Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 9
* ( ÍPróttir AUSTUR-Þýzkaland ætlar að þreyta fleiri landsleiki í knattspyrnu í ár en áður. Með- al annars verður keppt við Finnland, Búlgaríu, Albaníu, Ungverjaland og Portúgal. FRÆGASfl og bezti knatt- spyrnumaður Júgóslava und- anfarin ár, Rajko Mitic hefur nú hætt keppni fyrir fullt og allt. Mitic hefur verið hylltur mjög af júgósiavneskum í- þróttafréttamönnum, en sjálf- ur er hann íþróttablaðamaðúr og mun því halda áfram sam- bandinu við íþróttirnar. JAPANIR töpuðu í landsleik gegn Malajum með 0:2 Í0:2) og fór leikurinn fram í Kuala Lumpur. Atletlco Cdna 3:1 í AUKALEIK milli Atletico, Madrid og CDNA, Sofiu um Evrópubikarinn, sigraði Atle- tico með 3:1, leikurinn fór fram í Geneve. í hálfleik stóð 1:1. Brasilíumaðurinn Vava, einn af heimsmeisturunum frá í sumar, var bezti maður vallar- ins og skoraði tvö mörk fyrir Atletico. Spánverjarnir léku aðeins 10 mestallan tímann, því að Rafa var vísað úr leik vegna slagsmála í byrjun leiksins. RÉNE Vignal, sem um skeið var markvörður í Racing de Paris hefur nú • ákveðið að hefja aftur keppni, en hann hætti alveg keppni fyrir fjór- um árum. Vignal er bjartsýnn og álítur sig geta náð toppnum aftur. Á æfingum hefur hann sýnt, að lengi lifir í gömlum glæðum. Rússar eg Morðmenn keppa í skaufahlanpi í DAG og á morgun breyta Rússar og Norðmenn lands- keppni í hraðhlaupi á skautum, en í fyrra kepptu þessar þjóð- ir í Osló og þá sigruðu Rússar. í rússneska liðinu eru Oleg Gontsjarenko (fyrirliði), Vladi- mir Sjilikovski, Evenij Gris- jin, Genandi Voronin, Robert Merkulov, Boris Tsybin, Vic- tor Kosytsjkin, Vladimir Gur- os, Alexander Koriasjkin og Anatol Liapkov. Fjórir þeir síðastnefndu eru allir ungir og upprennandi, aðeins 20 og 21 árs. Norska liðið skipa: Alv Gjest vang, Sverre Haugli, Knut Jo- hannessen, Odd Lundberg, Ed- mond Lundsten, Gunnar Niel- sen, Thorstein Sandholt, Tor- stein Seierstein, Svein Erik Sogge og Roald Aas. Búizt er við rússneskum sigri í keppn- inni, en keppnin fer fram á Dynamo-leikvanginum. Brýnið fyrir börnunum að fara var- lega með elclinn. > Það hefur marksannast, sem mál- tækið segir: OFT VELDUR LÍTILL NEISTI STÓRU BÁLI. Athugið, að hafa tryggingar yðar ávallt í samræmi við verðlag. T r y g g i n g. . e r. . n a u ð s y n ! Austurstræti 10, Reykjavík Umboðsmenn um allt Iand 1 8 BARNAGAMAN RÓBINSON Eftir Kjeld Simonsen Róbinson hafði hlaðið eina af haglabyssum skipsins á meðan, og í því kom haförn aðvíf- andi og sveif léttilega yfir höfðum þeirra. Ró- binson miðaði, skaut og hæfði fuglinn. Örninn blakaði vængjunum nokkrum sinnum og datt síðan steindauður til jarðar. F'rjádagur hafði fallið til jarðar af eintómri hræðslu, og þegar hann þorði að líta upp, var hann alveg sannfærður um að hús- bóndi hans væri mikill töframaður. Næsta dag fóru þeir félagar aftur út í skipið og fluttu með sér í land m.a. litla fallbyssu. Frjádagur var ekkert sérlega hrifinn af því, þegar hann skildi að það ætti að skjóta aftur. Og enn datt hann sem dauð ur til jarðar, þegar hann heyrði skothvell. En þegar Róbinson hafði talað í hann kjark og frætt hann dálítið um þetta stórkostlega vopn mannsins, rann það upp fyrir Frjádegi, að nú gætu þeir félagar bægt óvinum sínum frá og jafnvel hrakið þá alveg burt frá eynni. AXEL BRÆMER: EKKI ÞESSAR STEIPUR kom röðin að Frank. Og honum var bjargað á sama hátt. En drengirn- ir hríðskulfu þarna af kulda, eftir þetta ó- vænta bað. —■ Hlaupið þið, báðir tveir eins hart og þið lifandi getið, sagði Nanna. Hús skógar- gæ^’umannsins er hér skammt frá, þarna upp fi'á, sjáið þið, og hún benti í áttina þangað. Drengirnir hlupu af stað. Tennurnar glömr- uðu í þeim og það lak af þeim eins og hundum af sundi Þeir fundu hús skógargæzlumanns- ins. Þeir fengu að, fara úr fötunum og þurrka þau við ofniim. Þeir náðu sér brátt eftir volk rð, en það liðu samt nokkrir tímar áður en þeir urðu ferðafærir. — Þetta var nú skr'ýt- in skógarferð, sagði Venni, þegar þau loks lögðu af stað heimleið- is. En hvernig stóð á því, að þið komuð einmitt á réttu augnabliki, spurði hann svo og snéri sér að Nönnu og Gyðu. — Við höfum fylgt ykkur eftir síðan í morg un, sagði Gyða og hló við, Þið vilduð að vísu ekki hafa okkur með j'kkur, en við hug.suð- um sem svo: — Við höf- um þó alltaf leyfi til þess að fara sömu leið og þeir. og það gerðum við. — Við sáum greifingj ■ann líka, sagði Nanna hlæjandi. — Og þið björguðuð lífi okkar, sagði Frank alvarlegur, —• og það verð ég víst að viður- kenna. Við áttum það sannarlega ekki skilið, eins og við tókum á móti ykkur. — Nei, alls ekki, sagði Venni iðrandi. — Auðvitað ekki, Alþýðublaftið — 11. jan. 1958 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.