Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
T ölvuskráning
alls vegins sjávar-
afla verði í Hrísey
Móðurtölvan þarf ekki endilega að vera í
Reykjavík segir Guðjón Björnsson sveitarsljóri
GUÐJÓN Björnsson svcitarstjóri í Hrísey hefur óskað eftir því
við sjávarútvegsráðuneytið að formlega verði kannað hvort unnt
sé að staðsetja í eynni fyrirtæki sem annaðist skráningu og um-
sýslu þá sem skapast í kjölfar þess að hafin verður tölvuskráning
alls vegins sjávarafla í höfnum landsins. Beiðnina segir hann vera
I samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi
sl. vetur um fjarvinnustofur og verkefni fyrir þær.
Tildrög þess að Guðjón Björns-
son er að kanna þetta mál er að
fyrir skömmu voru á ferð í Hrísey
menn frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu, að kanna hvernig landaður
fiskur væri vigtaður, en stefnt er
að því að upplýsingum um vigtun
á lönduðum afla verði komið gegn-
um tölvunet í eina móðurtölvu og
verði þar unnt að fá auðveldan
aðgang að þessum upplýsingum.
„Við Hríseyingar höfum í all-
nokkur ár borið okkur vel, enda
hefur atvinna verið næg. Hún hef-
ur hins vegar verið einhæf eins og
í öðrum sjávarþorpum og því höf-
um við nokkuð hugsað um þá
möguleika sem skapast með bætt-
um samskiptum gegnum tölvunet,
myndsenditæki og Póst og síma í
atvinnumálum dreifbýlis. Eg þekki
dæmi um þetta frá Noregi, en í
byggðarlaginu Brönnöysund norð-
an Þrándheims er haldið utan um
hlutafélagaskrá Norðmanna
ásamt ýmsu því sem hlutafélög
varðar. Menn þurfa ekki að koma
á staðinn ,til að reka sín erindí,
samskiptin fara fram með öðrum
hætti,“ sagði Guðjón.
Hann sagðist hafa hugleitt
dæmið frá Brönnöysund er hann
hefði heyrt um áðurnefnda skrán-
ingu alls vegins sjávarafla, móð-
urtölvuna mætti eins staðsetja í
Hrísey eins og Reykjavík, fyrst
hún væri ekki til staðar þar. „Það
þarf ekki að taka neinn tengil úr
sambandi og flytja starfsemina
með tilheyrandi atvinnumissi
þeirra sem þar hafa unnið. Ég tel
því að þarna sé tilvalið tækifæri,
við getum brotið blað í sögunni
og komið því í verk að flytja tölvu-
vinnslu og þar með atvinnu á veg-
um ríkisins út í dreifbýlið.“
Guðjón sagði að símasamband
við Hrísey væri í góðu lagi þannig
að unnt væri að annast þau ijar-
skipti sem nauðsynleg eru vegna
skráningarinnar, en hins vegar
væru taxtar Pósts og síma milli
Reyjavíkur og ijarlægra lands-
hluta trúlega mesti Þrándur í Göt.u
fjarvinnslu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Haldið út í haustsólina
Veðrið hefur leikið við grunnskólanemendur á Akur-
eyri í upphafi skólaársins og nýta þeir sér það ós-
part til leikja þegar skólinn er úti. Þessir krakkar
úr Barnaskóla Akureyrar þyrptust út í haustsólina
að afloknum skóladegi. Rúmlega 2.400 börn eru í
grunnskólunum á Akureyri, eða nokkru færri en
verið hefur á síðustu árum. Það kemur einkum til
af því að stór árgangur hvarf frá skólunum í vor,
en sá er inn kom nýr er nokkuð fámennari.
Samningar um nýtt álver:
Látið verði á það reyna hvort staðsetn-
ing utan Reykjaness útiloki samninga
- segir Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs
SIGURÐUR J. Sigurðsson formað-
ur bæjarráðs segir að landsbyggð-
armenn vilji láta á það reyna hvort
staðsetning álvers •annars staðar
en á Reykjancsi útiloki samninga
við hina erlendu samningsaðila.
Hann segir að með því að sam-
Húsbyggjendur-
húseigendur
Getum tekið að okkur hvers konar við-
haldsverkefni eða nýsmíði.
Upplýsingar veitir Páll Alfreðsson í síma
96-21603.
þykkja staðsetningu stóriðju á
Reykjanesi sé verið að fallast á
rök erlendra aðila um staðsetn-
ingu fyrirtækja í landinu og um
leið uppgjöf fyrir frekari atvinnu-
uppbyggingu á landsbyggðinni.
Slík uppgjöf þýði að ekki verði
hægt að setja fram byggðasjónar-
mið í viðræðum við erlenda aðila
i náinni framtíð. Þá segir hann
fyrirsjáanlega stóraukna fólks-
fiutninga á höfuðborgarsvæðið
með vaxandi erfiðleikum á lands-
byggðinni.
„Mér sýnist sem sífellt fleiri for-
ystumenn í íslensku þjóðlífi séu að
finna sér rök með staðsetningu nýs
álvers á Keilisnesi og á þann hátt
séu þeir að koma erlendum viðsemj-
endum í þá stöðu að staðsetning
verði ekki þröskuldur í samninga-
gerð. Á undanförnum vikum hefur
Bílaleiga á Vestf jörðum
verið ýtt mjög undir þau sjónarmið
að nánast sé búið að velja nýju ál-
veri stað á Keilisnesi. Þessi þráláti
orðróinur er að hluta til kominn frá
forsvarsmönnum sveitarfélaga á
Reykjanesi, sem hafa ekki hikað við
að fullyrða ýmis atriði í sambandi
við kostnað vegna byggingarinnar
sér í hag. Svo langt hafa þessar full-
yrðingar gengið að kostnaðarmis-
munur við byggingu álvers á Reykja-
nesi og annars staðar á landinu er
talinn nema andvirði nýrrar virkjunar
á stærð við Búrfellsvirkjun. Flestum
er það þó orðið löngu ljóst að sá
kostnaðarmunur er smávægilegur
þegar tekið er mið af heildarfjárfest-
ingunni," ségir Sigurður.
Hann segist óttast að íslenskir
samningsaðilar geri sér ekki nægi-
lega grein fyrir þeim neikvæðu áhrif-
um sem röng staðsetning stóriðju
geti haft í för með sér og telji arð-
semi af rekstri fyrirtækisins jafn
góða þó farið verði að vilja erlendra
samningsaðila um staðsetningu.
„Mitt mat er það að þau áhrif sem
talið er að stóriðja hafi á íslenskt
efnahagslíf og hagvöxt komandi ára
verði mun minni en talið er, ef stað-
setning verður á Reykjanesi. Fólks-
flutningur á höfuðborgarsvæðið mun
stóraukast og erfiðleikar lands-
byggðarinnar vaxa að sama skapi.
Að samþykkja staðsetningu stóriðju
á Reykjanesi þýðir einfaldlega að
fallist er á rök erlendra aðila um
staðsetningu fyrirtækja í landinu og
um leið uppgjöf fyrir frekari atvinnu-
uppbyggingu á landsbyggðinni. Slík
uppgjöf þýðir að ekki verður hægt
að setja fram byggðasjónarmið í við-
ræðum við erlenda aðila ! náinni
framtíð."
Sigurður nefndi að í erindi Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra á
fundi um atvinnu og orkulindir sem
haldinn var fyrir réttu ári á Akur-
eyri hafi komið fram það sjónarmið,
að taka þyrfti tillit til fjölmargra
þátta í ákvörðun um staðsetningu
stóriðju og réðu þar ýmis önnur at-
riði en bein arðsemi. „Það er einmitt
þetta sem við landsbyggðarmenn vilj-
um láta á reyna, við viljum hreinlega
láta á það reyna hvort staðsetning
annars staðar en á Reykjanesi útiloki
samning við þessa erlendu aðila."
Höfum opnað
útibú á
ísafirði.
interRent
Europcar
Bílaleiga Akureyrar - Enn einn hlekkur í traustri keðju.
Bladberar óskast
Blaðbera vantar í eftirtalin hverfí:
v Brekkusíðu - Jörfabyggð - Oddagötu -
Hólabraut - Vanabyggð - Bjarkarstíg.
Hressandi morguntrimm, sem borgar sig.
Hafnarstræti 85, sími 23905.