Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLl 1990 hafi á stundum. ekki þarf að fara í launkofa með að slíkt setur ávallt mark sitt á heimili og fjölskyldu. í tilfelli Haraldar og Bergljótar voru þau einkenni í lágmarki en hún stóð sem klettur úr hafi við hlið manns síns allan tímann, hvort heldur í sjúkralegum eða í annan tíma. Lagði hún á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn, utan heimilis sem innan, til þess að búa Haraldi þann stað sem hún taldi að honum bæri, og að hann eða fjölskylcian ligj gkki vegna veikinda hans. Er hér um enn eitt dæmi að ræða, sem synir þá óhemju fómarlund er eiginkonur og konur almennt sýna, þegar breyting verður á heimilishögum til hins verra. Eiga þær fulla aðdáun skilið. Að lokinni samfylgd á þessa heims vegferð færi ég mági mínum þakkir en flyt systur minni, Berg- ljótar, og börnum hennar, svo og öðrum nákomnum Haraidi, samúð- arkveðjur mínar og míns fólks, og veit að þau leiftur atvika og minn- ingabrota úr lífi Haraldar Þor- steinssonar, sem merla í hugum eftirlifenda, geyma mynd góðs sam- ferðamanns. Hörður Gunnarsson t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför INGIGERÐAR DANÍELSDÓTTUR. Karl Sigurðsson, Gunnar V. Sigurðsson, Bryndís Maggý Sigurðardóttir, Guðmundur M. Sigurðsson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okk^r, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SIGGEIRSSONAR frá Baugsstöðum, Huldubraut 13, Kópavogi. Halldóra Guðmundsdóttir, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Guðmunda Siggeirs Ingjaldsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför fósturmóður minnar, JÚLIÖNU JÓNSDÓTTUR, Karlagötu 10, Reykjavík. Rut Þorsteinsdóttir og fjölskylda. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR JÓNU ÁRNADÓTTUR, Hiöðutúni. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans, vakt 11A og 11 B, fyrir mjög góða umönnun í veikindum hennar. Guðmundur Brynjólfsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Olafur Guðmundsson, Brynjólfur Guðmundsson, Sæunn Sverrisdóttir, Ásgeir Pétursson, Margrét Magnúsdóttir og barnabörn. Listasafn Sigurjóns: Ljóðatón- leikar end- urteknir MIKIL aðsókn var að ljóðatón- leikum Sólrúnar Bragadóttur og Jónasar Ingimundarsonar í fyrrakvöld og Ijöldi manns varð frá að hverfa. Ákveðið hefur verið að endurtaka tónleikanna í kvöld í safninu á Laugarnesi og heíjast þeir klukkan 20.30. Veðurþjónusta á hálendinu VEÐURSTOFAN hefúr tekið upp sérstaka þjónustu við ferðamenn á hálendinu yfir sumartímann. Tvær nýjar veðurstöðvar senda Veðurstofunni skeyti og veður- horfur fyrir hálendið verða lesn- ar í útvarp og svarsíma að morgninum. Nýju stöðvarnar eru Versalir á Sprengisandsleið í 610 m hæð yfir sjó við suðurenda Stóravers og Snæfellsskáli í 810 m hæð milli Snæfells og Sauðahnúka. Skeyti frá þessum stöðvum verða lesin með veðurfregnum klukkan 06.45 og 10.10. Veðurhorfur fyrir hálendið verða lesnar með útvarpsfréttum klukkan 7 og 8. Þær er líka hægt að fá í símsvara Veðurstofunnar fram yfir hádegi með því að hringja í 990-601 (skífusími) eða 990-6001 (takk- asími). Einnig verður spáin fyrir hálendið lesin með enskum fréttum klukkan 7.30. ■ SVEINN Einarsson segir frá íslensku leikhúslífi og kvikmyndum íOpnu húsi í Norræna húsinu, í kvöld klukkan 20.30. Fyrirlestur- inn verður fluttur á sænsku og nefnist „Islandsk teater och film“. Sýnd verður kvikmyndin „Ice- landic Films“ með sýnishornum úr íslenskum kvikmyndum. Bóka- safnið er opið til klukkan 22, eins og venja er á fimmtudögum í sum- ar meðan „Opið hús“ er á dag- skrá. í bókasafninu liggja frammi bækur um ísland og þýðingar islenskra bókmennta á öðrum norrænum málum. Kaffistofa hússins er einnig opin til klukkan 22 á fimmtudagskvöldum. Aðgang- ur er ókeypis og eru allir velkomnir í Norræna húsið. LOKAÓSKIRNA UPPFYLLTAR Sindri hefur tekið að sér umboð fyrir Otto C. Jensen, einn stærsta seljanda loka á Norðurlöndum, fyrirtæki sem er virt fyrir vandaðar vörur. KEILULOKI SPJALDLOKI Fyrirliggjandi eru í birgðastöð okkar fjölmargar gerðir loka s.s. kúluloka, renniloka, keiluloka og spjaldloka í ýmsum gerðum og stærðum. Sérpöntum eftir óskum. SINDRI BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 ■ 121 REYKJAVlK ■ SlMI 62 72 22 HÍR&NÚ AUClíílNGASTOfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.