Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Aukið fylgi Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks Fylgi flokka í kosningunum 1987 og nú. Þeir sem velja flokk. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur gert könnun á fylgi stjórnmálaflokka fyrir Morgun- blaðið. Könnunin er liður í þjóð- málakönnun sem unnin er í þess- um mánuði. Umsjón með könnun- inni hafði Stefán Ólafsson lektor og honum til aðstoðar við fram- kvæmdina voru Asta Bárðardótt- ir, Halldór Jónsson, Karl Sig- urðsson og María Ammendrup. Félagsvísindastofnun gerir grein fyrir könnuninni á eftirfarandi hátt: Félagsvísindastofnun gerði þjóð- málakönnun dagana 5. til 9. sept- ember 1990. Leitar var upplýsinga til 1.000 manns á aldrinum 18 til 75 ára af landinu öllu. Upplýsinga var aflað um ýmis atriði er tengjast þjóðfélagsmálum. Viðtölin voru tekin í síma. Alls feng- ust svör frá 675 manns af þeim 1.000 sem komu í úrtakið, sem var slembiúrtak úr þjóðskrá, og er það 67,5% svarhlutfall. Nettósvörun — þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, veikir, erlendir ríkisborgarar og fólk sem dvelur erlendis — er 71%. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðar- innar eftir aldri, og kyni. Saman- tekt um framkvæmd: Upplýsinga- öflun. 5.-9. september 1990. Úrtak: 1.000 manns. Aldurshópur 18-75 ára. Búseta: Allt landið. Fram- kvæmdamáti: Símaviðtöl. Brúttó- svörun: 67,5%. Nettósvörun: 71%. Samantekt um heimtur: Fjöldi % Svör 675. 67,5 Neita að svara 96 9,6 Látnir, sjúkir, erl. ríkisb. 51 5,1 Sími lokaður 14 1,4 Finnst ekki, fluttir og Ijarverandi 164 16,4 Alls 1.000 100 TAFLA 1. Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningunum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1987. Þeir sem taka afstöðu. Fjöldi Kjósa Maí Okt. Sept. Kosn- nú ’90 ’89% ’89% ’87 Alþýðuflokkur 56 11,5 8,1 8,3 8,9 15,2 Framsóknarflokkur 77 15,8 16,4 17,6 17,6 18,9 Sjálfstæðisflokkur 244 50,1 45,5 47,6 44,0 27,2 Alþýðubandalag 46 9,4 11,9 8,3 12,6 13,4 Bandalagjafnaðarmanna ' — — 0,3 — — 0,2 Kvennalisti 46 9,4 14,5 14,8 13,4 10,1 Flokkur mannsins 5 1,0 0,6 0,8 0,7 1,6 Samt. jafnr. og félagsh 1 0,2 0,4 0,7 0,5 1,2 Þjóðarflokkur 4 0,8 1,0 0,7 0,5 1,3 Borgaraflokkur 2 0,4 0,6 0,3 1,4 10,9 Frjálsl. hægrimenn 1 0,2 0,0 0,7 0,1 — Aðrir 5 1,0 0,6 0,1 0,3 — Samtals 487 99,8 100 100 100 100 Kosningar 1987 Scpiember 1990 • I I I I 1 1 ■ 1 TAFLA 2. Ef alþingiskosningar væru haldn- ar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Svör við spurningu 1. Fjöldi Allir Kjósa nu Alþýðufl. 39 5,8 9,9 Framsóknarfl. 58 8,6 14,7 Sjálfstæðisfl. 213 31,6 54,1 Alþýðubandal. 35 5,2 8,9 Kvennalisti 36 5,3 9,1 Flokkur mannsins 3 0,4 0,8 Samtjafnrétti ogfélagsh. 1 0,1 0,3 Þjóðarfl. 3 0,4 0,8 Borgaraflokkur 2 0,3 0,5 Fijálsl. hægrim. 1 0,1 0,3 Aðrir 3 0,4 0,8 Myndi ekki kjósa 32 4,7 Skila auðu 35 5,2 Neita að svara 57 8,4 Veitekki 157 23,3 Samt. 675 100 100 TAFLA 4. Þeir sem eru óráðnir eru spurðir áfram: „En hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?“ Svör við spurningum 1 til 3 sam- anlögð. Alþingiskosningar Þrjár spurningar voru lagðar fyr- ir svarendur á aldrinum 18-75 ára um hvað þeir myndu kjósa, ef al- þingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir- kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spumingu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa. Segðu menn enn veit ekki voru þeir spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? — 15,4% svarenda sögðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spum- ingarnar, en þegar svörin við þriðju spumingu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 7,3%. Tafla 1 sýnir niðurstöðurnar, sem fengust úr þessum þremur spum- ingum samanlögðum - og er þeim sem svara þriðja lið spumingarinn- ar þannig, að þeir muni líklega kjósa einhvern flokk annan en Sjálf- stæðisfiokkinn, skipt á milli þeirra flokka í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust við fyrri tveimur liðum spumingarinnar. Til samanburðar em líka í töflunni niðurstöður úr þjóðmálakönnunum Félagsvísinda- stofnunar, sem gerðar vora í maí síðastliðnum, í október 1989, sept- ember 1989 og úrslit þingkosninga 1987. í töflum 2-4 eru svörin gefin upp sundurliðuð. Tafla 2 sýnir nið- urstöður úr fyrstu spurningunni, tafla 3 úr fyrstu tveimur saman- lögðum og tafla. 4 sýnir niðurstöður úr öllum spurningunum samanlögð- um. Fjöldi Allir Kjósa Alþýðufl. 56 8,3 nu 11,5 Framsóknarfl. 77 11,4 15,8 Sjálfstæðisfl. 244 36,1 50,1 Alþýðuþandal. 46 6,8 9,4 Kvennalisti 46 6,8 9,4 Flokkurmannsins 5 0,7 1,0 Samtjafnrétti og félagsh. 1 0,1 0,2 Þjóðarfl. 4 0,6 0,8 Borgaraflokkur 2 0,3 0,4 Frjálsl. hægrim. 1 0,1 0,2 Aðrir 4 0,7 1,0 Myndi ekki kjósa 35 5,2 Skilaauðu 38 5,6 Neita að svara 69 10,2 Veitekki 49 7,3 Samt. 675 100 99,8 TAFLA 3. Þeir sem segja „veit ekki“ í töflu 2 eru spurðir áfram: „En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú myndir „kjósa?“ Svör við spurningum 1 og 2 sam- anlögð. Fylgi flokka meöal karla og kvenna. Allir svarendur. Fjjöldi Allir Kjósa nú Alþýðufl. 47 7,0 10,8 Framsóknarfi. 65 9,6 15,0 Sjálfstæðisfl. 229 33,9 52,8 Alþýðubandal. 39 5,8 9,0 Kvennalisti 39 5,8 9,0 Flokkur mannsins Samtjafnrétti 4 0,6 0,9 ogfélagsh. 1 0,1 0,2 Þjóðarfl. 3 0,4 0,7 Borgaraflokkur 2 0,3 0,5 Frjálst. hægrim. 1 0,1 0,2 Aðrir 4 0,6 0,9 Myndi ekki kjósa 35 5,2 Skila auðu 38 5,6 Neitaaðsvara 64 9,5 Veitekki 104 15,4 Samt. 675 100 100 m X: 3 Staður fyrir nýtt álver: Aðrir staðir á Reykjanesi hugs- anlega heppilegri en Keilisnes - segir Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að með tilliti til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum gæti verið heppilegra að flnna nýju álveri þar, annan stað en Keilisnes. Leiðrétting í grein Torfa Guðbrandssonar, „Þegar ólæsi gerir mönnum grikk“, sem birtist sl. laugardag, datt út setningarhluti. Rétt er setningin svona: „Reyndar eru ýmiss konar merki eða tákn allt um kring í umhverfi okkar, og það sama gildir um þau og bókstafina, að sé rangt lesið út úr þeim, verður niðurstaðan marklaus og er þá undir hælinn lagt, hvort hætta sé á ferðum eða ekki.“ í niðurlagi greinarinnar vant- aði einnig spurninguna „Hver er þá kjarni málsins?“, en hún kom á undan þessari setningu: „Hann er sá, að kórónan er tákn um það stjórnskipulag, sem hér ríkti á árum áður, nánar tiltekið tákn um yfirráð danska konungsvaldsins á íslandi." Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi velvirðingar á mistökunum. „Ég tel mikilvægt að staðsetja atvinnufyrirtæki á Suðurnesjum þannig að vinnuaflið sem þessi fyrir- tæki sækja komi þá fyrst og fremst frá því svæði. Raunar tel ég, að eitt af því hefði átt að gera í þessum málum, væri að skoða fleiri en einn stað undir álver á Suðurnesjum og Norðurlandi og Austurlandi. Því það eru fleiri staðir en Keilisnes á Suður- nesjum sem koma til greina undir álver,“ sagði Ólafur Ragnar. Byggðastofnun telur að þar sem Keilisnes liggi mitt á milli höuðborg- arsvæðisjns og meginþéttbýlissvæð- isins á Suðumesjum, muni fólk frá báðum þessum svæðum sækja vinnu við nýtt álver á staðnum, enda þótt vinnureglur verkalýðsfélaga gætu tryggt Suðurnesjamönnum forgang að vinnu. Stofnunin segir, að ef ef tekið er mið af landfræðilegum að- stæðum og íbúafjölda megi reikna með því að 90% starfsmanna í ál- veri á Keilisnesi komi frá höfuðborg- arsvæðinu en 10% frá Suðumesjum. Byggðastofnun segist þó vilja reikna með því að hlutur Suðurnesjamanna væri hærri en það, þegar til lengdar láti og reiknar því með að 30% af starfsliðinu væri þaðan þegar verk- smiðjan taki til starfa en að hlutfal- lið hækki á nokkram árum upp í 50%, sérstaklega ef samdráttur verður í starfsemi á vegum vamar- liðsins. Þetta kemur fram í minnisblaði Byggðastofnunar til forsætisráð- herra sem nú hefur verið gert opin- ert. Ólafur Ragnar Grímsson vitnaði í síðustu viku til minnisblaðsins í fjölmiðlum og Oddur Einarsson, starfsmaður starfshóps um stóriðju á Suðurnesjum, lýsti því þá yfir að annaðhvort hefði fjármálaráðherra farið með grófar rangfærslur á skýrslunni eða að Byggðastofnun hefði sýnt ótrúlegan barnaskap í ályktunum. Oddur sagði við Morgunblaðið í gær, að eftir að hafa lesið minnis- blaðið sé augljóst, að fjármálaráð- herra hafí aðallega vitnað í eina setningu í minnisblaðinu, sem næsta setning þar fyrir aftan taki raunar til baka. „Það er því alveg ljóst að fjármálaráðherra vitnar ranglega í skýrsluna, enda hamast hann nú við að breiða yfir þetta, og talar nú um að Keilisnes sé ekki góður staður heldur ættu menn að leita að ein- hverjum öðrum stað á Suðurnesjum. En ég skil ekki hvernig manninum dettur það í hug. Það er búið að leggja mikla vinnu í að fínna hentug- asta staðinn á Reykjanesi og þetta er niðurstaðan. Heldur Ólafur Ragn- ar að hann geti dritað niður álverum eftir sínum geðþótta?" sagði Oddur. „Það sem ég sagði var, að sú nið- urstaða Byggðastofnunar hefði komið mér á óvart að ef metið væri út frá almennum forsendum, yrðu aðeins 10% starfsmanna frá Suður- nesjum, en þeir gefí sér hins vegar þá forsendu að þeir verði fleiri. Það er þess vegna ekkert annað en útúr- snúningur að halda því fram að ég hafí farið rangt með þetta atriði,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann bætti við, að staðurinn væri þó ekki aðalatriðið eins og sakir stæðu, heldur að meta hver arður þjóðarinnar væri af því að reisa orku- ver og selja orkuna á því verði sem hugsanlega væri í boði. Einnig væri nauðsynlegt að byija að ræða þær hliðarráðstafanir, sem þarf að gera í efnahagsmálum, til að koma í veg fyrir að virkjanaframkvæmdir og bygging álvers raski því jafnvægi sem er að nást í efnahagsmálum. Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður, sem situr í íslensku álviðræðunefndinni, sagði við Morg- unblaðið, að skoðun sín væri sú, að álverið yrði byggt á Keilisnesi. Það merkti hann af viðræðum við fulltrá erlendu álfyrirtækjanna, sem standa að Atlantsálshópnum, og niðurstöð- um þeirra kannana sem gerðar hefðu verið. Guðmundur sagði að mikill vilji væri meðal þingmanna að álve- rið yrði reist úti á landi. Um það væri ekki lengur að ræða og hann sagðist treysta því að þingmenn væru það skynsamir að þeir sæju að betra væri að álver yrði á Keilis- nesi heldur en að horfið yrði frá því að reisa það hér á landi. Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti fyrr í sumar, að styðja ekki frekari útvegum fjármagns til undirbúngs stóriðjuframkvæmda fyrr en ákvörðun um staðarval, utan höfuðborgarsvæðisins, lægi fyrir. Ólafur Ragnar sagði aðspurður, að með þessari samþykkt væri ekki verið að hafna Keilisnesi, en skiptar skoðanir væra um það í þingflokkn- um hvort Keilisnes væri utan höfuð- borgarsvæðisins eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.