Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 Fjármál Lánasýslan á að vera lítil og skilvirk stothun segir Sigurgeir Jónsson, nýskipaður forstjóri, sem hafa mun yfirumsjón með lánamálum ríkissjóðs FREMUR hljótt hefur verið um Lánasýslu ríkisins sem alþingi heimil- aði að sett yrði á stofii skömmu fyrir þinglok. Lánasýslan skal fyrir hönd fjármálaráðherra fara með lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana innan lands og utan, útgáfu og sölu skuldabréfa á innlendum markaði og aðra skuldaumsýslu fyrir ríkissjóð, svo og endurlán lánsfjár og ríkisábyrgðir. Markmiðið með stofnuninni er fyrst og fremst að halda fjármagnskostnaði ríkisins í lágmarki og dreifa áhættu vegna ábyrgða og endurlána. Hér er eftir nokkru að slægjast fyrir hið opinbera því samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs nema fjármagnsgjöld ríkissjóðs röskum 9 milljörðum króna sem felur sér að tíunda hver króna af útgjöldum ríkisins fellur undir þennan lið. Um síðustu mánaðamót var Sigurgeir Jónsson ráðinn forstjóri Lánasýslu ríkisins en hann gegndi áðúr starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt lögunum skal Lána- sýsla ríksins stefna að eftirfarandi fimm megin markmiðum: 1. Halda erlendum og innlendum vaxta- og fjármagnskostnaði ríkisins í lágmarki. 2. Dreifa gengis-, vaxta- og verð- lagsáhaettu vegna skulda ríksins á sem hagkvæmastan hátt. 3. Draga úr áhættu ríkissjóðs vegna ábyrgða og endurlána. 4. Efla markað fyrir ríkisverðbréf á innlendum fjármagnsmarkaði með kynningu og þjónustu. AWINNUSÝNING Á sELrossi 23.6.-1.7. Komið og kynnist sunnlenskri þjónnstu ogfmmleiðslu ú glœsilegri sxningtt í Fjölbniutaskóla Suðitrlands. BERGSVEINN 19 9 0 Sigurgeir Jónsson 5. Efla lánstraust íslenska ríkisins á erlendum lánsfjármörkuðum og bæta þannig lánskjör þjóðarinnar erlendis. Umsvifin nálgast 30 milljarða á ári Starfsemi stofnunarinnar skiptist í fyrsta lagi í ábyrgða- og endurlána- mál, en ríkisábyrgðasjóður er starf- ræktur sem deild við Lánasýsluna. í öðru lagi er í hennar verkahring að annast sölu og innlausn innlendra markaðsverðbréfa ríkissjóðs og ríkisvíxla. Sett hefur verið að fót Þjónustumiðstöð til að annast þessi mál. Sem dæmi um umfang Þjón- ustumiðstöðvarinnar má nefna að á síðasta ári voru seld spariskírteini fyrir 5,2 milljarða en innlausn nam 3,4 milljörðum. í ár er fyrirhugað að selja spariskírteini fyrir 6,7 millj- arða. Ríkisvíxlar voru seldir umfram innlausn fyrir 5,2 milljarða og nam ríkisvíxlastofninn í árslok 5,9 mill- Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa. Hlutabréf í Olíuverzlun Islands hf. Heildarnafnverð 50 milljónir króna. Sölugengi 21.06/90; 1,60 Stærðir hluta að lágmarki kr. 30.000,- að nafnverði. ítarleg útboðslýsing liggur frammi hjá Landsbréfum hf., útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubanka íslands. Nánari upplýsingar veita Landsbréf hf. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF Héöinsgata 10,105 Reykjavík sími 91-68 98 00 BB l£ ' LANDSBRÉF Suðurlandsbraut 24, Rvk. sími (91) 60 60 80 Löggilt verðbréfafyrirtæki,- Aðili að Verðbréfaþingi Islands jörðum króna. Hann nemur nú hátt í 13 milljörðum. í þríðja lagi er lána- sýslunni ætlað að annast lánamál. Erlendar lántökur A-hluta ríkissjóðs námu 6,6 milljörðum króna á síðast- liðnu ári en þar af stafaði 5 millj- arða lántaka af greiðslu yfirdráttar- skuldar við Seðlabankann. Auk þess var stofnað til vaxtaskipta og veittar sjálfskuldarábyrgðir fyrir rúma 3 milljarða. Samtals námu því umsvif- in 24 milljörðum á síðasta ári sem nú falla undir hina nýju stofnun og talan verður án efa hærri á þessu ári. Lánasýslan tekur fyrst og fremst við verkefnum sem íjármálaráðu- neytið hefur til þessa sinnt og unnið verður að í nánu samstarfi við Seðla- bankann. Hún mun semja fyrir hönd ríkissjóðs um lán, endurlána fé og veita ábyrgðir samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra innan heimilda sem Alþingi veitir hveiju sinni. Fjórir starfsmenn eru hjá Þjón- ustumiðstöð ríkisverðbréfa en reikn- að er með að endanlegur endanlegur starfsmannaíjöldi Lánasýslunnar verði innan við 10 manns. Ríkis- ábyrgðarsjóður verður hluti lána- sýslunni og annast Seðlabankinn rekstur hans með sama starfsliði og verið hefur. Kostnaðarauki ekki teljandi í greinargerð með frumvarpi um Lánasýslu segir að sú starfsemi sem muni fara fram á vegum hennar feli ekki í sér marktæka viðbót við þá starfsemi á þessu sviði sem hafi farið fram á vegum fjármálaráðu- neytisins og Seðlabankans eða í samstarfi þessarra aðila. Kostnaðar- auki verði ekki teljandi. Hins vegar sé kostnaður við þessa starfsemi umtalsverður í dag, enda séu umsvif- in mikil. „I eðli sínu á svona stofnun ekki að vera stór heldur lítil og skilvirk," sagði Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins í samtali við Morgunblaðið. „Þörfin á því að setja upp sérstaka stofnun um þessi mál hefur verið að þróast. Samkeppnin hefur verið að vaxa á innlenda mark- aðnurn og við mættum því með Þjón- ustumiðstöðinni. Þar höfum við að- stöðu til að mæta samkeppninni á markaðnum. Spariskírteinin voru einu bréfin á markaðnum sem eitt- hvað kvað að en nú hafa komið önn- ur bréf fram og hefur þurft að selja miklu ákveðnar heldur en áður var. Að mörgu leyti var erfitt fyrir Seðla- bankann sem sá um söluna, að ganga jafn hart fram og er orðið nauðsynlegt núna. Með Þjónustu- miðstöðinni sem starfar í nánu sam- ráði við Seðlabankann höfum við meiri möguleika að keppa á markaði og verið sveigjanlegri ásamt því að veita betri þjónustu.“ Sigurgeir segir að á erlendum lánamörkuðum hafi einnig orðið breytingar og skapast meiri mögu- leikar. „Nú eru meiri möguleikar á að dreifa áhættu og breyta skuldum. Lánin standa ekki óbreytt til gjald- daga heldur þarf að semja um þau upp á nýtt. Það er hægt að skipta á lánum, vöxtum og gjaldmiðlum. Ábyrgðamálunum er gefinn meiri gaumur og áhætta ríkisins í sam- bandi við einstakar ábyrgðir og flokkaábyrgðir. Tímabært þótti því að fela sérhæfðri stofnun utan ráðu- neytisins að halda utan um þessi mál,“ sagði Sigurgeir Jónsson. UMBOÐSSAMNINGUR — í tilefni af umboðssamningi ferðaskrifstofunnar Sögu við Avis bílaleiguna kom hingað til lands forstjóri Avis í Danmörku. Á myndinni eru f.v. Inga Haraldsdóttir frá bílaleigunni RVS, Arnór L. Pálsson, frá ALP bílaleigunni, Ivan Nadel- man, forstjóri Avis í Danmörku, Örn Steinsen, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Sögu, Inga Engilberts, sölustjóri hjá Sögu og Hafsteinn Reykjalín frá RVS. Ferðamál Saga fær umboð fyrir A VlS-bíla- leiguna erlendis FERÐASKRIFSTOFAN Saga hefur fengið umboð til að leigja íslend- ingurn sem ferðast erlendis bíla frá AVIS—bílaleigunni. AVIS er ein stærsta bílaleiga í heimi og leigir út meira en 300.000 bíla í 135 löndum. Saga mun starfa í tengslum við AVIS í Danmörku en AVIS er stærsta bílaleigan þarlendis. Meðal þess sem ætlunin er að bjóða íslendingum upp á er að leigja bíl í einni borg, til dæmis Kaup- mannahöfn og skila henni í annarri borg Evrópu en AVIS hefur útibú í öllum stærstu borgum Evrópu og á öllum alþjóðaflugvöllum. Að sögn Ivans Nadelmans umboðsmanns AVIS í Danmörku hefur það mjög færst í aukana undanfarið að fólk noti sér kosti bílaleiga og aki á bílum frá þeim um Evrópu í sumar- fríum. Segir hann að það sé sá geiri innan atvinnugreinarinnar sem er í örustum vexti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.