Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ C 19 Stöð 2 Fréttirnar eru mitt fag angri, sumir eru góðir í sjónvarpi en síðri í útvarpi og öfugt.“ Það hefur orðið sumum tilefni til getgátna að ráðningartími Páls sem framkvæmdastjóri framleiðsl- usviðs rennur út um líkt leyti og ráðningarsamningur Þorvarðar El- íassonar sjónvarpsstjóra. — Verður Páll Magnússon sjónvai’ps- eða útvarpsstjóri? „Nei, ég ætla að verða fréttastjóri aftur, fréttirnar eru mitt fag.“ - segir Páll Magiiússon framkvæmdíLstjói’i framleiðslusviðsins næstu sex mánuði Nýtt skipurit fyrir rekstur Stöðvar tvö tók giidi þann 14. júlí. Skipuritið eykur veg — og vanda Páls Magnússonar frétta- sljóra stöðvarinnar. Hann hefur fallist á að gegna starfi fram- kvæmdastjóra framleiðslusviðs Stöðvarinnar næsta hálfa árið. skiptinguna þegar fréttamenn vinna og rannsaka ákveðin verk- efni sem eru auðvitað fyrirfram ætluð til útsendingar í öðrum hvor- um miðlinum." — Verða fréttamenn látnir ganga á milli? „Það kemur vel til greina. En auðvitað skiptir höfðuð- máli hvar menn ná bestum ár- Páll Magnússon Nokkra athygli hefur vakið að skipuritið segir ekki til um stöðu Björns Björnssonar fyrrum yfirmanns dagskrárgerðarsviðs sem séð hefur um innlenda dag- skrárgerð. Staða Björns er enn óljós. En Páll Magnússon segist vona að hæfileikar og gífurleg reynsla Björns á sviði auglýsinga muni nýtast Stöð 2 í framtíðinni — eða öllu heldur hinum nýju samein- uðu ljósvakamiðlum. 16. júlí sam- þykkti hluthafafundur íslenska útvarpsfélagsins sem rekur útvarp- stöðvarnar Bylgjuna og Stjörnuna að sameina rekstur þeirra og Stöðvar tvö. Að sögn Páls mun hlut- hafa fundur Stöðvar 2 að öll- um lík- indum sam- þykkja J FM i'Tsrr: j l n 'ímm' 02 & 104 * ííitr iiíiíi, /Lt^ w SÍMI622424 samemmguna næstkomanai þriðjudag. Gera má ráð fyrir að rekstur útvarpsstöðvanna verði felldur inn í skipurit sjónvarps- stöðvarinnar. Fréttastofa Bylgjunnar og dag- skrárgerðardeildir útvarpsstöðv- anna munu þá falla undir fram- leiðslusvið Stöðvar 2 og stjórn Páls. Er þetta ekki fullmikið fyrir einn mann? „Nei, deildarstjórar í hverri deild fá að sjá um hið dag- lega argaþras. Ég þarf aftur á móti að hafa heildaryfirsýn yfir reksturinn og fylgast með því að menn haldi sig við fjárhagsáætlan- ir sem vonandi verða sem rýmst- ar.“ Dagskrárgerðardeildir útvarps- stöðvanna verða trúlega sérdeildir innan framleiðslusviðsins. Fram- kvæmdastjórinn sér og bendir á ýmsa möguleika á samnýtingu. Tónlistaþætti sjónvarpsins má senda samtímis út í steríó í útvarp- inu. Útvarpið er að mörgu leyti sveigjanlegri miðill en sjónvarpið. Alkunn eru þau vandræði sem oft skapast vegna tímaskorts í lok umræðna í sjónvarpsútsendingum. Það má hugsa sér þann möguleika að halda umræðum áfram í út- varpssendingu. Fréttastofur útvarps og sjón- varps sameinast en einhvers konar deildarskipting mun þó fyrirhuguð. Er Páll Magnússon ekki smeykur við að komi til togstreitu eða hags- munaárekstra; t.d. að sjónvarps- eða útvarpshlutinn vilji sitja að sínu „skúbbi" eða stórfrétt? „Nei, en menn þurfa að skipta um hugs- unarhátt. Þetta er ein fréttastofa og menn eiga að nýta kosti hvors fréttamiðils eftir því sem við á. Það hentar að mörgu leyti vel að láta þessa ólíku miðla vinna saman. Ómar Ragnarsson gæti til dæmis líst einhveijum náttúruhamförun- um í hádegisfréttum útvarpsins, en 19:19 væri Ómar kominn á skjáinn með myndræna frásögn. Sumar athyglisverðar fréttir eru ómyndrænar og henta betur út- varpinu — og öfugt. Ég held að það sé afskaplega auðvelt að koma hlutunum þannig fyrir að hags- munir og metnaður útvarps og sjónvarps rekist ekki á. Það mun fyrst og fremst reyna á deildar- s/nn/. ggisbók 3 - örugg leið til ávinnings Öryggisbókin er einkar efiirsóknarverð bók fyrir þá sem vilja og geta bundið sparifé sitt í 12 mánuði með því öryggi sem góðri ávöxtun fylgir. Því hærri sem heildarinnstæðan er, því hærri eru vextirnir. Samanburður við verð- tryggð kjör og vexti er gerður tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember og sá kostur valinn sem öryggisbókareigendum er hagstæðari hverju Sparisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags- munir viðskiptavinanna og sparisjóðanna fari saman. Öryggisbókin er ávöxtur þessarar stefnu. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína Sláðu HH AUK/SlA k623d31-37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.