Morgunblaðið - 12.05.1990, Page 30

Morgunblaðið - 12.05.1990, Page 30
Ií; MÖRGÚNBLÁÐIÐ LAÚGÁRDÁGUR T2.'MÁÍ '1990 Togarinn á strandstað framan við Slippstöðina í gær. Morgunblaðið/Skapti. Frá grunnskfilum Akureyrar Innritun nýnema í grunnskólana á Akureyri fer fram í skólunum mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 10.00-12.00 f.h. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Ef þegar hefur verið haft samband frá skólanum vegna nýnema, sem fæddir eru 1984, þá er ekki þörf á að hafa aftur samband við skólann. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða, því að skólarnir þurfa að skipuleggja störf sín með löngum fyrirvara. Vandkvæði geta orðið á skólavist í nýjum skóla, ef foreldrar láta undir höfuð leggjast að tilkynna flutning í tíma. í stórum dráttum verða skólasvæði óbreytt miðað við núverandi skólaár. Símanúmer skólanna: Barnaskóli Akureyrar, 24172. Gagnfræðaskóli Akureyrar, 24241. Glerárskóli, 22253. Lundarskóli, 24888. Oddeyrarskóli, 22886. Síðuskóli, 22588. Skólastjórarnir. ■ FORMLEGUR stofnfundur Félags áhugamanna um kvik- myndir á Akureyri verður haldinn í dag, laugardaginn 12. maí, kl. 14.00 í Möðruvallakjallara Menntaskól- ans. Allir kvikmyndaáhugamenn eru hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) ■ ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norðurlands heldur fund á mánu- daginn, 14. maí, á Hótel KEA kl. 14.00. Fjallað verður iim nýsamþykkt lög um stjórnun fiskveiða, afkomu- skýrslu bátaflotans og önnur mál. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, Krislján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, og Sveinn Hjörtur Iljartarson koma á fundinn. Portið Portifi er opið í dag frá kl. 10-16. Ýmsar vörur á góöu verði. Strandaði við sjósetninguna TOGARINN, sem verið hefur í smíðum hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri síðan í árslok 1987, var sjósettur laust fyrir hádegi í gær. Um er að ræða 37 metra langt skip, 230 til 240 rúmlestir að stærð. Skipið er enn óselt. Slippstöðin hefur gert samning við tvo aðila um kaup á því, en í bæði skiptin hefur viðkomandi verið neitað um fyrirgreiðslu í sjóðakerfinu. Gárungarnir höfðu á orði í gær jafnvel eitthvað stærra verkefni, að togarinn strandaði ekki aðeins í kerfinu, því ekki viidi betur til en svo að hann komst ekki á flot þó hann rynni út úr skemmu Slipp- stöðvarinnar. Sandbakki, sem hlað- ist hafði upp á sjávarbotni varð til þess að sleðinn, sem skipið lá í, stöðvaðist. „Við vorum búnir að láta kafa þarna. Þessi sandbakki var ekki til staðar á miðvikudaginn, en þetta er greiniiega fljótt að breytast,“ sagði Sigurður Ringsted, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar, við Morgunblaðið. Þórður Jónas- son EA og Margrétin EA reyndu bæði, sitt í hvoru lagi, að draga togarann út, en ekkert gekk. Síðan átti að reyna á ný á flóðinu kl. 23.00 í gærkvöldi. Sigurður Ringsted sagði um- ræddan togara „tvímælalaust það verkefni sem hefur bjargað okkur frá fjöldauppsögnum. Svona verk- efni þarf til að halda fyrirtækinu í þeirri stærðargráðu sem það er í, nema aðstæður útgerðarmanna breytist og þeir geti látið skip sín í viðgerð yfir vetrartímann, sem þeir geta ekki nú. Við höfum unnið í nýja togaranum þrjá vetur, í áföngum yfir dauða tímann — sem má segja að sé frá því í október og til aprílloka, nema hvað yfirleitt er nóg að gera í desember og jan- úar.“ Ekkert verður unnið við togarann í sumar, því næg verkefni eru fram- undan. „Það verður nóg að gera í sumar í viðgerðum og minni háttar endurbótum,“ sagði Sigurður. í haust verður því væntanlega hafist handa á ný við togarann. Sigurður sagði togarann myndu kosta 290-300 milljónir króna fullbúinn sem ísfisktogari, en honum má breyta í frystitogara. Starfsmenn Slippstöðvarinnar eru nú um 180, en voru 300 fyrir nokkrum árum. Slippstöðin hf.: Togari smíðaður fyrir V estmanneyinga? SLIPPSTOÐIN hf. hefiir samið um smíði togara fyrir Óskar Matthíasson, útgerðarmann í Vestmannaeyjum, en hann gerir út hið mikla aflafley Þórunni Sveinsdóttur. Um er að ræða skip mjög svipað nýsmíðaskipinu sem sjósett var í gær. Umsókn um fyrirgreiðslu hefur verið send Fiskveiðasjóði, en hún hefur ekki verið afgreidd. „Ef af þessu verður, verður þetta kjöl- festuverkefni okkar næsta vetur,“ sagði Sigurður Ringsted, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, í gær. Morgunblaðið/Svavar Magnússon Knattspyrnumenn á Olafsfirði undirbúa sumarið í vetrarlegu um- hverfi. Qlafsfjörður: Hita hleypt á hita- kerfi nýja vallarins ÓLAFSFIRÐINGAR hleyptu í fyrradag hitanum á hitakerfið undir nýja grasvellinum í bænum. Það voru strákar úr yngri flokkum knattspyrnudeildar Leifturs sem það gerðu við athöfn, þar sem við- staddir voru bæjarráðsmenn og stjórn knattspyrnudeildarinnar. Hitalagnirnar í vellinum eru nemi undir grasrótinni til að varna hvorki meira né minna en 16.500 því að vatnið fari of heitt undir metrar að lengd, en það voru ein- mitt félagar í knattspyrnudeildinni sem settu lagnirnar í völlinn og þökulögðu hann í fyrrahaust. Að sögn Þorsteins Björnssonar, bæjar- tæknifræðings, er þetta fyrsti upp- hitaði grasvöllurinn á Norðurlandi. „Kerfið er tölvustýrt — það er hita- völlinn,“ sagði Þorsteinn, en það er ein margra vama til að koma í veg fyrir að hiti vatnsins verði of mikill. Enn er um hálfs annars metra þykkt snjólag á vellinum, en Þorsteinn vonaðist til að hægt yrði að leika á honum upp úr miðjum júlí í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.