Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ C 17 - veiðarfæri og Greenpeace, Paul Watson og slíkir skrattar hafa not- fært sér það. Fólki eru sýndar myndir af refum og öðrum dýrum sem eru látin engjast og kveljast í boga. Enginn veiðimaður sem eitt- hvað _er spunnið í lætur slíkt ger- ast. í fyrsta lagi vilja þeir ekki kvelja dýr að nauðsynjalausu. Og hinsvegar fengju þeir lítið fyrir bráðina ef þeir höguðu sér svona. Hálfdauð og kvalin dýr draga að sér hrafna og úlfa sem gera sér gott af bráðinni. Það fengist lítið fyrir skinnin ef svona væri staðið að veiðunum. Þegar við notuðum boga vorum við aldrei svo fjarri að við heyrðum ekki þegar dýr steig á hann. Loðdýraveiðar eru grimmd- arlegar en er það ekki líka grimmd- arlegt að krækja í lax og toga hann og þreyta tímunum saman fyrir sportið eitt!“ — En er náttúruverndarmönnum ekki vorkunn, eru ekki mörg dýr í útrýmingarhættu? „Þeir hafa friðað bjórinn og honum hefur fjölgað. Sumum dýr- um hefur fækkað en það er ekki vegna veiða heldur vegna þess að skógarnir eru minni. Það eru ekki veiðarnar sem eru hættan, heldur það að við erum að eyðileggja heim- kynni dýranna. Hérna á íslandi eruð þið að planta skógi en í Kanada höggva þeir hann niður og planta engu í staðinn.“ — Hvaða dýr veidduð þið helst? „Aðallega loðdýr, hreysiketti, skógarketti (lynx), minka, refi, otra, bjóra og vatnsrottur í hundr- aðatali.“ — Borðuðuð þið þessi dýr? „Vatnsrottan var étin. Þig hryllir við en hún er góð á bragðið. Aftur- leggirnir á skógarkettinum eru líka ágætir sérstaklega steiktir með baunum. Minka og hreysiketti aftur á móti átum við ekki.“ — En veidduð þið ekki stærri dýr með rifflum? „Hreindýr, elgi og bjarndýr, Þ.e. a.s. mórauða birni, ekki fjallabirni (grizzly)." — Er ekki stórhættulegt að elt- ast við birni? „Ja ... Það er betra að vera vark- ár og sleppa ekki byssunni fyrr en eftir dauðaskotið sem helst þarf að vera það fyrsta. Satt að segja hef ég ekki skotið marga birni. Eg man þegar það kom ungt dýr í tjaldið til okkar og fór í forðann. Næstu nótt sat ég fyrir honum og skaut hann. Hann hvarf, og ég á eftir. Það voru ekki nema um hundrað og fimmtíu spor þar sem hann lá særður. Hann hafði tekið mosa og troðið í sárið til að stöðva blæðing- una, rétt eins og maður hefði gert. Ég dauðskaut hann. Mér fannst eins og ég hefði drepið mann. Hætturnar voru ekki stóru dýrin, heldur flugur og pöddur sem gátu gert mann veikan, fjarri öllum læknum. Það var betra að vera nokkurn veginn hraustur á þessum slóðum.“ Úlfhundar — En var engin hætta af úlfum sem fóru í flokkum? „Úlfarnir éta þig ekki varla. — Einu sinni komust þeir þó nærri því að svelta mig í hel. Ég hafði drepið elg og komið kjötinu af hon- um fyrir á palli svo dýr kæmust ekki í það. En ég athugaði ekki að það fennti á þessum stað og það notuðu úlfarnir sér. — Og lærðu af þessu þeir röktu slóð okkar að næsta palli og þar steyptu þeir undan pallinum og þetta gerðu þeir þrisvar sinnum. Þegar við komum til baka var ekkert af forðanum sem við höfðum treyst á fyrir okkur og hundana. Þá hefði ég getað skotið kvikindin — ef ég hefði bara séð þau. Ég varð að bijótast í veiðikof- ann eftir vistum. Þetta tafði okkur stórlega við veiðarnar. Annars er mér meinlítið við úlf- inn, hann er skynsamur. Besta og gáfaðasta dýr sem ég hef átt var hundur sem var úlfur að þremur íjórðu. Hann hafði gul augu. Móðir- in var að hálfu úlfur. Foiystuhund- ur hjá okkur. Hún stakk af seint um vetur. Og seinna þegar ég var að svipast eftir henni á sömu slóðum sá ég þijá úlfa. Ég ætlaði að ná allavega einum. Tveir þeirra sáu mig og hlupu inn í skóginn en einn sneri sér við. Rétt áður en ég ætl- aði að skjóta, þekkti ég dýrið, þar var tíkin komin. í apríl fæddi hún einn hvolp. Hann vildi alltaf hreykja sér hátt, klifra. Ef ég var að vinna uppi á þaki þá var hann kominn upp. Hann var með manns- vit þessi hundur." — Eru dýrin mannleg? Þú sagðir að það hefði verið eins og að drepa mann þegar þú skaust björn. „Já, úlfurinn er eins skarpur og maður. Tófan er klók en ekki eins skörp. Maðurinn hefur ekkert um- fram þau dýr sem ég hef veitt, nema grimmdina.“ Notaðu Kaupmannahöfn sem stökkpall til yfir 250 áfangastaða >o HOOVER Compact Electronic 1100 Kr. 12.990,- stgr. H E I M I US K A U P H F • HEIMIUSTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Burt með rykið fyrir ótrúlega lágt verð! FARKORT L FLUGLEIÐIR Sérstakt tilboð í ákveðnar brottfarir í september. Orlando, St. Petersburg, Clearwater, Sanibel Island, Fort Myers o.fl. staðir. Gott úrval g’ististaða. Flórída er einn besti dvalarstaður sem býðst á þessum tíma árs. Milt veðurfar, góður 'matur, góð gisting og óteljandi mögu- leikar á afþreyingu. í nágrenni Orlando eru allir helstu skemmtigarðar og sumarstaðir Flórída. Disney World, Epcot Center, Sea World, Circus World, Kennedy Space Center \ og Cypress Gardens, svo eitthvað f sé nefnt. i Suðurgötu 7 S.624040 FIORIEA Ódýrar ferðir beint í sólina. Brottfarir 11/9 - (16 dagar) 15/9 - (22 dagar) 18/9 - (22 dagar) 25/9 - (22 dagar) FERDASKRIFSTŒAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.