Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 33 Minning: Vilhjálmur Schröder framleiðslumaður Fæddur 1. júní 1916 Dáinn 4. júlí 1990 Enn hefur verið höggvið skarð í raðir félaga okkar. Vilhjálmur Schröder lést í Landakotspítalanum aðfaranótt 4. júlí sl. Vilhjálmur var fæddur í Hainau, Schlesien, Þýskalandi 1. júní 1916 og var 74 ára þegar hann lest. Vil- hjálmur hóf nám í framreiðslu á Hótel Borg haustið 1930 og starf- aði þar um það bil eitt ár, en fór þá yfir á Hótel ísland og starfaði þar í tvö ár (í millitíðinni starfaði hann einnig á Hótel Skjalbreið). Árið 1933 hóf Vilhjálmur siglingar og sigldi þá á gamla Gullfossi til ársins 1936, en þá fór hann á Brú- arfoss gamla og sigldi með honum til áramóta 1939-1940, en þá hóf hann að starfa aftur á Hótel lBorg og vann þar til ársins 1946, eða í 6 ár, þar til Sjálfstæðishúsið í Reykjavík hóf starfsemi sína, en þá fór Vilhjálmur að vinna þar og starfaði til ársins 1963 eða í 17 ár. Klúbburinn var hans næsti vinnu- staður, síðan dvaldi hann um tíma á Siglufirði og vann einnig um tíma í Sigtúni, síðan í Klúbbnum aftur. Árið 1968 hóf hann að starfa sem yfirframreiðslumaður á Hótel Sögu (Súlnasal) og starfaði þar til ársins 1970, þá fór hann á Gullfoss og var þar til ársins 1972 og aftur á Hótel Sögu til 1975. Hann starfaði á Fríhafnarbarnum frá 1975 til 1988, núna síðustu árin starfaði hann á Veitingastaðnum Rán í Keflavík. Vilhjálmur var kvæntur Svein- jónu Vigfúsdóttur og eignuðust þau sex börn. Sveinjóna lést í apríl 1988. Vilhjálmur var mikill félagsmað- ur og starfaði og hafði mikinn áhuga fyrir málum Félags fram- reiðslumanna, hann var endurskoð- andi félagsins í mörg ár. Þeir sem þekktu Vilhjáim og störfuðu með honum bera honum allir góða sögu og þeir sem hann tók í læri segja að hann hafí nánast verið eins og pabbi, vakandi fyrir velferð þeirra bæði í námi og utan þess. Félag framreiðslumanna þakkar Vilhjálmi fyrir vel unnin störf fyrir félagið og að málefnum fram- reiðslumanna almennt og sendir aðstandendum dýpstu samúðar- kveðjur. F.h. Félags framreiðslumanna, Kristinn Guðmundsson Það er skrítin tilfinning að þekkja sama og ekkeit einhvern, en finnast engu að síður að sá hinn sami gæti allt eins verið faðir manns. Það er fyrst og fremst þessi tilfinn- ing sem fær mig til að skrifa þess- ar fáu línur í minningu Villa vinar míns. Ég lá með Villa heitnum í tvígang á Landakotsspítala, þar sem hann dvaldi síðustu vikur ævi sinnar, þá mikið veikur. Ég segi mikið veikur vegna þess að það vissu allir, Villi líka. En það sem snart mig mest og sagði mér allt um þennan mann var að ekki var hægt að heyra þetta þegar við töluðum saman, hvort heldur þegar ‘ ég leit inn í herbergi til hans og ræddi málin eða þá á kvöldin þegar við sátum, eða öllu heldur lágum fyrir framan sjónvarpið, reyktum og horfðum á leiki heimsmeistara- keppninnar. Alltaf gat Villi séð já- kvæðu hliðarnar og það eitt kenndi mér og eflaust fleirum sem með okkur voru merkingu orðsins „þakklæti". Ekki þurfti nein orð yfir það hvernig faðir Villi hefur verið, það sýndu heimsóknirnar og vil ég að öllum öðrum ólöstuðum, nefna í því sambandi hana Önnu vinkonu mína. Villi minn, um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínum. Eins og staðan var orðin veit ég innst inni að hann var hvíldinni feginn, elsku karlinn minn. Ég sendi öllum börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum samúð- arkveðjur. Einar Pálmi EFLING SJALFSVITUNDAR OG PERSÓNUSTYRKS Dr. Paula Horan heldur námskeið í Reykjavík 27. til 30. júlí um ofanskráð efni. Sérstök áhersla lögð á að þátttakendur nái tengslum við eigið sjálf og læri að virkja jákvæð öfl innri vitundar; breyta hugsanamynstri sínu til aukinnar vellíðunar og lífsfyllingar. Upplýsingar og skáning: Hugræktarhúsið, Hafnarstræti 20, sími 91-620777. Opið frá 14.30-16.30 virka daga. Skráníngu lýkur 20. júlí. Gœðanna vegna! FERÐAFELAG # ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 1953? Kynnisteigin landi í sumarleyfisferðum Ferðafélagsins 1. 12.-17. júlí (6 dagar) Aðalvfk. Siglt á föstudegi að Sæbóli og dvalið til mánudags. Tjaldbæki- stöð. Fjölbreyttar gönguleiöir, m.a. á Rit, að Látrum og víðar. 2. „Laugavegurinn“, gönguleið- in vinsæla milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Gist i skálum Fl. í Laugum, Hrafntinnu- skeri, Álftavatni, Emstrum og í Þórsmörk. Gönguferðirnar hefj- ast á miðvikudagsmorgnum (5 daga ferðir) og föstudagskvöld- um (6 daga ferðir) frá 6. júli til 24. ágúst. Gönguleið, sem allir ættu að kynnast. Veljið ykkur ferð tímanlega.þvi margar eru að fyllast nu þegar. Næstu ferð- ir þar á eftir: A. 13.-18. júlí (6 dagar). Farar- stjóri: Páll Ólafsson. B. 18. -22. júlí (5 dagar). Farar- stjóri Leifur Þorsteinsson. C. 20.-25. júlí (6 dagar). Farar- stjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. D. 25.-29. júlí (5 dagar). Land- mannalaugar - Þórsmörk. 3. 16.-21. júlí Suðurlandsferð (6 dagar). Fjölbreytt öku- og skoöunarferð. Ýmsir merkis- staðir skoðaðir á leiðinni. Gist i svefnpokaplássi. Fararstj. Sig- urður Kristinsson. 4. 20.-26. júlí (7 dagar) Nán- faravíkur - Flateyjardalur - Fjörður. Góð bakpokaferð i sam- vinnu við Feröafélag Akureyrar um svæði ekki síður spennandi en Hornstrandir. 5.20.-28. júlí (9 dagar) Miðsum- arsferð á hálendið. Þetta er örugglega hálendisferð sumars- ins. Megináhersla er lögð á svæðið noröan Vatnajökuls með Herðubreiðarlindum, Öskju, Kverkfjöllum, Hvannalindum, Snæfelli o.fl. Ekið norður um Sprengisand og heim um Suður- firðina. Einnig litið á Jökulsár- gljúfur (Dettifoss), Fljótsdal (Hengifoss) og Hallormsstað. Gist í svefnpokaplássi. Farar- stjóri: Jón Viðar Sigurðsson. 6. 27. júlí-1. ágúst (6 dagar) Hvítárnes - Þverbrekknamúli - Hveravéllir. Fararstj. Dagbjört Óskarsdóttir. 7. 1.-6. ágúst (6 dagar) Græn- land. Ný og óvænt ferð á slóöir - Eiriks rauöa á Suður-Grænlandi. '' Ódýrt. 8. 2.-6. ágúst (5 dagar) Eldgjá Strútslaug - Álftavatn. Skemmtileg bakpokaferð frá Eldgjá að „Laugaveginum". 9.3.-11. ágúst (9 dagar) Nýidal- ur - Vonarskarð - Hamarinn - Jökulheimar. Bakpokaferð sum- arsins. Sætum fækkar óðum. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 10. 3., 8. og 10. ágúst Lónsör- æfi. Árbók Ferðafélagsins 1990 er komin út, glæsileg að vanda. Hún nefnist „Fjalllendi Eyjafjarð- ar að vestanverðu". Árbókin fæst á skrifstofunni gegn greiðslu árgjalds kr. 2.500. Ger- ist félagar i FÍ., félagi allra lands- manna. Árbókarferð verður 9.-15. ágúst. Fariö um svæði sem tengist efni árbókarinnar. Tveir möguleikar: A. Öku- og skoðun- arferð. Skagafjörður, Siglufjörð- ur. Sigling í Héðinsfjörð. Ólafs- fjörður, Svarfaðardalur og jafn- vel Grimsey. B. Gönguhópur. Dagsganga yfir Heljardalsheiði. Bakpokaferð: Siglufjörður - Héðinsfjörður - Ólafsfjörður. Pantið tímanlega í sumarleyfis- ferðirnar. Upplýsingar og far- miðar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Hægt er að greiða sumar- leyfisferðirnar með raðgreiðsl- um Visa, Euro og Samkorts. Verið velkomin. Ferðafélag íslands. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vitinisburðir Samhjálparvina. Ræðumaður verður Gunnbjörg Óladóttir. Allir velkomnir. Samhjálp. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Kapteinarnir Ann Merethe og Erlingur Níelsson tala og syngja. Allir velkomnir. L’Alliance Francaise L’association des amis de la langue Francaise í tilefni þjóðhátiðardags Frakka 14. júlí býður l’Alliance Franca- ise, ásamt Vinafélagi frönsku tungunnar, á dansleik, sem verður haldinn eftir opinbera móttöku franska sendiráösins. Þátttökugjald fyrir sal og kalt borð verður kr. 600 á mann. Dansleikurinn hefst kl. 21.00 í salarkynnum Tæknigarðs við Dunhaga. Verið velkomin. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.