Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 10

Morgunblaðið - 12.05.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ: Hækkun raunvaxta ekki brot á kjarasamningum „Þetta er ekki brot á kjarasamn- ingum. Það fyrirheit sem bank- arnir gáfii við samningsgerðina var að viðmiðun útreiknings nafnvaxta yrði breytt, þannig að snögg lækkun verðbólgu birtist hratt í lækkun nafnvaxta," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, aðspurður hvort nýleg hækkun raunvaxta á spariskýrteinum væri brot á kjarasamningum. Þórarinn sagði að sú lækkun nafnvaxta sem að hefði verið stefnt hefði gengið eftir. Þeir væru komn- ir niður í 14%. „Það var hins vegar ekki ætlunin með kjarasamningun- um að lama hér lögmál efnahagsl- ífsins um framboð og eftirspurn. Okkur er engin launung á því að við teljum mikilvægara að hamla gegn ójafnvægi og innstreymi er- lends lánsíjár með því að opinberir aðilar, einkum ríkissjóður, fjár- magni sig innanlands, þó það kosti einhverja hækkun raunvaxta. Við teljum að það sé flestu öðru mikil- vægara að hamla gegn ójafnvægi í efnahagsiífinu, því þó stöðugt verðlag hafi verið í fáa mánuði er það auðvitað markmiðið að það verði varanlegt ástand,“ sagði Þór- arinn. Fyrirlestur á vegum Stofii- unar Sigurðar Nordals DR. Andrew Wawn, lektor við enskudeild University of Leeds, flytur opinberan fyrirlestur i boði Stofhunar Sigurðar Nordals, þriðjudaginn 15. mai nk. kl. 17.15 í stofu 101 í _Odda, hugvísinda- húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist „The silk- clad skaid: Þorleifur Repp, Færey- inga saga and Nineteenth-Century Britain" og verður fluttur á ensku. Dr. Andrew Wawn er hér á landi til að vinna að ritgerð um 19. aldar fræðimanninn Þorleif Guðmunds- son Repp og störf hans á Bretlands- eyjum og mun hún birtast í ritröð- inni Studia Islandica. Áður hefur dr. Wawn birt margar greinar um bókmennta- og menningartengsl milli íslands og Bretlands á síðustu öldum. (Frétt frá Stofhun Sigurðar Nordals) Timburhús í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu gamalt hús við Austurgötu, hæð, kjallari og ris, alls 100 fm. Tvær litlar íbúðir. Útihús. Stór og góð lóð. Ekkert áhvílandi. Verð 4,5 millj. Opið i dag Árni Gunnlaugsson hrl., frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764. Hafnarfjörður - Hringbraut Nýkomin í elnkasölu góð 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Sérhiti og sérinngangur. Mjög falleg lóð. Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5,2 millj. Opið í dag Árni Gunnlaugsson hrl., frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. iöggiltur fasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma: Úrvalsíbúð við Ofanleiti Ný endaíbúð 4ra herb. 103,7 fm nettó án sameignar. JP-innr. Sér- þvottahús. Tvennar svalir. Góður bílsk. Húsnæðislán kr. 1,3 millj. Góð eign í gamla bænum Einbhús í ágætu standi með 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum um 120 fm. Verslunar- eða iðnaðarhúsn. um 41 fm fylgir auk kj. um 100 fm. Eign- arlóð 400 fm með háum trjám. Skipti mögul. á góðri 2ja-3ja herb. íb. Bjóðum ennfremur til sölu við: Fálkagötu 4ra herb. íb. á 2. hæð 97 fm. Húsnlán kr. 2,2 millj. Blikahóla 3ja herb. íb. á 3. hæð 86,8 fm. Suðurib. Húsnlán kr. 1,8 millj. Stelkshóla 4ra herb. íb. á 3. hæð. Ágæt sameign. Útsýnisst. Dunhaga 3ja herb. íb. á 3. hæð. Töluvert endurn. Ágæt sameign. Sporhamra 3ja og 4ra herb. glæsil. íb. i smíðum. Sérþvh. Bílsk. Nokkrar einstaklings og 2ja herb. íb. i gamla bænum og nágrenni á mjög góðum kjörum. Fjársterkir kaupendur óska eftir: Sérhæð í borginni 120-150 fm. 3ja herb. íb. í lyftuhúsi t.d. við Þangbakka. 3ja-5 herb. íb. helst í Fossvogi eða nágrenni. 3ja herb. íb. í Heimum eða nágrenni á 1. hæð eða í lyftuhúsi. 2ja-3ja herb. íb. með bílsk. eða vinnuplássi. Háar útb. í boði. Margir bjóða útb. á kaupverði fyrir rétta eign. • • • _______________________________________ Opið í dag frá kl. 10-16. Til sölu: Einbýlishús á Rifi, sumarhús á Hellu. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEGI SIMAR 21150-21370 p Metsölublad á hverjum degi! Tfetengfrffc nmfin Umsjónarmaður Gísli Jónsson 537. þáttur „Blindað er, þegar jörð og himinn er álíka snjóhvítt, dags- ljósið svo dauft, að engir skugg- ar sjást. í slíku veðri ganga menn því fram af hengjum og hrapa fyrir björg.“ Þetta er smáglepsa úr grein eftir Jón Eyþórsson veðurfræð- ing í Nættúrufræðingnum 1960. í Blöndalsorðabók ber að sama brunni. Þar er sérstaklega gefið undir sögninni að blinda: „ppn. blindað i Forb.: það er blindað, der ligger et Snædække overalt (saal. at man vanskelig kan orientere sig el. tage sig í Agt): Nú er blindað til jarðarinnar ... Fyrst var blindað að ganga, meðan leif- ar næturinnar þvældust yfír heiðinni". Báðar þessar tilvitnanir eru sagðar úr smásagnasafni Guð- mundar Friðjónssonar Ur öllum áttum, því sem út kom 1918. Skammstöfunin ppn þýðir á okkar máli lýsingarháttur þá- tíðar í hvorugkyni (participium praeteriti, neutrum). í Orðabók Menningarsjóðs er þá sagt blindað, þegar „snjór liggur yfir öllu þannig að erfitt er að átta sig“. Þetta er hér rifjað upp vegna þess að Bernharð Haraldsson á Akureyri kom að máli við mig og sagðist sakna orðsins blindað í útvarpsfréttum. Þar væri þrá- stagast á orðmyndinni blint um vont skyggni að vetrarlagi. Vissu fleiri, og þögðu þó hingað til. Reyndar er ég ekki alveg viss um nema fréttamenn noti orðið „blint“ í víðari merkingu en lýst er hér í innganginum, að sé merking orðsins blindað. Látum það vera í bili. Nú datt mér í hug að hér gæti verið að einhvetju leyti um mállýskumun eftir landshlutum að ræða. Ég leitaði því til Orða- bókar Háskólans og fékk þar jafngóðar viðtökur og vant er. Flest eða öll dæmi Orðabókar- innar úr prentuðu máli um orð- myndina blindað í títt nefndri merkingu stöfuðu reyndar frá mönnum af Norðurlandi eða Norð-Austurlandi. Auk Jóns Eyþórssonar, sem fyrr var nefndur, voru það Pálmi Hann- esson, Theódór Friðriksson, Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla) og Guðmundur á Sandi, sbr. Blöndal. í talmálssafninu hafði Orða- bókin hins vegar eitt dæmi úr Árnessýslu um blint, að því er virtist í sömu merkingu og blindað. Og þá held ég að ekki sé ann- að eftir en biðja fréttamenn, a.m.k. þá sem eru norðlenskir, að nota ekki alltaf blint fyrir blindað, enda virðist það orða- lag hafa verið miklu sjaldgæ- fara, að minnsta kosti á bókum. ★ I 534. þætti bað ég um íslensk orð í stað dönsku orðanna tvær- faglig og tværpolitisk. í ensku er haft inter-disciplinary um það fyrrnefnda. Þá auglýsti Mörður Árnason í minnisstæð- um útvarpsþætti eftir orðum um sömu hugtök, og frá Birni Stef- ánssyni bárust honum orðin íjölfaglegur og breiðpólitísk- ur. Mér líst vel á þau bæði, en fleira mætti heyrast og sjást, enda er löngum gott að eiga til skiptanna. ★ Þjóðrekur þaðan kvað: Kom Kemódus frá Bostan Mass. vel birgur með seðla og hass, heimskonur seiddi og hreindýrin veiddi og skaut (mér) svo ref (fyrir rass). Daníel er hebreska og merkir „guð er dómari (minn)“. Daníel var sonur Abígaelar og Davíðs konungs. Daníel (409-493) var dýrlingur, pílagrímur. Messu- dagur hans er 11. desember. Nafnið Daníel var tekið upp hér á landi á 15. öld, og enn fyrr í Noregi. Tveir voru Daníelar 1703, annar í Mýrasýslu, hinn í Norður-Múlasýslu. En svo tók að fjölga, og voru orðnir 49 á landinu öllu 1801. Alla nítjándu öldina fjölgaði svo íslendingum með þessu nafni, en nokkurt bakslag kom á fyrri hluta okkar aldar. I þjóðskrá 1982 heita þó svo að fyrra eða einu nafni 201. En nú hefur eitthvað gerst. Síðustu árin hefur nafnið komist í tísku: Árið 1976 skírðir 12, 1982 tvöföld sú tala, og 1985 hvorki fleiri né færri en 37 (20. sæti karla). Á sama tíma hefur nokkrum öðrum biblíunöfnum fjölgað til muna (t.d Aron, Davíð, Eva, Rut og Sara). ★ „Og vér getum hvorki unað því að fylla málið af erlendum orðum, sem falla ekki að hljóð- kerfi þess og beygingakerfi, né láta það dragast svo aftur úr, að vér getum ekki talað á því né ritað nema sumt af því, sem vér hugsum og vitum. Vér verð- um að gera íslenskuna að nú- tíðarmenningarmáli, án þess að slíta hana af sínum fornu rótum. Það er erfitt verk, en það verður að gera það, og það er verið að gera það.“ (Sigurður Nordal (1886- 1974) í Morgunblaðinu 12. jan. 1935.) Ur fréttabréfi frá Nikulási norðan: Verksígjörn kona með haga hönd og hljómvís til muna og lagavönd var Heggstaða-Núma sem hálfa öld rúma lét ljósið sitt skína á Skagaströnd. ★ Lítilsháttar orðaleikur: Hefurðu séð kúrekastígvél? Eða: Hefurðu séð kú reka stígvél? Hefurðu séð bremsu- borða? Eða: Hefurðu séð bremsu borða? Hefurðu séð sólbeija- runna?. . . Lífsvon er, meðan ungt fólk leikur sér svona. Nú um helgina sýnum við glæsilegt fullbúið einbýlishús við Stakkhamra. Húsiö er fullbúiö meö öllum innréttingum og heimilistækjum, s.s. eldavél, uppþvottavél, þvottavél og þurrkara. Komiö og skoöiö þetta frábæra einbýlishús nú um helgina. Húsiö ertil sýnis viö Stakkhamra 11 í Grafarvogi frá kl. 10 til 18. Nánari upplýsingar veita eftirfarandi fasteignasölur: Ás, sími 652790, Eignamiölunin, sími 679090. Fasteignamarkaöurlnn, sími 11540, Kjöreign, sími 685009, Stakfell, sími 687633 og Þingholt, sími 680666. ■■■'■■■"I AÐALGEIR FINNSSON HF. I /A\ I BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA L/A\J FURUVÖLLUM 5, PÓSTHOLF 209 »7/—\Xl SÍMAR 96 21332 & 21552 L__U 602 AKUREYRI. lii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.