Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 20

Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR ’ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ Hollenski leikstjór- inn Paul Verhoe ven er þannig sinnað- ur í ofbeldisfullum framtíðarþrillerum sínum að Kvikmynda- eftirlitið hér á landi faer alveg sérstakan sting í augun þegar hann er annars vegar. Það ktippti tvö brot úr mynd hans, Ridd- ara gðtunnar (,,RoboCop“), á sínum tíma og það hefur klippt út brot úr nýj- ustu mynd hans, Full- kominn hugur(„Total Reeall"), sem nú er sýnd í Reykjavík. Þaðeratriðiðþegar erkifjandinn missir báðar hendurnar og mætir dauða sínum og fer ekki framhjá neinum að það er klippt. Reyndar hefur það ekkert að segja fyrir myndina því af nógu er að taka (t.d. er ailt í lagi að sýna þegar maður fær al- vöru sting í augað) svo klipping eftirlits- ins virkar varla nema sem táknræn mót- mæli í besta falli en óskiljanleg í því versta. Fyrir utan að ofbeldið í þessari mynd, þótt það sé mikið, er þannig framreitt -að fáir geta tekið það alvarlega frekar en slaginn á milli Tomma og Jenna. Spurning hvað verður um„Wild at Heart" í haust. BÁLKÖSTUR HÉGÓMANS Tökur standa nú yfir á nýjustu mynd Brians De Palma í New York, sem gerð er eftir metsölubók Tom Wolfes, „The Bonfire of the Vanities“ eða Bál- kðstur hégómans, og er með Tom Hanks, Bruce Willis og Melanie Griffith í aðalhlutverkum. Hún á að kosta 25 milljón dollara og segir frá hin um moldríka og slungna verðbréfasala Sherman Mc- Coy (Hanks) á Wali Street og þeim miklu hremmingum sem hann lendir í þegar hann einn daginn villist nið- ur í fátækrahverfi Suður- Bronx með viðhaldinu sínu (Griffith), keyrir niður ung- an svertingja og ekur í burtu. En hann sleppur ekki heldur er dreginn fyrir rétt- Bruno Ganz í Börnum náttúr- unnar? Þýski leikarinn Bruno Ganz, sem fór með aðal- hlutverkið í Wim Wend- ers-myndinni Himinninn yfir Berlín, hefiir lýst áhuga sínum á að leika lítið hlutverk í mynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, en tök- ur á henni hefjast á Vesturlandi um miðjan næsta mánuð. * Eg hitti Ganz í Svíþjóð fyrir mörgum árum og þá töluðum við um að hann færi með smáhlut- verk í Börnum náttúrunn- ar, sem við Einar Már Guð- mundsson vorum búnir að skrifa," sagði Friðrik Þór í samtali við Morgunblaðið. iGanz var síðan gestur á isíðustu Kvikmyndahátíð jListahátíðar og þá ræddu vísina í Bronx og verður peð í höndum stjómmálamanna og fulltrúa gulu pressunnar. Sagan er glæsileg og bráðfyndin lýsing á kynþátt- afordómum og stéttarmun í New York og olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út og kvikmyndunin hefur hleypt nýju blóði í þær um- ræður allar. Myndin er tekin að hluta í Bronx og yfirvöid þar eru ekki beint ánægð með hvemig hverfinu, sem svertingjar byggja að mestu, er lýst; segja að dregin sé upp ófögur mynd af Bronx þeir Friðrik Þór málið betur og Ganz lýsti yfir áhugai sínum á að koma til íslands. í sumar og leika í myndinni. i Friðrik Þór sagði að enn væri óvíst hvort Ganz i kæmi en leikarinn ætti i lausa viku á tökutímanum. og úr því fengist fljótlega! skorið. Ganz er einn af fremstu kvikmyndaleik-1 umm Þýskalands og hefur ■ unnið með leikstjórum einsi og Volker Schlöndorff, ■ Wenders og David Hare. ; Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu farai Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson með aðalhlut-- verkin í Bömum náttú- runnar, sem fjallar um svo ekki sé meira sagt og að svertingjum þar sé lýst sem ofbeldisfullum lögleys- ingjum. Yfirvöld í Bronx vilja að í lok myndarinnar birtist til- kynning um að myndin sé skáldskapur og að í Bronx fari fram gott uppbygging- arstarf. Framleiðandi mynd- arinnar, Fred Caruso, harð- neitar. „Ég er ekki að gera heimildarmynd um Bronx,“ var svarið hans. Síðan þá hefur spurningin snúist um frelsi til að tjá sig og hefur nýkjörinn borgarstjóri New York, David Dinkins, jafnvel þurft að skipta sér af málinu en hann ku ekki vilja styggja kvikmyndaframleið- endur sem skapa borginni „milljarða í tekjur“, eins og fyrirrennari hans, Ed Koch, sagði. gamalt fólk sem vitjar æskustöðva sinna. Ekki! hefur endanlega verið ráðið í aukahlutverkin en Rúrik Haraldsson, Karl Guð- mundsson, Hallmar Sig- urðsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir og Egill Ólafsson hafa öll verið orðuð í því sambandi. Ari Kristinsson verður kvikmyndatökumaður, hljóðmaður verður Kjartan Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vilhjálmur Ragnarsson, Geir Óttar Geirsson sér um leikmynd- ina, Kristín Pálsdóttir verð- ur aðstoðarleikstjóri og förðunarmeistari verður Margrét Benediktsdóttir. Bruno Ganz ásamt Blair Brown í nýjustu mynd sinni, „Strapless" eftir David Hare. A1 Pacino sem Big Boy Caprice. William Forsythe sem Flathaus. Fólin f Dick Tracy Sjaldan hefúr jafii lit- skrúðugur hópur glæpa- manna komið við sögu og í sumarsmellinum Dick Tracy og sjaldan hafa fólin verið leikin afjafiim- iklum afburða leikurum og sjaldan hafa þeir verið jafti óþekkjanlegir. A1 Pacino, Dustin Hoff- man, James Caan, Paul Sorvino, Mandy Pat- inkin, William Forsythe og Henry Silva eru mennimir á bak við glæpagrímumar og bera nöfn sem em lýs- andi fyrir útlit þeirra og einkenni í glæpagervunum: Flathaus, Sveskjufésið, Mumblarinn, Ennið, Vari, Herðatréð og fleiri. Allt era þetta persónur í undir- heimaveröld Tracys eins og teiknimyndahöfundurinn Chester Gould skapaði þær en Warren Beatty, fram- leiðandi og leikstjóri mynd- arinnar, heldur sig fast við upp- ranalegt útlit teikni- myndanna eins og þær birtust á fjórða áratugn- um. Til að setja á leikarana andlitsgervin voru fengnir tveir óþekktir förðunar- meistarar, Doug Drexler og John Caglione. Hoff- man byggði sinn Mum- blara á framleiðandanum Robert Evans, fæst af því sem hann segir heyrist greinilega, A1 Pacino í hlutverki erkióvinar Tracys lítur út eins og Hitler ef hann hefði verið bófafor- ingi í Chicago og James Caan fékk gervi sem minnti mest á Marlon Brando í Guðföðurnum. Ronald Reagan kom til greina í hlutverk Sveskju- fésins en hætt var við svo hann var aðeins notaður sem fyrirmynd. Ef Dick Tracy geng- ur vel í sum- ar er Beatty tilbúinn í nokkrar framhalds- myndir. Lík- lega verður val hans á leikuram í óþokkahlut- verkin ekki síðra í framtíðinni. Chuck Hicks er Ennið, Mandy Patinkin er 88 lyklar og Paul Sorvino er Vari. KVIKM YN Dl R™™ Getur Gielgud leikib 16 ára stelpuf Bækiir Pmsperós SIR John Gielgud, sem nú er orðinn 86 ára en greinilega enn í fúllu fjöri, leikur ein Qögur hlutverk í nýjustu mynd breska leikstjórans Peter Greenaways, Bækur Pro- sperós. Hún er byggð á síðasta leikriti Shakespeares, Storminum, og í henni leik- ur Gielgud anda tvo, Aríel o g Kalíban, einnig Prosperó sjálfan og síðast en ekki síst hina 16 ára gömlu Míröndu hvemig svosem hann og Gre- enaway sjóða þann galdraseið. Myndin verður tilbúin til sýninga Um jólaleytið næst- komandi. Peter Greenaway ollí talsverðri hneykslan vestur í Bandaríkjunum með síð- ustu mynd sinni, Kokk- urinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar, en það var eina landið í heiminum sem gaf henni sama stimpil og klámmyndir fá. Hann skrifaði sjálfur handritið að Bókum Prosperós en segist hafa haft góðan höfund með sér „sem er William Sha- kespeare, svo ég get ekki þakkað mér allan heið- urinn.“ Rauði þráðurinn í mynd- inni er þessi: Við eram það sem við iesum. Hertoginn Prosperó er rekinn úr ríki sínu á litlum bát og það eina sem hann hefur með sér eru nokkrar bækur. „Með því að nota texta Shakespeares mjög nákvæmlega reyni ég að skýra gjörðir Prosperós með hliðsjón af því sem hann hefur Iesið,“ segir Gre- enaway. Hann hefur fundið 25 sautjándu aldar bækur í þessum tilgangi sem hann telur að geymi þá þekkingu sem fyrir hendi var á tíma- bilinu en þ. á m. er ein um stjörnufræði, önnur um læknisfræði, stjórnmála- fræði, trúfræði og klám og kynlífsfræði. Þijú ár eru síðan Gielgud og Greenaway tóku að ræða um Bækur Prosperós en þá unnu þeir saman að sjón- varpsþáttaröð en Gielgud hefur áður leikið hlutverk Prosperós fimm sinnum á sviði. Þess má geta að á næsta ári byijar Greenaway á nýrri mynd og heitir hún Ferðataska Tulse Lupers. Rauði þráðurinn í henni? „Fangi hefur jafnmikla þörf fyrir fangavörð og fanga- vörður fyrir fanga.“ Skilið. eftír Arnold Indriðoson MMynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, Ryð, sem áður hét Verkstæðið, er nú komin í lokavinnslu úti í Hollandi og verður vænt- anlega tilbúin fyrir áætlaða framsýningu um mánaða- mótin ágúst/september. Nafnabreytingin var gerð sl. vetur en þess má geta að til er sænsk mynd sem heitir Verkstæðið („Gara- get“) og er eftir Vilgot Sjö- man, þann sama og gerði Eg er forvitin-myndirnar. MBreska leikkonan Emily Lloyd leikur á móti Faye Dunaway, James Earl Jones, Denholm Elliott og Jennifer Tilly í nýjustu mynd sinni „Scorchers" um stelpuna Splendid sem reynir að koma sér undan giftingu niður í Louisiana. MLeikstjórinn Mike Figg- is, sem gerði þrillerinn Sið- anefnd lögreglunnar, gerði áður myndina „Stormy Monday“ og vinnur nú að þriðju mynd sinni, „Liebes- traum“, um mann sem „endurtekur syndir föður síns,“ eins og Figgis segir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.