Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 Magnús A. Garðarsson, Selfossi - Minning Hann Maggi er dáinn. Það var þungbær frétt sem okkur barst þann 6. maí þegar við fréttum að Maggi hefði verið burt kallaður, ungur maður í blóma lífsins. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og stundum finnst okkur þeir einnig óskiljanlegir, en eitt er víst almætt- ið hefur ætlað Magnúsi eitthvert verðugt verkefni í bústað sínum og því kallað hann til sín. Við kynntumst Magga fyrir þremur árum er hann kom á heim- ili okkar í fyrsta sinni með dóttur okkar. Á þessum þrem árum skap- ‘ aðist gott og innilegt samband við þennan hugljúfa dreng enda varð þann strax sem einn af fjölskyld- unni. Það var því fljótt sem við urðum þess áskynja hve Maggi var miklum kostum gæddur, enda var hann vinmargur og vildi allt fyrir alla gera. Það er því falleg minning sem við eigum um Magga okkar og megi það verða foreldrum, systkin- um, unnustu og öðrum ættingjum og vinum huggun og styrkur í harmi þeirra. Við vottum foreldrum svo og ættingjum og vinum okkar innileg- ustu samúð og og megi góður Guð styrkja ykkur í þessum harmi. Okkar bestu þakkir færum við Magga fyrir allt sem hann gaf okk- ur með nærveru sinni. Megi góður Guð vemda hann. Agnar, Lóa og fjölskylda Þegar við fréttum að vinur okkar Maggi hefði verið numinn svo snöggt á brott frá okkur varð allt svart og fá orð koma í hug manns á slíkri stund. Efst í huga okkar eru allar ánægju- og gleðistundir með hon- um, sem voru svo ótalmargar. Maggi hafði fyrir stuttu siðan byrjað að búa með þeirri sem hann elskaði, Kristrúnu Agnarsdóttur. Hann hafði fundið draumastarfið og var mjög hamingjusamur. Hann átti mjög gott heimili og þar var okkur ávallt mjög vel tekið, hvenær sem var. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Magga trygga vin- áttu frá því að við kynntumst hon- um. Megi góður guð styrkja for- eldra, systkini og unnustu til að yfirstíga þessa miklu sorg. Sárt er mér í minni sakna ég þín vinur. Minnist þeirra mörgu mætu gleðistunda sem við áttum saman. Sólu fepr skína allar þær og eiga innsta stað í hjarta. (J.G.S.) Daníel Halldórsson, Birgir Þór Jónsson, Trausti Bergsson. Við viljum' í fáum orðum minnast vinar okkar sem svo skyndilega féll úr lífi okkar. Maggi, eins og hann var oftast kallaður, fluttist á Selfoss ásamt foreldrum sínum og systkinum vorið 1986. Við kynnt- umst honum fljótlega upp úr því, og urðum við góðir vinir. Og fljótt kynntumst við hans miklu mann- kostum. Maggi var drengur góður sem var mikils metinn hjá okkur félögunum. Hann var alltaf í góðu skapi og gott var við hann að tala. Mörg voru böllin og margt var brall- að og margar voru þær skemmti- t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVAVAR BJÖRNSSON vélstjóri, andaðist á Borgarspítalanum mánudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-7 á Borgarspítalanum svo og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÁSA GÍSLADÓTTIR, Breiðagerði 6, lést fimmtudaginn 10. maí. Gfsli Einarsson, Sigrún Benediktsdóttir, Ása Björk Gísladóttir, Einar Örn Gíslason. t Móðir okkar, ^ ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Sunnuhvoli, Bárðardal, sem andaðist 5. maí sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Jón Aðalsteinn Gunnlaugsson, Herdís Gunnlaugsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI ÁRNASON vélstjóri, Æsufelli 6, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.30. Þorbjörg Kjartansdóttir, Helga Björg Helgadóttir, Lilja Helgadóttir, Fjóla Helgadóttir, tengdasynir og barnabörn. legu stundir sem við áttum saman og hefðum við viljað hafa þær fleiri, en vegir Guðs eru óútreiknanlegir og eitt er víst að það skarð sem hann Maggi skilur eftir verður aldr- ei uppfyllt. Þótt að við sjáum Magga aldrei meira í þessu lífi mun minn- ing hans lifa í hjörtum okkar það sem eftir er. Með þessum orðum viljum við þakka Magga fyrir þau alltof fáu ár sem við þekktum hann og biðja Guð að varðveita minningu hans og að styrkja foreldra, systk- ini, ættingja og alla aðra vini hans í þessari miklu sorg. Gaui og Oddi Þegar við bræðurnir heyrðum að Maggi hefði látist í umferðarslysi fór eins fyrir okkur báðum, við gáum ekki trúað því. En svo kom sorgin. Hvers vegna hann? Við því eigum við ekkert svar. Við kynntumst Magga þegar fjöl- skylda hans flutti á Selfoss fyrir fjórum árum. Vináttan varð strax mikil, ekki síst vegna þess að for- eldrar hans keyptu húsið á Tungu- veginum af foreldrum okkar, þar sem við ólumst upp. Okkur var allt- af vel tekið þegar við komum í heimsókn til Magga og þess vegna slitnuðum ekki tengslin við gamla umhverfið okkar. Fyrir það viljum við þakka ijölskyldu hans fyrir. Þó Maggi væri jafngamall þeim okkar sem eldri er og þeirra vinátta því nánari, þá tók hann hinum sem er þrem árum yngri alltaf sem jafn- ingja. Þetta sýnir vel hvern mann Maggi hafði að geyma. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt vináttu Magga þessi ár, og munum minn- ast hans með sitt bjarta bros og glaðlegu framkomu sem hressti upp á umhverfið með nærveru sinni. Elsku Garðar, Valborg, systkini og Kristrún, við bræðurnir og for- eldrar okkar' vonum að guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guðmundur og Valdimar Þór Það er vart hægt að trúa því, að Maggi frændi sé horfinn okkur, svona ungur og frískur, eins og nýgræðingurinn sem nú er að spretta upp úr jörðinni þessa fyrstu hlýju vordaga. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og þeir sem guðirnir elska deyja ungir, segir spakmælið. Alltaf verð- um við að láta í minni pokann fyrir dauðanum, en erfiðast er það þegar menn eru að byija lífið og framt- íðin virðist blasa við. Foreldrai’ Magnúsar Arnars eru Valborg Árnadóttir og Garðar Garðarsson, rafvirki. Hafa þau búið síðustu fjögur árin á Selfossi, en áður í Reykjavík og á Fáskrúðs- firði. Magnús var elstur fimm barna þeirra. Ég man vel þegar ég sá Magga fyrst. Þá kom ég til þeirra á Laufás- veginn og Ingibjörg amma hans sat hjá honum þriggja vikna gömlum og sýndi hún mér barnið með stolti. Og þarna lá hann bráðfallegur drengur. Svo liðu árin og fjölskyld- an fluttist til Fáskrúðsfjarðar, voru þar í nokkur ár, en fluttu svo til Reykjavíkur. Á þessum árum komu þau yfir- leitt einu sinni á sumri til okkar í Bryðjuholt og var þá gaman hjá öllum, en ekki síst hjá unga fólk- inu. Börnin fengu að fara með að sækja kýrnar, fara á hestbak og í leiki. Valborg, móðir Magga, var hagvön hér á bæ, því hún var hér í mörg sumur hjá foreldrum mínum þegar hún var að alast upp. Fannst mér hún alltaf vera eitt af systkin- um mínum. Þegar Maggi var 9 ára kom hann hingað til okkar til sumardvalar og hér var hann í 8 sumur. Var hann alltaf eins og einn af fjölskyldunni. Hann var frekar smávaxinn, en sérstaklega vel vaxinn, snar í snún- ingum og fljótur til. Tók hann því margan snúninginn af mér og öðr- um. Hann var mjög handlaginn og átti gott með að læra. Það var ein- kennandi fyrir hann hvað hann var þakklátur og var því sérstök ánægja að gera honum eitthvað til geðs. Ég man þegar Eyjólfur, eiginmaður minn, sagði við hann í lok sauðburð- ar eitt vorið, að nú mætti hann velja sér eitt lamb úr hjörðinni. Það var eins og honum hefði verið gefin heil jörð. Hann valdi sér flekkótta gimbur sem varð honum mjög happadrjúg. Börn hændust mjög að honum og þótti honum gaman að tala og leika við þau, enda var hann elskað- ur og dáður af mörgum og ekki síst af systkinum sínum, sem litu mjög upp til hans. Er það mikill missir hjá þeim að sjá á bak honum. Maggi.hafði gaman af tónlist og lék í lúðrasveit á tímabili og gaman hafði hann af íþróttum. Hann var í fimleikum þegar hann átti heima í Reykjavík. Hann fór á námskeið Minning: SkúliE. Skúlason Fæddur 3. febrúar 1914 Dáinn 30. apríl 1990 Hann Skúli frændi er dáinn, sú vissa var eins og lenda undir fargi þar sem eitthvað kramdist er verður lengi, lengi að gróa, þótt vitað væri hvert stefndi. Skúli frændi, eins og við systkin- in kölluðum hann, og reyndar marg- ir fleiri, lést í hjartadeild Borg- arspítalans 30. apríl síðastliðin eftir að hafa verið meirihluta vetrar í Akranesspítala, um tíma í Landspít- ala og síðast í Borgarspítalanum. Aldrei var æðrast og lýsir því best svar hans við spurningu læknis um heilsufarið: Ég hef verið hálf slapp- ur öðru hvoru síðan í réttum í haust. Frændi var sko aldrei á förum héðan af tilvist jarðar, heldur keppt- ist við að láta sér batna, því sauð- burður var á næsta leiti, þá gekk ekki að vera með neitt slen eða drolla í rúminu. Langt er síðan og margt hefur skeð síðan ég sat á hnjánum á Skúla frænda og ýmist voru það Ijónfjörugir fákar sem maður þeysti á hvert sem hugurinn bar mann hvetju sinni, eða griðastaður sorg- mæddum, þreyttum eða syfjuðum, þangað voru allir velkomnir, ekki síst smáfólkið enda oft þétt setið hné og fang. Mörg eru handtökin hans Skúla á Gillastöðum og ýmsum stöðum í Laxárdalshreppi og víðar. Ungur lærði hann smíðar og byggði víða fyrir fólk samhliða bú- skap, við aðstæður sem fólk trúir vart í dag að hafi verið til, þá voru ekki tækni og vélar til allra hluta. Mest allt líf Skúla fór í að hjálpa og styðja við bakið á öðrum, sem honum fannst þurfa þess mest með hverju sinni, ekki var verið að spyija um daglaun að kveldi. Óskin hans Skúla frænda rættist að komast heim, heim í sauðburðinn og svo heyskapinn, þó með öðrum hætti en hann ætlaði. Ekki þarf að lýsa Skúla, þeir sem þekktu hann orna sér við yl minn- inganna, minninga sem aldrei gleymast. á Laugarvatni og var svo leiðbein- andi hjá Umf. 'Selfossi í fimleikum. Fórst honum það vel úr hendi eins og flest sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar Maggi var nýorðinn fimmtán ára tók hann þátt í góð- aksturskeppni í Reykjavík á litlu vélhjóli. Hann sigraði og var sendur til Finnlands í Norðurlandakeppni til að keppa fyrir íslands hönd og gekk vel. Þetta var góð ferð hjá honum, en hann missti af sauðburð- inum hjá okkur í það skiptið að mestu leyti og þótti honum það miður að geta ekki hjálpað okkur, þegar svo mikið var að gera. Eftir að hann hætti sem vinnumaður hjá okkur var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur ef með þurfti. Það kom sér nú oft vel. Það var sama hvar Maggi var í vinnu eða skóla, alls staðar var hann vel látinn og eignaðist marga kunningja og vini. Fyrir nokkrum árum kynntist hann unnustu sinni, Kristrúnu Agn- arsdóttur, prýðisstúlku frá Selfossi. Nú seinni partinn í vetur fóru þau bæði að vinna í Reykjavík og leigðu sér herbergi. Þau voru svo ánægð og hamingjusöm, en þá kom reiðar- slagið og Magga er kippt í burt. Nú er sár harmur hjá okkur sem þekktu hann svo vel, en við eigum góðar minningar um elskulegan dreng sem alltaf vildi hjálpa og gera gott. Og nú biðjum við al- mætti Guðs að varðveita hann á hans nýju brautum og styrkja, blessa og hugga unnustu hans og alla hans góðu fjölskyldu og veita þeim þrek til að axla þá byrði sem á þau er lögð. Ég og ljölskylda mín sendum ykkur öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Helga Magnúsdóttir Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. (Ingemann - M.Joch.) Mikið gat þessi fagri vordagur endað hræðilega, þegar við fréttum að hann Magnús Arnar hefði látist í slysi. Hann kom til okkar í fimleika- deildina sem þjálfari, fríður, hraust- ur strákur með framtíðina fyrir sér, tilbúinn að verða við óskum okkar. Það starf leysti hann af hendi ákveðinn í skapi og drífandi í verki. Við getum fátt sagt og lítið gert svo sorglegt er þetta. Elsku Kristrún, Valborg, Garðar og systkinin. Um leið og við þökkum Magnúsi fyrir samveruna og starfið biðjum við Guð að gera ykkur þung- bæra sorg léttari. F.h. fimleikadeildar UMF á Selfossi, Jón Ágúst Jónsson, Olína María Jónsdóttir, Þórdís Krisfjánsdóttir. Nú er hann kominn til himna, og á meðal margra sem hann unni svo heitt og ekki er að efa gleði endurfundanna handan móðunnar miklu. Megi Skúli frændi hvíla í friði og hafi hann hjartans þökk fyrir allt og allt. Frá okkur öllum. Jói frá Gillastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.