Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER lð90
Mynstur
Mari Rantanen
Mari Rantanen: „Tvöfaldir persónuleikar". 1989.
________Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í sýningarsal Norræna hússins
stendur nú yfir sýning á málverk-
um ungi'ar finnskrar listakonu,
Mari Rantanen. Sýningin er hing-
að komin á vegum Norrænu Lista-
miðstöðvarinnar í Sveaborg í
Finnlandi, og mun héðan halda
áfram til Færeyja, Noregs og
Svíþjóðar.
Mari Rantanen. er greinilega
talin rísandi stjarna í myndlist-
inni. Hún hlaut menntun sína
bæði í Finnlandi og í Bandaríkjun-
um, og hefur búið og starfað í
báðum þessum löndum síðan. Á
stuttum ferli hefur listakonan
hefur verið óhemju afkastamikil;
á tíu árum hefur hún haldið einar
fimmtán einkasýningar og átt
verk á hátt í þremur tugum sam-
sýninga. Á síðasta ári var hún
síðan valin „Ungur listamaður
ársins" í Finnlandi. Viá þessa
ungu konu eru greinilega bundnar
miklar vonir, og því vert að hvetja
listunnendur til að kynna sér hvað
hér er á ferðinni.
í myndum sínum fæst Mari
Rantanen á ákveðinn hátt við af-
strakt málverkið, en gerist þar
ekki sporgöngumaður eldri meist-
ara á því sviði, heldur nálgast það
á eigin forsendum. Hún hefur
áttað sig á, að mynsturgerð af
ýmsu tagi, sem gjarna má finna
í myndlist fyrri alda eða myndlist
utan Vesturlanda, t.d. í íslamskri
list, eru í eðli sínu óhlutbundin
og því kjörið efni í verk eins og
hún vill skapa.
Vegna þessa er teikningin mjög
mikilvæg í verkum listakonunnar.
Áhorfendur átti sig best á þessu
ef þeir nálgast einstakar myndir
og athuga úrvinnslu þeirra; þær
eru sumar málaðar í mörgum lög-
um, þar sem einn litur hylur ann-
an allt þar til listakonan er orðin
ánægð með þá yfirborðsáferð,
sem kemur frara við slíka vinnu.
En jafnframt eru sett fram mót-
vægi með eins konar tvískiptingu
flestra myndanna á sýningunni.
Listakonan orðar ætlun sína
sem svo: „Ég er sífellt að skapa
andstæðupör, til dæmis yfirborð
sem er aðgangshart, þungt og
gróft, en við hlið þess annað sem
er heillandi og munúðarfullt." I
einstökum myndum kemur þetta
annars vegar fram í mjög vand-
lega útfærðu, vélrænt máluðu
mynstri, en hins vegar í fijáls-
legri, óreglulegri málun, þar sem
liturinn nær gjarna að renna til,
eða hefur jafnvel verið slett á lé-
reftið a-la-Pollock. Meirihluti
verkanna á sýningunni fylgja
þessari forskrift og samanstanda
af tveimur gjörólíkum hlutum,
eins og t.d. „Reglukreppa" (nr.
26) og „Löngun að kortleggja“
(nr. 16), þar sem einstök mynstur
í undirlögunum tengja þó hlutana
saman, og skapa um leið þá
spennu í fletinum, sem dregur
áhorfandann að myndunum. Þessi
spenna kemur ekki síður vel fram
í myndum eins og „Tvöfaldir per-
sónuleikar" (nr. 13), þar sem föst
lína yfirskyggir að nokkru fijáls
hringform, sem þó eru undirstaða
myndarinnar.
En það eru ekki síður hinir
björtu akrýllitir sem draga athygl-
ina að þessum verkum Mari Rant-
anen en þau mynstur sem form-
teikningin byggir á. í myndunum
í Norræna húsinu sjást lítið hinir
þungu jarðlitir náttúrunnar, sem
voru áberandi í abstraktverkum
fyrri áratuga; hér ríkja hinir
skæru litir hins manngerða heims
neonljósa og borgarlífs í gylltum,
bleikum, Ijólubláum, rauðum og
grænum tilbrigðum. Þetta eykur
áhrif verkanna enn frekar, og
tengir þau um leið við ýmsan
skrautvefnað listasögunnar.
List Mari Rantanen sýnir að
andstætt því sem margir vilja
halda fram, þá er abstrakt mál-
verkið engan veginn búið að vera.
Þessi finnska listakona bendir á
einn farveg, sem vissulega er
heillandi á þessari sýningu, en
gæti þó reynst nokkuð þröngur í
framtíðinni. En slíkar efasemdir
eru einmitt einn af verðmætustu
þáttum myndlistarinnar; góð
myndlist getur sífellt komið á
óvart.
í sýningarskrá er að finna
ágætan inngang Halldórs Björns
Runólfssonar um list Mari Rant-
anen, og nokkur brot úr viðtali
við hana, sem einnig er upplýs-
andi. Litprentanir verka eru því
miður misjafnar, en engum skal
ráðlagt að lesa málskrúð háspeki-
legrar ritgerðar Steven R. Dixon
(sem einungis er prentuð á
sænsku og ensku) án þess að búa
að góðu skapi og góðum tíma.
Eistnesk dulúð
í anddyri Norræna hússins
stendur þennan mánuð sýning á
grafíkverkum eftir eistneska lista-
manninn Kaljo Pollu. Þetta er
farandsýning sem hefur hlotið
nafnið „Barn vatns og vinda“, og
er búin að vera á ferðinni í nær
fjögur ár. Titillinn bendir ef til
vill til uppruna Eista, en þessi
sýning er til komin nokkru áður
en vestrænir Ijölmiðlar tóku
pólitísku ástfóstri við hinar baltn-
esku þjóðir og allt sem þær snerti
komst í tísku. Því er á þetta minnt
að list þessara þjóða verður þrátt
fyrir tíðarandann að meta fyrir
listræna verðleika, líkt og alla
myndlist, en alls ekki á grund-
velli samkenndar vegna sjálfstæð-
isbaráttu eða annarra þátta. Þó
er ótvírætt að myndlist getur
gegnt miklu hlutverki í pólitískri
þróun eins og þeirri, sem á sér
nú stað við austanvert Eystrasalt-
ið.
Kaljo Pollu er þjóðlegur lista-
maður í bestu merkingu þess orðs,
og myndirnar vísa að mörgu leyti
til sameiginlegrar forsögu þjóð-
anna. Hann mun einn fremsti
myndlistarmaður sinnar kynslóð-
ar í Eistlandi, og verk hans hafa
ekki aðeins verið sýnd víða um
Sovétríkin, heldur einnig í Evrópu
og Kanada. Pollu hefur leitað
fanga í þjóðminnum, sögnum og
menningararfi hinnar fomu
finnsk-úgrísku þjóðar, eins og
þeir þættir hafa skilað sér til
þeirra, sem nú byggja baltnesku
löndin, Kiijála-eiðið, Norður-
Rússland og hluta Síberíu. Þær
sagnamyndir sem hann hefur
skapað fjalla um þá dulúð, sem
umlukti hugmyndir forfeðranna
um alheiminn, lífið og samhengi
hlutanna í veröldinni. Hin eistn-
eska dulúð er hluti af sameiginleg-
um arfi þjóðanna á þessum slóð-
um.
Myndirnar í anddyri Norræna
hússins eru úr í myndröðunum
„Tjaldfólkið“ og „Kalifólkið". í
þeim er að finna ýmsa sameigin-
lega þætti, sem í huga áhorfand-
ans einkenna þau lönd, sem þessi
þjóðminni koma frá: Skógi vaxnir
ásar og hæðir, sundirskornir af
vötnum og tjörnum, þar sem sólin
er lágt á himni og varpar tak-
mörkuðu ljósi sínu á allar útlínur.
Myndirnar eru flestar í hálf-
rökkri, sem einkennir hið draum-
kennda og óraunverulega; formin
Kaljo Pollu: Himnatjaldið, 1974.
eru þykk og einföld, og lýsing
oftast takmörkuð við þokukennda
baklýsingu. En teikning er örugg
og kunnáttusamleg, enda Kaljo
Pollu vel menntaður listamaður
og fyrrum teiknikennari við há-
skólann í Tartu, og honum tekst
vel að skapa það andrúmsloft sem
hæfir viðfangsefninu.
Þó að myndirnar standi ágæt-
lega fyrir sínu einar og sér, þá
eflast þær og magnast á allan
hátt þegar texti eistneska ljóð-
skáldsins Jaan Kaplinski í sýning-
arskránni er lesinn með. Textinn
er aðeins til staðar á sænsku, og
er miður að honum hafi ekki ver-
ið snarað á okkar ástkæra og yl-
hýra í tilefni sýningarinnar.
Áhorfandinn sér myndir eins og
„Himnatjaldið" (nr. 10) í öðru
ljósi: „Jörðin er kringlótt. Himinn-
inn er kringlóttur. Sólin og fullt
tungl er kringlótt. Allir góðir hlut-
ir eru kringlóttir. Því bjuggu
mennirnir, frá Lapplandi til Ber-
ingsunds og frá Alaska til Græn-
lands, líka í tjöldum með kring-
lóttu gólfi. Tjaldið var sem smá-
veröld út af fyrir sig, með eigin
jörð og himinhvolf. ..“ Hið sama
gildir um samhengi fleiri texta
við verkin.
Þessi litla sýning veitir ánægju-
lega innsýn í sagnaheim annarra
þjóða. Á slíku byggir þjóðernisvit-
und að nokkru leyti, og má því
búast við að slík list verði mjög
áberandi í allri Austur-Evrópu
næstu árin. - Við skoðunina
vaknar líka ósjálfrátt sú spurning,
hvers vegna svo fáir íslenskir
listamenn hafa tekist á við þau
minni, sem Eddu-ljóðin og fleiri
fornrit okkar bjóða upp á; höfum
við ef til vill minni þörf fyrir slíkt
en ófijálsar þjóðir?
... steinar tali og allt hvað er
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Rósa B. Blöndals: Skáld-Rósa.
Barn rómantísku aldar á Islandi
- og fórnarlamb hennar
Kápumynd: Haukur Halldórsson
Útg. Fjölvaútgáfa 1989
Það leikur ljómi um nafn Rósu
Guðmundsdóttur, oftast nefnd
Skáld-Rósa og hún hefur orðið
ýmsum yrkisefni, lífsferill hennar
virðist fullur af dulúð og rómantík,
basli og mæðu, ástamálum og svik-
um. Síðast en ekki síst kom hún
við sögu í hinu alræmda máli Nat-
ans Ketilssonar.
En frægust er hún þó fyrir stök-
urnar sínar, ýmsar þeirra eru birtar
í bók Rósu B. Blöndals, meðal ann-
ars til að hrekja staðhæfingar sem
settar hafa verið fram um að ýmsar
vísur eignaðar Skáld-Rósu hafi öld-
ungis ekki verið eftir hana. Höfund-
ur færir skilmerkileg rök fyrir því
máli og sannfærandi. Hvað sem
öllum fullyrðingum líður mun enda
mikið þurfa til að nokkrar af henn-
ar þekktustu stökum verði frá henni
teknar. Langflestir munu kannast
þessár tvær og sjálfsagt fleiri:
Augun mín og augun þín
Ó! þá fögru steina
Mitt er þitt og þitt er mitt
þú veist hvað ég meina.
Hin stakan og sú sem skírskotar
ívið meira til mín er svo þessi:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Rósa B. Blöndals rekur lífsferil
Rósa B. Blöndals
Rósu af mikilli vandvirkni í þessari
bók, óneitanlega verður að geta í
eyður eða skálda í þær og það ger-
ir hún oft mjög haglega og trúverð-
uglega, einatt býsna djarflega.
Ferill Rósu frá bernsku og fram
yfir dauðastund er rakinn með
nokkrum hliðarsporum þó. Sögð
sagan af ástum Rósu og Páls Mel-
steð sem markaði líf hennar allt,
hjónabandi með manni sem hún
elskaði aldrei og reyndist honum
ekki ýkja trygglynd. Síðar kemur
kunningsskapur og væntanlega
ástasamband við Natan til skjal-
anna og loks hið síðasta samband.
Rósa B. Blöndals vinnur sögu
nöfnu sinnar af mikilli alúð og hef-
ur viðað að sér upplýsingum og
heimildum af kostgæfni.