Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 6
k.. Féfækur kéngur I BORGINNI Philadelph- ia í Bandaríkjunum hefur ungur maður vakið á sér mikla athygli þótt hann hyórki syngi Rock eða leiki í kvikmyndum, hann ekur ekki eínu sinni í Cadilac, eða yfirleitt í nokkrum bíl. Hann er nefnilega blankur. Hann fer fótgangandi allra sinna ferða og matast í ó- dýrum veitingahúsum, og er nemandi í Valley Farg.e herforingjaskóla. Þessi ungi maður er fyrr- verandi kóngur, Simeon II. af Búlgaríu, sem var settur af árið 1946, en hann tók við konungstigninni árið 1944, þá barn að aldri. Hann flýði til Egypta- landis, og síðan til Spánar. Flestir uppgjafakóngar lifa ,,kóngalífi“ þótt þeir hafi verið hraktir frá völd- um, þar sem þeim hefur tek- ist að koma miklu af auðæf um úr landi meðan tími vannst til. En enginn hafði vit fyr.ir Simeon. Líklega hafa ráðgjafar hans verið full fram- kvæm^asamir. Nú hefur bandaríska stjórnin veitt honum styrk til að ganga á herforingja- skóla þar í landi. Eftir það fer hann sennilega til Spán- ar, þar sem móðir hans býr. Einmig er tadið líklegt að hann fari til Svíþjóðar, því sagt er að þessi fátæki prins renni. hýru auga til Birgittu prinsessu. ☆ Upplogin saga um Picasso BORGARSTJÓRINN í litla bænum í Suður-Frakk- landi, þar sem Picasso býr, var í standandi vandræðum með, að útvega peninga til að gera nauðsynlega við- gerð á ráðhúsinu. Þá datt honum ráð í hug. Hann bauð málaranum að vera viðstaddan mikilsverð- án fund hjá bæjarstjórninni og lét hann stóra blokk fyr- ir framan hann eins og aðra fundarmenn. Picasso leiddist ógurlega, því fundurinn virtist aldrei ætla að taka enda, og hvað átti hann annað ag gera en að krota á pappírinn. Þegar fundurin loks var úti bað borgarstjórinn meist arann u.m að signera krotið, — og selíM það síðan lista- verkasala í París fyrir upp- hæð sem var mun hærri en þurfti til að gera við ráð- húsið. Missfí af lesfinni BREZKUR strokufangi að nafni Edmund G. Gownton kom heldur betur upp um sig, þegar hann sneri sér að járnbrautaverði í Portland og spurði, hvenær næsta lest færi til Weymont. Svar: Ferðunum var hætt íyrir sex árurn. VIÐ höfum stundum farið á bíó í Hafnarfirði og höfum ailtaf velt því fyrir okkur hvernig væri innan dyra í hvíta húsinu, sem stendur vinstra megin við veginn þegar ekið er inn í bæinn. Fyrir skemmstu vorum við á ferðinni þarna suður- frá og létum undan forvitn- inni. Ætluðum aldrei að finna dyrnar og villt- umst inn í hús — fullt af karfa. Samt kom- umst við um síðir inn í hvíta húsið eða nánar til tek ið viðbygginguna, sem er vinnusalur frystihússins Frost h.f. Mannskapurinn var x kaffi og Magnús Þórðarson verk- stjóri og Jón Þorsteinsson matsmaður sátu inni í gler- herberginu í horni pökkun- arsalarins og drukku kaffi úr hitabrúsum. Þeir höfðu gott útsýni yfir salinn og karlarnir sátu þar á víð og dreif á borðum og supu á brúsunum. — Við ætl- uðum að láta Ijós okk- ar skína og sögðum að líklegíi ynni þarna ein- hver sægur af stúlkum, eða hvort þeir væru búnir að fá sér vélar í staðinn fyrir þær? Magnús var ekki al- veg á því. Stúlkurnar eru hérna í gömlu kaffistofunni sagði hann, þó karlarnir fá- ist ekki til að fara þangað. Það verður byggð ný kaffi- stofa hér á nætsu hæð, sagði Magnús, það stendur allt til bóta. Við vorum eitthvað að hampa myndavél við þá fé- lagana Jón og Magxiús, sem sátu sitt í hvoru horni her- bergisins. Magnús sat hjá út varpsviðtækinu og Jón sagði okkur að taka heldur mynd af honum Manga. •— Hann myndast miklu betur en ég, sagði hann. Svo var kaffitíminn á enda og Magnús stóð upp og leit á klukkuna og karl- arnir sem setið höfðu á borð unum í pökkunarsalnum stóðu líka upp og tíndusi inn í flökunarsalinn. Menn- irnir stóðu í röðum við vinnuborðið og tóku karf- ann sem kom nýþveginn úr þvottavélinni, lögðu hann á hliðina fyrir framan sig og skáru flökin. Við stóðum nokkra stund og horfðum á Guðmund þar sem. hann risti hvern karfann af öðr- um. Örugg handtök og mai'k viss; Ekkert fum. Við viss- um af Magnúsi verkstjóra á næsta Leiti og venjulega er verkstjórum ekkert um það gefið að verið sé að truíla mannskapinn svo við stillt- um okkur um að spjalla við Guðmund, sem auk þess var önnum kafinn. Yfir vinnuborðhtu var fæiúband sem flutti karfa- flökin alla leið fram í pökk- unarsalinn. Við fylgdumst með bandinu til þess að sjá hvert flökin færu og lent- um þá hjá þrem ungum og fallegum stúlkum sem stóðu við upplýst glerborð o.g gegn umlýstu fiskinn. Við erum að eðlisfari dá- lítið feimnir, en forvitnin rak okkur áfram og við feng um að kíkja í gegnum eitt flak: Það kemur fyrir að hringormar eru í fiskinum, sagði Hanna og Guðrún og Sigríður sögðu að maður yrði að vera vandvirkur: — Guðxnundur — Örugg- handtök. Það væri ekkert grín ef slík ur varningur færi út úr land inu. Við spurðum þær vin- konur hvort þær væru bún- ar að vinna lengi í frysti- húsinu. Þær eru allar í Fiensborg, nánar tiltekið 3. bekk og sögðust bara vera þarna í jólafríinu. Við sögðum sem svo, að skólafólki veitti nú ekki af aurunum sínum og það væri. nokkuð dýrt að fara á dans- æfingarnar í skólanum. Þær brostu að þessari speki stúlk urnar: SÖgðust ekki vera mikið fyrir dansæfingar en hlökkuðu mikið til að kom- ast á dansieik í Þórskaffi, sögðu þær. Við spurðum hvað þær hefðu upp úr vinnunni í jóla fríinu. Þær sögðust vonast eftir að geta unnið fyrir 15 huxidruð krónum þótt vinnu dagarnir væru ekki margir. Við sáum útundan okkur að Jón matsmaður var far- inn að gefa okkur auga, svo við sögðum „Bless“ við istúlkurnar. Þær spurðu hvont myndin kæmi í blaði. Við sögðum að það færi eft- ir því hvernig hún yrði. — Hinsvegar væri vissast að kaupa Alþýðublaðið fram- vegis, því þar væru l.íkurn- ar mestar fyrir að sjá hana. Það var eins og okkur grunaði: Jón matsmaður var JlllIIIIilllllllIIIIIIIIIIllIIIIIIIIIIIIIIIflllltlIIIIIIIIIllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIItt | r | | Ut og suður | 3iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiuiiiin mannfár og ekki vert að tefja fólkið hans. Jón sagði okkur að sig stórvantaði fólk við vinnsluna. Sagöist get.a bætt mörgum við. Á útleiðinni hittum við Þór Gunnarsson. Flann er sextán ára og búinn að vinna í friystihúsinu í fjóra og hálfan mánuð. Við spurð um hvort hann fengi got't kaup? Þór sagði það færi eftir, aukavinnunni. Það hef ur komið íyrir að ég hef tvö og firnm á viku, sagði hann. Þetta er Hka ágætis vinna, sagði Þór um leið og hann snaraði fullri pönnu af innpökkuðum kai’faflök- um á vagninn og ók af stað inn í hraðfrystinguna. Sv. S. (iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuimiiummiiimiuiijiiiiiuii ORÐ UGLUNNAR: . Skyldi það vera rétt, að Bern- hard Stefánsson sé staðráðinn í að hleypa Páli Zópahíassynl, 1. varafor- seta Efri deildar, aldrei í forsetastól, af ótta við að honum vefjist tunga um fót og atburðirnir komi yf- ir hann eins og þjófar úr heiðskíru Iofti? (iiuuuiimiiimuimuiuiiiuimmmimiiimiiiii í JÓLABLA stutt grein um eftir Gísla J. Ás Hann vék þar a tyrkneskra yfir blaðamönnum. í week er vikið ai Tímaritið upjc að samkvæmt skýrslum hafi 2 ir blaðamenn ví aðir og sektaði förnum fjórum Skömmu fy: voru þrír blaðai ir fyrir rétt í ! kæran: Þeir hö birt grein eftir blaðaútgefanda, ast hafði um 1 ekki var allsko af stjórnarfarin ★ mm TONK ] BÆKU | ÞAÐ eru nálega | i hundrað bókaklúbbar | = í Bandaríkjunum. Sá i i elsti og kunnasti heit- | i ir Mánaðarbókin — | i (Book of the Month | i Club). Meðlimir hans | | hafa fengið 488 bæk- i | ur á 32 árum; klúbb- | 1 urinn hefur á þessum \ i tíma selt bækur fyrir \ i 250 milljónir dala og i ! gefið bækur fyrir um \ ! 200 milljónir. \ Mesta glappaskot \ | klúbbsins að dómi for- \ I stöðumanna: Þegar E ! han.n hafnaði handriti i ! Johns Steinbeck að \ ! Þi’úgum reiðinnar. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiniuiiuiiiiniiiiiiniiiiimiii AÐDAUN fó: msyndaleikurum svo úr hófi frair nærri guölasti. gamánleikari, fékk eitt sinn : lega tannpinu, a einni tönn fátæ! Hann bað tann! senda reikningii ttrpja við tækifs leið, en aldrei k( urinn. Loks bars eftirfarandi bré lækninum: „Æruverðugi hef selt tönnina um af aðdáendi. ætlar hann að 1 sér hér eftir se grip. Af upphæc tekið greiðslu i inginn, og jafn: ég yður sjöfalda í ávíisun“. Hin upprunalega áhöfn vólarinnar er nú tekin til strangrar yfirheyrslu á flug stöðinni. Þeir þykjast vera alveg saklausir og segjast vinna á vegura einkafélags, sem verzli með kóralla. — Ju hefur orð fyrir þeim. — „Það eru ar skartgripir banriið það ekl „En hvers vegr að geyma þá í einn viðstaddra ' ég ekki heldur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.