Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JULI C 7 „Núna þarf að auglýsa eftir munum og minjum. Það er blóðugt að sjá og heyra um hluti með merkilega sögu sem hefur verið á glæ kastað fyrir fáfræði, vanþekk- ingu og skeytingarleysi. Einu sinni var herinn úti um allt og allstaðar voru braggar eða Nissenhús eins og Bretarnir nefndu þau.“ — Er það nú svo voðaiegt að íjarlægja lítt ásjálegar hálfkúlu- byggingar sem eru umhverfinu til lítillar prýði? „Fyrr má nú rota en dauðrota. Heimsstyrjaldarárin eru merkileg- asta tímabil í okkar sögu. Það varð umbylting á öllum sviðum. — Og saga hermannanna er líka hluti af okkar sögu. Þótt brag- gamir hefðu verið öldungis ófull- nægjandi íbúðarhúsnæði sem var alltof lengi búið í, þá eru þeir hluti íslandssögunnar sem ekki verður framhjá gengið. Það er rétt nú í seinni tíð að mönnum em farin að skiljast þessi sannindi. Árbæjarsafnið hafði samband við mig og fékk nokkra muni að láni fyrir sýningu sem þeir opnuðu 1. júni. Hún er m.a. um horfin braggahverfi stríðs- og eftirstríðs- áranna, þar em gamlir stríðsmun- ir sýndir, t.d. hjálmar sem loft- vamaverðir notuðu. Mér líst ekki illa á þá hug- mynd að þeir gripir sem hafa komist í mínar hendur verði einhvem tímann í framtíðinni geymdir á Árbæj- arsafninu ef þeir hafa aðstöðu til að taka við þeim. Núna hefur safnið eignast bragga og hann er tilvalinn sýningar- staður fyrir gamla hermuni. Það þarf líka að gera átak í að friða og iagfæra þær fáu rústir sem enn standa. T.d. skotbyrgin við Bústaðaveginn nýja. Þau eru að grotna niður. Svo er líka ljóm- Morgunblaðið/Bjarni Sævar Þ. Jóhannesson safhar herdeildarmerkum og vitneskju um 45-50 ára gömul byggðamál hernáms og hersetu. Gömul skotbyrgi mega ekki grotna niður. íslendingum fundust þessi leyniskjöl um Hvalfjörðinn haugamatur. Nú hafe íslend- ingar gert það sem Þjóðverjar gátu ekki. Rúst- að, eytt og jafh- að við jörðu, hernaðarmann- virkjum banda- manna. andi faliegur varðturn á Áifta- nesi. Og ekki má gleyma bragga- hverfinu við olíustöðina í Hval- fírði. Þótt það sé búið að eyði- leggja svo tii allt annað þama í firðinum. Það era hér og þar minj- ar. — Þótt listinn sé nú orðinn sorglega stuttur." Pershing á íslandi?! — Hvað kom til að þú fórst að safna gömlum hersetuleifiim? „Ég var í heimsókn hjá mág- konu minni í Skipton í Yorkshire (Jórvíkurskíri) og þar eignaðist ég nokkur merki herdeilda sem höfðu verið á íslandi. Þetta var tákn hemámsliðsins, heimskautabjörn, „polar-bear“, í nokkram útfærsl- um. — Og þá fór ég að safna. Fyrst merkjum, svo öðrum mun- um, og líka vitnesku. Ég held að mér sé óhætt að segja að nú eigi ég næstum merki allra herdeiida sem þjónað hafa á ísiandi. Það fréttist smám saman af söfnunar- áráttu minni og þá fóra góðir menn að gauka þessu og hinu að SÖSS . ■ ævar bað Morg- unblaðsmenn að koma þeim til- mælum til les- enda að: „Allir sem hafa undir höndum ein- hverja muni sem tengjast breska eða bandaríska setuliðinu á stríðs- árunum eða muni sem tengjast her- eða almannavarnaviðbúnaði íslendinga, eru beðnir að hafa samband við mig. Aiveg sérstak- lega ef þeir eiga eða vita um göm- ul kort. Annars era allir munir vel þegnir.“ Útlensk íslandssaga mér.“ — En vitneskju um bragga- hverfín? „Það kom nú af sjálfu sér þegar mér var sagt að Skipton hefði átt „systurbæ“ á Skólavörðuholtinu. En ég vil taka það fram að Skip- ton í Yorkshire er ijómandi fal- iegur bær, en braggarnir í Camp Skipton vora dálítið kraðakslegir og ekki sérlega reisulegir. Nöfnin á sumum braggahverf- anna eru — eða voru öllu heldur — alkunn, s.s. Camp Knox. En önnur sem ég rakst á þegar ég grúskaði í sögum breskra her- deilda voru ekki eins kunnugleg. Heimildirnar hér á íslandi reynd- ust rýrar og ákaflega erfítt að komast nákvæmlega að því hvar þessi eða hinn kampurinn hafði verið. En ég var heppinn. Mér voru gefín nokkur kort af símalín- um bandaríska setuliðsins og þar voru braggahverfín merkt inná. Sú saga er lýsandi. Bandaríski herinn var með verkfræðistofu við Sölvhólsgötunna. Eftir að herinn fór mættu ísiendingarnir á staðinn og fóra að „taka til“. Góður mað- ur bjargaði nokkram kortum af rælni, hitt fór á haugana!" — En nöfnin á þessum bragga- hverfum, hvaðan koma þau? „Já, þau era möig skemmtileg. Fjöldi þeirra á upprana sinn í Yorkshire, en þaðan komu margir setuliðsmannanna, t.d. Bradford, Keighley og Selby. Sum era afbak- anir úr ísiensku, T.d. Herskóla Camp. Nafnið skýrir sig auðvitað sjálft en þar kenndu Bretar og Bandaríkjamenn vetrarhemað. Ég hitti gamian nemanda í Englandi. Sá hélt að hann væri að undirbúa sig fyrir innrás í Noreg. Eftir nám- ið var hann sendur til Englands og það næsta sem hann vissi var, að hann var á leiðinni til Norður- Afríku. Nöfnin á sumum kömpum breyttust, þegar Bandaríkjamenn- irnir komu. T.d. kampurinn við Ártún þar sem höfuðstöðvarnar vora. Þegar Bretamir réðu hét hann Camp Alabaster en nafnið breytist í Camp Pershing þegar Bandaríkjamenn tóku við yfír- stjóminni.“ — En er það þá núna vitað hvar braggahverfi vora og hvað þau hétu? „Nei, það er því miður ekki al- veg fullkannað. T.a.m. uppá Hólmsheiði vora þijú hverfi, Jef- fersonville, Aberdeen og síðast en ekki síst, Waterloo. En Wellington sigraði Napóleon á samnefndum stað i Belgíu. Ég hef fundið rúst- irnar af þessum hverfum, en þao er ekki alveg ljóst hvað er hvað. En það voru hermenn víðar en í Reykjavík og nágrenni. Ég vil biðja fólk úti á landi að huga líka að þessum minjum. Það er mikið starf óunnið og næg verkefni eft- ir.“ NÁMSMENN ATHUGIÐ! Frestur til að skila umsókn um námslán fyrir næsta skólaár er að renna út. Síðasti skiladagur er 1. agust nk. Lánasjóðnr íslenskra námsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.