Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 30

Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 ATVINNUA UGL YSINGA Hæþú! Ég er 21 árs háskólanemi, mjög reglusöm, og bráðvantar kvöld- og helgarvinnu. Ef þú getur hjálpað mér, þá er síminn minn 15395. Vélavörður Vélavörð vantar á 190 lesta línubát frá Vest= fjörðum. Upplýsingar í síma 94-1200. Smárabakarí, Kleppsvegi 152, óskar eftir að ráða nema í bakaraiðn. Upplýsingar á staðnum. Afgreiðslumaður óskast til starfa í byggingavöruverslun. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. september merkt: „ H - 8514“. Kennarar Lausar kennarastöður við grunnskólann í Hrísey. Ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar veittar í símum 96-61941, 61737, 61709 og skrifstofu fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Sportval KRINGWN KKIMeNM Okkur vantar fólk í vinnu sem allra fyrst. Starfsfólkið þarf að vera hresst, hafa góða framkomu og vera stundvíst. Æskilegur aldur 25-30 ára. Breytilegur vinnutími. Upplýsingar á staðnum í Sportval, Kringlunni. Verkamenn - gröfumaður - vörubílsstjóri Vana verkamenn vantar í jarðvinnu og hellu- lagningar. Einnig vanan gröfumann og vörubílsstjóra. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „V - 3199“. Heimilishjálp vegna veikinda Vegna veikinda óskast manneskja til hjálpar á heimili í Seljahverfi í Reykjavík. Sjúkraliðamenntun æskileg. Umsóknir merktar: „Heimilishjálp - 13531“ leggist inn á auglýsingadeild Morgunblaðs- ins fyrir 18. sept. nk. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ ÁAKUREYRI Matarfræðingur eða starfsmaður með starfsreynslu í eldun sjúkrafæðis óskast strax eða eftir nánara samkomulagi í eldhús F.S.A. Upplýsingar um starfið veitir Valdemar í síma 96-22100 (283). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglumenn Við embættið vantar nú þegar lögreglumenn, sem lokið hafa námi í Lögregluskóla ríkisins til þess að annast störf vegna afleysinga. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 10. september 1990. BORGARSPÍTALINN Móttökuritarar óskast á slysadeild. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Nonný Björnsdóttir, full- trúi í síma 696642 milli kl. 14.00 og 16.00. Starfsmaður óskast við skjalavörslu á röntgendeild. Starf- ið er fullt starf frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar veitir læknafulltrúi í síma 696434 fyrir hádegi. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á ellideild nú þegar eða eftir nánara samkomu- lagi. Upplýsingar um laun o.fl. veitir hjúkrunarfor- stjóri á staðnum og í síma 95-35270. Sendill Sporléttan ungling vantar á bókhald Morgun- blaðsins allan daginn. Upplýsingar veitir María á staðnum. Verkamenn Óskum eftir að ráða verkamenn. Mikil vinna. Nánari upplýsingar í síma 653140. Gunnar og Guðmundur sf., Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ. Iðnfulltrúi á Vestfjörðum í auglýsingu um laus störf iðnfulltrúa, sem birt var í dagblöðum um síðustu helgi, féll af vangá niður að tilgreina Vestfirði sem eitt landsvæði þar sem ráða á iðnfulltrúa. Vakin er hér með athygli á þessu, en vísað að öðru leyti til áður birtrar auglýsingar. Menntamálaráðuneytið. Bókbindarar - aðstoðarfólk Viljum ráða hið fyrsta bókbindara og aðstoð- arfólk á bókband og lager. Á lager þarf helst kunnáttu í meðferð lyftara. Vinsamlega hafið samband við verkstjóra næstu daga. Höfðabakka 7, sími 83366. Saumakonur - kvöldvinna Vanar saumakonur (jakkasaumur) vantar nú þegar á kvöldvakt. Vinnutími frá kl. 17.00- 23.00 alla virka daga. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 679420. Flíkhf., fatagerð, Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík. AUGLYSINGAR KENNSLA TÓMLI5TARSKÓU Innritun MOSFLLLSBÆJAR Innritun fer fram í skólanum 10.-12. septem- ber kl. 14-17. Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nemendur staðfesti eldri um- sóknir með greiðslu hluta skólagjalds. Þetta á einnig við nemendur á Kjalarnesi. Kennsla hefst mánudaginn 17. september. Skólastjóri. Heímspekískólínn Samræðu- og rökleikninámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-15 ára hefjast 17. september í Kennaraháskólanum. Innritun í síma 628083 kl. 16.00-21.00. Frá Háskóla íslands Skrásetning nýnema í Háskóla íslands há- skólaárið 1990-1991 fór fram frá 1.-29. júní 1990. Tekið verður á móti beiðnum um skrá- setningu á vormisseri frá 2.-15. janúar 1991. Þar eð kennsla í flestum deildum Háskólans er nú hafin eða að hefjast, er ekki unnt að veita undanþágur frá skrásetningarreglum eftir 14. september 1990. Háskóli Islands. Talnaspekinámskeið Námskeið fyrir byrjendur verður haldið í byrj- un október. Leiðbeinendur: Juanita West/Hilmar Örn Hilmarsson. Skráning og upplýsingar hjá Hugræktarhús- inu, Hafnarstræti 20, sími 91-620777. Opið frá kl. 16.00-18.30 virka daga. Skráningu lýkur 19. september. Akureyringar ath.l Skráning á Talnaspekinámskeiðið fer fram hjá Snyrtistofu Nönnu við Strandgötu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.