Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990
^CO
Atvinnulífið:
Fyrirtæki lok-
uð eða verður
lokað vegna
sumarleyfa
STARFSEMI margra af stærstu
fyrirtækjunum á Akureyri verð-
jir í lágmarki eða jafiivel engin
næstu vikur vegna sumarleyfa.
Álafoss, K.Jónsson, Slippstöðin
og Utgerðarfélag Akureyringa
loka ýmist að öllu eða nokkru
leyti vegna sumarleyfa.
Birgir Marínósson, starfs-
mannastjóri Álafoss hf., sagði að
starfsemi vefdeildar lægi nú niðri
vegna sumarleyfa starfsfóiks sem
hófst síðasta mánudag og næsta
mánudag hefjast sumarleyfi hjá
starfsfólki sauma- og pijóna-
deilda. Sumarleyfin standa í þijár
til fímm vikur og verður engin
framleiðsla á meðan.
- í Birgir sagði að á undanförnum
árum hefði starfsemin legið niðri
vegna sumarleyfa, en tíminn not-
aður til að lagfæra húsnæði og
fleira.
Starfsemi Slippstöðvarinnar
verður í lágmarki frá og með
næsta mánudegi, 16. júlí þegar
starfsmenn stöðvarinnar taka
sumarleyfí.
Lokað verður vegna sumarleyfa
_ vfram yfír verslunarmannahelgi, en
éinhver starfsemi verður í gangi
á þeim tíma, m.a. verður byijað á
viðhaldsverkefnum tveggja skipa
og þá verður bráðaþjónustu einnig
sinnt.
„ Morgunblaðið/Einar Falur
I gær var 500 eldislöxum sleppt í Leirutjörn og 50 hafbeitarlöxum sem eru 12-19 pund að stærð,
áður var búið að sleppa 500 eldislöxum í tjörnina. Um næstu helgi verður eftit til veiðikeppni á
milli fjölskyldna og eru vegleg verðlaun í boði.
Eldis- og haf-
beitarlaxi
sleppt í
Leirutjörn
Fj ölsky ldu veiði-
keppni um helgina
„TJÖRNIN iðar af lífi,“ sagði
Gísli Jónsson hjá Ferðaskrif-
stofu Akureyrar, en í gær var
mikill handagangur í öskjunni
er löxum var sleppt í Leirut-
jörn. Alls var 550 löxum sleppt
í tjörnina og um næstu helgi
verður efiit til fjölskyldukeppni
í laxveiði og verðlaun veitt
þeirri fjölskyldu sem mest veið-
ir.
Fyrir skömmu var um 500
eldislöxum sleppt í Leirutjörn og
hafa um 150 þeirra verið veiddir.
Til viðbótar var 500 eldislöxum á
bilinu 3-5 pund sleppt í tjörnina
í gær og að auk 50 hafbeitarlöx-
um sem eru 12-19 pund að stærð.
Um næstu helgi, dagana 14.
og 15. júlí, verður efnt til veiði-
keppni á milli fjölskyldna og veiði-
leyfí boðin á sérkjörum, eða 1.250
krónur á stöngina og 400 krónur
fyrir hvem veiddan físk. Sú fjöl-
skylda sem flesta fiska veiðir hlýt-
ur að launum helgarferð til
Reykjavíkur og bílaleigubíl í tvo
daga. Fjölskyldustærð er miðuð
við þijá. Veiðileyfi eru seld hjá
versluninni Eyfjörð, Esso-nesti við
Leiruveg og á veiðistað.
650 tonnum landað hjá ÚA í vikunni:
Sumarfrí hófst hjá starfsmönn-
um niðursuðuverksmiðjunni K.
Jónsson á mánudag í þessari viku
og stendur það í fímm vikur.
Skólafólk sem starfar hjá verk-
smiðjunni fer ekki í frí og sagði
Kristján Jónsson að um 40 nemar
væru við störf í verksmiðjunni í
sumar.
Skólafólkið vinnur einkum í
rækjuvinnslu. Kristján sagði að
‘íindanfarin ár hefði sá háttur ver-
ið hafður á að starfsfólk færi í
sumarfrí á sama tíma.
Engin starfsemi verður hjá Ut-
gerðarfélagi Akureyringa í rúmar
tvær vikur, síðasti vinnudagur fyr-
ir frí verður 20.júlí og vinna hefst
aftur 8.ágúst.
Þetta er annað sumarið sem
lokað er vegna sumarleyfa hjá ÚA
og er það m.a. gert til að drýgja
kvótann.
Undanþága veitt frá helgarvinnu
banni svo takist að vinna aflann
Utgerðarfélagi Akureyringa hefur verið veitt undanþága frá
helgarvinnubanni og verður unnið í frystihúsinu á laugardaginn,
en í þessari viku hefur verið landað um 650 tonnum af fiski. Svo
miklum fiski hefur ekki verið landað í einni viku hjá ÚA í Iangan
tíma. Skýringin á þessum mikla afla er sú að í lok næstu viku
hefjast sumarleyfi hjá starfsmönnum og eru togararnir því að
tínast til hafiiar einn af öðrum. Á fyrstu sex mánuðum ársins var
búið að veiða tæplega helming af úthlutuðum kvóta félagsins, eða
um 9 þúsund tonn.
„Við verðum að hafa okkur alla
við svo við náum að vinna aflann.
Það hefur veríð geysimikið að
gera hjá okkur í þessari viku, enda
höfum við tekið á móti um 650
tonnum af físki. Það er orðið mjög
langt síðan við höfum fengið jafn
mikinn físk á einni viku til vinnsl-
unnar,“ sagði Gunnar Lórenzson,
yfirverkstjóri í fiystihúsi ÚA.
Síðustu daga hefur vinna hafist
kl. 6 á morgnana í frystihúsinu
og er unnið til kl. 17 á daginn.
Undanþága hefur fengist frá
Ingi Björnsson ráðinn
framkvæmdastjóri FSA
INGI Björnsson hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri til næstu fjögurra ár og mun
hann væntanlega taka við stöðunni 1. ágúst næstkomandi. Ingi
tekur við stöðunni af Halldóri Jónssyni sem ráðinn hefúr verið
bæjarstjóri á Akureyri.
Ingi lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1977, BS- prófí í hagfræði frá
háskólanum í Gautaborg árið
1982 og mastersprófí árið 1984.
Ingi kenndi við Menntaskól-
ann á Akureyri 1983-’84 og var
stundakennari við Verkmennta-
skólann á Akureyri 1984-’86 og
Háskólann á Akureyri 1987-’88.
Hann starfaði hjá Iðnþróunarfé-
lagi Eyjafjarðar á árunum
1984-1988, fyrst sem rekstrar-
ráðgjafí og síðan sem fram-
kvæmdastjóri. Þá gegndi hann
stöðu framkvæmdastjóra Fisk-
eldis Eyjafjarðar á árinu 1987
samhliða framkvæmdastjóra-
stöðunni hjá IFE. Ingi tók við
stöðu framkvæmdastjóra fjár-
mála hjá Álafossi hf. 1. jánúar
1988 og hefur gegnt þeirri stöðu
síðan. Hann var nýlega ráðinn
framkvæmastjóri Krossanes-
verksmiðjunnar en vegna óvissu
um framtíð verksmiðjunnar
afréð hann að hætta við að taka
því starfí.
Morgunblaðid/Einar Ealur
Ingi Björnsson hefiir verið ráð-
inn framkvæmdastjóri FSA.
helgarvinnubanni sem í gildi er í
sumar og verður unnið í frystihús-
inu allan næsta laugardag til að
vinna aflann sem hefur borist að
landi í vikunni. Þá hefur einnig
verið bætt við nokkrum starfs-
mönnum í frystihúsið.
Landað var úr Kaldbak í gær,
rúmum 250 tonnum, og Sólbakur
beið löndunar, en hann var með
um 140 tonn. Á mánudag landaði
Harðbakur 253 tonnum, þannig
að um 650 tonnum hefur verið
landað í vikunni.
Þrír ísfísktogarar eru á veiðum
og munu þeir landa á næstu dög-
um, eða í síðasta lagi á fímmtudag
í næstu viku, en á föstudag, 20.
júlí, er síðasti vinnudagur starfs-
manna fyrir sumarfrí. í síðustu
viku lönduðu tveir togarar,
Hrímbakur á þriðjudag 156 tonn-
um og Svalbakur 252 tonnum á
fimmtudag.
Þá kom Sléttbakur inn með 136
tonn af unnum físki á mánudag í
síðustu viku, að verðmæti 31,8
milljónir króna. Einar Óskarsson
hjá ÚA sagði að afli skipanna
hefði verið blandaður, bæði karfi
og þorskur.
Einar sagði að fyrstu sex mán-
uði ársins hefðu ísfisktogararnir
fimm veitt samtals 9.013 tonn, en
á sama tíma á síðasta ári höfðu
þeir veitt um eitt þúsund tonnum
meira, eða 10.025 tonn. Frystitog-
arinn Sléttbakur hefur veitt svipað
magn og hann gerði fyrri helming
síðasta árs.
Minni afli á fyrrí helmingi árs-
ins stafar m.a. af því að Svalbakur
var frá veiðum fyrstu sex vikur
ársins en afli hans það sem af er
árinu er um 630 tonnum minni
en var á sama tíma í fyrra. Veiði-
heimildir skipa Útgerðarfélags
Akureyringa eru 18.580 tonn í ár.
Nýtt leiksvæði
í Kjarnaskógi
Á útivistarsvæðinu í Kjarna-
skógi er hafin undirbúnings-
vinna vegna gerð nýs leiksvæð-
is. I sumar verður unnið að ja.rð-
vegsskiptum á svæðinu, leik-
tæki og fleira smíðað næsta
sumar og svæðið opnað fyrir
almenning að tveimur árum
liðnum.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon,
verkstjóri á útivistarsvæðinu, sagði
að á nýja leiksvæðinu yrði gerð
tjörn sem börn gætu svamlað í á
góðviðrisdögum. Þá væri draumur-
inn að gera þar veglega rennibraut
og koma upp góðri grillaðstöðu.
„Það er mikið um að bæði hópar
og fjölskyldur komi í skóginn til að
grilla og hingað til hefur ekki verið
nein sérstök aðstaða fyrir grill á
svæðinu. Við höfum í hyggju að
bæta þar úr og er meiningin að
gera þarna nokkuð stóra og góða
aðstöðu sem að einhverju leyti yrði
yfirbyggð,“ sagði Aðalsteinn.
Undirbúningsvinna vegna fram-
kvæmda við svæðið er nýlega hafin
og verður unnið að jarðvegsskiptum
í sumar. Næsta sumar verða leik-
tæki smíðuð og aðstaða fyrir
„grillara“ og sumarið þar á eftir á
svæðið að verða tilbúið til notkunar.
Aðalsteinn sagði að margir nýttu
sér aðstöðuna í Kjarnaskógi og á
sólskinsdögum eins og var í gær
fylltist skógurinn af fólki.