnu og aldrei kvailaði hún um eigin hagi. Enda af þeirri kynslóð sem lagði það ekki í vana sinn að vola og víla og vera ráðaleysið uppmálað. Það var engin lognmolla yfir húsráðendum á Stórhólsvegi 6 þeg- ar gesti bar að garði, hvort sem þeir áttu um langan veg að fara eða skamman. Þeir voru leiddir að veisluborði og veitt af alúð og rausn. Og þangað komu margir, skyldir sem vandalausir, og öllum var tekið ai' satna .myndarskap. Gunnhildur var mjög bókhneigð og las mikið, einkum nú seinni ár. Hún hafði yndi af að ferðast og betri og skemmtilegri ferðafélaga get ég ekki hugsað mér. Því miður urðu ferðirnar allt og fáar. Hún minntist hátíðarguðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir nokkrum árum sem eins þess eftir- minnilegasta á ferðum okkat'. Gunnhildur trúði á mátt bænarinnar og veit ég að bænir hennar hafa fylgt afkomendunum hvert sem leiðir hafa legið. Systurnar Guðrún og Gunnhildur voru mjög samrýmdar og voru bún- ar að ráðgera svo margt skemmti- legt á komandi suntri, en enginn ræður sínum næturstað og þær áttu báðar trúna um endurfundi á æðra tilverustigi. Eg veit að allir reyna eftir bestu getu að styðja afa, þó amma sé horfin. Nú að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina. Við geymum öll minn- inguna um stórbrotna sómakonu sem breiddi sig yfir velferð barna sinna af ást og umhyggju og miðl- aði gjöfum sínum af þeirri nær- gætni og hjartahlýju að ylja mun okkur meðan ævin endist. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) .,:;,.i))largrét Rögnvaldsdóttir Egilsstaðahreppur stofnaður og sjúkraskýli reist þar. Guðný tók þá að sér ljósmóður- og hjúkrunarstörf þar og gegndi þeim til 1954. Þá kenndi hún astmasjúkdóms og flutti til Reykjavíkur. Skömmu síðar gerðist hún ráðskona hjá ekkju- manni, Magnúsi Sveinssyni kenn- ara frá Hvítsstöðum í Mýrasýslu. Átti hann barnunga dóttur, Guðnýju Margréti. Guðný Sveins- dóttir gekk henni í móðurstað og árið 1958 giftist hún Magnúsi. Varð náið og gott samband milli þeirra mæðgnanna. Guðný og Magnús nutu þess að fylgjast sam- an með dóttur sinni. Hún er nú gift Helga Guðbergssyni lækni og eiga þau þtjú börn. Magnús Sveinsson lést skyndi- lega 5. maí 1989. Guðný bjó áfram í íbúð þeirra á Laufásvegi 27. Hún lést skyndilega aðfaranótt'6. apríl sl. og urðu því 11 mánuðir á milli þeirra. Þau voru bæði glæsilegir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem fæddist og ólst upp á fyrstu tveim- ur áratugum 20. aldar en mótaðist í lífsreynslu og starfi á næstu þrem- ur áratugunum. Guðný hélt alltaf sambandi við systkini sín og fólk á Héraði, fór stundum austur á sumrin og oft litu Héraðsmenn inn til hennar hér í Reykjavík. Hún fylgdist vel með uppvexti systkinabarna sinna og ræddi um þau með gleði. Þegar átthagasamtök Héraðsmanna í Reykjavík voru stofnuð hausUð 1972 varð hún meðlimur í þeim. Hún átti einnig tímaritið Múlaþing frá upphafi og naut þess að lesa þá mörgu þætti, sem þar er að finna. Magnús og Guðný áttu mjög vandað bókasafn. Ég minnist Guðnýjar sem elsku- legrar frænku, sem alltaf var gott að koma til, henni virtist eiginlegt að koma fagnandi til dyra. En allir vissu að hún var atorkusöm, ákveð- in og víðsýn. Hún hélt reisn og frjálsri hugsun til hinstu stundar, viss um hlutvet'k sitt í lífinu. Af framanskrifuðu má sjá að hún farin sinn rauða stein, þann gimstein sem ber dýpstan vott um líf hennar og starf. Systkinin og allir hennar nán- ustu minnast hennar með gleði. Ég votta Guðnýju Margréti Magnúsdóttur samúð við sviplegt fráfall foreldra hennar og bið henni og fjölskyldu hennar allrar blessun- ar. Sigurður Kristinsson Jón Vigfus Bjarna- son - Kveðjuorð Jón Vigfús Bjarnason garðyrkju- bóndi S. Reykjum, Mosfellssveit, lést á heimili sínu sl. laugardag, aðeins 63 ára að aldri. Mig langar að minnast þessa ljúfa nágranna og frænda fáum orðum. Faðir minn og Jowi, eins og hann var kallaður, óiust upp hlið við hlið, stunduðu báðir garð- yrkju við samhliða garðyrkjustöðv- ar, auk þess sungu þeir saman í kórum í áratugi, þannig að náið og gott samband myndaðist milli fjöl- skyldnanna sem aldrei hefur fallið skuggi á. Ég minnist þess hve vinnusamur hann var og eiginkonan og börnin samhent í hverju sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég hitti Jowa alltaf öðru hverju og fannst mér hann alltaf vera jafn hress og í sínu góða skapi. Fráfall hans kom mjög óvænt og erfitt er að sætta sig við það. En ekki er hægt að deila við þann sem öllu ræður. Minninguna um Jovva geymum við og þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að vera í nágrenni við hann. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna, þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjórnar hendi er það sem heitt í hug þú barst. (Einar Ben.) Innilegustu samúðarkveðjur til Hansínu, Bjarna Ásgeirs, Ástu, Kristjáns Inga, Baldurs og annarra ættingja og vina. Megi Guð vera með þeim og styrkja í þessum erfiðu tímum. Sveinn Sveinsson og fjöl- skylda, Bjargi, Mosfellssveit. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu ökkur samúð og vinarhug vegna andlóts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR EGILSDÓTTUR frá Efri-Sýrlæk. Guðlaug Snjólfsdóttir, Steinunn Snjólfsdóttir, Ingimundur Jónsson, Guðrún Snjólfsdóttir, Sigurkarl Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS FINNBOGASONAR frá Hjöllum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Elliheimilis isafjarðar og ‘ 3 einnig til Signýjar Rósantsdóttur og fjölskyldu fyrir ómetanlegan stuðning við hinn látna. Hulda Pétursdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Steingrímur Pétursson, Jens Pétursson, Kristján Pétursson, Helga Pétursdóttir, Karl Jóhannsson, Vilborg Ólafsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Eyþór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.