Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
17
Hvernig murka á lífíð úr listgrein
eftir Sigurbjörn
A (hilstcinsson
Þær ágætu fréttir hafa borist að
menntamálaráðherra hafi gert samn-
ing við Frakka sem auðveldar þjóð-
unum tveimur að stofna til sam-
starfs í kvikmyndagerð. Til hamingju
ráðherra, til hamingju kvikmynda-
gerðarmenn, til hamingju lands-
menn.
Nema að á meðan fréttir þerast
af þessu er verið að grafa annað
samstarfsverkefni við okkur skildara
fólk, verkefni sem myndi fjölga leikn-
um íslenskum kvikmyndum um
100%, úr þessari einu leiknu mynd
sem gerð er á ári, í tvær. Þetta nor-
ræna samstarfsverkefnið sem geng-
ur útá framleiðslu á fímm kvikmynd-
um á ári, einnig frá hveiju Norður-
landanna. Þegar hugmyndin kom
upp samþykktu Danir, Norðmenn og
Svíar strax. Fljótlega bættust Finnar
í hópinn enda möguleikar um dreif-
ingu á kvikmyndum miklu betri þeg-
ar menn leggja saman í púkkið. Frá
íslandi heyrðist ekkert nema að
málið yrði kannski afgreitt á næsta
ríkisstjórnarfundi. Það var ekki gert
og þegar afgreiðsla þessa máls er
skoðuð hjá menntamálaráðherra og
ríkisstjórn finnst manni óneitanlega
eins og aldrei verði neitt úr hlutdeild
íslendinga í þessu verkefni. Kostirnir
við að ganga inní þetta eru svo aug-
ljósir að með aðgerðarleysi sannar
ríkisstjórnin það sem fólk hefur lengi
grunað; að yfirvöld hafa engan
áhuga á að vegur íslenskrar kvik-
myndagerðar vaxi.
Fyrirkomulag samstarfsverkefnis-
ins er þannig: Hver þjóð íjármagnar
sína eigin kvikmynd en greiðir auk
þess 5 milljónir króna í hverja mynd
hinna Norðurlandanna, þ.e.a.s. hver
þjóð fengi 20 milljónir frá frændum
sínum og legði til 20 milljónir í stað-
inn. Það næst auðvitað enginn beinn
gróði á svona viðskiptum; ég gef þér
krónu og þú gefur mér krónu. Það
er hinsvegar í kynningu og dreifingu
á myndunum sem ágóðinn skilar sér.
Danir og Svíar byggja á elstu kvik-
myndahefð í heiminum, fínnskar
myndir eru eitt merkilegasta fyrir-
bæri í kvikmyndum í dag, talandi
dæmi um hvað lítil þjóð getur vakið
mikla athygli með því að varpa sér-
stöðu sinni uppá hvíta tjaldið og
Norðmenn og Islendingar gefa sér
stærri og ríkari þjóðum hvað eftir
annað langt nef á kvikmyndahá-
tíðum. Sameinaðir stöndum vér . ..,
ber er hver á baki..., o.s.frv. Eða
bara 5x1=5, svona samstarf vekur
fímm sinnum meiri athygli heldur
en það sem hver og ein þjóð gerir
uppá eigin spýtur._
Nú erum við íslendingar fátæk
þjóð (eða það er okkur sagt) og þessi
ríkisstjórn, eins og forverar hennar,
hefur séð ástæðu til að gerast lög-
bijótur þegar kemur að úthlutun til
Kvikmyndasjóðs. Lögbundnar 150
milljónir verða að 90 milljónum þeg-
ar ávísunin er gefin út, þannig að
fólk getur spurt sig hvort ekki sé
skrítið að leggja til pening í eitthvað
samstarfsverkefni þegar Kvik-
Sigurbjörn Aðalsteinsson
myndasjóður nærist á skósólum og
þvengjum eins og Chaplin í Gullæð-
inu. Jú, kannski. Og þetta fannst
frændum vorum á Norðurlöndunum
líka. Svo þeir sögðu: Við látum ís-
lendinga fá 10 milljónir hver (40
milljónir), þeir láta okkur fá 5 millj-
ónir hvern (20 milljónir). Nú erum
við hætt að tala um að gefa krónu
og fá krónu í staðinn, heldur erum
við að gefa krónu og fáum tvær í
staðinn. Það myndu vera kölluð hag-
stæð viðskipti í hvaða banka sem er.
En þetta er mikilvægara en allir
bankar, þetta er menning, undirstaða
sjálfstæðrar þjóðar, það sem við
byggjum alla okkar sérstöðu á. Þetta
þýðir að ef myndin sem valin yrði
til framleiðslu kostaði 70 milljónir,
myndum við aðeins þurfa að borga
50 sjálf, ef hún kostaði 50 milljónir
borguðum við 30. Og samt yrði
myndin alíslensk. Engar kvaðir eins
og gjarnan fylgja erlendu kvikmynd-
aljármagni. 20 milljónir, gjörðu svo
vel og búðu til bíó. Það eru líka göð
kaup. Það skilja allir. Nema ríkis-
stjórnin og menntamálaráðherra sem
eru ekki farin að skilja þetta ennþá,
en halda í stað þess áfram murka
lífið úr kvikmyndagerð á íslandi.
Nú fer hver að verða síðastur.
Samstarfsverkefnið átti að fara af
stað um mánaðamótin júlí/ágúst sl.
en vegna seinagangs íslenskra
stjórnvalda gengu frændur vorir enn
lengra í kurteisi sinni við okkur og
ákváðu að bíða á meðan Islending-
arnir stykkju um borð. En þeir bíða
ekki endalaust, þetta skip er að láta
úr höfn og við erum að missa af
besta tækifæri til að efla íslenska
kvikmyndagerð sem okkur hefur
boðist í áraraðir. Á hinum Norður-
löndunum klóra menn sér í höfðinu
og spyija sem svo: Þykir okkur
vænna um íslenska kvikmyndagerð
en íslendingum sjálfum? Ef ríkis-
stjórnin tekur ekki ákvörðun um að
ganga inní þetta verkefni með hinum
Norðurlandaþjóðunum, liggur svarið
í augum uppi. Svo einfalt er það.
Höfundur er
kvikmyndagerðarnmður, starfar
við auglýsingagerð og framleiðir
stuttmyndir í frístundum.
mm rnm SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300
VERÐSPRENGING!
Komdu með tjölskylduna
oq reynsluaklu þessum
frábœrabíl!
■ ■ ■ Isuzu Gemini. LT þriggja dyra hiaðbakur kostar
aðeins Jfofo þúsund og LT Tjögurra fyraJQfi þúsund krónur.,
Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis
sem í honum er. í Gemini sameinast frábœr stjórnsvörun, sparneytni,
viðbraðgssnerpa og þœgindi.
Vélin er 1300cc. 12 hö„ hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með aflsfýrí,
aflhemlum, PCV-lœsingavara á hemlum og upphitaðri afturrúðu.
ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN!
Árlega koma fulltrúar framleiðenda hingað til lands og skoða bílana,
eigendum að kostnaðarlausu.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ!
Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum.
Greiðslukjör eru við a llra hœfi.
Öll verð eru staðgreiðsluverð. Bíiamlr eru ryðvarðir, skráðir, tilbúnir á götuna
með útvarpi og segulbandi.
5
FRABÆRAR
FRA
PHILCO
• PHILCO W 135, Þvottavél
•Tekur 5 kg
•Vinduhraöi: 1300 snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verö: 72.604,- Stgr. 68.974.-
•PHILCO WDC 133, þvottavél og þurrkari
•Tekur 5 kg
•Vinduhraöi: 1300 snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verö: 83.950,- Stgr. 79.750.-
•PHILCO W 1156, þvottavél
•Tekur 6 kg
•Vinduhraði: 1100 snúningar
•Heitt og/eöa kalt vatn
•Sérlega styrkt fyrir mikið álag
•Verö: 74.800,- Stgr. 71.060.-
• PHILCO W 85, þvottavél
•Tekur 5 kg
•Vinduhraði: 800 snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verðið kemur þér á óvad
•Verð: 52.500,- Stgr. 49.875.-
•PHILCO DR 500, þurrkari ~
•Tekur 5 kg
•3 hitastillingar
• Hægri og vinstri snúningur á tromlu
•Verð: 39.983,- Stgr. 37.984.-
t PHILC0
Þægindi sem hægt er að treysta
Heimilistæki hf
SÆTUNI8 SÍMI6915 15 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
' SOMKÚtífjU/H,