Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
Náttúran okkar er hrein og loftið tært ...
Ljósmyndir/André Maslennikov
eftirÞórdísi
Richardsdóttur
íslendingur sera búið hefur lang-
dvölum erlendis, eins og ég sem bý
í Svíþjóð, er oft með heimþrá. Hún
gerist frekar ásæknari með árun-
um, heldur en hitt og ýtir á eftir
mér að heimsækja landið mitt, ætt-
ingja og vini, eins oft og ég get.
En það er ekki laust við að mér
finnist ég eins og hver annar „túr-1
isti“ eftir því sem þessum „heim-
sóknum" fjölgar. Sú tilfínning gerði
venju fremur vart við sig núna í
sumar, þegar ég kom í fyrsta skipti
sjóleiðina frá Bergen, með viðkomu
í Færeyjum.
Mér varð líka hugsað til land-
námsmanna- og kvenna þegar
Norræna nálgaðist strendur ís-
lands. Fjöllin risu blásvört, eins og
tröll upp úr sjónum, að bjóða mig
og samferðamann minn af rússn-
eskum ættum velkomin. Það var
ekki laust við að þau storkuðu okk-
ur, hrikaleg með snjó í fangi: „Þor-
ið þið í okkur“? Júlíbyijun og snjór
niður í miðjar hlíðar! Ekkert mjög
árennilegt og við sem höfðum
gleymt að taka með okkur húfur!
Eg minnti sjálfa mig á að ég væri
með íslenskt víkingablóð í æðum,
hallaði mér út yfir borðstokkinn og
leyfði vindinum að bíta mig í kinn-
amar og öldunum að skvetta smág-
usum framaní mig.
Sjórinn var mun hreinni og tær-
ari hér en í Bergen og loftið var
auðvitað allt annað. Þjóðarstoltið
brann í bijósti mér og ég svaraði
vini mínum, sem var farinn að hafa
áhyggjur af snjó og kulda, að við
yrðum bara að klæða okkur vel og
kaupa lopahúfur ef með þyrfti.
Aðrir samferðamenn á skipsfjöl
virtust mjög misjafnlega búnir til
ferðalags á Islandi, sumir bara ber-
fættir í sænskum sandölum en aðr-
ir í þykkum hettuúlpum og sterkleg-
um fótabúnaði.
Meðan við biðum eftir að komast
gegnum tollinn á Seyðisfirði sáum
við þegar Norræna losaði sig við
skólpið eftir ferðina. Hún „spýtti“
grængulu beint í tæran sjóinn þar
sem hún lá vð bryggju. Útlendur
ferðalangur tók myndir af þessari
frekar fráhrindandi athöfn.
Ég stóð nú aftur á íslenskri grund
og voru minnisstæð öll skiptin sem
ég lenti á Keflavíkurflugvelli, áður
en nýja flugstöðin komst í gagnið.
Þá gekk maður beint úr flugvélinni
og út undir bert loft, byijaði að
„anda á íslensku“ eins og nýfætt
barn, fyllti lungun af lofti sem
óneitanlega var mun kaldara en
sumarblærinn í útlandinu, en líka
þeim mun hreinna og ferskara!
Yndislegt! Steypti flugvöllurinn var
(þrátt fyrir allt) íslensk jörð og þar
stigum við farþegamir okkar fýrstu
spor á leiðinni út í óspillta náttúr-
una. Orð flugfreyjunnar enduróm-
uðu skært: „Velkomin heim.“ — Það
var full ástæða til að klappa!
Eftir þriggja tíma biðstöðu við
skipshlið vorum við loksins fijáls
ferða okkar á jeppanum með alt til
veislu í farangrinum. Glorhungruð
settumst við inn á hótelið á Seyðis-
firði og pöntuðum okkur rétt dags-
ins, steiktan silung með kartöflum
og gulrótum- og með því drukkum
við ískalt, íslenskt vatn! I hvert
skipti sem ég kem hingað heim,
spyr ég sjálfa mig: „Er vatnið jafn
gott á bragðið og síðast?“ — og
einnig: „Hvers vegna er drukkið
svona mikið gos með matnum á
íslandi?" Glænýr silungur og kók!“
Það rímar illa á einhvern hátt.
Okkur fannst Seyðisfjörður
minna talsvert á færeyska bæi,
nema hvað húsin hér voru verr far-
in en þar, ekki jafn „nýmáluð" og
meira um steinhús hér. Við komum
aðeins auga á eina fiskeldisstöð við
ströndina og var það léttir saman-
borið við Færeyjar, en þar sé maður
... eða? Díoxín berst með vindinum frá íjölda logandi ruslahauga
um allt land.
Full ástæða til að
klappa — eða hvað?
bókstaflega ekki sjóinn fyrir svona
„dýragörðum" og- fískur er ekki
lengur neinn uppáhaldsmatur meðal
fólks.
Syðri leiðin til Reykjavíkur varð
fyrir valinu og við tjölduðum fyrstu
nóttina í Hallormsstaðarskógi sem
var grænn og fagur og snjólaus!
Við hittum hollensk hjón sem voru
yfír sig hrifin af „frumskógi" ís-
lands og mjög spennt að ferðast
um landið. Talsvert rusl lá á víð
og dreif um ströndina þar sem við
gengum niður með Leginum og
hrúga af bjórflöskum í ijóðri. Ég
varð hálfskömmustuleg. Minntist
Þórsmerkurferðar fyrir tveimur
árum í glampandi sól og 20 stiga
hita. Þá var ég „útlendingurinn“ svo
uppnumin af fegurðinni, að ég var
viss um að þetta væri fallegasti
staður í heimi. Ég fékk því áfall
eftir göngu úr Langadal yfir í
Húsadal, þar sem ruslabingar
skældu sig fýldir upp í andlitið á
manni. Þá var allt í einu ekki eins
gaman lengur að vera í rauninni
Islendingur í húð og hár meðal for-
vitinna og hneyksláðra útlendra
ferðamanna. Mér fannst jökullinn
gefa okkur illt auga.
Hollendingamir í Atlavík virtust
þó ekkert missa álitið á mér, þrátt
fyrir þennan sóðaskap sem við urð-
um vitni að i kvöldsólinni, þvert á
móti sýndu þau mér hálfgerða lotn-
„En plastflöskurnar,
hvað gerir maður við
þær eiginlega? í Fær-
eyjum er innflutningur
á þeim og öllum öðrum
einnota umbúðum
bannaður. í Svíþjóð er
reynt að minnka söluna
á plastflöskum og ál-
dósum, en efla endur-
nýtingu á glerjum.“
ingu sem dóttur þessa fagra lands.
Þau ætluðu norður fyrst og ég leið-
beindi þeim eftir bestu getu. Mér
hitnaði í hamsi af auglýsingastarf-
anum og þjóðarstoltið gerði aftur
vart við sig.
Sænski Rússinn sem ég ferðaðist
með er ljósmyndari að atvinnu og
ákaflega veikur fyrir að mynda feg-
urð náttúrunnar, en festir líka á
filmu ýmis lýti á henni, eins og
sorphauga, ryðgaða bíla og skólp-
rör. Hann komst í feitt á íslandi;
fjöll og jöklar, fossar og ár, litríkur
gróður og dýr stóðu beinlínis í röð-
um, eins og leikföng á búðarhillu
og trufluðu aksturinn á hinum
„hálfafríska“ hringvegi. Þegar sólin
skein komumst við ekkert áfram
því myndavélamar fengu sig seint
fullsaddar.
Því miður úði líka og grúði af
hinu myndefninu; drasl og rusl út
um allt, hver bílakirkjugarðurinn
tók við af öðrum á hinum undarleg-
ustu stöðum, líkt og einhver land-
plága geisaði. Ég fór í vont skap
þegar sí og æ var verið að benda
mér á öskuhauga sem loguðu glatt
úti í mínu heittelskaða hrauni eða
við blá vötn, skólprör sem að hætti
Norrænu, sprautuðu gulgrænu út í
íjöruborðið, einkasorphauga bakvið
hlöður.
Við höfðum hneykslast talsvert
á Færeyjum þar sem landið er aug-
lýst í ferðabæklingum sem hið
hreinasta og óspilltasta á norður-
hveli jarðar (eins og við). En þegar
Svartifoss í þjóðgarðinum Skaftafelli.
„SkóIp-foss“ utan þjóðgarðs.
maður sér óþverrann sem þar lekur
út í haf og ár og fínnur dauninn
af úrgangi, eða andar að sér út-
blæstrinum úr bílum sem „bara eru
í gangi“, þá fínnst manni eins og
bæklingamir séu á góðri leið að
verða úreltir.
„En ísland er miklu stærra og
nútímalegra og þar af leiðandi langt
á undan Færeyjum í umhverfismál-
um,“ húgsaði ég þegar ég stóð og
glápti niður í opið holræsi sem rann
eins og lækur (og hafði víst einu
sinni verið lækur) þvert í gegnum
Þórshöfn milli glæstra íbúðarhús-
anna. „Svona slæmt er þetta ekki
á íslandi", svaraði ég spurningum
samferðamanns míns.
Það var í grenjandi roki sem við
komum í Skaftafell, en við urðum
ekki fyrir vonbrigðum. Landið bók-
staflega „teygði úr sér eins og full-
nægð kona“, eins og skáldið sagði.
Þarna var allt svo hreint og snyrti-
legt að unun var um að litast.
Ferðamenn virtust hlýða áminning-
um um góða umgengni út í ystu
æsar, hvergi sást djúspakki eða
bréfsnifsi á víðavangi. Okkur þótti
reyndar skrýtið að gos var aðeins
selt í dósum eða plastflöskum og
þær upplýsingar gefnar, að það
væri að verða ófáanlegt í glerflösk-
um á íslandi, enda hefði vandamál-
ið með glerbrot um allt verið orðið
yfirgengilegt. En plastflöskumar,
hvað gerir maður við þær eiginlega?
I Færeyjum er innflutningur á þeim
og öllum öðrum einnota umbúðum
bannaður. í Svíþjóð er reynt að
minnka söluna á plastflöskum og
áldósum, en efla endurnýtingu á
gleijum.
Við höfðum nokkurra daga við-
dvöl í þessu dýrðlega umhverfí og
vomm í skemmtilegri gönguferð
hátt uppi í skógi klæddum hlíðum
þegar ljósmyndarinn kom allt í einu
auga á reykjarstrók sem liðaðist
næstum ósýnilegur upp í loftið,
skammt fyrir neðan tjaldstæðin.
„Þama em öskuhaugarnir," sagði
hann og stillti kíkinn. Það var ekki
laust við að hann brosti sigri hrós-
andi. Honum leið greinilega eins
og hann hefði fundið gullnámu en
ég fór aftur í hálfgerða fylu. Aldrei
friður! Þetta gat varla verið neitt,
bara einhver að grilla lambakótilett-
ur, það kom varla okkur við.
„Skandal,“ kveinaði sá sænski og
þreif í handlegginn á mér.
Þarna fómm við í loftköstum
gegnum dásemdir birkikjarrsins og
komum niður á sandana að hliði
þar sem aðgangur var bannaður.
Mættum manni á litlum vömbíl sem
gaf okkur með semingi leyfi til að
kíkja í 3 mínútur. Það var verið að
brenna msli þarna, innan marka
þjóðgarðsins. Þetta stakk'óneitan-
lega í stúf við aðrar umgengnisregl-
ur staðarins og við snerum okkur
til starfsfólksins sem hefur umsjón
með tjaldsvæðinu m.a. og kom í ljós
að það var heldur ekki sátt við þetta
fyrirkomulag. Voram við hvött til
að skrifa bréf til þjóðgarðsvarðar
um málið og gerðum við það.
Ferðalagið hélt áfram og eftir
viku komum við til Reykjavíkur.
Esjan skartaði sínu fegursta og var
enginn snjór í henni, mér þykir
vænt um það fjall. Búið var að rífa
verksmiðjuna sem ég bjó við á
æskuárunum, Hörpu hf. og líka
Hörpukot, en svo kölluðum við oft
litla húsið okkar. Það var skrýtið