Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULl 1990 gestgjafa með hlýjum orðum og góðvild, því að hann gladdist yfir velferð annarra og vildi öllum vel. Það reyndi ég líka í veikindum mínum, þó svo að mínir krankleikar tilheyrðu ekki hans sérgrein. Minn- isstæðast verður mér kvöld eitt á Borgarspítalanum er ég lá þar og þótti sem ég væri litla stúlkan með eldspýturnar þrátt fyrir gott starfs- lið deildarinnar sem var tilbúið að gera sitt besta. Tilkynnt var í út- varpinu að ófærð væri í borginni og Hafnarfjarðarvegurinn væri ófær. Þrátt fyrir miklar sviptingar í veðurguðunum lögðu hjónin úr Mávanesinu af stað og mættu í heimsóknartíma til mín. Jói vildi sjá með eigin augum hvort að aðgerðin hefði gengið eins og til var ætlast. Þó að starfið tæki mikinn tíma Jóa þá var heimilið honum sem helgur reitur, þar sem eiginkona, börn og síðar barnabörn skipuðu heiðursess í huga hans, enda bera börnin fag- urt vitni góðu uppeldi með fágaðri framkomu sinni og mannkostum. Jói var maður hreystinnar, ræktaði sjálfan sig og umhverfi sitt af dugn- aði og eijusemi. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Kvöld eitt situr hann fyrir fram- an sjónvarpið og snöggt sem hendi sé veifað kom kallið og höggvið var á lífsstreng þessa góða drengs. Að leiðarlokum er mér efst í huga umhyggja hans við mig í veik- indum minum, ljúf orð hans og mannleg. Hann var þeirrar gerðar sem menn meta meira sem kynni verða nánari og mun sú minning auðga líf eftirlifandi vina hans. Guð geymi hann. Lóa Dó hann afi minn, sagði Helgi litli sex ára og lítið tár rann niður eftir útitekinni kinninni og myndaði örlitla rák. Já, Helgi minn, hann afi er dáinn, svaraði föðurbróðir drengsins og renndi fingrunum mjúklega eftir vanga hans til að þerra burt tárið. Er hann þá kominn til Guðs, bætti hann við með spurn- ingu í augunum. Frændi hans sams- innti því og þá brosti drengurinn, leit út um gluggann og þagði. Hann afi var besti vinur minn, sagði hann eftir dálitla stund og leit á frænda sinn með ásökunartón í röddinni, af hvetju þurfti hann að deyja? Ég veit það ekki vinur, svaraði frændi. Getur afi núna verið með mér alltaf eins og englarnir fyrst hann er dáinn spurði hann og nú var vonar- blær í röddinni. Já, Helgi minn. Ég er samt sorgmæddur af því að nú getum við aldrei leikið okkur saman aftur — allavega ekki fyrr en ég dey líka, bætti hann við. Þetta litla samtal, sem sonur minn átti við frænda sinn sem tók að sér að segja honum frá sviplegu fráfalli Jóa afa, lýsir betur en löng grein því stóra hlutverki sem Jó- hann Guðmundsson tengdafaðir minn gegndi lífi litla sonar míns og Helenu konu minnar, dóttur Jó- hanns. Tengdafaðir minn var tilfinn- ingalega lokaður maður og sein- tekinn en þeim mun ástríkari við börn og alla þá sem áttu eitthvað undir hann að sækja. Fjölskyldan var honum allt og litla vangefna dóttir hans, hún Ásta Vala, fór ekki varhluta af þessari miklu hlýju og ástríki og mér er til efs að marg- ir hafi rækt jafn vel samband sitt við jafn þroskaheft barn og hún Ásta Vala var og er. Hann vann og mikið að félagsmálum vangef- inna og veit ég að þar verður skarð hans seint fyllt. Ég ætla mér ekki að tíunda ævi og starfsferil tengdaföður míns, það unu aðrir gera enda var það siður Jóhanns að skilja lækninn eftir á spítalanum þegar hann kom heim. Þannig kynntist ég Jóhanni fyrst og fremst sem fjölskyldumanni og einstaklega ástríkum afa, föður, eiginmanni og vini. Jóhann var ekki maður margra orða, sagði fátt en það sem skipti máli. Á skrifborði hans fann ég nokkra miða sem hann hafði ritað á spakmæli sem hér fara á eftir. „Ekki verða öll orð töluð í einu,“ „ræðan er silfur en þögnin gull“, „þögn er betri en þarflaus ræða“. Það tók mig nokk- ur ár að komast inn að þessum mannni en þegar inn var komið var þar fagurt um að litast og Ijúft að dvelja. Það er því með einlægum söknuði sem ég kveð Jóhann Guð- mundsson. Þegar sonur minn kom á heimili Sigríðar ömmu og Jóhanns í fyrsta sinn eftir fráfall afa síns hafði hann ekki grátið neitt að ráði. Það var ekki fyrr en hann sá mynd af afa. Þá var eins og hann áttaði sig og þá kom gráturinn sár og fullur trega. Ég hélt á honum og Ieyfði honum að gráta út og fann að þessi grátur var bæði hreinn og sannur. Grátur barns sem allt í einu stendur frammi fyrir þeirri einu staðreynd lífsins að það endar í dauða og aðskilnaði þar sem allir menn eru að lokum einir með skapara sínum. Þegar drengurinn hafði grátið langa stund horfði hann á mig tár- votum augum og sagði: „Pabbi, viltu skrifa fyrir mig bréf til afa.“ „Já, Helgi minn,“ sagði ég, „það skal ég gera.“ Bréfið var skrifað til afa. Þar kom fram að litli dreng- urinn vildi segja afa sínum að þeir myndu hittast aftur hjá Guði, þegar hann sjálfur dæi. Svo bætti hann við: „Heyrðu pabbi, viltu svo setja bréfið í póstkassann.“ Valdimar Helgason Mig setti hljóðan er síminn hringdi árla morguns 3. júlí sl. og mér var tjáð skyndilegt fráfall vinar míns Jóhanns. Geislandi sólskinið og fegurð dagsins áttu ekki lengur athygli mína, dökkur skuggi dep- urðar varð fýlginautur minn þennan dag. Hefði ég verið spurður hver af okkur bekkjarfélögunum gömlu yrði næstur til að kveðja þennan heim hefði Jóhann sennilega orðið aftastur í röðinni. Það má segja að hugtakið dauði eða veikindi væru það síðasta sem kom fram í hugann í sambandi við Jóhann, svo lifandi var hann. Frá því að við vorum drengir áttum við samleið í gegnum skóla- kerfið þar til stúdentsprófi Iauk. Strax í barnaskóla komu fram sterkustu einkenni Jóhanns, sem voru krafturinn og kappið. Kom það fram í náminu og ekki síst í iþrótt- um sem við stunduðum mikið á þessum árum. Ég minnist bernsku- og unglingsáranna þegar setið var í Meðalholti 10 og lesið saman und- ir próf á notalegu bernskuheimili Jóhanns. Þar var mér ætíð tekið með vinsemd og hlýju, og var séð um að við ungmennin hefðum bæði næði og ekki síst fæði meðan á lestrinum stóð. Eftir stúdentspróf kynntist Jó- hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Árnadóttur, og með henni steig hann sitt mesta gæfuspor er þau gengu í hjónaband 6. október 1956. Á þeim tíma var Jóhann við læknis- fræðinám í Háskóla Islands, og sýnir það best kjark og dugnað þeirra hjóna að stofna til heimilis í miðju námi, því á þeim tíma voru ekki námslán eins og í dag, hver og einn varð að sjá um sig sjálfur. En einmitt þetta áræði varð að mínum dómi Jóhanni til mestrar gæfu. Ég varð persónulega vitni- að þeim gífurlega stuðningi sem Jóhann fékk frá konu sinni við nám sitt, og að auki skóp hún þeim nota- legt heimili, sem gott var að koma á. Eftir nám Jóhanns við Háskóla íslands skildu leiðir okkar vinanna, en þá héldu þau hjónin ásamt elsta barni sínu, sem fæddist 1960, til Svíþjóðar þar sem hann hóf sér- fræðinám í bæklunarskurðlækning- um. Undanfarin ár höfum við aðeins sést á förnum vegi eða á svokölluð- um „bekkjarskemmtunum", en þær hafa verið okkur bekkjarfélögunum til ómældrar ánægju. Með fráfalli Jóhanns er enn hoggið skarð í þann hóp, og í þetta skiptið á ólíklegasta stað. Það ætti að vera öllum hópn- um hvati til samheldni því enn erum við harkalega minnt á það að eng- inn veit sitt skapadægur. Ég vil enda þessi fátæklegu orð með þakklæti til vinar míns fyrir árin sem við áttum saman, kannski var það tímabil merkilegast allra tímabila, þ.e. þegar drengir breytt- ust í menn. Ég sendi Sigríði og börnunum innilegar samúðarkveðjur frá mér og konu minni. Vilhjálmur Ólafsson Þegar dvalist er erlendis árum saman verða samverustundirnar með nánustu ástvinum alltof fáar. Söknuðurinn er oft sár og þá ekki hvað síst hjá börnunum, sem eiga afa og ömmur heima á íslandi. Gleðin er því mikil þegar hægt er að skiptast á heimsóknum og vera samvistum um lengri eða skemmri tíma. Þá er svo margt, sem þarf að ræða um, svo margs að minnast og svo margt að skipuleggja. Sam- veran sjálf verður við þessa hagi svo einstaklega dýrmæt. Þetta kemur mér í hug, þegar ég sest niður til þess að skrifa fátækleg kveðjuorð við fráfall tengdaföður míns, Jóhanns Guðmundssonar, læknis. Þau eru um leið kveðja til Jóa afa frá afabörnunum í Svíþjóð. Þetta er allt eitthvað svo óraun- verulegt. Nánast eins og martröð. En ekki tjáir að deila né heldur gagnast blekkingin. Jói afi er farinn héðan úr þessum heimi yfir í eilífð- ina fögru. Þó er vissulega erfítt að skynja þessa staðreynd og enn hef- ur sannast við mjög svo óvænt og ótímabært fráfall hans að tilgangur lífsins er okkur áfram einatt ráð- gáta. Það er ekki lengra en frá því í júní sl. að Jói afi dvaldist hjá okkur í Svíþjóð. Eins -og ávallt sýndist hann þróttmikill og ljúfur gleði- gjafi. Dauðinn hlaut að vera víðs íjarri. En fyrr en varir erum við minnt á hverfulleik lífsins. Síst af öllu hefði mig órað fyrir því er ég hélt til íslands 2. júlí sl. með litla soninn sem m.a. ætlaði að sýna Jóa afa hversu tekist hefði með „meidd- ið“ að mín biðu við komuna fregnir af andláti hans. Og nú er enn frekari ástæða til þakklætis fyrir samverudagana í júní, sem engu okkar gat dottið í hug að yrðu hinir sfðustu. Hann gladdist með okkur yfír því góða, sem okkur hafði hlotnast og afabörnunum veitti hann gleði og hlýju. Svo vildi til einmitt þessa daga að drengurinn okkar meidd- ist. Hann naut þá sérstaklega ástúðar Jóa afa síns. Mikið er að þakka aðhlynningu og umhyggju Jóa afa að allt fór eins vel og frek- ast var kostur. Þetta var innileg Fæddur 24. mars 1906 Dáinn 29. júní 1990 Það var hljótt um andlát þessa gamla og góða starfsfélaga við Verzlunarskóla íslands, Gísla Þor- láks Ásmundssonar. Sennilega að ósk hans sjálfs var andlát hans ekki tilkynnt í fjölmiðlum og fór útförin fram í kyrrþey. Var það í raun í góðu samræmi við það lítil- læti og þá hógværð sem einkenndi Gísla alla tíð. Af þeim 40 árum sem Gísli kenndi við Verzlunarskólann störf- uðum við þar saman um helming þess tíma, eða frá árinu 1953 til 1973, er Gísli lét af störfum. Þegar ég kom að Verzlunarskólanum var hann ekki eins stór í sniðum og hann er nú orðinn. Nemendur og kennarar voru miklu færri og sam- neyti starfsfólks alls enn nánara en það er nú, enda húsakosturinn þröngur á Grundarstígnum. Ungir kennarar bera oft ugg í bijósti um hvernig þeim er tekið af því reynda og fjölfróða liði sem fyrir er í skól- um. í stuttu máli sagt eru minning- ar mínar af fyrstu dögunum í Verzl- samvera í gleði og sorg og hún skilur eftir fagra mynd af Jóa afa í huga mínum og barnanna. Hún verður minning okkar um hann. Að engum er þó meiri harmur kveðinn nú en Siggu ömmu og við biðjum góðan Guð að gefa henni styrk. Góðar minningar um traust- an og umhyggjusaman heimilisföð- ur og eiginmann munu milda harm- inn og stuðningur góðrar fjölskyldu munu létta henni sorgina. Sjálf skulum við lifa áfram eins og mér fannst hann ætíð sjálfur gera eftir því jafnvægi tilfínninga og skyn- semi, sem gerir okkur kleift að sigr- ast á og standa af okkur mótlæti lífsins. Hann hefði vafalaust beðið okkur þessa svo við myndum ekki stöðugt líða og harmurinn buga okkur. Guð blessi minningu góðs tengdaföður og afa. Yrsa Okkur hjúkrunarfólk á bæklun- arlækningadeildum Landspítalans langar að minnast nokkrum orðum starfsfélaga og góðs vinar. Starfsdegi Jóhanns Guðmunds- sonar, bæklunarlæknis, var ólokið og mörg verkefni biðu úrlausnar, þegar kallið kom svo skyndilega. Jóhann var nýkominn heim til landsins úr sumarleyfí er hann lést og hugðist taka til við verkefni sem hans biðu. Samstarfsfólkið hafði hlakkað til að fá hann að nýju til starfa. Jó- liann sameinaði marga góða kosti. I fyrsta lagi var hann frábær lækn- ir, vel menntaður og vakandi í sinni sérgrein. Auk þess hafði hann ævin- Iega lag á að létta lund sjúklinga sinna, hann var umhyggjusamur læknir svo af bar. Hann var einnig framkvæmdamaður, sem leysti hvert mál með hógværð og af sam- viskusemi. í samstarfi við starfsfólk bæklun- ardeildanna kom í ljós hversu gott var með honum að vinna, ekki sís’t við uppbyggingu deildanna, sem unnið hefur verið að. Jóhann hafði mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að gera og studdi starf okk- ar með ráðum og dáð. Missir okkar og sjúklinganna er mikill og sannarlega er erfítt að hugsa sér deildirnar án Jóhanns og er nú skarð fyrir skildi. Við vottum fjölskyldu Jóhanns Guðmundssonar, ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúð. Hjúkrunarfólk á deilduni 12G og 13G á Landspítala. unarskólanum einstaklega ánægju- legar og er það ekki síst að þakka þeim kennara sem þá hafði einna lengst starfað við skólann, Gísla Ásmundssyni þýskukennara. Hann var með afbrigðum ljúfur, ráðagóð- ur og hjálplegur. Strax þótti mér mikið koma til fróðleiks hans og þekkingar á hinum ólíkustu hlutum, enda var hann víðlesinn. Hann hafði augljóslega kappkostað að mennta sig á klassíska vísu. Hann var mik- ill málamaður og bráðsnjall þýðandi úr erlendum málum á íslensku þar sem hann lagði mikla rækt við móðurmáiið. Rætur hans í menn- ingarsamfélagi þingeyskra bænda og bernskuárin hjá foreldrum sínum á Halsi í Fnjóskadal, þar sem faðir hans var prófastur, svo og mennta- skólaárin á Akureyri, stuðluðu vafa- laust að þessum þjóðlegu viðhorfum Gísla til móðurmálsins og íslenskrar menningar. Hins vegar var Gísli og heims- borgari. Þótt hann hafi mótast nokkuð af heilsubresti um skeið og erfiðleikum kreppuáranna, sem höfðu varanleg áhrif á stjórnmála- skoðanir hans og lífsviðhorf, var Minning: * Gísli Þ. Asmunds- son, kennari __________________________ 43 y Kveðja frá Félagi íslenskra bæklunarlækna Jóhann Guðmundsson var einn af stofnendum Félags íslenskra bæklunarlækna eftir að hann kom frá sérnámi í Svíþjóð og hóf störf á íslandi 1972. Hann gekk til liðs_ við dr. Stefán Haraldsson, Höskuld Baldursson og Braga Guðmundsson við uppbyggingu bæklunardeildar Landspítalans þar sem hann hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf. Fyrir heimkomuna fengu þessir menn að vita að það væri ekki mik- ii þörf fyrir bæídunarlækna á ís- landi, en þeir hófu sitt uppbygging- aretarf ótrauðir. í dag eru 20 félag- ar í Félagi íslenskra bæklunarlækna og verkefnin eru óþijótandi eins og alþjóð veit. Jóhann tók nærri sér þann sam- drátt og sparnað sem einkennt hef-' ur heilbrigðisþjónustuna upp á síðkastið og bitnað hefur hart á bæklunarsjúklingum. Minning Jó- hanns Guðmundssonar verður best heiðruð með því að snúa vörn í sókn og bæta þjónustu við bæklunar- sjúklinga og þroskahefta sem hann bar sérstaklega fyrir brjósti. Innilegustu samúðarkveðjur til Sigríðar Jónu og fjölskyldu hennar. F.h. Félags íslenskra bæklunarlækna, Eggert Jónsson Kveðja frá hjúkrunarfólki á skurðgangi Landspítalans Þriðjudagurinn 3. júlí var runn- inn upp. Þetta var fallegur sumar- dagur, sólin skein í heiði, en skyndi- lega var sem ský drægi fyrir sólu og það sortnaði í lofti þegar sorgar- frétt barst um að Jóhann Guð- mundsson, bæklunarlæknir væri látinn. Hvernig mátti þetta vera satt, við, sem höfðum hitt hann glaðan og reifan deginum áður þar sem hann var að mæta til vinnu á ný, sólbrúnn og endurnærður eftir velheppnað sumarfrí. Enn einu sinni höfðum við verið minntar á fallvalt- leika tilverunnar. Jóhann var einn af okkar mætustu læknum og verð- ur skarð hans vandfyllt. Hann var hlýlegur í viðmóti, þægilegur í allri umgengni og einstaklega ánægju- legt að starfa með honum og mun hans nú verða sárt saknað úr okkar hópi. Með þessum orðum viljum við þakka Jóhanni samfylgdina, sam- fylgd sem var einkar ánægjuleg og aldrei féll skuggi á. Við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúð. Megi hann hvíla í friði. e- Gísli kunnugur í heimi andans manna um heim allan. Það varð til þess að hann var aldrei einstreng- ingslegur og ofstækisfullur í skoð- unum sínum. í sannleika sagt urð- um við samkennarar hans mjög lítið varir við viðhorf hans til stjómmála og félagsmála. Sama má örugglega segja um nemendur hans. Slík var hógværðin og menningarleg fram- koma hans í hvívetna. Verzlunarskólinn bar svip GíslaA- Ásmundssonar um áratugaskeið. Við sem nutum þeirra forréttinda að kyrinast Gísla, mannkostum hans og gáfum, kímni og hnyttiyrð- um, vinskap og hlýhug, sendum honum hinstu kveðju með þökkum fyrir samveruna. Blessuð veri minn- ing hans. ^ Sölvi Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.