Morgunblaðið - 12.09.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 12.09.1990, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 Um virðisaukaskatt og listamenn eftir Eggert E. Laxdal Fyrir nokkru keypti ég bók, sem ber nafnið „Lögbókin þín“, eftir Bjom Þ. Guðmundsson og var gefín út af Erni og Örlygi. Ég hefi verið að kynna mér efni hennar, og sér ástæðu til þess að fjalla að nokkru um efni hennar. Fyrst vil ég taka virðisaukaskattinn til umfjöllunar. Á blaðsíðu 253, neðst til hægri, segir. „Virðisaukaskattur leggst aðeins einu sinni á sama verðmæt- Áð, hversu oft sem það gengur á milli viðskiptastiga." Þetta stafar af því, að svonefnd- an innskatt, má draga frá útskatti, þannig að útskattur á að þurrkast út, og virðisaukaskattur á því að- eins að leggjast á söluverð, til end- anlegs neytanda. Þetta þýðir, að milliliðir ættu ekki að greiða virðisaukaskatt, sem þó er innheimtur hjá þeim, af mik- illi hörku. Þetta er þó svo flókið dæmi, að jafnvel löglærðir menn, ráða ekki við það, hvað þá almenn- ingur í landinu. Þeir sem reka atvinnustarfsemi, sem tálin er falla undir virðisauka- katt, neyðast til þess að leita til sérfræðinga á þessu sviði, til þess að verða ekki hlunnfarnir af skatta- yfirvöldunum, og þurfa að greiða umtalsverða upphæð fyrir þá þjón- ustu ofan á allan annan kostnað, sem er ærinn, og verður ekki rakinn hér. Þessu til staðfestingar, vil ég benda á grein í bókinni, blaðsíðu 524, en þar segir: „Frádráttarheimild endurselj- anda á innskatti veldur því, að virð- jsaukaskattur rennur ekki í ríkis- sjóð, fyrr en við sölu, til hins endan- lega neytanda." Ef þessu er þannig varið, hvers vegna er þá verið að basla með innskatt og útskatt? Hvers vegna ekki að hafa lögin klár og einföld og fella niður innskatt og útskatt, og leggja virðisaukaskattinn aðeins á síðasta stig vörunnar, eins og áður er sagt, það geta allir skilið. Mikill aukakostnaður myndi þá falla niður hj[á hinum ýmsu fyrir- tækjum, vegna útgjalda við ráðgjöf og bókhald. Hitt er svo annað mál, hvort rétt sé að leggja allan þennan skatt á framtak í landinu. Er það sann- kgjarnt að láta hin ýmsu fyrirtæki innheimta allan þennan skatt, og þungri refsingu, ef útaf er brugðið. Ég fyrir mitt leyti álít að það sé óréttlátt. Allur skattur á vörur og þjónustu, er aðeins til bölvunar og á ekki að eiga sér stað. Það er betra að leggja á beina skatta og í þessu tilfelli að fella virðisauka- skattinn niður og lækka verð á vörum og þjónustu, sem honum nemur, eða um 24%. Við þetta mundu beinir skattar hækka um nokkur prósent, en lækkun vöru- verðs, mundi vega upp á móti því, og vel það. Það er engin ástæða til þess að gera veginn krókóttan, þeg- ar hægt er að gera hann beinan og greiðfæran, en hið fyrra, er þó mörgum tamast. En víkjum að öðru. í áðurnefndri bók, blaðsíðu 455, neðst til hægri, stendur skrifað um skattlagningu listamanna: „Ekki telst til tekna endurgjald til höfunda og rétthafa, fyrir hvers konar hugverk, bókmenntir og listaverk, hvort sem um er að ræða afnot eða sölu.“ Ég er hræddur um að rithöfund- um og listamönnum almennt, sé ekki kunnugt um þessa lagagrein, og greiði skatt af tekjum fyrir verk sín, ef þær eru þá einhveijar, en það ber þeim ekki að gera, sam- kvæmt þessarri lagagrein. Þessar stéttir beijast líka í bökkum við að „ Allur skattur á vörur og þjónustu, er aðeins til bölvunar og á ekki að eiga sér stað. Það er betra að leggja á beina skatta og í þessu tilfelli að fella virðis- aukaskattinn niður og lækka verð á vörum og þjónustu, sem honum nemur, eða um 24%.“ komast af fjárhagslega og liggja undir áföllum í lífsbaráttunni, vegna lítilla og stopulla tekna. Heimili margra þeirra eru í upp- lausn, vegna þess að eiginkonur þeirra og börn, treysta sér ekki til þess að búa við svo rýrar og óviss- ar tekjur. Margir geta ekki gefið sig óskipta að listinni. af þessum sökum og neyðast til þess að leita á önnur mið, sér og fjölskyldu sinni til framfæris, á kostnað listarinnar, hver sem hún kann að vera. Þetta er bagalegt. Milljörðum króna er varið til ýmissa atvinnugreina, en Eggert E. Laxdal hungurlúsin, sem nokkrir listamenn fá árlega, er til einskis nýt. Er ekki kominn tími til þess að snúa blaðinu við og bæta kjör þessa fólks og fjölga til muna þeim, sem komast á náðarlista ráðamanna og hækka greiðslurnar til muna. Margir myndlistamenn geta ekki haldið sýningar vegna kostnaðar. Skáldin eiga í erfiðleikum með að koma út bókum sínum og margir verða að gefa bækur sínar út sjálfir, ef þeir þá hafa bolmagn til þess. Það getur tekið meira en ár að fá úr því skor- ið hjá bókaútgefendum, hvort hand- rit verði tekið til útgáfu, eða ekki. í verðlaunasamkeppnum um bók- menntaverk berast tugir handrita, en aðeins eitt þeirra fær að sjá dagsins ljós. Allt hitt fer aftur niður í skrifborðsskúffur höfunda sinna og liggur þar um ókomin ár. Þetta geta verið frambærileg verk, þó að ' þau séu ekki metin til fyrstu verð- launa, en um það má að sjálfsögðu deila. Það er ritfrelsi og tjáningar- frelsi í landinu að nafninu til, en margir geta ekki nýtt sér þetta frelsi, vegna þess að það kostar of mikla peninga. Fjölmiðlar birta oft ekki annað en það, sem þeir álíta að geti samræmst þeirra eigin skoð- unum og lífsstíll, og þá kemur mér í hug orð hins mikla spekings Frakka, Voltaires, þegar hann ræddi við ungan mann, um atriði sem þeir voru ósammála um, en Voltaire sagði: „Ég er ósammála skoðunum þín- um ungi maður, en ég vil beijast fyrir því með oddi og egg, að þú fáir að segja meiningu þína.“ Með þessum orðum vil ég ljúka greininni. Höfundur er listmnlari og rithöfundur. Tómstundir, þjálfun í samskiptum eftirÓlöfu Jónsdóttur Sumarið er senn á enda. Það haustar og skólarnir hefja starf sitt að nýju. En það eru fleiri sem taka til starfa þegar hausta tekur. Félaga- samtök taka til starfa eftir sumar- fríið og þannig er það einnig hjá ITC-samtökunum. Hvað er það sem við erum að gera í ITC? spyr ef til vill einhver. Svarið er: Við erum að þjálfa okkur í hverskonar tjáningu til að öðlast þannig meira sjálfstraust. Við hittumst tvö kvöld í mánuði og skiptumst á að taka að okkur hin ýmsu verkefni. Hver og einn fær í hendur námsvísi; handbók, ræðuleiðbeiningar og vinnubók. Mikil áhersla er lögð á fundar- sköp, en við þjálfum okkur líka í að flytja ræður, erum með bóka- „Það fær enginn ræðu- snilld í vöggugjöf.“ kynningar, umsagnir um kvik- myndir eða leikhúsverk, lesum ljóð eða stutta kafla úr sögum. Stærri verkefni eru m.a. hringborðsum- ræður, pallborðsumræður, kapp- ræður, ræðukeppni og margt fleira. Þá fáum við stundum utanaðkom- andi aðila til að heimsækja okkur og fræða á einhvern hátt, t.d. leik- ara, rithöfunda eða fjölmiðlafólk. Verkefnalistinn er mjög fjölbreyttur og þar fær hugmyndaflugið að ráða ferðinni. Þá leggjum við áherslu á að leggja mat á það sem gert er hveiju sinni (hæfnismat) og skipt- umst á um að taka það að okkur. Það er mjög lærdórrisríkt að gagn- rýna aðra á jákvæðan og uppbyggj- andi hátt og læra sjálf að taka gagnrýni. Við í ITC uppskerum líka annað og meira en þjálfunina. Við kynn- umst nýju fólki og ný vináttubönd myndast. Við styðjum hvert annað og lærum hvert af öðru. Bæði karlar og konur geta gerst félagar í ITC. Víðs vegar um landið starfa 22 deildir og er hámarkstala félaga í deild bundin við þrjátíu. Hér á íslandi er félagatala nú hátt á fimmta hundrað. Samtökin eru alþjóðleg og bera heitið „International Training in Communication“. Þau starfa víða um heim og eru stærstu alþjóða- samtök sem starfa eingöngu á fræðilegum grundvelli. Það fær enginn ræðusnilld í vöggugjöf en æfingin skapar meist- arann. Þetta er hollt og auðgandi tóm- stundarstarf sem skilar betri ein- staklingum út í þjóðfélagið. Höfundur er skrifstofumnður. Ólöf Jónsdóttir RAD4 UGL YSiNGAR Haustferð eldri borgara SJALFSTÆDISFLOKKURINN I: É L A G S S T A R F liriMDAI I iJK Aðalfundur Heimdallar Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 12. september kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Lagabreytingar. 5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar. 6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. 7. Önnur mál. Gestur fundarins verður Þorsteinnn Pálsson, focmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Haustferð Óðins Málfundafélagið Óðinn fer í sína árlegu haustferð sunnudaginn 16. september nk. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 8.30 árdegis og ekið til Stykkis- hólms og um nærliggjandi sveitir. Ef veður leyfir, verður boðið upp á 2ja tíma bátsferð með Eyjaferðum um Breiðafjörð. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, verða að tilkynna hana á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, í síma 82900, fyrir kl. 17.00 miðvikudag- inn 12. september. Verð: 2.000 kr. fyrir fullorðna, en 1.000 kr. fyrir 7 til 15 ára og frítt fyrir yngri. Bátsferð verður að greiða sérstaklega þar sem hún er ekki innifalin í verðinu. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að taka með sér nesti og góð- an skjólfatnað. Óðinn. Aðalfundur sjálfstæðisfélags ísafjarðar fyrir árið 1989 og 1990 verður haldinn á Hótel ísafirði fimmtudags- kvöldið 13. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning formanns til 1 árs. 3. Kosning tveggja meðstjórnenda til 2 ára. 4. Kosníng tveggja meðstjórnenda til 1 árs. 5. Kosning þriggja varamanna. 6. Kosning fimm i kjördæmisráð og fimm til vara. 7. Kosning í fulltrúaráð, 10 manna til 1 árs, 11 manna til 2 ára. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. Sjálfstæðismenn á Isafirði eru hvattir til að mæta á fundinn og greiða ársgjald kr. 500,- eða sýna styrktarmannakort. Nýir félagar velkomnir. Fundarstjóri verður Úlfar Ágústsson. Stjórnin. Félag Sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi býður eldri borgunum hverfisins í haust- ferð laugardaginn 15. september nk. Fariö verður til Nesjavalla eftir hin- um nýja vegi Hita- veitu Reykjavíkur, framkvæmdir þar skoðaðar og veitingar þegnar. Á heimleiðinni verð- ur komið við í landi Ölfusvatns. Fararstjórar verða Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður og Anna K. Jónsdóttir borgarfulltrúi. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.15. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Háaleitisbraut 1, sími 82900, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 14. september. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði verður haldinn fimmtudaginn 20. septemb- er nk. í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Matthías Bjarnason, alþingismaður ræðir þjóðmálin. 3. Önnur mál,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.