Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ ÆSKUMYNDIN... ERAF UNNISTEFÁNSDÓTTUR FÓSTRU Vösk og vildi gjaman ráða UNNUR Stefánsdóttir, 39 ára íþróttakona, kom skemmtilega á óvart um síðustu helgi er hún sigraði í 400 metra hlaupi á Lands- mótinu í Mosfellsbæ. Unnur keppti fyrir sitt gamla félag, HSK, Héraðssambandið Skarp- héðin. Síðustu ár mætti ætla að henni hafí ekki gefist alltof mikill tími til íþróttaiðk- ana, því hún hefúr sinnt stjórnmálum af kappi, sem formaður Landssambands fram- sóknarkvenna og varaþingmaður. En árang- urinn gefúr vissulega annað til kynna. Unn- ur er fóstra að mennt og auk þess með fram- haldsmenntun af stjórnunarsviði frá Fóstur- skóla íslands. Fyrstu árin eftir nám starfaði hún sem fóstra, en nú er hún verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Eiginmaður henn- ar er Hákon Sigurgrímsson, framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda, og eiga þau tvo syni, 13 og 14 ára gamla. Unnur fæddist 18. janúar árið 1951, dóttir hjónanna Stefáns Jasonarsonar, bónda í Vorsabæ í Gaulveijabæjarhreppi í Árnessýslu, og Guðfinnu Guðmundsdóttur. Hún er næstyngst fimm systkina, sem öll ólust upp í foreldrahúsum. Skóla- menntun sína sótti hún á Laugar- vatn, í Héraðsskólann og í Hús- mæðraskólann, en upp úr tvítugu fór hún í Fósturskólann. Móðir Unnar minnist þess að stúlkan hafi snemma tekið duglega til hendi og sex ára gömul hafi hún rakað einsog fullorðin kona. Hún þótti líka nokkuð stjórnsöm. Þegar hún var aðeins tveggja ára gömul, kom í heimsókn á bæinn prestur nokkur sem hugðist sækja um brauð. Vildi hann kynna sig fyrir væntanlegum sóknarbörnum og stuðningsfólki í prestskjörinu. Unn- ur vildi vera með í ráðum og hóf afskipti af því hvetjum prestur heilsaði á bænum. Hafði hann að orði, að stúlkan væri ansi stjómsöm. Einsog tíðkast hjá bömum í sveit, tengdust margir leikirnir í Vorsabæ búskapnum. Börnin settu upp lítil bú og léku sér með legg og skel. Þá var auðvitað ekkert sjónvarp sem truflaði ímyndunar- aflið. Þegar fullorðna fólkið lagði sig eftir hádegi, voru stundum sett upp lítil íþróttamót og komu þangað börn af næstu bæjum. Grafin var pæla, sem fyllt var sandi og síðan var stokkið og hlaupið á túnum. Unnur átti leikfélaga á næsta bæ, frændsystkinin á Vorsabæjarhóli. Þar var oft farið í sígilda innileiki, fela hluti og spila. Unnur kunni alltaf vel við sig í sveitinni og hefði vel getað hugsað sér að verða bóndi. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja. En hún tapar ekki tengslunum við upprun- ann og heldur enn tryggð við sitt gamla félag, Héraðssambandið Skarphéðin. Og hver veit nema Unnur bæti fleiri gullum í safnið á næsta Landsmóti, að þremur árum liðnum. Dugleg. - Sex ára rakaði hún einsog fullorðin kona. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Kvikmyndun Brekkukotsannáls Yitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn,“ segir í upphafi Brekkukot- sannáls eftir Halldór Laxness. í ágúst 1972 hófst gerð sjónvarps- kvikmyndar eftir þessari víðfrægu sögu Nóbels- skáldsins og eru mynd- irnar frá þeim atburði. í Brekkukotsannál er rak- in bernska og unglingsár Álfgríms í Brekkukoti, sem kallaður var Hansson „einsog allir föðurlausir menn á íslandi". Þungamiðja sög- unnar er svo samskipti Álfgríms og stórsöngvarans Garðars Hólm og hápunktur sögunnar þegar Álf- grímur verður vitni að söng Garð- ars. Um það segir Álfgrímur m.a.: „Hann saung í fyrstu með ákefð- arfullum tilburðum sem ég hefði haldið hæfa sjónleikurum einum. En eftilvill var þetta æðis- gengna bland hláturs og ekka nær réttu lagi en annar saungur og meir innborinn skapaðri skepnu en hinn miskunn- arlausi agi hlutverksins á leiksviði okkar í Brekku- koti. Uns þar kom eftir litla stund að saungvarinn fékk hósta og stóð fyrir altarinu með krampasnerkjur í andliti og andköf- um; og kom upp aungu hljóði úr því; hann féll á knébeð við fætur móður sinni og grúfði andlit sitt í keltu hennar. Og þessi saungskemt- un var á enda.“ Jfón Laxdal og Árni Árnason í hlutverkum Garðars Hólm og Álfgríms. SMÁVINUR VIKUNNAR (CHLOROCL YSTA CITRATA) BÓIiIN Á NÁTTBORÐINU PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Skrautfeti SKRAUTFETI er algengur um land allt. Hann birtist á svipuðum tíma og víðifeti, um 20. júlí, og flýgur allt fram undir miðjan september. Mest kveður að hon- um í ágúst. Egg Skrautfetans klekjast á vor- in og lirfumar vaxa fram í byijun júlí. Þær éta fyrst og fremst lauf blábeijalyngsins. Stundum verður fjöldi skrautfeta gífurlegur. Þeir laðast gjarnan að votlendi og deiglendi, sem stundum iða af skrautfetum þegar lygnt er. Þrátt fyrir mikinn fjölda er ekki til þess vitað að skrautfeti skaði blábeija- lyngið. Skrautfeti hefur um 29 mm vænghaf. Hann er ákaflega breyti- legur. Stundum hefur maður fyrir augunum allmarga einstaklinga þar sem engir tveir eru eins. Þó er grunnmynstrið í framvængjunum oftast mjög svipað þótt litirnir séu breytilegir. Ein fallegasta gerðin hefur dökkbrúna framvængi með hvíta enda og hvítt belti nær búkn- um. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... ótt vér íslendingar séum á undan öðrum þjóð- um í sumu, þá erum vér eftirbátar þeirra í öðru sem m.a. má ráða af því, að vér tökum að byggja gotneskar dómkirkjur á tuttugustu öld og grafa grunn fyrir þjóðleikhúsi um það bil, sem leiksviðslist má heita úr gengi numin annars staðar. Áslaug __ Helgadóttir bankagjald- keri * Eg var að ljúka við að lesa bók- ina „Óbærilegur léttleiki til- ver unnar“ eftir Milan Kundera. Ég var þokkalega ánægð með hana. Ég var hins vegar mun ánægðari með aðra bók, „Gestir f Mikla- garði“, sem ég hef einnig nýlokið við að lesa. Hún er sprenghlægileg. Helga Jóna Óðinsdóttir skrifstofu- og lagerkona Upp á síðkastið hef ég verið að glugga í litla bók, í Unuhúsi, sem Þorbergur Þórðarson skráði eftir Stefáni frá Hvítadal. Síðasta bók sem ég las var Lífsbók Laufeyj- ar, æviminningar Laufeyjar Jakobs- dóttur, sem Ragnheiður Davíðsdótt- ir skráði. Sú bók er einlæg lýsing konu á skoðunum sínum, lífi og starfi. Björgvin Gíslason tóniistarmað- ur Imorgun var ég að hlusta á gamla plötu með Frank Zappa, „Burned, Weeny Sandwitch“, og svo setti ég líka á fóninn tvöfalda albúmið með píanóleikaranum Chick Corea, sem ég hlusta oft á, enda ein besta plata sem ég á. Annars hef ég af sérstökum ástæð- um verið að glugga dálítið í gömul þjóðhátíðarlög frá Vestmannaeyj- um að undanförnu, sem eru mörg alveg glettilega góð og skemmtileg. Sigurður Björgvins- son kennari Aþessari stundu er „All Time Greatest Hits“, með þeim ágæta söngvara Roy Orbison á fón- inum hjá mér. Þar áður var ég að hlusta á nýjustu plötu Bruce Willis, „If it don’t kill you, it just makes you stronger", en tónlistin á henni er svona blúskennt rokk. Annars er ég alæta á músík og hlusta jafnt á klassík, rokk og blús. Birgir H. Sigurðsson skipulags- fræðingur Síðast sá ég mynd með Monty Python-hópnum, Fish called Wanda. Með betri myndum sem ég hef séð, hún var vel þess virði að horfa á. Annars geri ég lítið af því að horfa á myndbönd, a.m.k. yfir sumartímann, tími ekki að eyða tímanum í það. Síðasta mynd sem ég sá var Ævintýri Munchhausens bar óns með Robin Williams. Mér h'kaði vel við hana í alla staði. Vel leikin og allskonar tæknibrellum sem ég hafði gaman af var beitt mjög vel. Skemmtileg og sérstaklega fyndin mynd. r ÉsÉÍÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.