Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 Tjarnarskóli fímm ára: Ótvíræður árangur af starfinu - segja skólasljórarnir Margrét Theódórsdóttir og María Solveig Héðinsdóttir TJARNARSKÓLI er fimm ára um þessar mundir. Skólastjórar og stofnendur þessa einka- rekna skóla eru þær Margrét Theódórsdóttir og María Sol- veig Héðinsdóttir. I samtali við Morgunblaðið sögðu þær stöll- ur að skólastarfið hefði borið ótvíræðan árangur og fram- undan væri enn frekari fram- þróun. Tjarnarskóli fékk leyfi til rekstrar í júníbyijun 1985. Skól- inn starfaði fyrstu tvö starfsárin í Miðbæjarskóíanum en flutti því næst í Búnaðarfélagshúsið við Tjörnina, þar sem hann er nú til húsa. Reyndar eru enn nokkrar sérgreinar kenndar í Miðbæjar- skólanum og tölvufræðsla er kennd í Verzlunarskólanum nýja. Nemendur við Tjarnarskóla eru nú 75 talsins; ein bekkjardeild í hverjum árgangi, 7., 8. og 9.bekk. Hefur þessi tala ekki breyst frá stofnun skólans. Samtals 13-14 manns tengjast rekstri skólans á einn eða annan hátt, en 5 kennar- ar bera hitann og þungann af starfínu. Aðspurðar um það, að hvaða leyti starfið I Tjarnaskóla væri frábrugðið því sem aimennt tíðkaðist, sögðu skólastjóramir að skólinn skæri sig úr varðandi lengd skóladagsins. Skóladagur- inn í Tjarnarskóla er frá 8.15 til 16.00. Eftir að hefðbundinni kennslu lýkur, er skólinn opinn sem vinnustaður nemenda, þar sem kennarar eru með í að skipu- Morgunblaðið/Þorkell Margrét Theódórsdóttir og María Solveig Héðinsdóttir: Tjarnarskóli hefiir hiklaust sannað gildi sitt. leggja heimanám. Skólinn er sam- felldur og hann er einsetinn. Við skólann er að sögn Margr- étar og Maríu lögð mikil áhersla á námstækni og góð vinnubrögð. Er í því skyni lagt mikið upp úr ritgerðarsmíðum og ýmis konar verkefnavinnu. Skólinn hefur auk hefðbundinna skyldugreina, við- bótar-námsgreinar; framsögn, ræðumennsku, vélritun og tölvu- fræðslu og heilbrigðisfræðslu, auk námskeiða sem víkka sjóndeildar- hring nemenda og svala fróðleiks- fýsn þeirra (s.s. sjávarlíffræði). Oflug heilbrigðisfræðsla hefur verið skipulögð og þar er ungling- urinn að sjálfsögðu í brennidepli. í þessu sambandi má geta þess, að Tjarnarskóli er reyklaus skóli. „Við leggjum mikla áherslu á tengsl nemenda við umhverfi sitt og samfélag, þannig höfum farið í ýmsar vettfangsferðir og í heim- sóknir til fyrirtækja," segir María Solveig. „Það er sérlega ánægju- legt hve starfsfólk fyrirtækja og stofnana er tilbúið að taka á móti nemendum, og er það þakkarvert. Sem lið í umhverfisfræðslu, taka nemendurnir sig gjaman til og hreinsa Tjarnarbakkann. Þess má og geta að nemendaskipti hafa átt sér stað milli skólans og dansks grunnskóla. Um stefnu skólans almennt segir Margrét: „Stefna okkar er í stuttu máli að koma unga fólk- inu til manns. Við viljum að það fái verulega góðan undirbúning fyrir framhaldsnám og við viljum búa það undir þátttöku í nútíma- þjóðfélagi. Við kennum því aga, reglusemi og vönduð vinnubrögð." Námsdvöl við Tjarnarskóla kostar nú um 12.000 krónur á mánuði. „Það hefur sýnt sig að fjölmargir foreldrar kjósa þennan valkost. Þeir hafa metnað fyrir hönd barna sinna og telja að það skólastarf sem hér er boðið upp á, ásamt góðum félagsskap og öryggi, sé þess virði,“ sagði Maria Soiveig. Margir spyrja hvort í skólanum séu einvörðungu börn velstæðra foreldra. Aðspurðar sögðu þær að svo væri alls ekki. Hver hefur árangurinn af starfi skólans verið? Þær María og Mar-grét telja að hann sé góður. Gamlir nemendur líti gjarnan inn og veiti upplýsingar um hvernig veganestið hafi reynst. Sé það áberandi að viðbrigðin við upphaf náms í framhaldsskóla séu minni en hjá mörgum öðrum. Einnig nefni nemendur að námstækni og þau vinnubrögð sem þeir hafi til- einkað sér í Tjarnarskóla, nýtist þeim vel. Einnig benda þær á að kennarar skólans sé samstilltur hópur, en það sé án efa kjölfestan í farsælu skólastarfi. Um framtíðina segja þær stöll- ur að draumurinn sé að stækka skólann, ef til vill að fjölga bekkj- ardeildum um þijár. Farsælt skólastarf byggist á ótalmörgu; eitt af því sé að hver skólaeining sé lítil og manneskjuleg. ÓRÆÐ FRAMTÍÐ eftir Steingrím Gunnarsson Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzk fiskvinnsla stendur höllum fæti fjárhagslega og eiga fyrirtæki í þessari grein við vax- andi erfiðleika að stríða. Óhag- kvæmt rekstrarumhverfi gerir flestum fiskvinnslufyrirtækjum ókleift að skila hagnaði, hvað þá að fjárfesta í nýrri tækni, því síður veija miklu fé til vöruþróunar eða kynningarstarfs á erlendum mörk- uðum. Þeim sem starfa í greininni er flestum ljóst hve nauðsynin er brýn að bæta rekstrargrundvöllinn til að fyrirtækin geti staðið undir iaunakostnaði og staðizt sam- keppni. Aukin samkeppni um hrá- efnið innanlands og utan eykur á rekstrarvanda fiskvinnslufyrirtækj- anna og flest þeirra eru illa í stakk búin að taka þátt í þeirri sam- keppni, m.a. vegna skuldasöfnunar síðustu ára. í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar um atvinnuvegi þjóðarinnar kem- ur fram að íslenzkur sjávarútvegur ■ EFTIRFARANDI listi Félags- hyggjufólks í Njarðvíkum hefur verið samþykktur: 1. Sólveig Þórð- ardóttir, ljósmóðir, 2. Jón Bjarni Helgason, verslunarmaður. 3. Gróa Hreinsdóttir, organisti. 4. Gunnar Ólafsson, leigubílstjóri. 5. Óskar Bjarnason, húsasmíða- meistari. 6. Friðrik Ingi Rúnars- son, nemi. 7. Ásdís Friðriksdóttir, tannsmiður. 8. Þórarinn Þórarins- son, lögreglumaður. 9. Dagný Helgadóttir, starfsmaður á dag- heimili. 10. Helena Guðjónsdóttir, eftirlitsmaður, 11. Sigurður H. Jónsson, sjómaður. 12. Signý Guð- mundsdóttir, sjúkraliði. 13. Bára Hauksdóttir, verkakona. 14. Sveinborg Daníelsdóttir, lækna- ritari. hefur verið rekinn með tapi nær óslitið frá 1980. Tapreksturinn hef- ur leikið hérlenda fiskvinnslu grátt og skuldasöfnunin mun draga úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar vegna mikillar greiðslubyrði á næstu árum. Núverandi ástand lofar ekki góðu um framtíðina og vekur til umhugs- unar þvi að flest önnur starfsemi í okkar þjóðfélagi byggir á einn eða annan hátt á þessum undirstöðu- atvinnuvegi. Erlendir aðilar hafa nú þegar keypt sig inn í íslenzka fískvinnslu og nærtækt er að álykta að slæm fjárhagsstaða fiskvinnslu- fyrirtækja komi til að ýta undir þá þróun. Markaðshlutdeildin í EB Það er forvitnilegt að skoða hlut- deild okkar í heildarinnflutningi Evrópubandalagsins á sjávarafurð- um en þangað fóru rúm 70% af fisk- útflutningi okkar 1988. Eins og skífuritin sýna er mikill munur ,á magnprósentu og verðmætapró- sentu í innflutningi frá íslandi til EB. Hver er skýringin? Hlutfall af verðminni sjávarafurðum svo sem Mývatnssveit. ■ KIRKJUKÓR Reykjahlíðar- sóknar hélt söngskemmtun í Reykjahlíðarkirkju 7. maí síðastlið- inn. Stjórnandi_ á söngskemmtun- inni var Jón Árni Sigfiússon en séra Örn Friðriksson undirleikari. Einsöngvarar voru Ásmundur Krisljánsson, Edda Stefánsdóttir og María Pétursdóttir. Á söng- skránni voru 13 lög. Var söngnum frábærlega vel tekið og varð kórinn að endurtaka mörg lög og syngja aukalög. Aðsókn hefði þó mátt vera betri. Kristján Steingrímur Gunnarsson mjöli og lýsi er hátt í útflutningi Islands til EB, en er það nægjanleg skýring? Eflaust er útflutningur á óunnu og hálfunnu hráefni einnig mikilvægur þáttur í mismuninum á milli verðs og magns. íslenzk fiskvinnsla á í aukinni samkeppni við aðila innan EB um fiskinn þar sem afli EB-landanna sjálfra fer minnkandi. Fiskvinnsla t.d. Dana byggist í ríkum mæli á hráefni frá ekki-EB-Iöndum þar á meðal frá íslandi, en Danmnörk er f dag helzta útflutningslandið á sjávarafurðum innan EB. Bókun 6 sem kom til fram- kvæmda 1976 hefur verið mikilvæg fyrir útflutning á íslenzkum sjávar- afurðum til EB. Miklar vonir voru þá m.a. bundnar við afnám 15% tolls á freðfískflökum og var áltið að tilbúnir frystir fiskréttir yrðu þegar tímar liðu mikilvæg lyftistöng í útflutningi okkar til EB. Þessar vonir hafa rætzt aðeins að hluta. Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna hefur t.d. valið að reisa fisk- réttaverksmiðjuna sína á Hum- berside-svæðinu í stað þess að láta Innflutningur EB á sjávarafurðum 1988 Verðmæti (%) Magn (%) Heimildir: Eurotish Report (maf. 1989), íslensk hagtföindi (leb.. 1989), Europe in Figures 1989/1990 (Luxembourg, 1989). „Því miður eru fiest íslenzk fiskvinnslufyrir- tæki of upptekin við að leysa vandamál gær- dagsins í formi skulda til að geta tekist á við vandamál dagsins í dag og undirbúið sig undir verkeftii morgundags- ins.“ reyna á framleiðslu hérlendis þrátt fyrir tollfijálsan aðgang framleiðsl- unnar að EB markaðnum. Það sem vafalaust hefur ráðið ákvörðun SH manna um staðsetningu verksmiðj- unnar hefur verið lægri fjármagns- kostnaður en hérlendis, auðveldari aðföng hráefnis annars en fisks, lægri launakostnaður og nálægð við markaðinn. Það er mikilvægt fyrir þjóðarhag að halda atvinnu og þeirri verðmætasköpun sem tengd er fiskvinnslu í landinu eins og kost- ur er, en þróun síðastliðinna ára virðist stefna í öfuga átt. Eftirsóknarvert markmið Framtíðarmarkmið okkar hlýtur að vera að minnka bilið á milli magnprósentu og verðmætapró- sentu í innflutningi okkar til EB. Þegar horft er til framtíðar verður að líta á kringumstæðurnar eins og þær eru nú. Því miður eru flest íslenzk fiskvinnslufyrirtæki of upp- tékin við að leysa vandamál gær- dagsins í formi skulda til að geta tekist á við vandamál dagsins í dag og undirbúið sig undir verkefni morgundagsins. í byijun apríl var haldin ráð- stefna um mótun fiskvinnslustefnu á vegum Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Framkvæmdastjóri SÍF, Magnús Gunnarsson, var einn frummælenda og kom hann inn á hvar íslenzk fiskvinnsla gæti staðið um aldamótin, eftir tæp 10 ár. Hann álítur að íslenzk fiskvinnsla verði samkeppnisfær við erlend um verð og vinnsla vörunnar fari fram hérlendis. Ennfremur segir hann að íslenzk fiskvinnsla muni kaupa hráefni af erlendum aðilum til frá- gangs og vinnslu hér á landi. Framtíðarsýn framkvæmdastjórans er eftirsóknarvert markmið, en til þess.að svo megi verða þarf margt að breytast. Höfundur er áhugamaður um sjávarútveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.